Morgunblaðið - 28.03.2008, Blaðsíða 25
Morgunblaðið |25
Mercedes-Benz Sprinter bílarnir
hafa nú verið á markaði frá
árinu 1995 en ekki eru nema um
tvö ár síðan Sprinter fékk síð-
ustu yfirhalninguna. Það virðist
þó enn vera svigrúm fyrir end-
urbætur því þýska breyting-
arfyrirtækið Hartmann hefur
tekið til við breytingar á Sprin-
ter-bílnum og er niðurstaðan
sendibíll fyrir þá sem hafa dísil í
blóðinu.
Sprinter-sendibílar – eða bara
sendibílar yfir höfuð – eru ekki
fyrstu bílarnir sem manni dettur
í hug þegar sprækir bílar eru
nefndir. Þessu bætir Hartmann
reyndar ekki úr en útlitslega lít-
ur bíllinn út fyrir að vera mun
sprækari. Þannig hefur Hart-
mann SP5 eins og hann er kall-
aður fengið tvöfalt púst, 19 ál-
felgur með lágprófíls-dekkjum,
sérstaka sílsalista og vind-
skeiðar. Útlitslega er bíllinn
nokkuð álitlegur að sjá og þrátt
fyrir lágprófílsdekkin er burð-
argeta bílsins samt næstum því
3,5 tonn.
Þó er nú líklegast að bíllinn
muni njóta vinsælda sem fólks-
flutningabíll, nú eða húsbíll, og á
meginlandinu hafa bílar í þess-
um dúr verið mjög vinsælir sem
skutlur, t.d. við flugvelli eða sem
leigubílar.
Hartmann breyt-
ir Mercedes-Benz
Sprinter í sann-
kallaða skutlu
SMURSTÖÐ Á HJÓLUM
HEKLA býður viðskiptavinum sínum á vélasviði nýja frábæra
þjónustu, hreyfanlega smurþjónustu fyrir stórvirkar vinnuvélar.
Vélasvið HEKLU hefur tekið í notkun nýjan smurþjónustubíl af
Scania gerð sem er afar fullkominn, útbúinn í samstarfi við Skeljung
samkvæmt ströngustu stöðlum frá Caterpillar. Búnaðurinn miðast við
að hægt sé að bjóða viðskiptavinum vélasviðs HEKLU fullkomnustu
smurþjónustu sem völ er á.
Slöngubúnaður stöðvarinnar er á keflum sem auðveldar alla vinnu
og viðheldur hreinleika á háþrýstiþvottatækjum, olíum, lofti eða vatni.
· Gömul olía soguð upp í tank.
· Gamlar síur settar í hólf utan á bílnum.
· Búnaður sem greinir hreinleika olíunnar.
Komdu í HEKLU og kynntu þér frábæra nýjung í þjónustu við
vinnuvélaeigendur. Með færanlegri smurstöð Vélasviðs HEKLU
bjóðast nú möguleikar sem ekki voru fyrir hendi áður í smurþjónustu,
og þjónustuskoðunum. Þjónustan býðst eigendum allra tegunda
vinnuvéla, Caterpillar sem annarra.
HEKLA vélasvið
Klettagörðum 8-10, sími 590 5000, www.hekla.is, velasvid@hekla.is.