Morgunblaðið - 25.03.2008, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MARS 2008 15
MENNING
Þekkta finnlandssænska skáldið Lars Huldén,
prófessor, les úr verkum sínum á sænsku
í Norræna húsinu á morgun, miðvikudaginn
26. mars, kl. 17.00 í boði Sendiráðs Finnlands.
Aðgangur ókeypis.
Bókmenntakvöld
FORLAGIÐ hefur endur-
útgefið bókina Ljóð og myndir
í tilefni af sjötugsafmæli Þor-
steins frá Hamri, í samvinnu
við Myndlistarsafn Tryggva
Ólafssonar. Í bókinni eru fjór-
tán ljóð sem Tryggvi valdi úr
fyrstu átta bókum Þorsteins og
myndskreytti með eigin verk-
um svo úr varð ein heild.
Í tilkynningu frá Forlaginu
segir að þegar öllu sé á botninn
hvolft fjalli ljóð Þorsteins um vanda þess að lifa,
að takast á við það hlutskipti af einurð og alvöru
og þess vegna búi ljóðin yfir „tímaleysi sem geri
erindi þeirra sígilt“.
Bækur
Ljóð Þorsteins og
myndlist Tryggva
Þorsteinn
frá Hamri
PÓSTUR og póstmódernismi
koma við sögu á sýningu Unn-
ar Óttarsdóttur í Café Karól-
ínu á Akureyri, Póstkonu.
Unnur segir oft vitnað í eldri
verk í póstmódernismanum og
þau sett í nýtt samhengi, hið
nýja og gamla mætist.
„Voru konurnar sem sátu
fyrir hjá klassískum listmál-
urum fyrir nokkur hundruð ár-
um sáttari við líkama sinn en
við nútímakonurnar?“ spyr Unnur m.a. Hluti af
sýningunni er bloggsíðan http://www.unnurott-
arsdottir.blogspot.com, þar sem hægt er að sækja
frekari fróðleik. Sýningunni lýkur 4. apríl.
Myndlist
Stefnumót hins
gamla og hins nýja
Hluti af verki eftir
Unni Óttarsdóttur.
FRÖNSKUVIKA hófst í
Reykjavík 22. mars sl. og lýkur
hinn 29. og af því tilefni hennar
heldur kanadíska blaða- og
fræðikonan Julie Barlow tvo
fyrirlestra á ensku um stöðu
frönskunnar og frönsk þjóðmál
nú á tímum. Í þeim fyrri fjallar
Barlow m.a. um bann við slæð-
um múslimakvenna í Frakk-
landi og er sá fyrirlestur hald-
inn á veitingastaðnum Le
Rendez-vous, Klapparstíg 38 í Reykjavík, á morg-
un kl. 18. Næsta dag kl. 12.15 fjallar Barlow um
frönsku á tímum alþjóðavæðingar, í stofu 101 í
Odda, byggingu Háskóla Íslands.
Fræði
Staða frönskunnar
og frönsk þjóðmál
Julie
Barlow
ÞÝSKI listamað-
urinn Bernd
Koberling hefur
átt í farsælu sam-
bandi við íslenska
náttúru og hér-
lenda listamenn.
Hann hefur um
áratugaskeið var-
ið sumrum í Loð-
mundarfirði og
málað þar vatns-
litamyndir úti í náttúrunni – myndir
sem hann sýnir sem sjálfstæð verk,
eins og þau sem nú má sjá í galleríi
Turpentine í Ingólfsstræti. Einnig
þróar hann þetta myndefni áfram,
við gerð stærri myndverka á vinnu-
stofu í heimalandi sínu.
Samstarf hans við íslensk ljóð-
skáld er einnig gjöfult: á und-
anförnum árum hefur verið efnt til
vandaðrar útgáfu bóka þar sem birt
eru ljóð Íslendinganna með myndum
Koberlings. Síðast kom t.d. út ein
slík bók með Söngvum steinasafn-
arans eftir Sjón en sumar myndanna
á sýningunni nú sjást þar einnig.
Í nýlegu yfirlitsriti með verkum
frá 1999–2007 (þar sem lesa má frá-
sögn Sjóns „Um uppruna huldufólks-
ins“) eru ljósmyndir sem sýna hið
nána samband við náttúruna: þar
sést hvar Koberling hefur stillt upp
vinnuborði úti við og rýnir þar ein-
beittur ofan í svörðinn. Afrakstur
slíkrar athugunar – eins og hún birt-
ist í vatnslitamyndum – má sjá á sýn-
ingunni, þar leynir sér ekki innlifunin
í náttúruna þó að skírskotunin í hana
sé ekki endilega hlutbundin. Hug-
hrifunum miðlar listamaðurinn í leik-
andi vatnslitatækni í næmu og „fljót-
andi“ samspili litablæbrigða og
lífrænna forma.
Myndirnar eru óhlutbundnar en
leika margar hverjar á fígúratífum
mörkum. Koberling nær fram mikl-
um tærleika og gegnsæi í litameðferð
sem hann undirstrikar með því að
láta stór svæði hins hvíta pappírs
ósnert. Þannig nýtur rytmísk línan
og teikningin sín afar vel. Verkin ein-
kennast af formrænni fjölbreytni; í
sumum myndanna gætir „geómetr-
ískra“ áhrifa í notkun á fernings-
formum. Koberling nýtir sér gjarnan
hinn tilviljunarkennda sem bygging-
arþátt í verkunum, t.d. hvernig litur
þornar á pappírnum og skilur eftir
sig far. Á þessari sýningu birtist far
eða ummerki náttúrunnar eins og
hún öðlast merkingu í skynrænni
nálgun og úrvinnslu málarans.
Náttúr-
unnar far
Bernd Koberling
Eitt af verkum
Koberling
MYNDLIST
Gallery Turpentine
Til 25. mars 2008. Opið þri.-fös. kl. 12-
18, lau. kl. 12-16. Aðgangur ókeypis.
Anna Jóa
ERLA Þórarinsdóttir myndlist-
armaður hefur hlotið starfsstyrk
öðru sinni frá stofnuninni Pollock-
Krasner Foundat-
ion en styrkurinn
miðast við að hún
geti unnið að list
sinni í eitt ár og
nemur 23.000 doll-
urum.
Erla segir mikið
og flókið umsókn-
arferli liggja að
baki en styrk úr
þessum sjóði hlaut
hún seinast fyrir átta árum.
Lee Krasner myndlistarmaður
og eftirlifandi ekkja bandaríska
myndlistarmannsins Jacksons Pol-
lock stofnaði sjóðinn árið 1985 til að
styrkja afburða myndlistarmenn til
starfa en á annað hundrað mynd-
listarmenn víða að úr heiminum fá
tyrk úr sjóðnum árlega.
J.B.K. Ransu hlaut styrk úr
sjóðnum í fyrra.
Erla styrkt í
annað sinn
Erla
Þórarinsdóttir
„ÞETTA verk vekur hjá fólki fullt
af spurningum um það sjálft og
hvernig það hagar sér. Góð leikrit
dýpka og víkka sýn okkar á heim-
inn,“ segir Sólveig Arnarsdóttir
leikkona um serbneska leikritið
Engisprettur eftir Biljana Srbljano-
vic sem frumsýnt verður í Þjóðleik-
húsinu á fimmtudagskvöldið.
„Manneskjan á alltaf erindi við okk-
ur og það kemur okkur líka við
hvernig ástandið er annars staðar í
heiminum.“
Í leikritinu er fylgst með fólki
sem berst við eftirköst stríðsins, en
lokar augunum fyrir þeim um leið.
„Það lýsir í rauninni bara fólki sem
að hefur lifað allan þann óskapnað
sem átt hefur sér stað á Balkan-
skaga undanfarna áratugi, en lætur
eins og ekkert hafi gerst, hefur ekki
gert upp fortíðina, horfir ekki til
framtíðar og er bara statt í núinu,
ansi firrt. Þar af leiðandi er þetta
dálítið góður spéspegill á mann-
fólkið.“
Persóna hennar í verkinu heitir
Nadezda. „Það þýðir von og hún er
kannski eina manneskjan sem er
svona nokkurn veginn með „fulde
fem“ í þessu verki.“ Sólveig segir
engar aðal- eða aukapersónur í leik-
ritinu, heldur sé þar fjallað um 11
persónur sem allar hafa jafnmikið
vægi. „Í rauninni er þetta eins og
fólkið sé á hringekju og svo er
staldrað við og litið nánar á sam-
skiptin þeirra á milli. Það kemur svo
í ljós að þær tengjast meira og
minna innbyrðis. Þetta er eins og
oft með verulega góð leikverk, að
þegar maður fer að kafa dýpra í það
finnur maður mörg lög sem ljúkast
upp fyrir manni. Auk þess er það
ótrúlega fyndið og skemmtilegt og
merkilegt hvað höfundurinn fjallar
um þetta fólk af mikilli elsku og
skilningi.“
Mamma ekki ströng
Fjölskylda Sólveigar kemur víða
við sögu í þessari uppfærslu, Þór-
hildur móðir hennar leikstýrir og
Sólveig deilir sviðinu með bæði föð-
ur sínum og móðurbróður, þeim
Arnari Jónssyni og Eggert Þorleifs-
syni. Samstarfið í fjölskyldunni hef-
ur gengið vel, að hennar sögn.
„Foreldrar mínir hafa mikið unn-
ið saman og mamma og Eggert líka.
Það er nú einfaldlega þannig að
þegar fólk mætir í vinnunna þá er
það í vinnunni,“ segir Sólveig og vill
ekki meina að mamma hennar sé
ströng.
„Ekkert meira en við aðra. Hún
er mjög krefjandi leikstjóri og þess
vegna nær hún kannski einhverju út
úr fólki sem aðrir gera ekki. Hún
leyfir leikurum ekki að fara einföld-
ustu leiðina og sér í gegnum mann
ef maður „feikar“. Sem er gott.“
Mikill styr hefur staðið um serb-
neska leikskáldið Biljana Srbljano-
vic. Hún hefur fengið verðlaun fyrir
leikritun í mörgum Evrópulöndum
en er mjög umdeild í heimalandi
sínu. „Hún hefur alltaf verið með
mikið andóf gegn ríkjandi stjórn-
völdum og gegn Milosevic þegar
hann var við völd og hún hefur verið
mjög hávær og opinská í sinni bar-
áttu gegn þeim. Hún til dæmis sak-
aði leikstjórann Emir Kusturica um
að hafa verið á mála hjá Milosevic
og fyrir það hafa þau verið fyrir
dómstólum. Það er greinilega mikið
stuð í kringum hana,“ segir Sólveig.
Blóðug fortíð
Sólveig var búsett í Þýskalandi í
um áratug og segir að þar sé barist
um að fá að setja verk Srbljanovic
upp. Vinsældirnar séu engin til-
viljun, því umfjöllunarefnið, að horf-
ast í augu við blóðuga fortíð, er eitt-
hvað sem stendur Þjóðverjum
nærri. „Á Balkanskaganum hafa
geisað borgarastyrjaldir og stríð
öldum saman. Ef maður yrði að
gera upp á milli þess hvaða stríð eru
skelfilegri en önnur þá hefur maður
á tilfinningunni að borgarastríðin
séu verst. Þegar bræður rísa gegn
bræðrum og nágrannar gegn ná-
grönnum. Í Júgóslavíu voru allir
Júgóslavar þangað til þeim var allt í
einu skipt upp og nú var einn Króati
og annar Serbi og svo áttu þeir bara
að drepa hvor annan. Þetta er eins
og við hérna ættum allt í einu að
fara að drepa Norðlendinga.“
„Manneskjan á alltaf
erindi við okkur“
Feðgin Þau Arnar Jónsson og Sólveig Arnarsdóttir í hlutverkum sínum í
Engisprettum sem verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu á fimmtudagskvöld.
Þórhildur Þorleifsdóttir leikstýrir eiginmanni, dóttur og bróður í Engisprettum
♦♦♦
Leikritið Engisprettur er eftir
Serbneska leikskáldið Biljana
Srbljanovic. Leikstjóri í uppsetn-
ingu Þjóðleikhússins er Þórhildur
Þorleifs- dóttir, tónskáld sýning-
arinnar er Giedrus Puskunigis og
Davíð Þór Jónsson þýddi.
Leikarar eru Anna Kristín Arn-
grímsdóttir, Arnar Jónsson, Egg-
ert Þorleifsson, Friðrik Frið-
riksson, Guðrún Snæfríður
Gísladóttir, Gunnar Eyjólfsson,
Hjalti Rögnvaldsson, Pálmi Gests-
son, Sólveig Arnarsdóttir, Þóra
Karítas Árnadóttir og Þórunn
Lárusdóttir.
Vytautas Narbutas hannaði leik-
mynd og Filippía I. Elísdóttir bún-
inga. Lýsing er í höndum Lárusar
Björnssonar.
Engisprettur