Morgunblaðið - 18.02.2008, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 18.02.2008, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2008 9 FRÉTTIR NordicTrack TM NAUTILUS TM iðunn tískuverslun Laugavegi 51, s. 561 1680 Lagersala 60% afsláttur af öllum vörum ÞETTA gekk betur en nokkru sinni fyrr,“ segir Jóhann Hlíðar Harð- arson, markaðsstjóri Háskólans í Reykjavík, um Háskóladaginn, sem haldinn var á laugardaginn. Þar kynntu háskólar landsins, alls átta talsins, námsframboð sitt fyrir næsta skólaár. Á nýju Háskólatorgi Háskóla Ís- lands kynntu allar deildir Háskólans og Kennaraháskóla Íslands náms- framboð sitt í grunn- og framhalds- námi, en námsleiðirnar eru hátt á fjórða hundrað talsins. Þá veittu námsráðgjafar leiðsögn og ráðgjöf, auk þess sem ýmsar þjónustustofn- anir kynntu starfsemi sína. Í Ráðhúsinu kynntu sex háskólar námsframboð sitt; Háskólinn á Ak- ureyri, Háskólinn á Bifröst, Háskól- inn á Hólum, Háskólinn í Reykjavík, Landbúnaðarháskóli Íslands og Listaháskóli Íslands. Loks kynntu danskir skólar fram- haldsnám í Danmörku í Norræna húsinu. Betra að vera á sama svæði Jóhann segir að milli þrjú og fjög- ur þúsund manns hafi mætt, eins og gert hafði verið ráð fyrir. Hann seg- ist ekki telja að aðsóknarmet hafi verið slegið, en framkvæmdin hafi í ár verið með miklum ágætum. „Okkur sem unnum að þessu fannst frábært að vera í svona mik- illi nálægð hvert við annað, og sam- starfið gekk mjög vel,“ segir Jó- hann, en síðastliðin þrjú ár hafa kynningar Háskóla Íslands farið fram á heimavelli hans meðan hinir hafa kynnt framboð sitt sameig- inlega í Borgarleikhúsinu. „Við sáum að mjög mikið streymi var á milli Háskólatorgs og Ráð- hússins, fólk kom frá öðru svæðinu með poka með námsbæklingum yfir á hitt svæðið.“ Jóhann segir að þótt stærsti markhópurinn sé ungt fólk að út- skrifast úr framhaldsskóla komi nú í miklu meira mæli eldra fólk sem vilji kynna sér meistara- og framhalds- nám auk endurmenntunar, enda hafi framboðið á því sviði aukist umtals- vert. Aukna samkeppni milli háskóla segir Jóhann vera til góðs, samstarf milli skólanna sé líka mjög jákvætt. Skólarnir tapi ekki nemendum hver til annars en þeim hafi fækkað sem fari utan í nám. Árvakur/Árni Sæberg Mannslíkaminn Læknavísindin og heilbrigðisgeirinn almennt heilla marga, enda er barist um hvert sæti í námi því tengdu, ýmist með inntökuprófum eða samkeppnisprófum við lok fyrsta misseris. Kennaranám Ólafur Proppé, rektor Kennaraháskóla Íslands, segir frá kennaranámi. Lög um sameiningu KÍ og HÍ taka gildi 1. júlí á þessu ári. Í HNOTSKURN »Yfir 500 námsleiðir á há-skólastigi voru kynntar á laugardaginn, óhætt er að segja að framboð háskólanáms hér hafi aldrei verið fjölbreyttara. »Háskólarnir átta verða meðkynningu á Akureyri hinn 27. febrúar, á Egilsstöðum 28. febr- úar og á Ísafirði 5. mars. Háskóladagurinn fór fram á Háskólatorgi HÍ og í Ráðhúsinu á laugardag Betri en nokkru sinni fyrr Um 3-4.000 manns kynntu sér nám átta háskóla PÁLL Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftir- litsins, er undr- andi á ummælum Sigurðar Jóns- sonar, fram- kvæmdastjóra Samtaka verslun- ar og þjónustu (SVÞ), í Morgun- blaðinu á laugar- daginn þess efnis að hann sé óánægður með sátt sem SVÞ gerðu við Samkeppniseftirlitið. Í sáttinni fólst að SVÞ greiddu eina milljón króna í stjórnvaldssekt og viðurkenndu að hafa gerst brot- leg við samkeppnislög þegar þau, ásamt Samtökum iðnaðarins, beittu sér fyrir því að aðildarfélög þeirra samræmdu lækkun á virðisauka- skatti fyrir tæpu ári. Sigurður sagði SVÞ einungis hafa reynt að tryggja að skattalækkun yfirvalda á matvæl- um gengi vel fyrir sig og skilaði sér til neytenda. Óskaði sjálfur eftir sátt „Það kemur á óvart að fram- kvæmdastjóri SVÞ lýsi því yfir að hann sé ósammála sátt sem hann sjálfur óskaði eftir og undirritaði, að hann telji núna að ekkert samráð hafi átt sér stað. Í málinu höfðu SVÞ tvo valkosti, annars vegar að taka til varna í málinu og láta eftir atvikum reyna á niðurstöðuna fyrir áfrýjun- arnefnd og þess vegna dómstólum og svo hins vegar höfðu þau þann kost að óska eftir sátt og þau völdu að óska eftir sáttinni,“ segir Páll Gunn- ar. „Í sáttinni felst að SVÞ viður- kenna samkeppnishamlandi samráð sem fólu í sér brot á samkeppnislög- um. Þau féllust á að greiða sektir og skuldbundu sig til að tryggja að brot af þessu tagi ættu sér aldrei aftur stað. Þessi viðbrögð framkvæmda- stjórans nú, eftir að málinu er lokið, hljóta þess vegna að verða Sam- keppniseftirlitinu umhugsunarefni.“ Aðgerðir sköðuðu samkeppni Páll Gunnar segir það liggja fyrir að aðgerðir SVÞ hafi að engu gert það samkeppnislega tækifæri sem skapaðist fyrir aðila á markaðnum, svo sem til þess að veita hver öðrum verðsamkeppni í kjölfar virðisauka- skattsbreytinganna. Aðgerðir SVÞ hafi augljóslega haft skaðleg áhrif á samkeppnina. Hvað varðar ákvörðun upphæðar sektarinnar segir Páll Gunnar að horft hafi verið til þess að SVÞ ósk- uðu eftir sáttarviðræðum og játuðu brot á lögunum. Þannig hafi þau stytt rannsókn og málsmeðferð. Framkoma SVÞ umhugsunarefni Páll Gunnar Pálsson AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.