Morgunblaðið - 31.01.2008, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2008 27
Atvinnuauglýsingar
Norræn nýsköpunarsamvinna er í mikilli þróun og í brenni-
depli hjá aðilum atvinnulífsins, stjórnvöldum og fjölmiðlum.
Nordisk InnovationsCenter gefur tóninn á þessu sviði og vill
skapa sér sýnilegri stöðu bæði gagnvart hinu opinbera og
einkum atvinnulífinu. Sem framkvæmdastjóri skapar þú for-
sendur fyrir þessa vinnu í erilsömu starfi sem einkennist af
þverfaglegum samböndum við aðila í nýsköpunarumhverfi
Norðurlandanna og einnig víða í Evrópu.
Tvö meginmarkmið stofnunarinnar eru að hvetja til ný-
sköpunar í atvinnulífinu og vinna að virku atvinnulífi án
landamæra á Norðurlöndunum
Stofnuninni stýrir eigin stjórn með einum aðila frá hverju
Norðurlandanna með reynslu úr atvinnulífinu og opinbera
geiranum. Stofnunin leggur árlega fram verkefnalista sem
hljóðar upp á 120 millj. norskra króna og þar starfa 16
manns. Helstu verkefni nýs framkvæmdastjóra verða:
• stýra þekkingarmiðstöð með starfsfólki frá öllum
Norðurlöndunum
• gera stofnunina að leiðandi aðila í norrænu
nýsköpunarsamstarfi
• þróa samstarf við helstu nýsköpunaraðila á
Norðurlöndunum
• styrkja sýnileika og prófíl stofnunarinnar og þróa áfram
samvinnu við aðila í norrænu atvinnulífi
• þróa áfram gott samstarf við Norrænu ráðherranefndina
• styrkja og þróa samstarf við aðra norræna aðila á þessu
sviði
Háskólamenntun er áskilin og vald á ensku og einu af
skandinavísku málunum, bæði munnlega og skriflega. Auk
þessa eru gerðar eftirtaldar hæfniskröfur:
• góðir samstarfshæfileikar
• skipulagshæfni og reynsla af áætlanagerð
• reynsla af stjórnun í mannauðs- og þekkingarfyrirtækjum
og atvinnulífinu og innsýn í nýsköpunarstarf í atvinnulífinu
• reynsla og þekking á pólitísku starfi og ferlum, hæfni í
mannlegum samskiptum og að geta hrifið fólk með sér
Norræna nýsköpunarmiðstöðin býður upp á áhugavert
starfsumhverfi í stöðugri þróun þar sem vinnur starfsfólk
frá öllum Norðurlöndunum. Skrifstofa stofnunarinnar er í
Osló og gera má ráð fyrir töluverðum ferðalögum. Laun
samkvæmt samkomulagi. Ráðið er í stöðuna til fjögurra ára
með möguleika á framlengingu.
Nordisk InnovationsCenter eða Norræna nýsköpunarmiðstöðin er leiðandi stofnun í norrænni samvinnu. Verkefni miðstöðvarinnar
er að stuðla að samkeppnishæfara atvinnulífi á Norðurlöndum með því að hvetja til samvinnuverkefna á sviði nýsköpunar. Þetta markmið
skal nást með sköpun nettengsla, samvinnuverkefnum, fjármögnun þeirra og kynningu á niðurstöðum. Norræna nýsköpunarmiðstöðin heyrir
undir Norrænu ráðherranefndina. Miðstöðin er staðsett ásamt Nordforsk og Nordisk Energiforskning í nýju skrifstofuhúsnæði miðsvæðis í Osló.
Forstjóri
Nýsköpun - Norðurlönd - Alþjóðavæðing
Fyrirspurnum má beina til Harald Hjerø hjá Mercuri Urval í síma 0047 975 59 023. Umsóknarfrestur er til 22. febrúar 2008. Sendið stutta umsókn ásamt ferilskrá, seinna þarf síðan að senda vottorð
og meðmæli. Fullum trúnaði er heitið. Sækja skal um stöðuna á netinu, starfið er merkt "NO- HHJ-18026" á www.mercuriurval.no.
Skólavefurinn
Skólavefurinn leitar eftir kröftugum einstakl-
ingum í úthringiátak. Unnið er á kvöldin á
virkum dögum. Hentar vel fyrir skólafólk.
Byrjunarlaun 1.300 kr á tímann. Sendið
umsóknir á skolavefurinn@skolavefurinn.is.
Upplýsingar í síma 869 3333 á skrifstofutíma.
Samherji hf. óskar eftir
vélaverði
á Þorvarð Lárusson SH-129.
Menntun og hæfniskröfur
Lágmarksréttindi VV
Upplýsingar um starfið gefur Sigurður Ólafur
Þorvarðarson skipstjóri,
sími 854 5675 og 660 8445
Samherji er eitt öflugasta sjávarútvegsfyrirtæki landsins með víðtæka
starfsemi víðs vegar um Evrópu. Samherji hf hefur á að skipa hæfu
og framtakssömu starfsfólki og stjórnendum, öflugum skipaflota,
miklum aflaheimildum og fullkomnum verksmiðjum í landi.
Hagfræðingur á hagfræðisviði
Seðlabanka Íslands
Seðlabanki Íslands auglýsir lausa til umsóknar stöðu hagfræðings á hagfræðisviði bankans.
Hagfræðisvið annast rannsóknir og greiningu á þróun efnahags- og peningamála, gerir
þjóðhags- og verðbólguspár og tekur þátt í mótun stefnunnar í peningamálum. Hagfræðisvið
hefur m.a. umsjón með útgáfu Peningamála og enskri þýðingu þeirra, Monetary Bulletin.
Verkefni hagfræðingsins verða m.a.:
Að fylgjast með framvindu efnahagsmála, greina gögn og skrifa um niðurstöður.
Tilfallandi rannsóknarverkefni og ráðgjöf á sviði þjóðhagfræði.
Þátttaka í öðrum verkefnum hagfræðisviðs eftir atvikum.
Áskilið er a.m.k. meistarapróf í þjóðhagfræði og lögð er áhersla á að umsækjandi hafi
þekkingu og áhuga á efnahagsmálum. Umsækjandi þarf að hafa gott vald á mæltu og rituðu
máli, bæði íslensku og ensku, og hæfileika til að setja fram fræðilegt efni á skýran hátt.
Auk þekkingar á hefðbundnum hugbúnaði væri það kostur ef umsækjandi hefði góða þekkingu
á notkun hugbúnaðar til tölfræðigreiningar og hagmælinga. Umsækjandi þarf að hafa góða
samskiptahæfileika og vera reiðubúinn til hópvinnu af ýmsu tagi.
Upplýsingar um starfið veitir Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur, í síma 569 9600.
Umsóknum skal skilað fyrir 22. febrúar 2008 til rekstrarstjóra Seðlabanka Íslands,
Kalkofnsvegi 1, 150 Reykjavík.
Bókari /
Endurskoðandi
Lítil endurskoðunarstofa óskar eftir að ráða
traustan starfskraft sem getur samið árs-
reikninga og unnið almenn störf við bókhald
og endurskoðun. Til greina kemur löggiltur
endurskoðandi með frekari möguleika í huga.
Til greina kemur hlutastarf og/eða sveigjan-
legur vinnutími. Viðkomandi þarf að sýna
nákvæmni í starfi, þjónustulund og sinna verk-
efnum af kostgæfni. Kapp er lagt á þægilegt og
gott vinnuumhverfi.
Umsóknir óskast sendar á jon@vsk.is.
Raðauglýsingar 569 1100
Fáðu
sms-fréttir
í símann
þinn af
mbl.is
Atvinnuauglýsingar • augl@mbl.is