Morgunblaðið - 31.01.2008, Page 19

Morgunblaðið - 31.01.2008, Page 19
úr bæjarlífinu MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2008 19 Hef ég ekki séð þennan einhvers staðar áður? Þessu velti Össur fyrir sér þegar hann sá El- ton John í Abu Dhabi í síðustu viku. Svona gæti einhver hugsað sem pantar sér tíma hjá heimilislækni á Akureyri í næstu viku …    Læknirinn sem við er átt heitir Jón Pálmi Ósk- arsson. Þótt sá sem þarf læknishjálp hafi búið í útlöndum í mörg ár gæti hann samt kannast við kappann; frá því Pálmi var í sigurliði MA í Gettu betur á RÚV um árið. Hafi hann flutt frá útlöndum í fyrra, eftir langa dvöl, gæti hann þekkt Pálma frá því í Meistaranum hjá Loga á Stöð 2 og hafi „sjúklingurinn“ bara komið heim í haust eftir mörg ár í útlandinu, gæti hann hafa séð Pálma í Útsvari á RÚV, en þar sló hann í gegn í liði Akureyrar ásamt Erlingi Sigurðarsyni og Arnbjörgu Hlíf Valsdóttur.    Það er ekki allt búið enn. Segjum sem svo að hinn meinti veiki maður komi í fyrsta skipti á ævinni til landsins á morgun, skelli sér í Broadway um kvöldið og þurfi svo að leita til læknis á Akureyri eftir helgi, gæti hann samt kannast við Pálma! Í Broadway verður nefni- lega á morgun Húsvísk tónlistarveisla þar sem fluttar verða dægurperlur Björgvins Halldórs- sonar. Allt Þingeyingar sem koma fram, eftir því sem ég best veit, nema einn … Ekki vildi betur til en svo að einn söngvaranna forfall- aðist og hver heldur þú, lesandi góður, að hafi verið beðinn um að hlaupa í skarðið? Jú, ónefndur heimilislæknir á Akureyri hef ég heyrt! Hann hefur nefnilega lært að syngja og starfaði á Húsavík um tíma meðan á námi stóð. Sannarlega fjölhæfur maður, Pálmi. Hann hef- ur líka gaman af íþróttum og var meira að segja íþróttafréttaritari Morgunblaðsins á Ak- ureyri um tíma fyrir mörgum árum.    Kannski ekki alveg Akureyrarbæjarlíf, og þó; ég horfði á leikinn á Akureyri! Samgleðst Björgólfi með sigur West Ham á Liverpool í gærkvöldi en ferlega voru mínir menn í Rauða hernum slakir … Hvað er eiginlega í gangi?    Ferðafélag Akureyrar býður upp á hvorki meira né minna en 47 ferðir á nýbyrjuðu ári. Félagið kynnir í kvöld það sem er í boði á fundi í Ketilhúsinu. Athöfnin hefst kl. 20.00. Har- aldur Örn Ólafsson, pólfari með meiru, verður á fundinum með myndasýningu og frásögn um magnaðar ferðir sínar á Mount Blanc, Kilim- anjaro, Mount Everest og ekki síst á norð- urpólinn. Aðgangseyrir er 1.000 kr. og er kaffi og meðlæti innifalið. Árvakur/Skapti Hallgrímsson Þekki ég þennan? Erlingur Sigurðarson, Lappi og Pálmi Óskarsson læknir með meiru. AKUREYRI Skapti Hallgrímsson Pétur Stefánsson sótti sér orku íyrkingarnar: Gegni ég minni matarhvöt milli ortra kvæða. Ég er að sjóða súpukjöt sem ég ætla að snæða. Ármann Þorgrímsson er mikill matgæðingur: Best finnst mér að borða kjöt og borða mikið fituhreinsað finnst mér svikið floti helli yfir spikið. Þá Friðrik Steingrímsson í Mývatnssveit: Horað kjöt er haldlítið og hunda fæða síst menn á þeim sinum græða, sælkerunum þraut og mæða. Hjördís Þráinsdóttir fór í afmælisveislu og kvöldmaturinn var eftir því: Fínast kaffi fékk og vöfflur fylltar rjóma. Gef ég þessu góða dóma. Kristján Eiríksson stendur í framkvæmdum heima hjá sér og eldhúsnautnirnar sitja á hakanum: Þá ykkur gengur allt í vil í eldhússtússi að heiman nú ég held í fússi því allt er rifið, rist og tætt, mín rósemd farin, svo ég fer á Sjávarbarinn. Þá Sigrún Haraldsdóttir: Óttalega er Eiríksson nú illa farinn; huggun sækir hann á barinn. Kristján svaraði: Álasaðu ekki mér þótt út ég rasi. Ég sé til lands á sjötta glasi. Hólmfríður Bjartmarsdóttir, Fía, frá Sandi í Aðaldal sá þegar spaugilegu hliðina á þessum orðaskiptum: Stjáni í fússi fór á bar fullur mjög hann gerðist þar hitti konur hálffullar hlýlegust þó Sigrún var. Davíð Hjálmar Haraldsson velti fyrir sér hvort þetta væri ekki prentvilla hjá Fíu: Stjáni í fússi fór á bar fullur mjög hann gerðist þar hitti konur hálffullar, á herðablöðum Sigrún var. Sigrún kom með aðra skýringu: Þurft ég hefði styrkan staf og stuðning um valta tána. Því gerst ég hefði ölvuð af áfengri návist Stjána. Fía svaraði hins vegar Davíð Hjálmari: Eitt sinn full ég fór á bar fyrstan hitti ég Davíð þar. Út ég slapp þó umrætt sinn á eftir fann hann gluggann minn. pebl@mbl.is VÍSNAHORNIÐ Af mat og barnum   HEKLA Laugavegi 172-174 · sími 590 5000 · www.hekla.is · hekla@hekla.is Umboðsmenn HEKLU um land allt: Akureyri · Akranesi · Ísafirði · Reyðarfirði · Reykjanesbæ · Selfossi Verð: 1.720.000 kr. Se x ö ry gg isl of tp úð ar ES P s tö ðu gl eik ak er fi Hi ti í s æt um CD og M P3 sp ila ri Te ng i f yr ir iP od Þr ír hö fu ðp úð ar að af ta n Ra fd rif na r r úð ur að fr am an og af ta n Fja rs tý rð sa m læ sin g Þo ku ljó s Hæ ða rs til lin g á ök um an ns sæ ti Hr að as til lir (c ru ise co nt ro l) og m ar gt fl eir a Rí ku leg ur st að al bú na ðu r: H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA - 0 7 -1 0 0 7      Mánaðarleg útborgun: 17.200 kr.* Komdu og eigðu stefnumót við Skoda Fabia. Þú finnur strax að leitinni er lokið. *M.v. 30% útborgun og bílasamning til 84 mánaða. Árleg hlutfallstala kostnaðar: 6,57%.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.