Morgunblaðið - 28.03.2008, Side 21

Morgunblaðið - 28.03.2008, Side 21
Notadrjúgur bíll Bíllinn var prófaður á holóttum malarslóða og þar sýndi hann svo ekki verður um villst góða tor- færu-eiginleika. Í fjórhjóladrifinu getur Hilux nokkuð auðveldlega ekið upp allt að 30 gráðu brattar brekkur. Undirvagninn er hár þannig að hann komst léttilega yfir allháar ójöfnur. Veggrip og stöðugleiki var til fyr- irmyndar. Þetta er sannkallaður vinnuþjarkur og því kemur ekki á óvart að bíllinn er mjög vinsæll meðal verktaka og bænda. Ekki er neinn skortur á hleðslurými því pallurinn á Hilux Double Cap er 1520 mm á lengd og hámarksburðargeta er alls 930 kíló. Sé Hilux hins vegar breytt með því að setja á hann hús að aftan er þar kominn eins og nýr bíll. Ekki bara í útliti og notagildi heldur breytast akstureiginleikarnir þó nokkuð. Bíll- inn verður mýkri í akstri, sérstaklega að aftan þegar 100 kílóa húsið er komið aftan á. Mismunadrif við erfiðar aðstæður Allur öryggisbúnaður Hilux er til fyrirmyndar eins og búast mátti við af Toyota. Vert er að nefna mis- munadrifið í Hilux (Limitied Slip Differential), sem aðstoðar við akstur á hálu yfirborði. Búnaðurinn virkar þegar hjól missir grip og veitir auknu snúningsátaki til þeirra hjóla sem hafa meira grip. Þetta dreifða snún- ingsvægi á milli vinstri og hægri hjól- anna eykur stöðugleikann í beygjum og við erfiðar aðstæður. LSPV kerfið (Load Sensing Proportioning Valve) hámarkar hemlun í beinu samræmi við farmþunga Hilux og eykur heml- unarþrýsting að aftan þegar bíllinn er hlaðinn. Þá má einnig nefna ADD- búnaðinn (Automatic Disconnecting Differential), sem sér um að aftengja sjálfkrafa framhjólin þegar skipt er úr fjórhjóladrifi í tveggja hjóla drif á fullri ferð. Sú aðgerð bætir einnig eldsneytisnýtinguna. Stærri og rúmbetri að innan Í útliti er Hilux Double Cap krafta- legur að sjá en myndi seint teljast beint laglegur. Útlínurnar eru samt nokkuð rennilegar og túrbínuopið á húddinu gefur honum dálítið töff- aralegt yfirbragð. Bíllinn hefur stækkað talsvert að innan. Plássið er gott í alla staði fyrir ökumann og far- þega. Hilux Double Cap rúmar fimm manns Mælaborðið er frekar einfalt og látlaust sem og miðstokkurinn og allar aðgerðir því auðveldar. Sætin eru ágætlega þægileg og þar hefur einnig orðið breyting til batnaðar frá fyrirrennaranum. Það er kannski skemmtilegt að segja frá því að verk- taka nokkrum fannst nýja hönnunin að innan vera orðin einum of fín og snyrtileg fyrir vinnubíl. Hann var farinn að strjúka mesta skítinn úr fötunum áður en hann settist upp í bílinn. Hilux Double Cap sjálfskiptur kostar 4.120.000 kr. Hægt er að fá bílinn beinskiptan og er hann þá 250.000 kr. ódýrari. Mælaborð Það er frekar einfalt og látlaust sem og miðstokkurinn. Morgunblaðið |21 Vél: 3 lítra, 4 strokka dísilvél. Aflgeta: 171 hestafl, 343 Nm við 2000 sn./mín. Drif: Fjórhjóladrif. Hámarkshraði: 170 km/klst. (beinsk.) – 175 km/klst. (sjálfsk.) Gírskipting: 5 gíra handskipting, 4 þrepa sjálfskipting. Lengd: 5255 mm. Breidd: 1760 mm. Hæð: 1695-1810 mm. Hjólhaf: 3085 mm. Eigin þyngd: 1840-1890 tómur Farangursrými: 930 kg. farmþungi á palli Hemlar: Loftkældir diskar að fram- an, skálar að aftan Hjólbarðar: 255/70R15 Felgur: 15 tommu álfelgur Eyðsla: 8,3 lítrar (beinsk.) – 9,4 lítr- ar (sjálfsk.) í blönduðum akstri Verð: 3.870.000 (beinsk.) – 4.120.000 (sjálfsk.) Umboð: Toyota á Íslandi. Toyota Hilux Double Cap

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.