Morgunblaðið - 25.03.2008, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MARS 2008 23
Með þessari djörfu fyr-irsögn vil ég aðeinsundirstrika það aðenginn annar, hvorki
trúarsöfnuður né stjórn-
málaflokkur geti eignað sér sál
mína.
„Faðir vor, þú sem ert á himn-
um“ o.s.frv. Hann þekki ég ekki
og býst ekki heldur við að kynn-
ast honum, en föður minn þekkti
ég vitanlega, en hann sagði einu
sinni við mig endur fyrir löngu
nokkuð sem aldrei hefur liðið mér
úr minni og varðaði
það lífið og dauðann
og voru orð hans í
eins konar spurn-
arformi: „Ekkert
vissum við um þenn-
an heim áður en við
fæddumst og ætli það
verði nokkuð öðruvísi
þegar við endanlega
hverfum héðan.
Sennilega sams kon-
ar vitundarleysi og
fyrir fæðingu.“ Engu
að síður var hann
ekki staðfastari í trú-
leysi sínu en svo að spyrja mig
skömmu fyrir andlátið hvort ég
héldi að hann myndi hitta Önnu
systur sína sem var honum svo
einkar kær eftir það. Ég kvaðst
ekki eiga neitt svar við því og þar
með féll það tal niður.
En vegna þessa samtals langar
mig einmitt að gera trúmál að
umræðuefni hér, einkum og sér í
lagi viðhorf manna til framhalds-
ins, ef annars nokkurt er, eftir að
við hættum að draga andann.
Sumir trúa á eilíft líf eftir dauð-
ann, aðrir ekki eins og t.a.m. sá
sem hér heldur á penna. Í heil-
agri bók stendur að guð hafi
skapað himin og jörð og manninn
í sinni eigin mynd, hvaðan sem
þeir hafa það. Ég læt sköpun
himins og jarðar liggja á milli
hluta, en tel hins vegar að menn-
irnir hafi skapað guð, en ekki öf-
ugt, auk þess létu þeir ekki þar
við sitja heldur sömdu líka sjálfa
biblíuna, það meistaraverk. Hefði
vafalaust fengið Nóbelsverðlaunin
hefðu þau verið til í þá daga.
Um trúarbrögð þ.e.a.s. þau
kristnu eru til kynstrin öll af
fræðiritum og kenningum. Sum-
um finnst það t.d. álitamál hvort
þau hafi fært mannkyninu meiri
blessun en böl.
Kristnir menn hafa vitaskuld
margt til síns ágætis, unnið ótal
góðverk, liðsinnt sjúkum og
snauðum, fært sveltandi fólki
björg í bú, reist glæsilegar
kirkjur og klaustur og viðvíkjandi
hinum síðarnefndu stofnunum
sakar ekki að geta þess að ís-
lenskir munkar hafa líkað skilið
eftir sig merkilegan menningar-
arf. Hér væri því ekki úr vegi að
vitna í Íslands Handbókina en þar
standa þau orð sem hér fara á
eftir: „Þar (þ.e.a.s. í Þingeyr-
arklaustri) voru skrifuð ýmis
fornrit sem varðveist hafa. Ýmsar
Íslendingasögur eru einnig taldar
hafa verið skráðar í Þingeyra-
klaustri“. Ekki megum við heldur
gleyma öllum snilldarverkum sem
hafa verið ort um guðstrú eins og
t.d. Paradísarmissi eftir Milton,
Messías eftir Klopstock, Guð-
dómlega „gamanleiknum“ eftir
Dante og loks sjálfum Pass-
íusálmunum eftir Hallgrím Pét-
ursson svo aðeins nokkur þeirra
séu nefnd. Og af þessu öllu saman
geta kristnir menn svo sannarlega
hreykt sér hátt, en krossferðir
þeirra forðum daga og ekki síst
trúboð þeirra í fjarlægum löndum
fyrr og síð orka hins vegar mjög
tvímælis og það ríkir ekki hinn
minnsti vafi í huga þeirra að þeir
séu að boða hinu einu „sönnu“
trú. Geta boðberar annarra trúar-
bragða ekki haldið nákvæmlega
því sama fram? Að sjálfsögðu.
Eins og alþjóð eða réttara sagt al-
heimur veit hefur þetta ískyggi-
lega ástand, sannkallað ófremdar-
ástand leitt til alvarlegra
árekstra, deilna og styrjalda milli
ólíkra trúarflokka og gerir enn á
vorum dögum og það sem verst
er þá virðist fátt benda til þess að
verði nokkurt lát á þeim í náinni
framtíð.
Hér væri ef til vill ekki úr vegi
að sýna dæmi um þær þjösnalegu
og ómannúðlegu aðferðir sem
Spánverjar beittu þá innfæddu er
þeir námu land á
Kúbu árið 1511. Í
hinu stórmerkilega
riti, Örstutt frásögn
af eyðingu Indíana-
landa eftir spænska
munkinn Bartholomé
de Las Casas. Höfð-
ingi nokkur að nafni
Hatuey hafði verið
dæmdur til að
brennast lifandi.
„Þegar þeir höfðu
fjötrað hann við
stólpa vék Fransiku-
munkur, sómamaður
hinn mesti, sér að honum og
reyndi að uppfræða hann um
Drottin og vora trú á þeim stutta
tíma sem gafst. Ekki hafði Hatu-
ey heyrt um trúna fyrr. Munk-
urinn tjáði honum að ef hann tæki
trú færi hann til Himnaríkis, þar
sem hann nyti dýrðar og eilífðar
hvíldar, ef ekki færi hann til Hel-
vítis og byggi þar við eilífa kvöl
og pínu. Hatuey þagði um stund,
en spurði munkinn síðan hvort
þeir kristnu færu til Himnaríkis.
Munkurinn svaraði því játandi, en
þó aðeins þeir góðu. Hatuey svar-
aði þá að bragði að hann vildi
heldur frekar fara til Heljar en
Himnaríkis svo að hann þyrfti
ekki að sjá þá kristnu né vera í
samvistun við þá“.
Nú eru breyttir tímar og því er
eflaust hægt að fullyrða að svona
fantabrögð tíðkist ekki lengur
meðal nútíma trúboða, en enda
þótt trúarleiðtogar ólíkra þjóða
boði frið á jörðu af eldmóði og
sannfæringarkrafti hafa þeir
sjaldnast setið á friðarstóli eins
og mannkynssagan sýnir okkur
ótvírætt og sannar.
Þegar Spánverjar voru að
leggja undir sig Indíalönd í Am-
eríku, kúga frumbyggjana,
hneppa þá í þrældóm eða selja þá
öðrum þjóðum og murka mis-
kunnarlaust úr þeim lífið höfðu
þeir einlægt í fylgd með sér kaþ-
ólska klerka og munka svona sér
til halds og trausts.
Þótt syndaregistri kristinna
manna verði ekki gerð ýtarleg
skil í stuttri grein, má engu að
síður benda á sitthvað sem þeir
hefðu betur látið ógert eins og
t.a.m. ofsóknir á hendur vantrúuð-
um, galdrabrennur, blygð-
unarlausa sölu aflátsbréfa páfa-
stóls sem gekk svo ofboðslega
fram af Marteini Lúter að hann
setti hnefann í borðið og mót-
mælti, sem sögufrægt varð.
Ósiðlegt og „ókristilegt“ líferni
sumra páfa fyrr á öldum hefur
reynst ýmsum sagnfræðingum
óþrjótandi hneykslunarefni og er
það reyndar engin furða. Þótt hér
verði ekki farið nánar út í öll þau
skrautlegu sakarefni, þá mætti
kannski aðeins minnast á afkvæmi
Alexanders páfa sjötta, þau Ces-
are og Lukretsíu Borgia. Þau
voru fjarri því að vera barnanna
best, enda var ferill þeirra vægast
sagt stráður ófögrum glæpum og
ótrúlegu saurlífi. Hér mætti
skjóta því inn að Cesare Borgia
kardináli er talinn vera fyrirmynd
Niccoló Machiavelli að Furstanum
(Il Principe), því snilldarverki. Á
einum stað í því verki segir höf-
undurinn eitthvað á þá leið að til
þess að ávinna sér hylli og traust
almennings sé nauðsynlegt að
furstinn láti líta svo út að hann sé
trúaður, mannlegur og lýðhollur.
Almenningur sættir sig jafnan við
slíka sýndarmennsku.
Enn einu sinni langar mig til að
fjalla um þá sjúklegu áráttu krist-
inna manna að boða guðstrú út
um allar koppagrundir. En nú
ætla ég, lesendur góðir, að biðja
ykkur um að draga djúpt andann
áður en þið haldið lestrinum
áfram, því hér verður tekið all-
hressilega til orða. Hverskonar
yfirgangur er það eiginlega að
vilja endilega troða kristni ofan í
kokið á þjóðum sem telja sig líka
eiga sín eigin „sönnu“ trúar-
brögð?
Minnir þetta mann ekki
óþyrmilega á G. Bush sem gerði
sitt ýtrasta til að troða lýðræðinu
ofan í kokið á Írökum, vitanlega
allt í þykistu. Bandaríkjamenn
ættu svo sannarlega að líta sér
nær varðandi boðun lýðræðis, þar
sem þeir veittu svertingjum, eða
til að vera svolítið bjánalega til-
litssamur óhvítum ekki kosninga-
rétt fyrr en 1965 eða m.a.o. heilli
öld eftir Þrælastríðið. Engum
blöðum er um það að fletta að
þetta var tylliástæða ein og sama
má segja um fálmkennda leit
þeirra að gjöreyðingarvopnum
þar í landi. Það eina sem vakti
fyrir þeim með innrásinni var að
reyna að sölsa undir sig olíulindir
landsmanna eins og alheimur veit.
Á öllum tímum hafa þjónar
kirkjunnar, öðru nafni sálna-
hirðarnir og það oftast í slagtogi
með stjórnvöldum verið ötulir við
að lofa blásnauðri alþýðu alsælu
og eilíft líf í himnaríki í þeim lítt
göfuga tilgangi að fá hana til að
sætta sig við ömurlegt hlutskipti
sitt hér á jörðu. Er það ekki álita-
efni hvort eilíft líf eftir dauðann
sé í rauninni svo eftirsóknarvert.
Í allri hreinskilni sagt setur að
mér ótta við þá tilhugsun eina að
vera eilíflega til. Gera menn sér
almennilega grein fyrir þessu?
Um það efast ég stórlega.
Að deyja er eins og að
sofna á svæflinum sínum
Áður en ég slæ botninn í þessa
grein sem mun áreiðanlega ekki
falla öllum í geð, langar mig til að
vitna í gamlan negrasálm er
hljóðar svona á ensku:
Longhaired preachers come out
every night and try to tell us
what is wrong and what is right
and say with voices ever so sweet:
„You’ll eat pie in the sky when
you die“.
Hér á eftir fylgir heldur ófull-
komin þýðing mín. Síðhærðir
klerkar koma út sérhvert kvöld
og reyna að segja oss hvað sé
rangt og hvað sé rétt og segja
með rómi svo undurblíðum. „Í
guðsríki gæðir þú þér á tertu
þegar þú deyrð.“
Að mínu viti er þessi sálmur
dæmigerður fyrir huggunarorð
sálnahirðanna.
Meginþorri manna trúir á ann-
að líf, sem ég geri ekki og áskil
mér fullan rétt til þess og vonandi
sofna ég vært á svæflinum mínum
þegar þar að kemur og hins sama
óska ég líka þeim sem eru mér
sama sinnis.
Enginn á mína sál
nema ég sjálfur
Eftir Halldór Þorsteinsson »Ég læt sköpun him-
ins og jarðar liggja
á milli hluta, en tel hins
vegar að mennirnir
hafi skapað guð, en
ekki öfugt…
Halldór Þorsteinsson
Höfundur er skólastjóri
Málaskóla Halldórs.
auka við hana, þau hegða sér eins
og sá sem valdið hefur. Framferði
Bandaríkjanna um allan heim,
framferði Rússa gagnvart ýmsum
fyrri ríkjum Sovétríkjanna, fram-
ferði Kína gagnvart sínum ná-
grönnum eins og til að mynda Tíb-
et, allt eru þetta lýsandi dæmi um
valdahroka og útþenslustefnu. Og í
þessum hópi á Ísraelsríki svo sann-
arlega heima.
Menn eru dæmdir af verkum
sínum, ekki af þeim orðum og hug-
myndum sem þeir hafa um sjálfa
sig. Sagan dæmir einstaklinga og
þjóðir. Og nákvæmlega eins og
sagan hefur dæmt böðla nasismans
fyrir grimmdarverk á fyrri hluta
síðustu aldar mun hún dæma her
og stjórnvöld Ísraelsríkis fyrir
ótrúleg grimmdarverk gagnvart
nágrönnum sínum.
Ég legg til að ísraelsk yfirvöld
sjái sóma sinn í því að taka upp
breytta stefnu og:
1) Skili palestínska fólkinu aftur
landinu sem þau hafa tekið frá því.
2) Brjóti niður múrinn sem þau
hafa reist til þess að loka það inni.
3) Veiti því aðstoð til þess að
byggja upp samfélag sem er al-
gjörlega í rúst, aðstoð til að rækta
land sitt og skapa aðstæður til
framfærslu.
4) Og síðast en ekki síst vinni að
því að veita Palestínumönnum aft-
ur þá mannlegu reisn sem þau hafa
svipt þá á undanförnum árum og
áratugum!
Þá fyrst munum við trúa ykkur. Þá
munum við svo sannarlega styðja
ykkur. Og þá getum við líka horft
saman til bjartari tíma fyrir þenn-
an heimshluta og gott ef ekki miklu
stærri hluta heimsins!
þeim lífið, snúast til varnar og ráð-
ast af öllu afli gegn drápurum sín-
um og skiptir þá engu þó við al-
gjört ofurefli sé að etja. Fólk sem
er hrakið af landi sínu eða lokað
inni á afmörkuðum svæðum og
bjargir þess bannaðar, fólk sem er
svipt lífsviðurværi sínu og býr við
stöðuga ógn, fólk sem er svipt
mannlegri reisn hlýtur einhvern
tíma að streitast gegn, að rísa upp
og berjast fyrir lífi sínu – og beita
til þess öllum mögulegum og
ómögulegum ráðum. Lítum bara í
eigin barm.
Ísraelsríki er eitt voldugasta og
hernaðarlega sterkasta ríki heims.
Helsti bandamaður þess er hitt
voldugasta og hernaðarlega sterk-
asta ríkið í heimi, Bandaríkin.
Sameiginlegt markmið þessara
ríkja er augljóslega að knésetja
palestínsku þjóðina, að skammta
henni land, að skammta henni lífs-
gæði og að setja henni reglur í einu
og öllu.
Nei, frú Miryam Shomrat. Ég
skil vel að þú sem opinber fulltrúi
þinnar þjóðar reynir að réttlæta
gjörðir hennar, en hreint út sagt,
þá hefur þú vondan málstað að
verja og hvað sem þú og aðrir Ísr-
aelar segja, þá tala verkin sínu
máli. Hyldýpið milli orða ykkar og
athafna er óbrúanlegt. Ekki láta
þér detta í hug að alþýða heimsins
láti bjóða sér þvílíkt og annað eins.
Kötturinn sem leikur sér að mús-
inni, kvelur hana og étur að lokum
á enga innstæðu fyrir því að væla
undan ágangi músarinnar.
Það er oft sagt að sagan end-
urtaki sig, að allt fari í hringi, með
tilbrigðum. Stórveldi beita alla-
jafna yfirburðum sínum gagnvart
nágrannaþjóðum og öðrum þjóðum
til þess að halda eigin stöðu og
fsóknum,
erð nas-
samúð
gum
m. En á
ær hjarta
nu í dag
sé tekið
, því
bak við
ynjum
elsmenn
um að
af öllu
ellt,
rka-
orgara.
ráðast
ttra
standa
“ er ein-
sést hafa
Það er
ngum
jást ekki
egn ná-
kotun til
r sem
rkin
aðar-
t-
eru
hrein
úr dýra-
elt uppi
ka úr
mótspyrnu
mdir
num,
um og
m þeir
g.
Höfundur er skáld og leikari.
sína af stríðinu og stríðsglæpi.
„Við lentum ekki í miklum vand-
ræðum með það,“ segir Aldin og
bætir við að það hafi komið sér á
óvart hversu auðvelt var að fá fólk
til að tjá sig við kvikmyndagerð-
arfólkið.
Vilja tala um stríðið
Hann segir að fólkinu sem þau
ræddu við megi gróflega skipta í tvo
hópa. Sá fyrri vill helst ekki rifja
stríðsátökin upp en þar er oftast um
að ræða fólk sem ekki varð fyrir
miklum áföllum í stríðinu, til dæmis
því að missa einhvern nákominn.
„Fólk í hinum hópnum, sem er mjög
stór, er á einhvern hátt fórnarlömb
stríðs. Þessi hópur vill tala um stríð-
ið, einkum vegna þess að margir
stríðsglæpamenn ganga enn lausir
þótt stríðinu sé löngu lokið. Margir
þeirra vinna hjá hinu opinbera eða
eru hermenn. Fólki vill ræða þessa
hluti og það hættir ekki að tala þeg-
ar það byrjar. Fólk vill að það sé
hlustað á það,“ segir Aldin.
Þrátt fyrir að stríðinu sé löngu
lokið er ýmislegt á huldu um það
sem gerðist á stríðstímanum. Til að
mynda eru í Bosníu ekki til ná-
kvæmar tölur yfir fjölda fallinna og
þá sem saknað er eftir stríðið. Úr
þessu hafa sumir reynt að bæta. Í
þeim hópi eru óháðu samtökin The
Research and Documentation Cent-
er (RDC ) sem stofnuð voru árið
2004 og hafa unnið að því að upp-
lýsa um ýmiss konar tölfræði
tengda stríðinu. Hjá RDC hafa nú
verið skráð meira en 350.000 fórn-
arlömb stríðsins, þar af hafa um
97.000 manns verið nafngreindir.
„Þetta er í fyrsta sinn sem reynt er
að gefa fólki nákvæmar upplýsingar
um hversu margir létust í stríðinu, “
segir Aldin.
Þau Aldin og Elvira hafa bæði
áhyggjur af því að verði fortíðinni
ekki gerð skil með opinni umræðu
aukist hættan á að átök brjótist út
að nýju í landinu. „Það gæti komið
til átaka að nýju, til dæmis eftir
tuttugu ár, vegna einhvers sem
gerðist í fortíðinni og ekki hefur
verið leyst úr.“ Þetta hefur gerst
áður segja þau og vísa til stríðs-
glæpa sem framdir voru í nafni
glæpa sem áttu sér stað á tímum
seinni heimsstyrjaldar. „Við viljum
ekki að þetta haldi áfram að end-
urtaka sig.“ Þau vonist til að mynd-
irnar þeirra hafi áhrif í þá veru að
opna umræðuna.
það frek-
egir
gerð-
r það
að fólk
að opna
ur það
ma við
sé af
kilvægt
það að
í fjöl-
g það bjó
purð
t að fá
plifun
t
“
Morgunblaðið/Elva Björk Sverrisdóttir
Mikilvægar upplýsingar Aldin og Elvira telja mikilvægt að komandi
kynslóðir viti hvað gerðist á stríðstímunum á tíunda áratugnum.
frá
nóv-
milli
nar í Sa-
ar voru í
erba.
t einnig
ns eru
sins,
sku
RDC
ntation
t fórn-
enn af
verk-
ru í
á um
bænum
Her
fjölda-
mestu
tímum