Morgunblaðið - 18.03.2008, Qupperneq 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
FRÁ ÁRSBYRJUN hafa orðið 35
vélsleðaslys hér á landi og hefur
slysunum fjölgað síðustu ár sam-
hliða aukinni vélsleðaeign. Sam-
kvæmt upplýsingum frá lögreglu
hafa alls 358 einstaklingar slasast í
vélsleðaslysum síðustu tíu ár og sex
látist frá aldamótaárinu 2000.
Þetta kemur fram í samantekt
Forvarnahúss Sjóvár, sem hvetur
vélsleðafólk til að sýna fyllstu að-
gætni um páskahátíðarnar. Er þar
m.a. minnt á að þótt GPS-staðsetn-
ingartæknin sé góð geti óná-
kvæmnin verið frá 3-11 metra. Þá
sé mikilvægt að halda hópinn breyt-
ist veður skyndilega og halda kyrru
fyrir verði einhver viðskila.
Morgunblaðið/Ómar
Á ísbreiðunni Mörgum þykir ómissandi að fara á vélsleða um páskana.
Hvetur vélsleðafólk til að sýna
fyllstu aðgætni um páskana
FORMLEG opnun Fótaaðgerða-
skóla Íslands fór fram hinn 29.
febrúar sl. Skólinn er hluti af
snyrtiakademíunni í Kópavogi og
eru 10 vaskar konur fyrstu nem-
endurnir.
Margir góðir gestir glöddu skól-
ann með nærveru sinni á opn-
unardaginn, þeirra á meðal Gunnar
I. Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs,
en hann og Kristín Gunnarsdóttir,
skólastjóri skólans, klipptu á borða
og opnuðu skólann formlega.
Klippt Gunnar I. Birgisson og
Kristín Gunnarsdóttir
Fótaaðgerða-
skóli opnaður
VÍSINDASIÐANEFND hefur ráðið dr. Eirík Bald-
ursson í starf framkvæmdastjóra nefndarinnar.
Eiríkur lauk fil. kand. prófi frá Gautaborgarhá-
skóla árið 1979 með áherslu á vísindafræði en fé-
lagsfræði og hagfræði sem aukagreinar. Að námi
loknu starfaði hann hjá rannsóknaráði ríkisins og
vísindaráði til ársins 1994. Eiríkur vann hjá mennta-
málaráðuneytinu frá árinu 1994 þar sem hann hefur
starfað lengst sem sérfræðingur á skrifstofu vísinda-
mála ráðuneytisins og árin 1997-2001 gegndi hann
stöðu vísindafulltrúa hjá fastanefnd Íslands hjá Evr-
ópusambandinu. Hann hefur frá árinu 2004 verið ritari Vísinda og
tækniráðs.
Hjá vísindasiðanefnd starfa þrír menn. Starfsemin hefur farið vax-
andi undanfarin ár og samkvæmt nýrri reglugerð um störf hennar er
ljóst af umfang starfseminnar á enn eftir að aukast á næstu árum.
Til starfa hjá vísindasiðanefnd
Eiríkur Baldursson
GUÐNI Ágústsson, formaður Fram-
sóknarflokksins, hélt stjórnmála-
fund á Kanaríeyjum um helgina og
sóttu hann um 360 manns. Guðni
kvaðst á fundinum hafa áhuga á að
styrkja eldri borgara til þess að
dveljast á Kanaríeyjum að vetri til.
Margir sjúkir, sem væru þar, hættu
töku á ýmsum dýrum lyfjum og hlyt-
ist af því sparnaður.
Guðni á Kanarí
KISTAN.IS efnir til málþings um
netmiðla í dag, þriðjudag, kl. 16.30-
18 í Reykjavíkurakademíunni,
Hringbraut 121.
Framsöguerindi heldur Gauti
Sigurþórsson menningafræðingur
en hann hefur sérstaklega kannað
nýjustu þróun í heimi fjölmiðla í
tengslum við störf sín í Bretlandi.
Elín Hirst, fréttastjóri RÚV-
sjónvarps, og Pétur Gunnarsson,
ritstjóri Eyjan.is, munu taka þátt í
pallborðsumræðum. Þröstur Helga-
son stýrir umræðum.
Rætt um netmiðla
Í KVÖLD, þriðjudag kl. 20, heldur
Femínistafélag Ísland karlakvöld á
Grand Rokk undir yfirskriftinni:
Andfemínismi – er í lagi að hata
femínista?
Erindi flytja: Sóley Tómasdóttir
varaborgarfulltrúi, Katrín Odds-
dóttir, sérfræðingur í mannrétt-
indum, og Atli Gíslason alþing-
ismaður. Fundarstýra er Magga Pé.
Karlakvöldið er hluti af 5 ára af-
mælisdagskrá Femínistafélags Ís-
lands.
Karlakvöld
STUTT
„SKATTADAGUR“ verður á morg-
un, 19. mars, í Alþjóðahúsinu og þá
munu laganemar Háskólans í
Reykjavík ásamt sérfræðingum frá
Deloitte aðstoða erlenda einstakl-
inga við gerð skattframtala frá kl.
9:00 til 21:00.
Sl. ár hefur Lögrétta, félag laga-
nema við Háskólann í Reykjavík,
boðið innflytjendum upp á lög-
fræðiaðstoð þeim að kostn-
aðarlausu. Í ljós kom að á því tíma-
bili sem skattgreiðendur skila
framtölum sínum annaði kerfið
ekki því að aðstoða alla þá sem
þurftu framtalsleiðbeiningar. Var
það kveikjan að samstarfi Lög-
réttu, Alþjóðahúss og Deloitte.
„Skattadagur“ í Alþjóðahúsi
FERMT var í þjóðkirkjunni í
Hafnarfirði á sunnudag og var
það fyrsta fermingin, sem þar fer
fram eftir þær miklu endurbætur,
sem á henni hafa verið gerðar.
Prestar voru þeir Gunnþór Þ.
Ingason og Þórhallur Heimisson.
Var myndin tekin við athöfnina í
fyrradag.
Morgunblaðið/Eggert
Fyrsta ferming eftir endurbætur
Verð: 5.980,- Verð: 12.990,-
„VIÐ teljum að
þetta sé jafn
öruggt og nokkuð
getur verið í þess-
um efnum,“ segir
Júlíus Jónsson,
framkvæmda-
stjóri Hitaveitu
Suðurnesja (HS)
um getu fyrir-
tækisins til þess
að afla orku fyrir
fyrsta áfanga álversins í Helguvík. Í
tilkynningu frá HS segir að samn-
ingar við Norðurál um útvegun ork-
unnar liggi fyrir og allt bendi til þess
að auðvelt verði að standa við samn-
inga. Hlutur hitaveitunnar í orkuöfl-
un fyrir fyrsta áfangann verður á
bilinu 100-150 MW. Nú þegar fram-
leiðir hún 175 MW sem samningar
gilda um en þar af eru samningar
lausir fyrir 35 MW árið 2011.
Gufuöflun fyrir þriðju vélina í
orkuverinu á Reykjanesi er að sögn
Júlíusar langt komin, en sú vél verð-
ur 50 MW. Þá er á teikniborðinu að
vinna önnur 50 MW úr 700 sekúndu-
lítrum 200°C heits affallsvatns á
Reykjanesi og að ráðast í gerð 35-50
MW virkjunar við Eldvörp.
Rannsaka fjögur svæði
Fyrir annan áfanga virkjunarinn-
ar þarf samkvæmt samningi að af-
henda önnur 100-150 MW, segir í til-
kynningunni. HS hafi
rannsóknarleyfi á fjórum svæðum
sem samanlagt séu talin geta gefið af
sér 400 MW afl. Þess sé vænst að
rannsóknarboranir geti hafist í lok
ársins en unnið sé að skipulagsmál-
um með viðkomandi sveitarfélögum í
þeim málum.
Einnig segir Júlíus að skv. upplýs-
ingum frá Orkuveitu Reykjavíkur,
sem einnig hefur samið við Norðurál
um afhendingu raforku til Helguvík-
ur, sé ráðgert að framleiða um 300
MW árin 2010-2011 á Hengilssvæð-
inu. Samningur OR, sem samþykkt-
ur er af stjórn fyrirtækisins, geri því
ráð fyrir aðeins þriðjungi þess
magns til Helguvíkur.
„Við teljum því ekki tilefni til að
halda því fram að mikil óvissa ríki
um orkuöflunina,“ segir Júlíus.
Segir ekki óvissu um orkuöfl-
un HS fyrir álver í Helguvík
Júlíus
Jónsson