Morgunblaðið - 25.03.2008, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MARS 2008 25
Aðalfundur - VM þing
Þín framtíð...
Aðalfundur VM
Föstudagur 4. apríl
Dagskrá
13:00 Setning aðalfundar og ávarp
Skýrsla stjórnar og reikningar félagsins
Ákvörðun um löggiltan endurskoðanda
Laga- og reglugerðabreytingar
Lýst kjöri formanns og stjórnar VM
Kjör í stjórnir sjóða og fulltrúaráð
Framtíðarsýn VM
Afhending styrkja Akks
17:30 Fundarslit
Móttaka í nýju skrifstofuhúsnæði VM að Stórhöfða 25
20:00 Kvöldverður og skemmtun með félagsmönnum og mökum
Þing VM
Laugardagur 5. apríl
10:00 Þín framtíð:
Að efla sig í starfi
Mikilvægi starfsánægju
Að setja sér markmið
Raunfærnimat
Gerð ferilskrár
12:00-13:00 Hádegismatur
Ráðningaferli
Launaviðtöl
Samningatækni
Umræður
16:30 Þingslit
Mikilvægt er að félagsmenn tilkynni þátttöku á aðalfundinn og hvort þeir
mæti í kvöldverðinn einir eða með maka. Þátttaka tilkynnist til Ólafar Lilju
Stefánsdóttur í síma 575 9800 eða með tölvupósti olof.lilja@vm.is fyrir
28. mars nk.
Greiðsla ferðakostnaðar: Félagsmenn búsettir utan höfðuborgarsvæðis
eiga rétt á endurgreiðslu ferðakostnaðar vegna mætingar á aðlfund.
Nánari upplýsingar á skrifstofu VM í síma 575 9800 og á vm.is.
Á þingi VM verður kynning á
félögum og fyrirtækjum sem stuðla
að persónulegri- félagslegri- og
faglegri þróun einstaklinga.
Á FORSÍÐU
Morgunblaðsins þann
17. mars. sl. er haft
eftir varaformanni
stjórnar Orkuveitu
Reykjavíkur að tími
háspennulína sé lið-
inn. Vísar hún m.a. til
langs biðtíma eftir
mastraefni og einnig til fjárhags-
sjónarmiða, þ.e. hækkunar á stál-
verði og þess að mismunur á
kostnaði við jarðstreng og loftlín-
ur sé alltaf að minnka.
Er sérstaklega vísað til Reykja-
nesfólksvangs í greininni og nefnt
að líklega verði frekar lagðir jarð-
strengir þar en háspennulínur.
Fornleifavernd ríkisins vill hér
með vekja almenna athygli á að í
jörðu leynast ógrynni minja eftir
gengnar kynslóðir. Sumar minj-
anna eru sýnilegar á yfirborði,
aðrar, sem yfirleitt eru elstu minj-
ar landsins, liggja sumar djúpt
undir yfirborðinu og eru því huld-
ar mannsauganu.
Á undanförnum árum hafa minj-
ar víða um land skemmst við það
að jarðstrengir og ýmiss konar
lagnir hafa verið lögð í fornleif-
arnar án vitundar Fornleifavernd-
ar ríkisins. Má rekja það m.a. til
þess að lagning jarðstrengja og
lagna hefur í þeim tilfellum verið
undanskilin umsögnum vegna
mats á umhverfisáhrifum og því
ekki lent inni á borði hjá Forn-
leifavernd ríkisins.
Á Reykjanesfólksvangi er fjöldi
fornleifa og einstakt menningar-
landslag sem nauðsynlegt er að
varðveita til framtíðar. Innan fólk-
vangsins eru m.a. minjar og
menningarlandslag í Krísuvík og
mjög fornar minjar í Húshólma.
Þar er m.a. að finna minjar bæjar
sem talinn er frá fyrstu öldum Ís-
landsbyggðar og eru útlínur hans
varðveittar í hrauninu, sem er ein-
stakt hérlendis.
Fornleifavernd ríkisins hvetur
til þess að munað sé eftir forn-
leifum í tengslum við alla um-
hverfisvernd og að málshátturinn í
upphafi skyldi endinn skoða sé
hafður að leiðarljósi.
Er tími háspennu-
lína liðinn?
Kristín Huld Sig-
urðardóttir og
Agnes Stef-
ánsdóttir skrifa um
fornleifar og jarð-
strengi
Kristín Huld
Sigurðardóttir
» ...í jörðu leynast víða
fornleifar sem hætta
er á að skemmist við
lagningu jarðstrengja,
sé ekki vel að gætt.
Kristín Huld er forstöðumaður Forn-
leifaverndar ríkisins, Agnes er minja-
vörður Fornleifaverndar ríkisins á
Reykjanesi.
Agnes
Stefánsdóttir
ÞAR sem ég hef án árangurs skrif-
að ykkur bréf, háttvirt Þórunn og
Guðlaugur, án þess að þið sæjuð
ástæðu til að svara því, þá sé ég mér
ekki annað fært en að birta bréfið á
opinberum vettvangi í
veikri von um að geta
þannig vakið athygli á
hættulegum vágesti
sem dúkkað getur upp
á heimilum fólks í land-
inu. Þessi gestur er
ósýnilegur en skaðinn
sem hann getur valdið á
heilsu fólks og eignum
getur verið óbæt-
anlegur. Þessi skaðlegi
gestur er myglu-
sveppur og hann knúði
dyra hjá mér og nú er
búið að jafna heimili
mitt við jörðu. Róttækar ráðstafanir
finnst ykkur kannski en undir húsinu
var skriðkjallari og þar átti svepp-
urinn upptök sín. Við eftirgrennslan
kom í ljós að kjallarinn sá var ekki
gerður eins og teikningar sögðu til
um þegar húsið var byggt. Dýr
sparnaður það en þar sem húsið er 20
ára gamalt eru allar kröfur sem ég
mögulega gæti gert á húsbyggjand-
ann löngu fyrndar þrátt fyrir að ég
hafi einungis átt húsið í um sjö ár. Af
þessum sjö árum var ég búin að vera
veik í tvö án þess að allur sá fjöldi
lækna sem ég leitaði til fyndi hvað
væri að mér. Myglusveppurinn kost-
aði mig starfið, starf þar sem ég fékk
möguleika á að mennta mig frekar
við góðan skóla og hann kostaði mig
líka námið. Átti eina önn eftir við Við-
skiptaháskólann á Bifröst þar sem ég
náði toppeinkunnum og átti alla
möguleika á að koma mér vel áfram
hjá fyrirtækinu sem ég starfaði fyrir.
Ég bara gat ekki réttlætt fyrir mér
lengur að bjóða vinnuveitendum mín-
um upp á starfskraft sem var sífellt
fjarverandi vegna veik-
inda og sá mig því
knúna til að segja upp.
Eftir að myglusvepp-
urinn uppgötvaðist
flutti ég út, í herbergi
hjá bróður mínum
ásamt yngstu dótt-
urinni og fljótlega fór
heilsan að lagast. Ég
var það heppin að
sveppurinn virðist ekki
hafa haft langvarandi
áhrif, þó e.t.v. sé of
skammur tími liðinn til
að hægt sé að segja til
um áhrif hans á ónæmiskerfið. Nú
var um tvennt að velja, reyna að kom-
ast í veg fyrir myglusveppinn með öll-
um tiltækum ráðum, rífa allt innan úr
húsinu, gólfið úr og reyna á einhvern
hátt að steypa plötu, en hvernig átti
ég að réttlæta fyrir mér að leggja út í
milljóna kostnað sem svo yrði ekki til
neins þar sem sveppurinn var alveg
eins í útveggjum hússins. Þá var bara
hinn kosturinn eftir að hreinlega rífa
húsið af grunninum, steypa plötuna
og setja nýtt hús þar ofan á. Þá var að
fara í tryggingafélagið, við vorum
með allar tryggingar og töldum að við
fengjum skaðann allavega bættan að
hluta, þó ekki væri nema húsgögnin,
en reyndin varð allt önnur. Svona er
ekki til í skilmálum tryggingafélag-
anna og við fáum ekki krónu. Hvern-
ig á að vera mögulegt að byrja upp á
nýtt með lánið af ónýta húsinu af bak-
inu? Hvernig er með hagsmuni bank-
ans okkar, hann lánaði okkur þessa
peninga gegn veði í húsinu sem ekki
er lengur til? Hvað gerði hann ef við
hættum að borga af láninu sem við að
sjálfsögðu getum ekki gert og þannig
lokað fyrir mögulegan velvilja bank-
ans varðandi fjármögnun á nýja hús-
inu? En fjölskyldan mín er meðalfjöl-
skylda með meðaltekjur, hvernig
eigum við að komast í gegnum
greiðslumat með gamla lánið á bak-
inu? Á öllum húseignum er skyldu-
trygging til að tryggja hagsmuni
fólks ef kviknar í. Húsið mitt er jafn
ónýtt og ef það hefði brunnið til
grunna en það tjón á ég bara að
höndla ein. Hvernig, getið þið sagt
mér það? Held ég verði að þiggja
þessa áfallahjálp sem trygginga-
félagið mitt býður upp á. Er í áfalli yf-
ir að þeir bæti mér ekki tjónið. Ég
ætla að vona að þið lendið aldrei í því
að horfa upp á allt sem þið eigið rifið
niður og kurlað, bæði húsgögn og
annað sem fólk eignast í gegnum ár-
in. Ég sat í bílnum og horfði á húsið
mitt rifið, ég gat ekki annað. Nú bý
ég á sveitabæ sem góður maður léði
okkur afnot af ásamt öllum hús-
gögnum. En dóttir mín á sama rétt á
og allir aðrir að eiga heimili, að sofa í
rúmi sem hún á sjálf, að eiga herbergi
til að bjóða vinum sínum í. Hin börnin
mín þrjú eiga að geta komið með fjöl-
skyldur sínar í heimsókn án þess að
þurfa að sofa í stofunni í rúmi sem
einhver annar á. Það er bara löngu
tímabært að stjórnmálamenn, trygg-
ingafélögin og samfélagið allt fari að
opna augun fyrir þeim vanda sem
myglusveppurinn er og hversu skelfi-
leg áhrif hann getur haft á tilveru
fólks.
Opið bréf til heilbrigðis-
og umhverfisráðherra
Bylgja Hafþórsdóttir skrifar
um myglusvepp »Húsið mitt er jafn
ónýtt og ef það hefði
brunnið til grunna en
það tjón á ég bara að
höndla ein.
Bylgja Hafþórsdóttir
Höfundur býr í Hvalfjarðarsveit.