Morgunblaðið - 18.02.2008, Side 30

Morgunblaðið - 18.02.2008, Side 30
30 MÁNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÞAÐ ER EKKERT ERFITT AÐ VEIÐA... MAÐUR HALLAR SÉR BARA AFTUR OG KASTAR SÍÐAN ÖSKRAR MAÐUR ÞANGAÐ TIL HJÁLP BERST SÚKKULAÐIMOLI OG KLAPP Á BAKIÐ HVER ER LÆKNINGIN VIÐ RANGHUG- MYNDUM? GAMLI, GÓÐI KALLI ÉG VAR ALDREI HRIFINN AF ÍS Í BRAUÐFORMI, EN ÞÁ FANN ÉG NÝJA LEIÐ TIL AÐ BORÐA HANN ÉG BÍT BOTNINN AF OG SÍÐAN ÞEGAR ÍSINN VERÐUR LINUR ÞÁ SÝG ÉG HANN ÚT ÞAÐ GETUR ORÐIÐ FREKAR SUBBULEGT OG ÓGEÐSLEGT. SÉRSTAKLEGA ÞEGAR BRAUÐFORMIÐ ER ORÐIÐ BLAUTT OG ÍSINN ER KOMINN ÚT UM ALLT MATUR ÆTTI AÐ VERA NÆRINGA- RÍKUR OG SKEMMTI- LEGUR ÞESS VEGNA VILJA TÍGRISDÝR AÐ MATURINN ÞEIRRA SÉ Á HLAUPUM HELGA, MEINDÝRAEYÐIRINN VILL FÁ AÐ VITA HVAR MAURARNIR HAFA VERIÐ AÐ HALDA SIG ÞESSAR KEPPNIR ERU SVO ASNALEGAR! ÞÆR ERU BARA FYRIR ASNALEGA SNOBBHUNDA! ÞAÐ STENDUR HÉR AÐ SÁ HUNDUR SEM VINNUR KARLAKEPPNINA FÁI Í VERÐLAUN STEFNUMÓT MEÐ LASSÍ AFSAKIÐ... HVAR GET ÉG SKRÁÐ MIG Í ÞESSA ÆÐISLEGU KEPPNI? KRAKKAR, VERKFALLIÐ ER BÚIÐ! ÞIÐ GETIÐ LOKSINS FARIÐ Í SKÓLANN Á MORGUN! FRÁBÆRT! VIÐ ÆTLUÐUM EKKI AÐ SEGJA ÞETTA... ÉG LOFA AÐ SEGJA ENGUM EKKI HAFA ÁHYGGJUR, ELSKAN. ÞAÐ Á EKKERT SLÆMT EFTIR AÐ GERAST AF HVERJU LÍÐUR MÉR ÞÁ EINS OG ÞAÐ SÉ KVIKNAÐ Í HÚSINU KÓNGULÓARMAÐURINN HEFUR ÖRUGGLEGA KOMIÐ TIL L.A. Í LEIT AÐ MÉR AÐ FINNA DR. OCTOPUS VERÐUR ÞAÐ SÍÐASTA SEM HANN GERIR EKKI LANGT FRÁ... dagbók|velvakandi Rassskellta svíður í rassinn UNGUR handknattleiksmaður hér í Hafnarfirði mátti þola rassskellingu eftir að hafa leikið sinn fyrsta lands- leik. Það er jú einu sinni siður á þeim bæ. Nokkrum dögum síðar sveið hann enn í rassinn! Þetta virðist vera meinið hjá Samfylking- armönnum í Reykjavík, þá svíður enn í rassinn eftir skellinn frá þeim félögum Óla og Villa. Þeim er mikið umhugað um að menn axli ábyrgð en gleyma því að þeir áttu sjálfir stóran þátt í því sem nú er farið að kalla REI-hneykslið. Eini flokkurinn sem er með hreinan skjöld í þessu máli eru Vinstri grænir. En það dugir greinilega ekki Svandísi Svav- arsdóttur sem er að springa úr reiði og mætti því halda að hún hafi feng- ið sinn skerf af rassskellingunni. Það merkilega við þetta mál er að or- sakavaldurinn, Sjálfstæðisflokk- urinn, virðist ætla að skaðast mest af þessu skrítna máli þrátt fyrir að hafa náð völdum í borginni á nýjan leik. Fylgið hrynur af þeim. Höf- uðpaurinn, Björn Ingi Hrafnsson, hafði vit á að láta sig hverfa þó að hann bæri öðrum ástæðum við, þ.e.a.s. hinu einstaka hnífamáli Framsóknarflokksins. Vilhjálmur hefði átt að gera slíkt hið sama og mun væntanlega gera það þegar bú- ið er að finna nýtt starf fyrir hann. Vilhjálmur var um árabil fram- kvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga og vann þar gott starf og naut trausts og virðingar. Honum er því ekki alls varnað. Dagur B. Eggertsson gengur um eins og ný- þveginn heilagur maður nýstiginn upp úr ánni Jórdan, en það er skarn undir skinni hjá honum eins og öðr- um fulltrúum Samfylkingarinnar. Vonandi endist Ólafi borgarstjóra heilsa til að klára verkefnið sem til var stofnað og sjálfstæðismönnum að ná vopnum sínum á nýjan leik. Með kærri kveðju úr kratabælinu. Hermann Þórðarson Nepótisminn Hinn 12. febrúar sl. birtist í Morg- unblaðinu grein eftir bæjarstjóra Bolungarvíkur um byggðastefnu við Austurvöll og í dreifbýli. Í úrdrætti sem birtur var með greininni var tal- að um „nepótismann“ og hætti ég þá að lesa enda erindið auðsýnilega ekki ætlað hverjum sem er. Ég verð að viðurkenna að ég er ekki mjög sleipur í dönsku þannig að ég veit ekkert hvað þessi sjúkdómur heitir á íslensku og því vart dómbær um efn- ið. Er hugsanlegt að Morgunblaðið geti þýtt svona flott erlend orð og sett þýðinguna í sviga þannig að eft- ir sem áður sjái allir að greinarhöf- undur er hámenntaður og for- framaður? Virðingarfyllst, Lúðvík Vilhjálmsson Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Á Íslandi lifa tvær tegundir skarfa, dílaskarfur og toppskarfur. Þeir eru fiskætur og flinkir veiðifuglar. Áður fyrr vísuðu þeir sjómönnum á fisk meðan engin fiskleitartæki voru til. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Hraukur, hrókur eða sæhrafn FRÉTTIR Á FÖSTUDAG, 15. febrúar, var formlega stofnuð Rannsókn- arstofa í íþrótta- og heilsufræðum við íþróttafræðasetur Kennarahá- skóla Íslands á Laugarvatni. Við athöfn í húsakynnum KHÍ á Laug- arvatni var markmið og hlutverk þessarar nýju rannsóknarstofu kynnt og skrifað undir samning vegna stofnunar og rekstrar. Tilgangur með Rannsókn- arstofu í íþrótta- og heilsufræðum er að eiga frumkvæði að og efla rannsóknir á sviði íþrótta- og heilsufræða og veita rannsókn- arþjónustu og ráðgjöf. Einnig að standa fyrir ráðstefnum, mál- þingum, námskeiðum og útgáfu á sviði íþrótta- og heilsufræða. Erlingur Jóhannsson, prófessor og ábyrgðarmaður Rannsókn- arstofunnar, segir, að nú þegar sé unnið að verkefnum, sem snúist um hreyfingu grunnskólabarna og framhaldsskólanema og auk þess sé stórt verkefni í gangi varðandi þjálfun aldraðra. Sagði hann, að þá yrði um að ræða ýmis verkefni tengd afreksmennsku og stefnt að því að tengja rannsókn- arvinnuna sem mest við gras- rótina. Samið Erlingur Jóhannsson, forstöðumaður Íþróttafræðaseturs KHÍ á Laugarvatni og Ólafi Proppé rektor KHÍ innsigla samkomulagið. Rannsóknarstofa í íþrótta- og heilsufræðum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.