Morgunblaðið - 25.03.2008, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.03.2008, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 25. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Þriðjudaginn 1. apríl kl. 9:00-13:30 í Háskólanum í Reykjavík, Ofanleiti 2 Að skrifa samkeppnishæfa umsókn í 7. rannsóknaáætlun ESB N Á M S K E I Ð H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n Leiðbeinandi verður Dr. Sean McCarthy frá Hyperion sem er einn eftirsóttasti ráðgjafi á þessu sviði í Evrópu. Námskeiðið fer fram á ensku. Þátttökugjald er 18.000 kr. Innifalin eru námskeiðsgögn og veitingar. Athugið að fjöldi þátttakenda er takmarkaður. Skráningarfrestur er til 31. mars 2008. Skráning á rannis@rannis.is eða í síma 515 5800. Dagskrá: l Yfirlit yfir 7. rannsóknaáætlun ESB l Markmið og forgangssvið l Tegundir verkefnastyrkja l Hvernig á að finna samstarfsaðila l Mat á umsóknum l Undirbúningur og hugmyndir l Áætlanagerð l Umsóknarskrif Rannsóknamiðstöð Íslands • Laugavegi 13 • 101 Reykjavík • Sími 515 5800 • www.rannis.is ◆ Ársalir - fasteignamiðlun ◆ Ársalir - fasteignamiðlun ◆ Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali Höfum kaupanda að vönduðu einbýlishúsi með bílskúr í vestubæ Reykjavíkur eða á Seltjarnarnesi. Staðgreiðsla. -------------------------------- Til sölu sérhæð með bílskúr við Grenimel, alls 170 fm. Áhugasamir vinsamlega hafið samband við skrifstofu okkar. Ef þú þarft að selja, leigja eða kaupa fasteign hefurðu samband í síma 533 4200 eða arsalir@arsalir.is Ársalir FASTEIGNAMIÐLUN Engjateigi 5, 105 Rvk 533 4200 Ársalir ehf – fasteignamiðlun 533 4200 og 892 0667 Engjateigi 5, 105 Rvk UNDANFARNA mánuði hafa verið miklar sviptingar í Ráðhúsi Reykjavíkurborgar. Fyrir tæpum tveimur árum hefði engan órað fyrir þeim atburðum sem átt hafa sér stað fram til þessa. Allir flokkar sem buðu fram til sveitarstjórn- arkosninga 2006 hafa nú setið bæði í meiri- og minnihluta það sem af er kjörtímabilinu. Þannig hafa allir flokkarnir á ein- hverjum tímapunkti setið við stjórnvöl borgarinnar og fengið tækifæri til þess að koma sínum stefnu- málefnum til fram- kvæmdar. Á tæplega tveimur árum hafa verið myndaðir þrír meirihlutar og hefur umræðan að mestu leyti snúist um þá ein- staklinga sem stýrt hafa borginni á hverjum tíma, en þau mál sem flokkarnir standa fyrir hafa notið minni athygli. Tíð meirihlutaskipti í Reykjavík eru ekki til þess fallin að efla trú al- mennings á stjórnmálamönnum. Nú sem aldrei fyrr er mikilvægast fyrir Reykvíkinga að borgarfulltrúar, sama hvar í flokki þeir kunna að standa, beini athygli sinni að mál- efnum Reykjavíkurborgar – því það er verk að vinna. Nauðsynlegt er að komið verði á öflugri fjármálstjórn og fjármálin tekin föstum tökum þannig að borg- arbúar fái að njóta árangurs af því í lægri sköttum, t.d. með lægra út- svari og lægri fast- eignasköttum. Nú stendur yfir fjárhags- áætlanagerð Reykja- víkurborgar fyrir næstu þrjú ár – mik- ilvægt er að útgjöldum sé stillt í hóf og þau metin út frá mikilvægi þeirra og þess gætt að peningum borgarbúa sé varið með skyn- samlegum hætti. Samgöngumálin þola ekki bið, eilífar deilur um Sundabraut þarf að leysa hið snarasta en taka þarf ákvörðun um staðsetningu hennar og hefja framkvæmdir strax í kjöl- farið. Huga þarf að eflingu helstu stofnleiða borgarinnar með mark- vissari hætti, t.d. mislægum gatna- mótum og stokkum þar sem það telst fýsilegt, þannig að borgarbúar komist leiðar sinnar án teljandi vandræða. Lóðamál hafa verið óásættanleg í borginni um árabil og löngu er tíma- bært að borgarbúum bjóðist fýsi- legir valkostir í þeim efnum og að lóðaframboð verði stóraukið þannig að Reykvíkingar þurfi ekki að leita til annarra sveitarfélaga í þeim efn- um. Það gengur ekki til lengdar að foreldrar komist ekki til vinnu vegna stöðugrar manneklu á leik- skólum borgarinnar. Gjaldfrjálsir leikskólar eru ekki til þess fallnir að leysa það vandamál. Opna þarf fyrir aukna aðkomu einkaaðila að rekstri leikskóla í borginni og auka þannig valfrelsi foreldra og leikskólakenn- ara. Endurskoða þarf kjarasamninga á milli launanefndar sveitarfélaga og kennarasambandsins frá grunni og efla þannig stöðu kennara, skóla- stjórnenda og sveitarfélaga. Það er orðið löngu tímabært að stjórnmálamenn í borginni beini sjónum sínum aftur að málefnum borgarinnar og vinni saman að hagsmunum borgarbúa. Dýrmætur tími hefur farið til spillis þar sem einblínt hefur verið á það hver skip- ar borgarstjórastólinn og hvort við- komandi passi í hann. Það er lyk- ilatriði að nú horfi borgarfulltrúar Reykvíkinga allir sem einn fram á veginn og vinni saman að eflingu Reykjavíkurborgar. Segja má að allir flokkar hafi fengið sitt tækifæri við stjórnvöl borgarinnar, það þarf ekki að minna borgarfulltrúa á að það eru einungis rétt rúm tvö ár til kosninga og þar munu verk þeirra verða metin af kjósendum. Nú er tækifæri til þess að láta verkin tala. Verk að vinna í Reykjavík Erla Ósk Ásgeirsdóttir fjallar um málefni Reykjavíkurborgar » Það er orðið tíma- bært að stjórn- málamenn í borginni beini sjónum sínum aft- ur að málefnum borg- arinnar og vinni saman að hagsmunum borg- arbúa. Erla Ósk Ásgeirsdóttir Höfundur er formaður Heimdallar. ALDREI fyrr hef ég skilið þá sem kjósa að „rökræða“ ýmis mál- efni á síðum dagblaðanna en sé mig nú til þess knúinn að bætast í þann hóp. Ástæðan er sú að mér líður eflaust eins og meirihluta íbúa Álftaness þessa dagana. Mér líður illa því það er ekki tekið mark á mér sem íbúa af Sigurði Magn- ússyni, bæjarstjóra Álftaness, og hans nauma meirihluta í bæjarstjórninni. Það er svo sem sök sér að ekki skuli tekið mark á mér sem íbúa enda er ég bara einn af rúmlega tvö þúsund íbúum. Verra er að Sigurður og hans fólk hundsa álit 724 íbúa sem mótmæltu að öllu eða einhverju leyti því skipulagi sem þau vilja vinna eftir varðandi tilvon- andi miðbæ bæj- arfélagsins. Þessi fjöldi er tæplega helmingur kjörbærra íbúa bæjarfélagsins og kemur úr öllum hverfum þess svo og stuðningsmenn beggja lista sem buðu fram í síðustu sveitarstjórnarkosn- ingum. Það er því ekki hægt að teikna þessi mótmæli upp sem venjubundin mótmæli áhangenda minnihlutans eins og Sigurður hefur margsinnis ýjað að und- anfarna mánuði. Í grein bæjarstjóra í Morg- unblaðinu á dögunum segir hann að „mikil og vönduð vinna hefur verið í deiliskipulagsferlinu og ein- stakar tillögur kynntar betur en áður hefur þekkst“ svo og segir hann að „íbúafundir hafa verið teknir upp“. Það var akkúrat á einum þannig fundi sem fulltrúi meirihlutans sagði að „það væru allir orðnir leiðir á að geyma bensín á brúsum í bílskúrnum“. Þetta voru ein rökin með bens- ínstöð sem átti að reisa við Suð- urtún. Svona vinnubrögð dæma sig sjálf, hvað sem Sigurður kýs að segja í greinum í blöðunum, nú eða þá að það er mun lengra á næstu bensínstöð fyrir Sigurð en aðra íbúa sveitarfélagsins. Í grein- um í Morgunblaðinu stuttu síðar hamra fulltrúar meirihluta á því að það séu sí og æ talsmenn minnihlutans, sjálfstæðismanna, að rita greinar. Ekki er ég talsmaður sjálf- stæðismanna heldur einn af fjölmörgum íbúum sem hafa fengið nóg af vinnubrögðum meirihlutans á Álfta- nesi. Mín upplifun af mál- inu sem íbúi á Álfta- nesi er að meirihlutinn hafi unnið að þessu deiliskipulagsferli af ófagmennsku og án nokkurs skilnings á vilja íbúa sveitarfé- lagsins. Í sömu grein setur Sigurður ofan í við fyrrverandi meiri- hluta fyrir þau vinnu- brögð að hafa ekki tekið mark á at- hugasemdum rúmlega 700 íbúa við það skipulag sem þá var unnið eftir. Þetta er hjákátleg athugasemd hjá Sigurði enda skell- ir hann skollaeyrum við þeim athugasemd- um sem 724 íbúar sveitarfélagsins gera við núverandi skipulag. Meirihlutinn meira að segja gekk svo langt að neita íbúum um að lesa upp yfirlýsingu á bæj- arstjórnarfundi. Já, það er gott að hafa bæjarstjóra sem virðir lýð- ræðið á þennan hátt, líklega legg- ur meirihlutinn annan skilning í íbúalýðræði en flestir aðrir. Þær fréttir sem berast af bæj- arskrifstofunum, bæði hér úr sveitarfélaginu svo og frá fjöl- miðlum um óánægju af vinnu- brögðum bæjarstjóra, eru ekki til að auka traust mitt á honum og hans fólki. Þar hefur gott fólk sem hefur unnið svo árum skiptir tekið þá stóru ákvörðun að hætta vegna samstarfsörðugleika við bæj- arstjóra. Ég held ég tali fyrir munn margra Álftnesinga þegar ég segi að ástæða þess að þeir flytji hing- að sé sú að hér er ekki háreist byggð, hér er náttúran við hvert fótmál, hér er barnvænt með af- brigðum að búa, hér eru ekki bensínstöðvar, verslanir og önnur þjónusta í hverju hverfi, hér er ekki ys og þys borgarinnar, nei hér er gott að búa … eða var a.m.k. gott að búa. Sigurður og hans fólk keppast um að verja þá ákvörðun að aðal- umferðargatan að leikskólanum, skólanum og íþróttahúsinu á að liggja meðfram þessum stöðum í nýjum vegi í stað þess að nýta þá aðkomuleið sem er í dag. Að leggja þennan veg skapar stór- fellda hættu fyrir börn okkar sem sækja þarna skóla og tómstundir hvern einasta dag, það sjá allir nema núverandi meirihluti. Sá stjórnmálamaður sem ekki gengur lengur í takt við þá sem hann þjónar, þá sem greiða honum laun og þá sem hann starfar í um- boði fyrir hefur ekkert að gera í stjórnmálum. Þetta á við um Sig- urð og hans fólk, það hefur fyr- irgert því umboði sem því var falið í síðustu kosningum, það hefur brugðist íbúum Álftaness og það eina rétta er að það skili þessu umboði til annarra sem eru betur í stakk búnir til að ganga í takt við íbúa sveitarfélagsins. Meirihluti Álfta- ness rúinn trausti Jónas Guðmundsson skrifar um bæjarstjórnarmál á Álftanesi Jónas Guðmundsson » Það er svo sem sök sér að ekki skuli tekið mark á mér sem íbúa enda er ég bara einn af rúmlega tvö þúsund íbú- um. Höfundur er íbúi á Álftanesi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.