Morgunblaðið - 31.01.2008, Síða 22

Morgunblaðið - 31.01.2008, Síða 22
22 FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Rístu og sýndu sæmd og rögg sól er á miðjum hlíðum. Dagsins glymja hamarshögg heimurinn er í smíðum. (H.S.) FRAMSÓKNARMENN héldu fjöl- mennan fund á Egilsstöðum á dög- unum í fundaferð þingflokksins sem hófst í Reykjavík og lýkur þar aftur á Hótel Borg um miðjan febrúar. Þeg- ar ég kom í flugstöðina hér í Reykjavík á sjö- unda tímanum á fimmtudegi á leið minni til fundarins voru þar fyrir langar biðraðir fólks, á leið austur. Austurland hefur verið í örri þróun frá því að sú mikla ákvörð- un var tekin að byggja álver á Reyðarfirði og ráðist var í Kára- hnjúkavirkjun. Við framsóknarmenn eig- um stærri þátt í þessari ákvörðun en aðrir. Fyrir liðinu fór þáverandi formaður flokksins og ut- anríkisráðherra, Halldór Ásgríms- son, og Valgerður Sverrisdóttir, þá- verandi iðnaðarráðherra. Gott samstarf var um málið við Sjálfstæð- isflokkinn. Einörð afstaða og stuðn- ingur þáverandi forsætisráðherra, Davíðs Oddssonar, skipti miklu máli og tryggð við breiða samstöðu rík- isstjórnarflokkanna. Það sem ekki síst skipti máli var baráttugleði sveit- arstjórnarmanna á Austurlandi og fólksins þar en hana sýndi reyndar meirihluti Íslendinga í skoðanakönn- unum um málið. Virkjunin mætti þó einnig and- stöðu og var umdeild eins og reyndar flestar stórvirkjanir síðustu áratuga. Austurland hafði búið við mikinn fólksflótta og deyfð í atvinnulífi um langt skeið. Þessar stóru fram- kvæmdir hafa valdið straum- hvörfum, skilið eftir bjartsýni og mikinn kraft. Orkan er nýtt í heima- héraði sem er stefnubreyting frá fyrri tíð þannig að allur virðisauki er ávinningur heimamanna. Við skulum í andrá hugsa til þess ef ekki hefði orðið af þessum framkvæmdum. Hvernig væri þá Austurland statt í dag? Ég ók með heimamanni um Egils- staðabæ og sá þar öra uppbyggingu og mikið af nýjum íbúðarhúsum sem risið hafa á síðustu fimm árum. Mörg ný hverfi hafa verið og eru í upp- byggingu þar sem stöðnun ríkti áður. Sömu sögu er að segja í Fjarðabyggð og ekki síst á Reyðarfirði. Það ríkir bjartsýni og athafnaþrá í huga Austfirðinga vegna þessa og þeir vita, og það þurfum við stjórn- málamennirnir að hafa hugfast, að þessari þróun þarf að fylgja eftir til að viðhalda sóknarstöðu. Álver og stóriðja leysa ekki öll vandamál í atvinnulífi en það er engin spurning að okk- ur bar að auka gjald- eyristekjur úr fleiri átt- um. Lengst af bar sjávarútvegurinn einn langstærstan hlut, nú er það iðnaður, sjávar- útvegur, ferðaþjónusta og fjármálastarfsemi. Staðan er allt önnur og býr til meira jafnvægi og öryggi fyrir lands- menn. Við eigum að horfa til fleiri þátta í sölu á rafmagni en álvera, eins og Landsvirkjun gerir nú. Hins vegar er það svo að álver á Bakka við Húsavík gæti haft samskonar áhrif fyrir Suð- ur-Þingeyjarsýslu og Mið-Norður- land með Vaðlaheiðargöngum eins og stórframkvæmdirnar hafa haft á Austurlandi. Það sem gerir þó fram- kvæmdirnar á Bakka einstakar á heimsvísu er að þar er unnið að því að raforkuframleiðsla verði eingöngu unnin úr jarðvarma. Flugvöllurinn í Vatnsmýri Samgöngur vega mjög þungt í hagsæld byggðanna. Eitt stærsta byggðamálið er flugið beint inn í hjartastað höfuðborgarinnar. Það er byggðamál að fljúga á innan við klukkutíma úr Reykjavík til Egils- staða og fleiri höfuðstaða lands- byggðarinnar. Skoðanakannanir sýna að allt að 60% vilja flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni. Þetta mál þarf að útkljá. Ég tek undir með mörgum Reykvíkingum að flugvöllurinn á að vera áfram í Vatnsmýrinni eða í allra næsta nágrenni við hana eins og við framsóknarmenn höfum haft uppi hugmyndir um. Það þjónar bæði hagsmunum höfuðborgarinnar og landsbyggðarinnar. Rothögg sjávarbyggðanna Sjávarútvegsráðherra tók ranga og óskynsamlega ákvörðun um nið- urskurð á þorskveiðum. Þessi ákvörðun leikur nú sjávarþorpin grátt, fiskibátar eru seldir, sjómenn og fiskvinnslufólk tapar vinnu. Byggðirnar voru verðfelldar. Sjávarútvegsráðherra átti að hugsa dýpra og miða við að veiða 150 eða 160 þús. tonn í stað 130 þús. tonna. Það hefði verið skynsamlegt. Það hefði verið jafn líklegt til að byggja upp þorskstofninn og höggið á sjávarbyggðirnar hefði ekki verið rothögg. Mótvægisaðgerðirnar sem ríkisstjórnin boðaði í kjölfarið voru hrein móðgun við sjávarþorpin og fólkið sem þar býr. Sjávarútvegsráðherra sér nú af- leiðingar ákvörðunar sinnar. Hann getur auðveldlega endurskoðað mál- ið og tekið nýja og mildari ákvörðun. Þannig og eingöngu þannig getur hann rétt hlut fólksins og fyrirtækj- anna í sjávarþorpunum sem nú vita ekki sitt rjúkandi ráð. Við framsóknarmenn vöruðum ríkisstjórnina við á síðasta sumri og mótmæltum svo harkalegum nið- urskurði og sögðum hverjar afleið- ingarnar yrðu í sjávarþorpunum hringinn í kringum landið. Forsætis- ráðherra sagði að sjávarútvegs- ráðherra væri kjarkmaður og undir það skal tekið. Best væri þó ef saman færu kjarkur og skynsemi, við erf- iðar aðstæður. Hins vegar hefði hann betur hlust- að á raddir þeirra sem sögðu „gættu þín og hagsmuna fólksins sem treysti þér.“ Svo kom áfallið í september í mótvægisaðgerðum sem bergmála nú sem grátur eða móðgun í mörgum sjávarbyggðum. Hið fagra Austurland Guðni Ágústsson skrifar m.a. um jákvæða þróun á Austur- landi, niðurskurð kvótans og flugvöllinn í Vatnsmýrinni »Mótvægisaðgerð-irnar sem rík- isstjórnin boðaði voru hrein móðgun við sjáv- arþorpin og fólkið sem þar býr. Guðni Ágústsson Höfundur er formaður Framsóknarflokksins. ✝ Ívar Geirssonfæddist í Hafn- arfirði 16. febrúar 1958. Hann lést á heimili sínu 20. jan- úar síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Geirs Stef- ánssonar, f. á Húsa- vík 12.3. 1932, d. 7.6. 1997 og Ólafíu Sig- urðardóttur, f. á Þingeyri 9.8. 1932. Systkini Ívars eru: Sigurður, f. 16.8. 1953, kvæntur Svönu Sigurðardóttur, f. 23.10. 1953, Stefán Rafn, f. 16.2. 1956, kvæntur Dóru Stefánsdóttur, f. 7.4. 1955, Geirþrúður, f. 1.11. 1961, gift Unnari Birni Jónssyni, f. 23.11. 1967 og hálfsystir samfeðra var Jóhanna, f. 9.10. 1951, d. 5.7. 2005. Ívar kvæntist hinn 28.12 1979 Sigrúnu Ástu Gunnlaugsdóttur, f. 30.4. 1958, þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Anna Rós, f. 7.9. 1977, gift Steindóri Örvari Guðmundssyni, f. 8.3. 1974, þau eiga dótturina Ástu, f. 25.9. 2005. 2) Ólafía Björk, f. 1.9. 1981, sambýlismaður Ragnar Miguel Herreros, f. 24.12. 1979, sonur þeirra er Aron Elí, f. 19.2 2004. 3) Ívar Örn, f. 9.5. 1983, sam- býliskona Karen Daðadóttir, f. 28.4. 1986. Sambýliskona Ívars er Bjarney Ólsen Richardsdóttir, f. 22.10 1959. Börn Bjarneyjar eru Rich- ard Haukur, f. 15.7 1976 og Thelma Sif, f. 22.9 1987, Sævarsbörn. Ívar ólst upp og gekk í grunnskóla í Hafnarfirði. Hann hóf nám í Flensborg- arskóla 1975 og lauk 5 önnum þaðan. Ívar flutti til Siglufjarðar tvítugur árið 1978. Þar stundaði hann ýmis störf til sjós og lands fyrstu árin. Hann stundaði nám í húsasmíðum við Iðn- skólann á Siglufirði og lauk sveinsprófi 1984. Hann var á samningi samhliða námi hjá Hús- einingum hf. árin 1980-1984. Árið 1984 hóf hann störf hjá Skipa- afgreiðslunni þar sem hann starf- aði lengst af sem verkstjóri þar til fjölskyldan fluttist til Reykjavíkur árið 1996. Ívar vann sem verk- stjóri hjá Securitas/ISS frá 1996- 2002 en frá 2002 starfaði hann sem sjálfstæður verktaki við viðhald og umhirðu gólfefna. Ívar stundaði íþróttir af kappi á yngri árum, æfði knattspyrnu með FH og körfubolta með Haukum og árið 1977 var hann valinn til að spila með unglingalandsliðinu í körfubolta. Á Siglufirði var hann mjög virkur í íþróttalífinu, stund- aði knattspyrnu, blak og tók þátt í uppbyggingu körfuknattleiks- deildar á staðnum. Ívar verður jarðsunginn frá Frí- kirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Elsku vinur og sambýlismaður Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Þín Bjarney. Elskulegur pabbi minn er látinn aðeins tæplega fimmtugur. Dauða hans bar skjótt að og eftir sitjum við svolítið vönkuð eins og við höf- um hlaupið á vegg. Stundum verð ég eigingjörn og vil að ég hefði fengið eitt loka pabbaknús og feng- ið að finna stóru hendurnar hans renna yfir kollinn minn eins og hann var vanur að gera. Lítill 4 ára afastrákur skilur hvorki upp né niður í því sem honum er sagt, hann neitar að trúa því að afi sé hjá englunum og komi ekki aftur, 26 ára gömul pabbastelpa á mjög erf- itt með að útskýra það sem hún hefur ekki ennþá skilið sjálf. Æskuminningar mínar um pabba eru ótalmargar, flestar tengdar úti- veru eins og skíðaiðkun, fjallgöng- um eða veiðiferðum. Pabbi var mik- ill íþróttamaður og hafði keppnisskap, hann lagði körfu- boltaferil og framhaldsskóla til hliðar til að flytjast út á land, nánar tiltekið Siglufjörð. Foreldrar mínir ákváðu að ala þar upp börnin sín sem urðu þrjú árið sem þau urðu 25 ára. Aldrei kvartaði pabbi yfir brostnum draumum heldur bjó til nýja. Hann lærði húsasmíði og stundaði fótbolta af kappi. Við töl- uðum um að samband okkar væri nokkuð sérstakt sem orsakaðist af því að hann var ekki viðstaddur fæðingu mína, enda fótbrotinn í næsta herbergi á sjúkrahúsinu. Í staðinn eyddum við fyrstu dögun- um saman á sjúkrahúsinu og ein- hverjum vikum heima sem var munaður sem þekktist ekki á þess- um tíma. Pabbi talaði oft um þessar vikur sem honum þótti vænt um en einnig gremju sína yfir að hafa ekki fengið að upplifa fæðingu mína eins og systkina minna. Símtöl okkar nú seinni árin voru alveg ótrúleg. Hann staddur ein- hversstaðar í vinnunni og ég heima að læra. Þau tóku aldrei minna en klukkutíma. Pabbi vann þannig vinnu sem fylgdu þau forréttindi að hann gat alltaf spjallað um allt og ekkert. Hann vildi fá að fylgjast með því sem var í gangi í lífum okkar þá stundina, var óhræddur við að detta inn í heimsókn og stoppaði lengi í einu. Matmaður var hann líka mikill og hafði óbeit á matvöndu fólki. Pabbi kenndi mér svo ótalmargt. Hann passaði upp á að segja mér aldrei hvernig ætti að gera hlutina eða hvernig hann vildi að ég gerði þá. Ef maður bað pabba um ráð þá fólust þau ráð í því að ég talaði og komst að niðurtöðu sjálf án þess að hann legði í raun neitt til málanna. Hann lagði ávallt ríka áherslu á að við fylgdum hjartanu, gerðum eins og okkur langaði til og ekki væri nauðsynlegt að fylgja hefðum hefð- anna vegna. Elsku pabbi. Seinustu daga höf- um við rifjað upp allar góðu minn- ingarnar og frasana þína. Stundum hlæ ég en oftast græt ég. Við systkinin, makar okkar og börn stöndum þétt saman og styðjum hvert annað á þessum erfiðu tím- um. Næstu mánuðir verða skrítnir án þín, 50 ára afmælið þitt í febr- úar, þriðja barnabarnið fæðist inn- an örfárra vikna, útskriftin mín og brúðkaup. En við komumst í gegn- um þetta með minningarnar að vopni auk þess sem þú lifir með okkur öllum á ólíkan hátt. Þín, Ólafía Björk Ívarsdóttir (Olla). Elsku stóri bróðir, alltaf varst þú góður við lítið stelpuskott. Hjá þér átti ég alltaf skjól. Þú kenndir mér á skauta, að hjóla og leyfðir mér að taka þátt í körfuboltaleik með vin- um þínum. Ég fékk að fylgja hvert sem heitið var för. Stórir bræður áttu að vera góðir við systur sínar, eða það fannst mér allavega, og það var eingöngu vegna þess að þú varst mér alltaf góður. En þú tókst þá ákvörðun um að hafa mig undir þínum verndarvæng í hörðum heimi. Sem börn höfum við hæfi- leika til þess að aðlagast ýmsum Ívar Geirsson MINNINGAR HÉR eru nefndir nokkrir mik- ilvægir þættir fyrir fólk með hreyfi- hömlun sem varða íbúðarhúsnæði og búsetu í því. Hreyfihamlaðir geta búið við lága tekju- og eignastöðu eins og aðrir í samfélaginu og því átt erfitt með að kaupa eða leigja íbúð á almennum markaði. Lausnin í dag er félagslega húsnæð- iskerfið, með öllum sín- um biðlistum, sem sam- anstendur af félagslegum leiguíbúð- um sveitarfélaga, íbúð- um Brynju, hússjóðs ÖBÍ, og nokkurra ann- arra félagasamtaka, sambýlum fyrir fatlaða og íbúðum fyrir náms- menn. Í nefndum íbúð- um eru einnig til staðar hindranir fyrir hreyfihamlaða um- fram ófatlaða því íbúðir þessara aðila eru oft afar óaðgengilegar. Annar galli er að lág leiga íbúðanna er bund- in við íbúðina sjálfa. Leigan á fé- lagslegum leiguíbúðum sveitarfélaga er niðurgreidd beint af skattfé við- komandi sveitarfélags og Brynja hef- ur getað boðið lága leigu m.a. með því að fá hluta af Lottó-ágóða inn í sinn rekstur. Að auki er í dag opinber stuðningur við lágtekjufólk með vaxtabótum og húsaleigubótum, en sú fyrirgreiðsla er bundin við einstaklinginn. Á Vest- urlöndum hefur þróunin verið sú að færa fjárhagsaðstoð sem veitt er af hinu opinbera og bundin er við ákveðnar íbúðir yfir í bætur sem eru tengdar einstaklingnum og að- stæðum hans hverju sinni. Slíkt kerfi hentar hreyfihömluðum vel því það fjölgar valkostum við leit að hentugu íbúð- arhúsnæði og miðar meira að því að jafna að- stöðu og tækifæri fyrir hreyfihamlaða frekar en að skapa aðgreiningu. Á Íslandi vantar mik- ið upp á stuðning við hreyfihamlaða til að gera íbúðir aðgengileg- ar og aðlaga þær að þörfum ein- staklinganna. Í dag geta hreyfihaml- aðir fengið aukalán vegna sérþarfa, sem kemur til viðbótar almennu láni Íbúðalánasjóðs. Þetta þýðir einfald- lega að hreyfihamlaðir þurfa að bera verulegan aukakostnað vegna sinnar hreyfihömlunar. Hér þarf nýja hugs- un. Setja þarf ákvæði um að Íbúða- lánasjóður veiti fötluðum styrki vegna þess aukakostnaðar sem hlýst af því að gera íbúð, leigu- eða eign- aríbúð, notaða eða nýbyggingu, að- gengilega og nothæfa. Slíka styrki þarf að skoða í samhengi við þá tak- mörkuðu þjónustu sem Hjálp- artækjamiðstöð Tryggingastofnunar veitir með úthlutun hjálpartækja á heimilum. Krafan er sú að markmið húsnæð- iskerfisins sé að jafna aðstöðu og tækifæri fatlaðra við ófatlaða til að velja sér húsnæði; fyrirgreiðslan sé bundin þörfum einstaklingsins en ekki húsnæðinu – og síðan þarf full- nægjandi stoðþjónusta við fatlaða á eigin heimilum og til samfélagsþátt- töku að vera til staðar svo ekki sé ekki sé talað um að byggingar séu að- gengilegar öllum alltaf, en það er um- fjöllunarefni í aðrar greinar. Fólk með hreyfihömlun og íbúðarhúsnæði Ragnar Gunnar Þórhallsson skrifar um húsnæðismál fatlaðra »Krafan er sú aðmarkmið húsnæð- iskerfisins sé að jafna aðstöðu og tækifæri fatlaðra við ófatlaða til að velja sér húsnæði. Ragnar Gunnar Þórhallsson Höfundur er formaður Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.