Morgunblaðið - 25.03.2008, Síða 9

Morgunblaðið - 25.03.2008, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MARS 2008 9 FRÉTTIR www.feminin.is • feminin@feminin.is Bæjarlind 4, Kópavogi • sími 544 2222 Opið mán.-fös. kl. 11-18 - lau. 10-16 Mikið úrval af bolum og toppum. Str. xxs-4xl Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 M bl .9 77 38 7 Kvart- gallabuxur str. 36-56 Opið virka daga 10.00-18.00 Laugard. Bæjarlind 10.00-16.00 og Eddufell 10.00-14.00 GÓLFEFNI ÞEKKING ÞJÓNUSTA HLJÓÐEINANGRANDI AUÐVELD Í ÞRIFUM OFNÆMISPRÓFUÐ SLITSTERK TEPPI Á STIGAGANGINN Stepp ehf Ármúla 32 Sími 533 5060 www.stepp.is stepp@stepp.is G ra fí k a 2 0 0 8 NÝTT frumvarp utanríkisráðherra til laga um alþjóðlega þróunarsam- vinnu Íslands gerir ráð fyrir stór- aukinni aðkomu Alþingis að þróun- arsamvinnumálum. Jafnframt verður stjórnkerfi íslenskrar þróun- arsamvinnu einfaldað gagnvart frjálsum félagasamtökum og við- skiptalífinu. Þetta segir Kristrún Heimisdóttir, aðstoðarmaður utan- ríkisráðherra. Ráðherra mælti fyrir frumvarpinu á Alþingi í síðasta mánuði, en þetta er fyrsta laga- frumvarpið um þróunarsamvinnu síðan 1981. Fram kom í máli Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur utan- ríkisráðherra þegar hún mælti fyrir frumvarpinu að hún teldi að nú væri tími stóraðgerða í málefnum alþjóðlegrar þróunarsamvinnu Ís- lendinga kominn og því hefði hún látið fara fram skipulega stefnu- mótunarvinnu innan utanríkisráðu- neytisins til undirbúnings að þeirri sýn og stefnumörkun sem frum- varpið boðaði. Auknar faglegar kröfur Í greinargerð sem Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir stjórnsýsluráðgjafi vann fyrir ráðuneytið kemur fram að frumvarpið geri ráð fyrir því að eftirlitshlutverk utanríkismála- nefndar Alþingis verði eflt og Ís- land gerist aðili að þróunarsam- vinnunefnd Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD/ DAC) sem er alþjóðleg eftirlits- nefnd. Að sögn Kristrúnar væri það stórt sögulegt skref í íslenskri þró- unarsamvinnu þar sem faglegar kröfur muni aukast. Tekur hún fram að framlagt lagafrumvarp muni þannig fela í sér miklar breyt- ingar verði það að veruleika. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir skýrari pólitískri stefnumörkun í þróunarsamvinnu og að ráðherra skipi 15 manna samstarfsráð til fjögurra ára í senn sem verði ráð- gefandi stjórnsýslunefnd fyrir ráð- herra við töku stefnumarkandi ákvarðana. Í samstarfsráðinu sitji fulltrúar kosnir af Alþingi og fulltrúar skipaðir af ráðherra úr há- skólasamfélaginu, viðskiptalífinu og frá frjálsum félagasamtökum sem starfa á þessu sviði. Samkvæmt lagafrumvarpinu er gert ráð fyrir að því að Þróun- arsamvinnustofnun Íslands (ÞSSÍ) verði áfram sérstök stofnun sem heyri undir yfirstjórn utanríkis- ráðuneytisins. ÞSSÍ muni áfram annast tvíhliða þróunarsamvinnu í umboði utanríkisráðherra og vinna samkvæmt áætlun um þróunarsam- vinnu sem Alþingi ákveður og nán- ari ákvörðunum ráðherra. Í stað stjórnar eins og nú er komi annars vegar samstarfsráð ráðherra og stýrihópur þróunarsamvinnu í ráðu- neytinu og hins vegar áætlun um þróunarsamvinnu sem samþykkt er af Alþingi annað hvert ár til fjög- urra ára í senn. Aðkoma Al- þingis að mála- flokknum eykst Segir frumvarpið fela í sér miklar breytingar Aðstoð Vatnsverkefni í Mósambík er þróunarsamvinnuverkefni. við jafnframt á ríkisstjórnina að svara eftirfarandi spurningum: Styður ríkisstjórn Íslands mann- réttindabrot kínverskra stjórnvalda í Tíbet? Ef hún gerir það ekki, er rík- isstjórnin tilbúin að fordæma og hvetja til þess að mannréttindi verði virt í Tíbet á opinberum vett- vangi, sem og í alþjóðasamfélaginu? Þögn íslenskra yfirvalda, for- sætisráðherra, utanríkisráðherra sem og forseta Íslands verður að linna. Við viljum vita hug ykkar nú þegar því að mannréttindabrotin í Tíbet verða æ svæsnari. Í morgun SKIPULEGGJENDUR mótmæla- fundar við kínverska sendiráðið laugardaginn fyrir páska sendu frá sér ályktun eftir fundinn þar sem þeir lýsa meðal annars yfir áhyggj- um vegna stöðunnar í Tíbet og skora á ríkisstjórn Íslands að koma skoðun sinni á málinu á framfæri opinberlega. „Við höfum þungar áhyggjur af stöðu Tíbeta í Tíbet og andvaraleysi íslenskra stjórnvalda í þeim efn- um,“ segir í ályktuninni. „Við skor- um því á ríkisstjórn Íslands að mynda sér skoðun og koma henni á framfæri opinberlega. Þá skorum lýstu kínversk stjórnvöld því yfir að 100 þjóðir styddu aðgerðir þeirra. Erum við á þessum lista? Við förum þess á leit að rík- isstjórn Íslands taki af skarið og bjóði sig fram til að miðla málum á milli Tíbet og Kína til að finna var- anlega lausn á vandamálum þeim er hrjá Tíbet. Við krefjumst þess jafnframt að rannsóknarnefnd á vegum SÞ verði tafarlaust hleypt inn í Tíbet til að komast að hlutskipti þeirra sem hafa verið handteknir og drepnir í tengslum við mótmælin í Tíbet und- anfarið.“ Mótmæla mannréttinda- brotum Kínverja í Tíbet Morgunblaðið/Árni Sæberg Sími 551 3010 AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.