Morgunblaðið - 25.03.2008, Page 43

Morgunblaðið - 25.03.2008, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MARS 2008 43 www.ellingsen.is Árgerð 2008 Rafgeymir 12 V 115 amp Stærð opinn (lxb) 650x267 cm Stærð lokaður (lxb) 523x226 cm Lengd kassa 10 fet Eigin þyngd 922 kg Heildarþyngd 1356 kg Aðrar upplýsingar Fiskislóð 1 • Sími 580 8500 • www.ellingsen.is Opið mánudaga–föstudaga 10–18, laugardaga 10–16 Rúm 196x178 cm Sæti SætiFæranlegt matborð Eldhús Bekkur með útdrægu rúmi Rúm 196x122 cm • Saumlaust Fílon®-þak með sambyggðum Rack Track-teinum, engar berar þéttingar • Vatnsþolnar eldhúsborðplötur með saumlausum köntum • Rafhemlar og 5 bolta nafir • Fjórir stuðningsfætur • Sveif lyftikerfis þægileg í mittishæð • Grjótþolnar TPO-plötur að aftan og framan • Galvaníseraðar hliðarplötur úr stáli • Grjót- og vatnsþolið geymsluhólf að framan úr steyptu plasti • Stálgrind úr holum bitum • E-Z Lube Axle™-öxull og öflugar Slipper-blaðfjaðrir • Álfelgur með krómuðum róm og krómaðri miðju • Gólf og rúmbotnar úr ósamsettum Structurwood-plötum • Þykkir állistar umhverfis vagn eða rúm • „Posi-Lock“-lyftikerfi úr ryðfríu stáli • Hurð með álramma í einu lagi • Undirstöður sæta með máluðum málmramma • Áfastir rúmfætur • Hurðarþrep með innbyggðu geymslurými • Öryggiskeðjur með pósitífri læsingu • Nefhjól sem leggst upp • Varadekk, festing, felgulykill og vínylhlíf fyrir varadekk • Skiptur Sunbrella® 302 tjalddúkur með gluggaflipum • Gagnsæir vínylgluggar • Sandskeifur • Efri eldhússkápar velta ekki en sveiflast með fullri geymslugetu • Djúpur postulínsvaskur • 3 gashellur • 9 kg LP-gaskútur og vínylhlíf fyrir gasgeymi • 80 l vatnsgeymir undir gólfi • Þétt svampdýna með áklæði • 53 l gasísskápur • 25 ampera straumbreytir með hleðslutæki • 12 V rafknúin vatnsdæla • Vatnsþolið matborð með saumlausum köntum • Fóðruð tjöld fyrir gluggum og rúmum • Skrautkappi allan hringinn • Truma®-gashitari • Truma®-vatnshitari • FM/AM-útvarp/geislaspilari • Sunbrella öndunardúkur Staðalbúnaður T B W A \R E Y K JA V ÍK 20.902 kr. Lúxus-aukah lutapakki að verðmæti 217 .700 fylgir! Njóttu frelsis í FleetwoodCheyenne Sólarrafhla ða 105.000 Þakskyggn i 42.000 Coleman-ga sgrill 28.000 Farangursp oki 14.760 Spegilhilla 7.900 Ljós með vi ftu 6.900 Aukagaskú tur 5.664 Festing fyri r aukagask út 1.990 Fatahengi 3.500 Hnífaparab akki 1.995 Verð 1.680.000 k r. Útborgun 336.000 kr. miðað við 8 4 mánuði Mánaðargr eiðsla KARLAHÓPURINN, félagsskap- urinn sem nafnið á nýju heimild- armyndinni hans Þorsteins J. vísar til, er sérkennilegt fyrirbrigði. Hann er orðinn hálfgert náttröll, stofnaður á ofanverðum 8. áratug 19. aldar. Þá komu karlar saman í margvíslegum karlaklúbbum til að syngja, spila, drekka og skemmta sér á meðan konurnar sátu heima og stufuðu af og héldu heimilinu á réttum kili. Þetta þótti besta latína og sjálfsögð mannréttindi „sterkara“ kynsins. Kvikmynda- og þáttagerðarmað- urinn Þorsteinn J., komst í kynni við karlana í höfuðborg Írlands, þar sem þeir koma saman í sína vikulegu tón- listarþerapíu. Aðeins útvaldir fá inn- göngu í The Bohemians og þarf tvennt til: að vera söngvari eða söng- áhugamaður og að vera drengur góður. Þorsteinn ræðir við nokkra meðlimi, þeir eru allir komnir yfir miðjan aldur og kvarta undan því að á hverju ári hverfi gamalkunn andlit úr hópnum, en yngri fylla reyndar í skörðin. Innan dyra hefur ekkert breyst í 130 ár, hefðir og siðir standa óhagganlegir, en þeir eru ekki frá því að konur fái inngöngu í The Bo- hemianseftir svo sem 500 ár! Manni skilst að þeir sem troða upp í stóra salnum á Jurys-hótelinu séu breiður hópur skemmtikrafta, bæði úr röðum meðlima og gesta. Óperusöngur, og þjóðlög gleðja karlana í bland við gamanvísnaflutn- ing og klassík. Kvöldið sem Þor- steinn mætti ásamt upptökuliði, kom m.a. fram þekktur konsertpíanisti sem flytur Debussy, en The Bohemi- ans sjá sjálfir um sönglistina þar sem tregafullar, írskar tónsmíðar eru í fyrirrúmi. Sjálfsagt dæmigert kvöld hjá The Bohemians, karla- konsert þar sem félagarnir skemmta sér af hjartans lyst og hverfa sælir inn í sitt vikulega friðland tóna og vináttu og láta sig engu skipta þó að þeir virki dálítið staðnaðir og sér- vitrir út á við. Þeir eru sælir, þeir hafa fundið sinn unaðsreit í firringu tímans og kunna að meta hann. Ein- kunnarorðin eru eitthvað á þessa leið: Hið fagra býr einkum í sjóninni en finnst einnig í því sem við heyrum í skipan orða og raunar í allri hljóm- list. Þorsteini og hans fólki tekst mæta vel að draga upp stílhreina og markvissa mynd af körlunum og andrúmsloftinu, tónlistarflutning- urinn er skýr og tökurnar og graf- íkin unnin af þeirri smekkvísi og nostri sem einkenna oftar en ekki verk Þorsteins. Hann fer sínar eigin leiðir í efnisvali og kann að koma á óvart. „Hvað er svo glatt …“ KVIKMYND Listasafn Reykjavíkur Íslensk heimildarmynd. Leikstjóri: Þor- steinn J . M.a. koma fram „The Bohemi- ans“ á Jurys-hótelinu í Dyflinni. Kvik- myndataka: Þorsteinn J. og Brian FitzGibbon. Klipping: Þorstein J. Hljóð: Hjörtur Svavarsson. 27 mín. Þetta líf þetta líf, Ísland 2008. The Bohemians bbbmn Sæbjörn Valdimarsson Bóhem Einn hinna söngelsku Íra sem fylgst er með í The Bohemians. NEIL Aspinall, fyrrum forstjóri út- gáfufélags Bítlanna, Apple Corps, er látinn, 66 ára að aldri. Aspinall var fyrsti rótari Bítlanna og varð síðar sérstakur aðstoðarmaður þeirra, fékk stjórnunarstöðu hjá Apple- útgáfufélaginu þegar það var stofn- að og vann dyggilega í þágu Bítl- anna. Aspinall var skólafélagi þeirra Paul McCartney og George Harr- ison í æsku og var stundum kallaður „fimmti Bítillinn“, líkt og þeir Brian Epstein og Stuart Sutcliffe. McCart- ney, Ringo Starr, Yoko Ono og Apple-útgáfufyrirtækið sendu frá sér yfirlýsingu í gær vegna andláts Aspinall og vottuðu honum virðingu sína. Aspinall var lítið gefinn fyrir að koma fram í fjölmiðlum en barðist þó hatrammlega fyrir því að vernda ímynd Bítlanna og tónlist þeirra. Hann átti einnig sinn skerf í tónlist fjórmenninganna, spilaði undir í lög- unum „Magical Mystery Tour“, „Within You Without You“ og „Being for the Benefit of Mr Kite“. Öðru fremur er Aspinall þó þekkt- ur fyrir að stýra Apple Corps., m.a. í málaferlum gegn tölvu- og hugbún- aðarfyrirtækinu Apple Inc. Aspinall er ekki síst að þakka að Bítlarnir héldu áfram að hagnast gríðarlega af hugverkum sínum löngu eftir að hljómsveitin lét af störfum. Fyrsti rótari Bítlanna látinn Bítlaspjall Neil Aspinall með Paul McCartney árið 1969.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.