Morgunblaðið - 28.03.2008, Page 19

Morgunblaðið - 28.03.2008, Page 19
Morgunblaðið |19 Ídag er fyrirtækið JCB ann-ar stærsti vinnuvélafram-leiðandi heims með aðal-bækistövar í Bretlandi, Bandaríkjunum. Brasilíu, Þýska- landi, Indlandi og Kína og starfa um 9 þúsund manns hjá fyrirtæk- inu í 150 löndum. Fyrirtækið hef- ur átt mikilli velgengni að fagna og hefur bæði framleiðsla og gróði aukist frá ári til árs. Árið 2007 var besta árið í sögu fyrirtækisins, salan á heimsvísu hefur aldrei verið meiri. Velta fyr- irtækisins sló út fyrri met, en það seldi fyrir fjóra og hálfan milljarð dollara samanborið við þrjá og hálfan milljarð árið 2006. Þessi ár- angur náðist með því að selja meira en 72 þúsund vinnuvélar, sem er annað met, en það jók gróðann á ársgrundvelli um 30 prósent og kom fyrirtækinu í ann- að úr þriðja sæti á heimsvísu. Bretland átti stærstu markaðs- hlutdeildina þar til árið 2007 þeg- ar Indverjar skutust fram fyrir Bretland með því að selja rúmlega 17 þúsund vélar en Indverjar höfðu selt um 10 þúsund og átta hundruð vélar árið 2006. 290 framleiðslutegundir Um þessar mundir er fyrirtækið að kynna 21 nýja vörutegund og þá er framleiðslutegundirnar orðnar 290 talsins. John Petter- son, markaðsstjóri JCB, segir við- skiptin hafa fjórfaldast á síðast liðnum fjórum árum, salan hafi aukist úr því að vera 36 þúsund vélar árið 2004 og upp í 72 þúsund vélar á síðasta ári. Hann segir þetta frábæran árangur og ný og góð markaðssvæði séu grunnurinn að þessum öra vexti. JCB náði góðri markaðsaukningu um allan heim, til dæmis á Indlandi, í Búlg- aríu, Rúmeníu, Póllandi, Rússlandi og Suður-Ameríku. Matthew Tay- lor, yfirverkstjóri fyrirtækisins, segir að vonast sé til að mark- aðurinn aukist enn árið 2008 með fjárfestingum á nýjum fram- leiðslutegundum, bættri aðstöðu og áframhaldandi styrk JCB sam- skiptanetsins og starfsmanna um heim allan. JCB í 45 ár á Íslandi Í byrjun apríl verða 45 ár síðan byrjað var að selja JCB gröfur á Íslandi. Vélaver er umboðsaðili JCB hér á landi og þar á bæ verð- ur haldin hátíð í tilefni dagsins. ,,Við verðum með afmælishátíð 4. apríl,“ segir Hinrik Laxdal, sölustjóri atvinnutækjabíla. ,,Þá bjóðum við til okkar eigendum JCB vinnuvéla hér á landi og er- lendum gestum frá verksmiðj- unum. Við ætlum að bjóða upp á léttar veitingar, hingað koma skemmtikraftar frá útlöndum og sitthvað fleira verður til gamans gert.“ ,,JCB er markaðsleiðandi í heiminum hvað varðar sölu á skot- bómulyfturum og traktors- gröfum,“ segir Hinrik. ,,Helstu nýjungar frá fyrirtækinu eru trak- torsgröfur og ný lína af minigröf- um. JCB er með stóra markaðs- hlutdeild hér á landi og höfum við rokkað upp í 20 prósent markaðs- ins. JCB fyrirtækið er eitt af fáum vinnuvélaframleiðendum sem framleiða breiða línu undir sama merki.“ Vélaver er elsti umboðsaðili JCB í heiminum og JCB grafan hefur verið mest selda traktors- grafan hér á landi í fjölmörg ár. ,,Við erum ákaflega ánægðir með samskiptin við framleiðendur og erum stoltir af okkar vöru,“ segir Hinrik að lokum. totaspain@yahoo.is Árið 1945 stofnaði Jo- seph Cyril Bamford fyrirtæki með það fyrir augum að framleiða bygginga- og landbún- aðartæki, og notaði hann upphafsstafi sína sem nafn fyrirtækisins. Þórunn Stefánsdóttir kynnti sér söguna. Morgunblaðið/Árni Sæberg Veisluhöld Það verða veisluhöld hjá JCB á Íslandi í apríl en þá hefur merkið verið hér í 45 ár. » ,,Við verðum með af-mælishátíð 4. apríl,“ segir Hinrik Laxdal, sölustjóri atvinnutækja- bíla. ,,Þá bjóðum við til okkar eigendum JCB vinnuvéla hér á landi og erlendum gestum frá verksmiðjunum. Afmæli JCB á Íslandi Vörur fyrir bíla P IP A R • S ÍA • 8 0 6 0 6 Snúningsljós og perur ORSY mobil innréttingar í verkstæðis-/þjónustubíla hjá verktökum 12V/24V Fjölnota þykkur lakkúði sem gefur silkiáferð, þekur einstaklega vel og veitir mikla vörn gegn tæringu. • Smelltur hjálmur • Gult snúningsljós • Hægt að festa á sléttan flöt, Quattro lakkúði rör eða með segli. Vesturhraun 5 210 Garðabær Sími: 530 2000 Wurth á Íslandi wurth@wurth.is www.wurth.is Bíldshöfði 16 110 Reykjavík Sími: 530 2002 Smiðjuvegur 6 200 Kópavogur Sími: 530 2028 Fjölnisgata 1A 603 Akureyri Sími: 461 4800

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.