Morgunblaðið - 31.01.2008, Side 39

Morgunblaðið - 31.01.2008, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2008 39 Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is ÞEGAR hugsað er um Grundarfjörð á Snæfellsnesi er alþjóðleg kvik- myndahátíð ekki það fyrsta sem kemur upp í hugann. Þó verður ein slík haldin þar helgina 22.-24. febr- úar. The Northern Wave Int- ernational Film Festival heitir hún og stefnt að því að hátíðin verði að árlegum viðburði. Í ár verður lögð sérstök áhersla á hin ýmsu form stuttmynda, þ.á m. leiknar, „kvikar“ (animation), til- raunakenndar sem og stuttar heim- ildarmyndir og tónlistarmyndbönd. Í dómnefnd hátíðarinnar eru þau Hilmar Örn Hilmarsson tónskáld, Kristín Jóhannesdóttir kvikmynda- gerðarkona og Mark Berger, sem kemur sérstaklega frá San Frans- isco. Veitt verða þrenn verðlaun á hátíðinni, þau hæstu 100.000 kr. fyr- ir bestu stuttmyndina, 70.000 kr. fyrir næstbestu stuttmyndina og svo 60.000 fyrir besta myndbandið. Berger hefur unnið til fernra ósk- arsverðlauna fyrir hljóðvinnslu, m.a. fyrir Apocalypse Now og The Engl- ish Patient. Hann mun halda fyr- irlestur á hátíðinni um reynslu sína úr kvikmyndaheiminum. Berger hefur starfað með ekki ómerkari leikstjórum en George Lucas og Francis Ford Coppola. Spænsk menningartengsl Dögg Mósesdóttir er skipuleggj- andi hátíðarinnar og Grundarfjörður er hennar heimabær. Dögg er ný- flutt aftur til Íslands eftir fimm ára búsetu í Barselóna á Spáni þar sem hún nam og starfaði við kvikmynda- gerð. Í Barselóna skipaði hún for- valsnefnd fyrir hátíðina með fyrrum skólafélögum sínum úr kvikmynda- skólanum CECC. Á endanum urðu 70 stuttmyndir frá 15 löndum fyrir valinu og þær verða allar sýndar á hátíðinni. „Það er mjög auðvelt að fá stutt- myndir á svona hátíðir, það er erf- iðara að fá lengri myndir og kostn- aðarsamara. Ég hef mikinn áhuga á stuttmyndaforminu, ég held að það sé mikil framtíð í því út af allri þess- ari tækni, t.d. YouTube og svo er hægt að horfa á myndskeið í iPod- um og farsímum. Ég vildi vekja at- hygli á þessu formi, á Spáni er rosa- lega mikill markaður og menning tengd stuttmyndum, þær eru sýndar á undan bíómyndum og diskar gefn- ir út með bestu stuttmyndum Spán- ar og þeir seljast alltaf upp á hverju ári. Ég held að málið sé að Íslend- ingar eru ekki vanir að horfa á stutt- myndir, finnst þetta ekki vera myndir,“ segir Dögg. Hátíðir á borð við The Northern Wave International Film Festival geti bætt úr þessu. Spænskar stutt- myndir verða m.a. sýndar og spænska hljómsveitin Appledog, sem á myndband á hátíðinni, mun spila fyrir gesti á opnunarkvöldinu, 22. febrúar. Dögg segir þá mikla Ís- landsaðdáendur og tónlist sveit- arinnar bera keim af íslenskri. Kvikmyndagerðarfólk og -áhuga- menn ættu ekki síður að vera spenntir fyrir komu og fyrirlestrum Mark Berger en honum kynntist Dögg í gegnum tengdaforeldra sína. Berger vann hljóðið við Journey to the Center of the Earth 3D, sem hin íslenska Anita Briem leikur m.a. í. Leyndardómar Snæfellsjökuls Berger hafði mikinn áhuga á því að sjá Snæfellsjökul og bauðst kjörið tækifæri, að fara á hátíðina og upp- lifa leyndardóma jökulsins um leið. Dögg hvetur alla til að heimsækja Grundarfjörð og njóta þessarar menningarveislu utan höfuðborg- arsvæðisins. Ekki sé vanþörf á því að hressa sig við í svartasta skamm- deginu. Sjálf sé hún að uppgötva á ný sínar heimaslóðir, fegurð fjallanna og þá ekki síst með hjálp spænskra vina sem sótt hafa bæinn heim og unnið að stuttmyndinni Eyju í leikstjórn Daggar. Fyrirtækið Bílar og fólk mun ferja fólk frá Reykjavík, BSÍ, á há- tíðina og veita 30% afslátt af far- gjöldum þá helgi. Þá verða hótel bæjarins einnig með tilboð fyrir há- tíðargesti. „Því fleiri því betra,“ seg- ir Dögg að lokum, full tilhlökkunar. Lífið er ekki bara fiskur í Grund- arfirði. Stuttmyndaveisla Úr spænsku stuttmyndinni Silouettes eftir Diönu Toucedo sem sýnd verður á hátíðinni. Fleira í boði en fiskur Morgunblaðið/Valdís Thor Stofnandi hátíðarinnar Dögg Mósesdóttir kvikmyndagerðarkona er bjartsýn á framtíð stuttmynda og þekkir vel til þess kvikmyndaforms. Alþjóðleg kvik- myndahátíð verður haldin í Grundarfirði í febrúar Dagskrá hátíðarinnar og ýmsar upplýsingar má nálgast á www.northernwave.is og www.myspace.com/ice- landnorthernwave. - kemur þér við Hvað ætlar þú að lesa í dag? Sumarbústaðir í mauk í frostinu Jón Baldvin og Bryn- dís fjárfesta á Spáni Norður-Íshafið getur opnast á næsta áratug Konur missa vinnu, störf verða til fyrir karla Dýrara að tryggja lúxusbílana Línur skýrast í Bandaríkjunum Símanúmer Ríkislögreglustjórans breytast 1. febrúar 2008 Ríkislögreglustjóri Skúlagötu 21 Sími 444 2500 - Fax 444 2501 Almannavarnadeild Sími 444 2500 - Fax 562 2665 almannavarnir@rls.is - www.almannavarnir.is Alþjóðaskrifstofa Sími 444 2540 - Fax 444 2541 Bílamiðstöð Sími 444 2596 - Fax 444 2597 www.rls.is rls@rls.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.