Morgunblaðið - 25.03.2008, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 25.03.2008, Qupperneq 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 25. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Okkar kæra, HANNE RAGNARSSON, Rauðahúsi, Suðurhlíð, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli þriðjudaginn 11. mars. Útförin verður gerð frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 25. mars kl. 15.00. Leif, Kirstin, Katrine Østlund. ✝ Ástkær sambýliskona mín, móðir okkar , tengda- móðir, amma og systir, HÓLMFRÍÐUR DAVÍÐSDÓTTIR, Hlíðarhjalla 69, verður jarðsungin frá Digraneskirkju fimmtudaginn 27. mars kl. 15.00. Gunnar Ásmundsson, Davíð Guðmundsson, Hulddís Guðbrandsdóttir, Ásgeir Sigurðsson, Arndís Kristjánsdóttir, Kolbrún Marín og Róbert Dagur. ✝ Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, SIGURLAUG SIGRÚN BJÖRNSDÓTTIR, áður til heimilis á Sólvallagötu 41, Reykjavík, sem lést á dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi laugardaginn 15. mars, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 27. mars kl. 13.00. Stefanía Drew, Arnold Drew, Elín Kristinsdóttir og aðrir aðstandendur. ✝ Ástkær sambýliskona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, GUÐBJÖRG ODDSDÓTTIR, Kópavogsbraut 1a, lést fimmtudaginn 20. mars á líknardeild Landa- kotsspítala. Kveðjuathöfn fer fram í Háteigskirkju föstudaginn 28. mars kl. 11.00. Ingibjörn Hallbertsson, Ragna Jónsdóttir, Ingunn Pétursdóttir Sim, John W. Sim, Einar Pétursson, Ingibjörg Magnúsdóttir, Loftur Þór Pétursson, Dröfn Eyjólfsdóttir, Linda Björg Pétursdóttir, Jóhann Unnsteinsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, VALGEIR NORÐFJÖRÐ GUÐMUNDSSON, Gullsmára 9, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 28. mars kl. 15.00. Jónhildur Valgeirsdóttir, Sigrún Valgeirsdóttir, Halldór Bragason, Unnur Marta Valgeirsdóttir, Arne Larsen, Svanhvít Valgeirsdóttir, Peter Rittweger, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Björg Jónsdóttirfæddist í Hnífs- dal 21. september 1928. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Eir í Reykjavík 14. mars síðastliðinn. Björg var ættuð úr Ísafjarðardjúpi og af Snæfjallaströnd. Foreldrar hennar voru hjónin Stein- dóra Rebekka Steindórsdóttir, f. 13.7. 1888, d. 26.4. 1982, og Jón Elías Ólafsson, f. 5.5. 1880, d. 29.11. 1934. Önnur börn þeirra voru Ólöf Jóna, f. 1907, d. 1992, Sigríður Margrét, f. 1908, d. 1908, Steindór Kristinn, f. 1910, d. 1935, Guð- mundur, f. 1912, d. 1912, Kristín, f. 1915, d. 1972, Hallfríður, f. 1916, d. 2006, Ólöf Bjarney, f. 1918, d. 1968, Vilmundur Kristinn, f. 1925, d. 1999 og Ingibjörg Sara, f. 1931, d. 1986. Björg var næstyngst systkinanna og eru þau nú öll lát- in. Uppeldissystir þeirra er Erla Guðmundsdóttir, f. 1931, dóttir Ólafar Jónu. Björg giftist á Akureyri 1. nóv. 1947 Jóhanni Tómasi Egilssyni, f. á Akureyri 29.8. 1926, d. í Reykja- vík 9.2. 2008. Foreldrar hans voru hjónin Egill Tómasson, f. 9.12. 1890, d. 23.11. 1960, ættaður úr Skagafirði og Eyjafirði, og Sigríð- ur Helga Jónsdóttir, f. 12.10. 1895, d. 23.2. 1960, ættuð úr Skagafirði og Svarfaðardal. Börn Bjargar og maki Pétur Sigurðsson, f. 1977, þau eiga soninn Jökul Orra, f. 2005. 3) Örn, búsettur erlendis, f. 24.6. 1957. Dætur Arnar eru fjór- ar; a) Björg, f. 1980, sambýlis- maður Ragnar Gunnlaugsson, f. 1974; b) Bergljót, f. 1984; c) Þór- unn, f. 1987, sambýlismaður Val- garður Daði Gestsson, f. 1980; og d) Nita María, f. 2001. Uppeld- isbörn Arnar eru tvö; e) Ingunn Hilmarsdóttir, f. 1980, sambýlis- maður Ómar S. Helgason, f. 1977; og f) Davíð Ólafsson, f. 1989. Sam- býliskona Arnar er Ane Mette Sörensen, f. 1971. Björg ólst upp í Hnífsdal en flutti til Akureyrar 16 ára að aldri. Þar kynntist hún verðandi eig- inmanni sínum Jóhanni T. Egils- syni. Hann starfaði sem póst- fulltrúi, verslunarmaður ofl. á Akureyri en var lengst af starfs- maður Iðnaðarbankans, fyrst á Akureyri. Síðan fluttu þau hjón til Reykjavíkur 1977 er hann gerðist útibússtjóri bankans syðra, fyrst í Hafnarfirði, þá í Garðabæ og loks í útibúi Íslandsbanka við Gullinbrú í Reykjavík. Björg var Jóhanni stoð og stytta í mörgum efnum sem snertu þessar ábyrgðarstöður. Hún helgaði starfskrafta sína heimili og fjölskyldu en tók að sér hlutastörf og verkefni fyrir ýmsa aðila. Björg hafði yndi af útivist og stundaði m.a. ferðalög innan lands og utan, laxveiðar, skíðaíþróttina og garðrækt, og hlaut á sínum tíma verðlaun Akureyrarbæjar fyrir fegursta garðinn. Útför Bjargar fer fram frá Bú- staðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Jóhanns eru þrjú, 1) Sigríður Dóra mynd- listarmaður, f. 19.9. 1948, gift Gylfa Þór Magnússyni fram- kvæmdastjóra, f. 20.12. 1942, d. 6.11. 1998. Eignuðust þau þrjú börn; a) Magnús Þór, f. 1974, kvæntur Elvu Dögg Melsteð, f. 1979, þau eiga tvö börn, Matthildi Mar- íu, f. 2002, og Gylfa Þór, f. 2004; b) Egill Örn, f. 14.8. 1979, d. 9.10. 1979; c) Helga Björg, f. 1983, sambýlismaður Gunnar Theodór Eggertsson, f. 1982. Sambýlis- maður Sigríðar Dóru er Ólafur H. Torfason, f. 1947. 2) Egill Tómas húsasmíðameistari, f. 22.9. 1950. Börn Egils frá fyrra hjónabandi eru tvö; a) Jóhann Tómas, f. 1971, kvæntur Eddu Sveinsdóttur, f. 1971, dætur þeirra eru fjórar, Jó- hanna Björg, f. 1993, Hildur Berg- lind, f. 1999, Elín Edda, f. 2003 og Þórdís Agla, f. 2006; b) Agla Sig- ríður, f. 1981. Eiginkona Egils er Kristín Gunnarsdóttir, f. 1953, þau eiga son, c) Gunnar Örn, f. 1988. Börn Kristínar af fyrra hjóna- bandi og uppeldisbörn Egils eru tvö; d) Valdimar Kristinn Bald- ursson, f. 1974, sem á soninn Tóm- as Valdimarsson Agledal, f. 2001; sambýliskona Valdimars er Tatj- ana Eriksen, f. 1978, og á hún son- inn Liam Eriksen, f. 2001; e) Mal- ena Birna Baldursdóttir, f. 1977, Mikilfengleg og hlý. Þannig ríkir Björg Jónsdóttir í vitund okkar. Sá draumur hennar uppfylltist að geta sýnt víðkunna gestrisni, rausnarskap og glæsileika. Hún byggði á beinni reynslu, þekkti andstæðurnar, kynnt- ist ung harminum, fátæktinni og köld- um gustum mannlífsins. Björg kom úr stórri alþýðufjölskyldu í Hnífsdal, óx úr grasi í heimskreppunni miklu sem gekk nærri bæði smælingjum og milljónungum, missti föður sinn svip- lega skömmu eftir sex ára afmælið, naut lítillar skólagöngu og var 12 ára farin að snúast sem vinnukona í Djúp- inu við misjafnt atlæti. Björg var í aðra röndina stolt af vestfirskum uppruna sínum. En á hinn bóginn var hún gagnrýnin á marga Vestfirðinga sem henni þótti full grobbnir og gefnir fyrir vín og heldur fábrotnir í kurteisi. Hún bjó síðan ríflega 30 ár á Akureyri, þar kynntist hún fljótlega eiginmanni sín- um Jóhanni Tómasi Egilssyni, til- þrifamikilli ætt hans og öllum vinun- um. Þótt þau Björg byggju síðar í rúm 30 ár á höfuðborgarsvæðinu var Akureyri þeirra staður og aldrei oflof- aður. Í einni af fyrstu heimsóknum mínum til Bjargar og Jóhanns kom hún sér beint að efninu: – Segðu mér eitt Ólafur, hefur þú komið á fallegri stað en Akureyri? Mig grunaði að á heimilinu væri ekki viðurkennt nema eitt rétt svar við þessari spurningu, og óttaðist að framtíð mín kynni að liggja við, en áræddi samt að taka áhættuna og byrjaði varfærnislega að svara á ská: – Ég verð nú að taka fram að ég bjó sjö ár í Stykkishólmi … – Þá skil ég þig, greip Björg fram í, þú þarft ekki að segja meira. Eftir að við höfðum kynnst betur fannst Björgu tími til kominn að lyfta mér á hærra þekkingarstig og rakti óvænt fyrir mér sögur og leyndarmál úr fjölskyldunni, sumt kryddað með dirfskufullum spakmælum og vísu- orðum. Ég sat og þagði sem ákafast. Þegar mörgu var til skila haldið sagði Björg sérlega skýrt og skipandi og horfði beint fram fyrir sig: – Ólafur. Þú heyrðir ekki orð af því sem ég sagði. Björg naut þess alla tíð að ferðast og skyggnast um, hvort sem farið var langt eða stutt. Mér auðnaðist sú ánægja að fara annað veifið með þeim Jóhanni í sumarhúsið Bjargarhól við Hestvík í Grafningi, kennt við hina mikilfenglegu og hlýju drottningu ættarinnar. Þar var allt eftir hennar höfði, sérhver púði og hver upp- hengdur órói í glugga. Og stórfeng- legt var það að fagna með þeim hjón- um og mörgum úr fjölskyldunni fyrir tveimur árum 80 ára afmæli Jóhanns á Hótel d’Angleterre í Kaupmanna- höfn, með nauðsynlegri viðkomu í Tí- volí. Björg hafði strengt þess heit að komast þangað einu sinni enn og var satt að segja drjúgmontin yfir ár- angrinum, enda mátti hún það. Ég kynntist Björgu á efri árum hennar, eftir að heilsufarsáföll höfðu dunið á henni. En hún var ekki ald- urhnigin. Líkaminn var hrumur en andinn svo sprækur, hvetjandi og ófyrirsjáanlegur. Enda var hún af vestfirsku gerðinni, snaggaraleg, íbyggin, skoðanaföst. Guð blessi minningu Bjargar og Jó- hanns. Ólafur H. Torfason. Ekki leið langur tími frá því að afi Jóhann kvaddi okkur eftir nokkuð snarpa baráttu við krabbamein þar til amma Björg fylgdi honum sömu leið, allskyndilega. Það er lýsandi fyrir þau að fylgjast að í þessu sem öðru. Þau höfðu eytt svo gott sem allri æv- inni saman og fögnuðu nýverið 60 ára brúðkaupsafmæli í faðmi fjölskyld- unnar. Þetta er dæmigert fyrir það hve annar aðili hjónabandsins er í raun vængbrotinn þegar hinn hverfur á braut eftir áralangar samvistir. Amma Björg sagði skemmtilega frá því þegar hún ákvað að giftast afa Jó- hanni eftir að hafa séð hann tilsýndar á göngu á Akureyri. Þarna fór kona sem vissi hvað hún vildi og kunni að fá sínu framgengt. Það var skondin uppákoma að í fyrsta sinn sem ég læddist út úr her- bergi Magnúsar í kjallaranum og upp, þangað sem mamma hans og systir bjuggu, tóku þar á móti mér amma Björg og afi Jóhann auk verðandi tengdamóður minnar. Það gerðu þau með pomp og prakt. Litla hjartað mitt tók kipp þegar ég gekk í flasið á þeim öllum en það var óþarfi. Mér var heilsað með faðmlagi og kossi á kinn, eins og ég hefði verið hluti fjölskyld- unnar í áraraðir. Við tók yfirheyrsla um uppruna og ættir og strax á fyrstu mínútum kom tenging. Við amma Björg vorum báðar að vestan. Afi gerði stundum dálítið grín að fólki sem kom að vestan en við amma vor- um báðar stoltar af því að vera þaðan. Amma Björg var sannkölluð skvísa. Hún var alltaf vel tilhöfð, hélt í heiðri skvísureglu númer eitt, sem er að fara aldrei úr húsi nema í viðeig- andi fatnaði og með tilheyrandi skrauti. Hún var iðulega gulli prýdd, átti stærsta safn gullskartgripa sem ég hafði kynnst og varaliturinn var alltaf skammt undan. Hún hafði gam- an af tískutilþrifum ungu kynslóðar- innar og var óspar á hrós þegar henni líkaði tilþrifin, sem var nú svo sem ekki alltaf, eins og venja er milli kyn- slóða. Hún var sérlegur húmoristi, sagði gjarnan skemmtisögur og hló dátt. En einnig var hún ákveðin og stóð fast á sínu. Væri afi Jóhann að stríða henni, sem hann átti oft til, svaraði hún fyrir sig fullum hálsi. Gaman var að fylgjast með þeim kvabba dálítið sem þau gerðu af gömlum vana og risti ekki djúpt en voru þess á milli ómöguleg væri ekki hitt einhvers staðar nærri. Það var lukka að þau gátu dvalið á sama stað og í sama herbergi síðustu vikurnar. Það er gott til þess að hugsa að nú tjútta þau hjónin saman á himn- um, hlusta á Louis og Ingimar Eydal og skella sér á Sjalla þeirra í himna- ríki. Minningin um ömmu Björgu, gulli prýdda, vel tilhafða, ákveðna og hnyttna í tilsvörum lifir í góðum minningum. Innilegar óskir um að góður Guð veiti fjölskyldunni allri styrk á erfiðum tímum. Elva Dögg Melsteð. „Þú varst mitt frekasta en blíðasta barn,“ sagði langamma Steindóra við ömmu Björgu 16 ára gamla í Hnífs- dal, sem var að undirbúa sig að flytja til Fríðu systur sinnar á Akureyri. Þegar ég fór smám saman að heyra lífssöguna þína amma áttaði ég mig á að frekjan sem langamma hefur talað um hélt þér gangandi í barnæsku og út lífið sem birtist í viljanum til að lifa þrátt fyrir harðindi og njóta lífsins í einlægri gleði. En satt er það hjá langömmu, blíð varst þú. Blíðust allra. Sá lífsvilji sem var svo einkennandi fyrir þig og blíða hefur skapað mig og alla fjölskylduna. Þú spurðir á Akur- eyri tengdamömmu þína, Sigríði Helgu, sem þér þótti svo ofboðslega vænt um, hvernig hún færi að því að halda fjölskyldunni svona vel saman. Hún hefur greinilega gefið þér góð ráð því hreiðrið ykkar afa er svo sam- heldið. Birtingarmynd þess er Bjarg- arhóll í Hestvíkinni sem þið byggðuð frá grunni en þúfurnar tvær á hólnum eru kannski þið afi sem núna fylgist með okkur öllum. Bjargarhóll er lif- andi minning sem umvefur okkur hlýju og gefur okkur öllum svo mik- inn styrk til að takast á við lífið. Ekki bara varst þú blíð og ákveðin amma heldur varst þú alltaf svo mikil vinkona. Í Ásendanum var svo gaman að spila við þig á spil og hjálpa þér að lagfæra alla súkkulaðimolana fyrir páskana. Molarnir komu í þúsunda- tali til þín í öllum regnbogans litum en þitt hlutverk var að klippa litríka ál- pappírinn sem umvafði súkkulaðibit- ana og þrýsta honum að súkkulaðinu svo hægt væri að setja þá á páskaegg- in. Þetta var lúmskt erfið vinna og ég hugsaði oft þegar ég horfði á Mónu- páskaeggin hvort fólk gerði sér grein fyrir vinnunni sem lá að baki jafn litlum en glaðlegum súkkulaðimolum. Þegar ég var nýástfangin spurðir þú mig reglulega með blíðlegt glettnis- legt blik í augunum: „Er ástin alltaf jafn heit?“ Þegar við Gunnar gerð- umst grasætur, líkt og þið afi kölluðuð það, voruð þið stórhneyksluð á okkur. En hneykslunin náði ekki lengra en það að fyrir hvert einasta matarboð var afi búinn að hlaupa út í búð og kaupa grasfæði áður en við komum í Björg Jónsdóttir Elsku Björg. Okkur systk- inin langar að þakka þér fyr- ir allar þær góðu stundir sem við áttum saman og þú gafst okkur og börnum okkar. Núna ertu komin til Jóhanns þíns. Guð geymi þig, Björg. Malena Birna og Valdimar Kristinn. HINSTA KVEÐJA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.