Morgunblaðið - 18.03.2008, Side 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Á ÍSLANDI er skóli án aðgrein-
ingar yfirlýst stefna skólayfirvalda
og grunnskólum ber skylda til að
starfa samkvæmt henni. Meg-
ináherslan er að
tryggja fullgilda þátt-
töku allra nemenda og
jafnrétti til náms
(Stefna fræðsluráðs
Reykjavíkur um sér-
kennslu, 2002). Starfs-
fólki í skólum er jafn-
framt ætlað að tileinka
sér viðhorf og þekk-
ingu sem samræmast
stefnu um skóla án að-
greiningar og starfa
samkvæmt þeim. Það
er því ljóst að gífurleg
krafa er gerð til fag-
mennsku kennara.
Endurmenntun er nauðsynlegur
liður í starfi kennarans til að hann
eflist og bæti sífellt nýrri þekkingu
ofan á reynslu sína. Framhaldsnám
grunnskólakennara á sviði skóla-
mála er eitt grundvallaratriði þess
að grunnskólinn geti risið undir
þeim kröfum sem lagðar eru á
herðar hans og haldi áfram að vera
einn af hornsteinum samfélagsins.
Allar rannsóknir sýna fram á að
þekking og viðhorf kennara skiptir
mestu máli þegar kemur að
framþróun stefnu um skóla án að-
greiningar. Flott og dýr aðstaða, s.s.
ný skólahús, sérhannaðar bygg-
ingar, tæki og tól eru nær einskis-
verð ef starfsfólk skóla býr ekki yfir
nægilegri þekkingu, þjálfun og réttu
viðhorfi. Það er því mikilvægt að
kennarar sem leggja metnað sinn í
að starfa eftir Aðalnámskrá geti með
góðu móti bætt við menntun sína og
þekkingu til að velferð nemenda sé
ávallt í forgrunni. Jafnframt skiptir
máli að átta sig á að fagleg þekking
kennara byggist á því að vera sífellt
móttækilegur fyrir breytingum og
hrinda burt hindrunum sem koma í
veg fyrir þátttöku allra nemenda.
Því verða kennarar markvisst að
lesa sér til, sækja námskeið og ræða
saman um nýja þekkingu og lausnir.
Eftir þriggja ára kennslu fannst
mér nauðsynlegt að fara í fram-
haldsnám til að geta betur mætt
þörfum nemenda minna. Ég valdi
sérkennslufræði vegna þess að í
raun þurfa allir kennarar að sinna
sérkennslu í dag inn í hinum al-
menna bekk og einkum
umsjónarkennarar.
Námið er frábært og
tekur á mörgum þátt-
um sem ég hafði áður
ekki haft kunnáttu til
að bregðast við. Fram-
haldsnám í sér-
kennslufræðum ætti í
raun að vera hluti af
grunnnámi allra kenn-
ara því krafa um hæfni
þeirra er sífellt að
aukast. Það ætti vissu-
lega að skila okkur
betri þjónustu fyrir
nem endur og foreldra.
Kennarar geta sótt styrk til náms
á tvenns konar vettvangi. Annars
vegar til þess sveitafélags sem þeir
starfa hjá og hins vegar til Kenn-
arasambandsins. Styrkirnir geta
verið fólgnir í ákveðinni upphæð fyr-
ir ákveðnar einingar og verkefni eða
sem laun yfir einn vetur fyrir fullt
nám. Eftir þrjá vetur í þessu námi
ásamt fullri kennslu hef ég náð að
ljúka 30 eininga diplomanámi. Það
vita allir sem hafa reynt að slíkt álag
er nokkuð slítandi og varla boðlegt
fjölskyldu manns nema bara í ákveð-
inn tíma. Ég ákvað því að sækja um
launað starfsleyfi til Reykjavík-
urborgar og Kennarasambandsins
til að geta lokið við námið á einum
vetri og komið fílefld aftur til starfa.
Í umsókninni fjallaði ég um brenn-
andi áhuga minn og áherslur sem
hafa það eitt að markmiði að skila
betri þjónustu við börn og foreldra.
Ég lagði ríka áherslu á að menntun
mín myndi skila sér í beinum sam-
skiptum við nemendur og ég hefði
mestan áhuga á almennri kennslu.
Ég tel mikilvægt að kennarar sem
sækja framhaldsmenntun haldi
áfram að starfa á „akrinum“ en
hverfi ekki eingöngu í störf ráðgjafa
og nefnda þó að það sé auðvitað mik-
ilvægt einnig. Það er skemmst frá
því að segja að ég fékk synjun frá
báðum aðilum. Forsendurnar voru
þær að ég hefði ekki kennt í 10 ár en
það er sett fram sem skilyrði til að
umsóknin sé svo mikið sem lesin yf-
ir. Hefði umsókn minni verið synjað
á þeim grundvelli að hagur nemenda
hefði fyrst og fremst verið hafður að
leiðarljósi og hvað kæmi þeim best
gæti ég ekki gert við það nokkrar at-
hugasemdir enda eigum við alltaf að
stefna að því að gera skólann og
starfsfólk hans betur í stakk búið til
að þjónusta nemendur. Ungir kenn-
arar sem hafa kennt í þrjú til sex ár
hafa viðað að sér mikilvægri reynslu
og eru því oft afar tilbúnir að bæta
við sig framhaldsmenntun. Þessir
kennarar eru í flestum tilvikum
ferskir í starfi, frjóir í hugsun og
starfa af miklum krafti og elju. Að
sama skapi eru þeir að eignast og ala
upp börn og því mikið að gera hjá
þessum kennarahópi. Þess heldur á
að styðja þennan hóp í að sækja sér
aukna menntun því það skilar sér til
baka. Að sjálfsögðu á að meta hverja
umsókn með það fyrir augum að
bæta grunnskólann og skila árang-
ursríku og faglegu skólastarfi undir
formerkjum stefnu um skóla án að-
greiningar. Það getur ekki gerst
með því að skilyrða kennara til að
kenna í a.m.k. 10 ár áður en þeir eiga
raunhæfa möguleika á að fá launað
starfsleyfi. Slíkar forsendur eru letj-
andi og ófaglegar og grunnskólanum
sannarlega ekki til framdráttar.
Stuðningur við fram-
haldsmenntun kennara:
Einkennileg skilyrði
Helga Helgadóttir skrifar um
stöðu ungra kennara sem
hyggja á framhaldsnám
» Fjallað er um stuðn-
ing við unga kenn-
ara sem vilja sækja sér
framhaldsmenntun.
Sveitarfélögin og KÍ
setja það sem skilyrði að
hafa kennt í 10 ár.
Helga Helgadóttir
Höfundur er grunnskólakennari,
nemi í sérkennslufræðum við KHÍ og
þriggja drengja móðir.
MORGUNBLAÐIÐ er nokkuð
sérstakur fjölmiðill. Í aðra röndina
er það málgagn Sjálfstæðisflokks-
ins en þegar vafi leikur á því hvort
sjónarmið flokksins
fara saman með sjón-
armiðum ritstjóra
blaðsins, þá nýtur
ritstjórinn vafans.
Prinsipp af þessu
tagi eru okkur vinstri
grænum vel kunn.
Það er t.d. bjargföst
trú okkar að náttúr-
an eigi að njóta vaf-
ans þegar um fram-
kvæmdir í viðkvæmri
náttúru landsins er
að ræða og vafi leik-
ur á um áhrifin. Það
er því engin sérstök ástæða til að
gera athugasemdir við prinsippið
sem slíkt, enda fara lesendur ekki
í grafgötur um að eftir því er unn-
ið á ritstjórn Morgunblaðsins.
Það er hins vegar full ástæða til
að gera athugasemd við sjón-
armiðin sem hreyft er í Reykjavík-
urbréfi Morgunblaðsins 16. mars
sl., þar ræður för einhver und-
arlegur taugatitringur ritstjóra
blaðsins í garð okkar vinstri
grænna, sem er svo sem ekki nýr
af nálinni. Í bréfinu sakar hann
okkur um skort á pólitískum
kjarki til að taka afstöðu gegn
Samfylkingunni, jafnt á Alþingi
sem í borgarstjórn, enda séum við
í „sálrænum fjötrum“ gagnvart
henni. Nú er það öllum lesendum
ljóst að Samfylkingin
er í ríkisstjórnarsam-
starfi við Sjálfstæð-
isflokkinn og Vinstri-
hreyfingin – grænt
framboð ber enga
ábyrgð á því samstarfi.
Það liggur svo sem
ekki fyrir hvort rit-
stjóri Morgunblaðsins
var hafður með í ráð-
um við ríkisstjórn-
armyndunina en ekki
er það nú líklegt, ef
marka má tóninn í
skrifum hans.
Hvað ritstjóranum gengur til
með því að leita með þessum hætti
eftir stuðningi okkar vinstri
grænna í baráttu sinni gegn sam-
starfsflokknum Samfylkingunni
skal ósagt látið en þó má ætla að
þar liggi undir djúpstæð löngun
ritstjórans til að sjá okkur vinstri
græn í einni sæng með Sjálfstæð-
isflokknum, helst sem víðast, og
ekki síður vonbrigði ritstjórans yf-
ir því að ekki tókst að fá Svandísi
Svavarsdóttur til að svíkjast undan
merkjum í samstarfi þriggja borg-
arstjórnarflokka fyrir skemmstu
og taka að sér ömurlegt hlutverk
núverandi borgarstjóra til að koma
Sjálfstæðisflokknum aftur að
stjórn borgarinnar.
Varðandi ávirðingarnar sem rit-
stjórinn setur fram gagnvart okk-
ur í Reykjavíkurbréfinu skortir
mikið á að VG fái að njóta sann-
mælis. Þingflokkur Vinstrihreyf-
ingarinnar – græns framboðs hef-
ur beitt sér af hörku í öllum þeim
málum sem nefnd eru í Reykjavík-
urbréfinu; s.s. varðandi Evrópu-
sambandsaðild og þátttöku Íslend-
inga í hernaðaraðgerðum hvers
konar, þ.m.t. ferð utanrík-
isráðherra til Afganistans. Ekki
hefur heldur staðið á þingflokki
VG að gagnrýna áframhaldandi
stóriðjuuppbyggingu og stefnu-
leysið í náttúruverndar- og lofts-
lagsmálum. Um þetta vitna bæði
umræður á Alþingi og ummæli
einstakra þingmanna í fjölmiðlum.
Vinstrihreyfingin – grænt fram-
boð mun hér eftir sem hingað til
veita ríkisstjórninni aðhald og
gagnrýna einstaka ráðherra fyrir
hvaðeina sem stríðir gegn þeirri
pólitík sem við berjumst fyrir,
sama hvort þeir koma úr Sjálf-
stæðisflokki eða Samfylkingu.
Þessi ríkisstjórn hefur ekki fengið
og mun ekki fá að ryðja einkavæð-
ingu braut í heilbrigðis- og
menntakerfinu án þess að svara
fyrir þær gjörðir á Alþingi Íslend-
inga. Hún mun ekki fá að fórna
fleiri náttúrugersemum á altari
stóriðjunnar án þess að þurfa að
svara fyrir það á Alþingi Íslend-
inga. Hún mun heldur ekki fá að
leiða þjóðina lengra inn á braut
hernaðarhyggju eða múra hana
inn í innsta kjarna NATÓ-
samstarfsins án þess að svara fyrir
það á Alþingi Íslendinga. Þing-
flokkur VG mun í þessari baráttu
nota öll tækifæri sem bjóðast burt-
séð frá því hvað ritstjóra Morg-
unblaðsins finnst um frammistöðu
okkar í þeim efnum, og burtséð frá
því hvort þeirri baráttu okkar
verða gerð sanngjörn skil á síðum
Morgunblaðsins eða ekki.
Um pólitísk tækifæri
Kolbrún Halldórsdóttir gerir
athugasemdir við Reykjavík-
urbréf Morgunblaðsins
» Þingflokkur VG mun
í þessari baráttu
nota öll tækifæri sem
bjóðast burtséð frá því
hvað ritstjóra Morg-
unblaðsins finnst um
frammistöðu okkar í
þeim efnum …
Kolbrún Halldórsdóttir
Höfundur er þingmaður Vinstrihreyf-
ingarinnar – græns framboðs.
SIGURÐUR Kári Kristjánsson,
alþingismaður sýnir mér þann
heiður að kalla mig „kappsfullan
Evrópusinna“ sem beiti almenning
blekkingum í grein sem Morg-
unblaðið birtir á miðopnu sinni.
Ástæða þess að alþingismaðurinn
ber mig þessum þungu sökum er
sú að ég hafði eftir Olli Rehn, um-
sjónarmanni samningaviðræðna við
ríki sem sækja um aðild að Evr-
ópusambandinu, að EES samning-
urinn næði til þriggja
fjórðu hluta lagasetn-
ingar ESB. Rehn
sagði að viðræður um
hugsanlega aðild Ís-
lands að Evrópusam-
bandinu gætu tekið
skamman tíma enda
þyrfti einungis að
ræða málefni sjávar-
útvegs- og landbún-
aðar.
Sigurður Kári er
lærisveinn Davíðs
frænda míns Odds-
sonar. Saman notuðu
þeir „smjörklípuaðferðina“ á al-
þingi hér um árið þegar Sigurður
Kári spurði hve stóran hluta lög-
gjafar ESB Ísland hefði tekið upp.
Svar þáverandi utanríkisráðherra
var vandað í alla staði og fylgdi
mikil talnaruna sem er uppistaða
greinar Sigurðar Kára. Davíð var
á sínum pólítíska ferli snillingur í
því að skipta um umræðuefni þeg-
ar honum hentaði: að beina athygl-
inni að aukaatriði til að beina at-
hyglinni frá kjarna málsins. Í
Matthildarþáttunum stórsnjöllu í
útvarpinu kallaði hann þetta hné-
aðferðina í eftirminnilegum brand-
ara.
Mér dettur ekki í hug að fara að
rökræða við Sigurð Kára um fjölda
laga og reglugerða. Sigurður Kári
má mín vegna eyða ævi sinni í að
telja öll lög og jafnvel ólög Evr-
ópusambandsins. Lög og gerðir
ESB eru margvísleg og Ísland tek-
ur að sjálfsögðu ekki upp reglur
um ólífurækt og lestarsamgöngur
svo dæmi séu tekin. Nóg er það
samt: Evrópusambandið tekur
ákvarðanir um allt sem viðkemur
innri markaðnum og lýðveldið Ís-
land hefur álíka áhrif á mótun
slíkra laga og hver annar þrýsti-
hópur í Brussel. Túlkunin á EES
samningnum hefur breyst frá því
hann var samþykktur.
Þeim sviðum sem nú
eru talin tilheyra innri
markaðnum hefur
fjölgað, þannig að til
dæmis flestallt sem
skiptir máli í umhverf-
ismálum er ákveðið í
Brussel.
Hvað sem talnaleik
Sigurður Kára líður er
staðreyndin sú að vilji
Íslendingar móta sína
eigin framtíð, gerum
við það með því að
ganga í Evrópusam-
bandið þar sem við deilum fullveldi
okkar með öðrum þjóðum í stað
þess að afhenda þeim það. Hver
þjóðin á fætur annarri hefur geng-
ið í Evrópusambandið á und-
anförnum árum. Getur Sigurður
Kári útskýrt fyrir mér hvers
vegna ekki einu einasta sjálfstæðu
ríki hefur svo mikið sem dottið í
hug að gerast aðili að EES samn-
ingnum? Samkvæmt skilgrein-
ingum þingmannsins hafa þessi
ríki verið að afsala sér fullveldi
sínu. Samkvæmt skilgreiningu
hans og fylgismanna hans eru
Stóra-Bretland, Þýskaland og
Frakkland sem sagt ekki fullvalda
ríki! Hefur einhver sagt Brown,
Sarkozy og Merkel frá þessu?!
Davíð frændi minn fékk Tryggva
Herbertsson á sínum tíma til að
reikna kostnað við aðild Íslands að
Evrópusambandinu. Tryggvi
reiknaði og reiknaði, rétt eins og
Sigurður Kári telur nú og telur,
ákaft hvattur áfram af frænda
mínum í Svörtuloftum. Svo mikið
hamaðist Herbertsson að hann
komst að því Ísland myndi greiða
meira til Evrópusambandsins en
nokkurt ríki hefur nokkru sinni
greitt þangað.
Í skýrslu Evrópunefndar for-
sætisráðherra eru reikningskúnstir
Tryggva hins vegar gleymdar. Í
skýrslu nefndarinnar sem Björn
Bjarnason stýrði er komist að
þeirri niðurstöðu að nettógreiðslur
okkar til ESB verði sáralitlar og
sé kostnaðurinn við aðildina að
EES dreginn frá – kunni ESB að
vera ódýrara en EES.
Þetta er ekki mín niðurstaða
heldur niðurstaða Björns Bjarna-
sonar dómsmálaráðherra og sam-
nefndarmanna hans úr öllum
stjórnmálaflokkum. Ég skil vel
reiði Sigurðar Kára yfir því að sí-
fellt fleiri samflokksmenn hans
hafa snúist á sveif með aðild að
Evrópusambandinu. Ég vísa því á
bug að ég hafi reynt að beita al-
menning blekkingum. Hins vegar
ætla ég ekki að erfa þennan mál-
flutning við alþingismanninn enda
ljóst að það hlýtur að taka á taug-
arnar að verja stefnu sem fært
hefur okkur hæstu vexti og hæsta
matarverð á byggðu bóli. Ég ráð-
legg mínum gamla kunningja Sig-
urði Kára að lesa Evrópuskýrslu
Björns Bjarnasonar því þar kemur
fram að kostnaður við ESB aðild
er ekki umtalsverður, engar þjóðir
eiga heimtingu á fiskveiðiheim-
ildum við Ísland og að tollavernd
landbúnaðar standist ekki til
lengdar burtséð frá ESB. Vonandi
skilur Sigurður Kári að Ísland á
aðeins einn kost og hann góðan: að
ganga í Evrópusambandið.
Sigurður Kári
og hnéaðferðin
Eftir Árna Snævarr
Árni Snævarr
»…það hlýtur að taka
á taugarnar að verja
stefnu sem fært hefur
okkur hæstu vexti í
heimi og hæsta mat-
arverð á byggðu bóli.
Höfundur er sagnfræðingur.