Morgunblaðið - 18.02.2008, Side 16
Langtímamarkmið óskast
Eftir Helga Snæ Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
GÓÐ aðsókn var að málþingi um út-
rás íslenskrar listar og menningar
sem Útflutningsráð Íslands og
Bandalag íslenskra listamanna,
BÍL, stóðu fyrir fimmtudaginn sl.
undir yfirskriftinni Út vil ek.
Meginumræðuefni fundarins var
hvernig hægt væri að gera íslenska
list að útflutningsgrein sem skila
myndi áþreifanlegum, fjárhags-
legum hagnaði.
Darriann Riber, ráðgjafi hjá al-
þjóðasviði dönsku listastofnunar-
innar, vakti athygli á því að styrkir
væru nauðsynlegir ef gera ætti list
að útflutningsgrein og þá bæði frá
ríki og einkaaðilum. Slíkar styrk-
veitingar þyrftu að vera markvissar
og skipulagðar.
Þarf að vera áhugi fyrir hendi
Bergur Ebbi Benediktsson, verk-
efnisstjóri við ráðgjöf og fræðslu hjá
Útflutningsráði Íslands, sat þingið
og segir ljóst af máli Riber að dansk-
ir listamenn virðist búa við skipu-
lagðara umhverfi hvað varðar op-
inbera styrki og samhæfðar
aðgerðir í þessum málum. Bergur
segir að komið hafi fram í máli gesta
að þrátt fyrir að mikið og gott starf
væri unnið vantaði hugsanlega upp á
markmiðasetningu til lengri tíma,
hnitmiðaðra og heildrænna skipulag
þegar kæmi að styrkveitingum og
aðkomu stórra fyrirtækja.
Ágúst Guðmundsson, forseti
Bandalags íslenskra listamanna,
BÍL, sagði margt áhugavert hafa
komið fram hjá framsögumönnum.
Riber hafi m.a. bent á að raunveru-
legur áhugi þyrfti að vera til staðar í
landinu á útflutningi listar og menn-
ingar en jafnframt þyrftu að vera
gagnkvæm skipti, þ.e. að viðkom-
andi land fengi tækifæri til að senda
eitthvað til Danmerkur á móti því
sem Danmörk sendi þangað. Mikil
áhersla sé lögð á það, hjá hennar
stofnun, að hafa samband við við-
komandi land og ræða við réttar
stofnanir. „Hún nefndi dæmi af
dönskum rithöfundi sem var sendur
til Ástralíu að kynna verk sín en það
mættu bara Danir og nokkrir frá
sendiráðinu. Það var í raun ekki búið
að spyrja að því hvort einhver hefði
áhuga á viðkomandi rithöfundi,“
segir Ágúst. Þetta hafi honum þótt
áhugaverður punktur. „Mér finnst
stundum eins og við séum fyrst og
fremst að hugsa um hvað okkur
finnst athyglisverðast hér en spyrj-
um ekki hvað fólki í viðkomandi
landi, sem við erum að senda verkin
til, finnst athyglisvert.“
Þá hafi það einnig verið athygl-
isvert að vöxtur menningartengdra
atvinnugreina næmi 15% á ári í Dan-
mörku.
Stundum vont
að vera íslenskur
Einar Bárðarson umboðsmaður
fjallaði um reynslu sína af slæmri
umfjöllun um Ísland á gengi lista-
manna og tók þar dæmi af Nylon-
sönghópnum. Auglýsingaherferð
fyrir smáskífu sveitarinnar hefði far-
ið fyrir lítið vegna umfjöllunar í
breskum fjölmiðlum um hvalveiðar
Íslendinga. Einar fjallaði einnig um
reynslu sína af því að fá fjárfesta til
að setja peninga í útrásarverkefni á
sviði lista, hann hefur m.a. náð að
safna miklu fé fyrir verkefni sem
snýr að útgáfu og kynningu á
Garðari Thór Cortes í Bretlandi.
Ágúst segist sjálfur hafa kynnst
því hvernig útflutningur á íslenskri
list gæti fært landinu tekjur þegar
hann gerði þættina um Nonna og
Manna. Þeir slógu í gegn í Þýska-
landi og fjölgaði þýskum ferðamönn-
um mikið á Íslandi í kjölfarið.
Halldór Guðmundsson bókaútgef-
andi og rithöfundur benti á að ís-
lenskar bækur væru í mikilli sókn á
erlendum mörkuðum um þessar
mundir, en ákveðin ládeyða hefði
ríkt í þeim efnum allt frá lokum
seinna stríðs og fram á 8. og 9. ára-
tug síðustu aldar.
Málþing um útrás íslenskrar listar og menningar var vel sótt Rætt um skort
á hnitmiðaðra skipulagi í styrkveitingum og aðkomu stórra fyrirtækja
Árvakur/ Árni Sæberg
Fyrir tuttugu árum Ágúst Guðmundsson leikstjóri og Nonni og Manni, þ.e.
Garðar Thór Cortes og Einar Örn Einarsson árið 1988.
16 MÁNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
FJALAKÖTTURINN sýnir
tvær kvikmyndir í Tjarnarbíói
í dag. Annars vegar er það
franska myndin Hrossaþjóf-
arnir, en tónlist Jóhanns Jó-
hannssonar hljómar í henni.
Hún er sýnd kl. 17 og 22. Hins
vegar er það Melónuleiðin sem
er raunsæ og óhugnanleg
mynd úr smiðju leikstjórans
Branko Schmidt. Hún er sýnd
kl. 20. Sýningar fara fram án
hlés og auglýsinga. Félagsgjald í Fjalaköttinn er
5.000 krónur og veitir aðgang að öllum myndum
Fjalakattarins til 24. mars. Stakir miðar eru seldir
í miðasölu á 850 krónur. Nánar á www.filmfest.is.
Kvikmyndir
Hrossaþjófarnir
og Melónuleiðin
Úr Hrossaþjóf-
unum.
OPINN fyrirlestur verður
haldinn í myndlistardeild
Listaháskóla Íslands, Laug-
arnesvegi 91, kl. 12.30 í dag.
Þar mun myndlistarmaðurinn
Ólöf Nordal fjalla um eigin
verk. Ólöf stundaði nám við
Myndlista- og handíðaskóla Ís-
lands og lauk síðan mast-
ersprófi frá Cranbrook Aca-
demy of Art, Michigan og
MFA frá höggmyndadeild Yale
Háskólans í New Haven, Bandaríkjunum. Ólöf
hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í
samsýningum hérlendis sem og erlendis. Aðgang-
ur að fyrirlestrinum er ókeypis og öllum heimill.
Myndlist
Ólöf Nordal fjallar
um eigin verk
Ólöf
Nordal
MIKIL kátína lá í loftinu fyrir
seinustu TKTK-tónleika þegar
flytja átti tvær myndrænar og
afar prógrammvænar tónlist-
arperlur. Salurinn í Kópavogi
var þéttsetinn af börnum og
foreldrum þeirra, en meðan sum
börn spjölluðu hátt og snjallt um
efni verkanna og upplifanir sínar
af því sem fram fór göptu önnur
af sleginni aðdáun og gátu ekki
slitið augun af sviðinu. Í lang-
flestum tilvikum virtist
skemmtanagildið a.m.k. vera á
háu stigi.
Bæði verk efnisskrárinnar
voru hér sett í smekklegan
kammerbúning. Í sömu andrá og
klarinettan hóf gönguna í Mynd-
um á sýningu steig Sigurþór
Heimisson fram í gervi aldraðs
manns með loðhúfu og staf og
hreif tónleikagesti með skemmti-
legum leiktilþrifum sínum.Hljóð-
færaleikarar náðu að túlka æs-
inginn og spennuna í tónlistinni
með miklum ágætum, t.d. í dansi
hænuunganna, þrátt fyrir örlít-
inn stirðleika í hröðum köflum.
Ákafur áhugi yngri kynslóð-
arinnar fór ekki framhjá neinum
þegar röðin var komin að
ófreskjunni Baba Yaga. Maður
gat rétt ímyndað sér hrifningu
barnanna hefðu þau heyrt sömu
stefin í fullblásinni útsetningu
Ravels.
Áfram var haldið með smjörið
eftir að búið var að virða fyrir
sér borgarhliðið mikla í Kiev.
Sigurþór brá sér í hlutverk
sögumanns og gerði öllum sögu-
persónum eins ástsælasta barna-
ævintýris fyrr og síðar góð skil.
Áhuga og næmi barna fyrir tón-
list er alltaf jafn magnað að sjá
og þökk sé TKTK-tónleikaröð-
inni státar Kópavogsbær líklega
af einu vandaðasta tónlistarupp-
eldi á höfuðborgarsvæðinu.
Vandað
tónlistar-
uppeldi
TÓNLIST
Salurinn, Kópavogi
Kennarar úr Tónlistarskóla Kópavogs
fluttu Myndir á sýningu eftir Modest P.
Mussorgsky og Pétur og úlfinn, op. 67,
eftir Sergej Prokofiev. Flytjendur: Pamela
De Sensi flauta, Eydís Lára Franzdóttir
óbó, Rúnar Óskarsson klarinett, Kristín
Mjöll Jakobsdóttir fagott, Emil Friðfinns-
son horn, Sigurþór Heimisson leikari.
Laugardaginn 2. febrúar kl. 13.
TKTK-tónleikaröðin bbbnn
Alexandra Kjeld
Í LISTASAL Mosfellsbæjar stóð yfir til 16.
febrúar samsýning á verkum Júlíu Emblu
Katrínardóttur og Þórunnar Björnsdóttur.
Þórunn er menntuð í hljóði og myndlist og
hefur m.a fengist við hljóðmyndir og
gjörninga ásamt því að vera tónlistarmaður.
Verkið sem hér um ræðir ber titilinn
Klukkustundir og samanstendur af upp-
tökum úr daglegu lífi átta einstaklinga sem
síðan eru spilaðar inni í upphangandi
pappakössum sem sýningargesturinn getur
svo stungið höfðinu inn í og hlustað.
Hugmyndin hljómar vel en hljómurinn í
verkinu minnir helst á þegar einhver hring-
ir óvart í mann án þess að vita af því og
maður heyrir óm af lífi einhvers nánast
óþolandi lengi og getur ekki sagt honum að
leggja á. Auðvitað getur sýningargesturinn
hætt að hlusta og þegar staðið er í miðju
rýminu blandast upptökurnar saman ásamt
þeim umhverfishljóðum sem salurinn sjálfur
býður upp á.
Verk Júlíu Emblu sem ber titilinn Af lífi
og sál er annars vegar skúlptúr sem vísar í
hjólabrettamenningu og hins vegar
myndbandsverk sem inniheldur efni frá
ýmsum ferðalögum og er ætlað að gefa til-
efni til hugarflugs. Myndbandið nær enda
að lyfta upp huganum og er sérlega
skemmtilegt í samspili við kringlóttan
glugga listasalarins sem sýnir lífið fyrir ut-
an safnið.
Í heildina nær sýningin þó ekki flugi
þrátt fyrir ágætan efnivið, hvorki sjónrænt
né hugmyndalega. Heildarupplifunin sem
innsetningin byggist á nær ekki að vera
nógu afgerandi til að verða áhugaverð né
eftirminnileg. Sumar hugmyndir virka ein-
faldlega mun betur orðaðar á blaði en í
raunveruleikanum og einblöðungurinn sem
fylgir sýningunni er upplýsandi og til fyr-
irmyndar.
Ómur af hversdagslegri tilveru
Árvakur/RAX
Listasalur Mosfellsbæjar „Verkið sem hér um ræðir ber titilinn Klukkustundir og sam-
anstendur af upptökum úr daglegu lífi átta einstaklinga.“
MYNDLIST
Listasalur Mosfellsbæjar, Kjarna,
Þverholti 2
Sýningu lokið.
Þórunn Björnsdóttir og Júlía Embla Katrínardóttir
bbnnn
Þóra Þórisdóttir
STÓRSVEIT Reykjavíkur
heldur tónleika í Ráðhúsi
Reykjavíkur annað kvöld kl.
20:30. Stjórnandi og höfundur
tónlistar verður að þessu sinni
hin þýska Maria Babtist, en
hún hefur vakið mikla athygli í
Evrópu á undanfrörnum árum.
Maria hefur m.a. samið fyrir og
stjórnað þýsku útvarpsstórveit-
unum í Köln og Hamborg.
Sömuleiðis hefur Stórsveit
danska ríkisútvarpsins flutt verk eftir hana. Babt-
ist er prófessor í tónsmíðum við Hanns Eisler tón-
listarháskólann í Berlín og virkur djasspíanóleik-
ari. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis.
Tónlist
Stórsveitin og
Maria Baptist
Maria
Baptist