Morgunblaðið - 28.03.2008, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 28.03.2008, Blaðsíða 35
Morgunblaðið |35 Yfirvöld í Svíþjóð hafa heim-ilað Volvo Trucks í Svíþjóðað framkvæma rannsóknirá almennum vegum, sem felast í prófum á aksturslagi þreyttra ökumanna. Flutningabílarnir, sem notaðir verða við prófanirnar, verða búnir fullkomnasta tæknibúnaði, sem Volvo hefur þróað til að koma í veg fyrir slys af völdum athygl- isbrests þreyttra ökumanna. Mörg þúsund flutningabílar aka um vegi Svíþjóðar á degi hverjum, þar sem stór hluti þeirra er kominn um lang- an veg frá öðrum löndum. Algeng- asta orsök slysa þar sem flutn- ingabílar koma við sögu er þreyta, athyglisbrestur og áfengisnotkun. Þreyttir ökumenn valda fjölda slysa Rannsóknir sýna að þreyta öku- manna er orsök 20% allra slysa sem verða í umferðinni í Svíþjóð. Lars- Göran Löwenadler, öryggisstjóri hjá Volvo Trucks, segir að ástæða þess að sótt var um að fá að framkvæma rannsóknirnar í almennri umferð sé að reyna tæknibúnað Volvo við raun- verulegar aðstæður í því skyni að há- marka virkni kerfisins. Volvo hyggst bjóða þennan búnað í öllum flutn- ingabílum frá fyrirtækinu að lokinni þróun. Við fyrirhugaðar rannsóknir verð- ur búnaðurinn látinn fylgjast með og greina aksturslag ökumanna og átta sig á alvarlegum frávikum frá akst- ursvenju og aðvara ökumann án taf- ar. Löwenadler segir að þróun kerf- isins sé á lokastigi og nú séu einungis eftir prófanir við raunverulegar að- stæður til að sannreyna hæfni hans. Miklar öryggisráðstafanir Í fréttilkynningu frá Brimborg, umboðsaðila Volvo hér á landi, kem- ur fram að við prófanirnar verður ek- ið á fyrirfram völdum vegum með tvöfaldri akrein og verður aðstoð- armaður í hverjum bíl. Bílarnir verða útbúnir þannig að aðstoð- armaðurinn geti yfirtekið stjórn vörubílsins umsvifalaust gerist þess þörf. Bílarnir verða sérmerktir og búnir viðvörunarljósum auk þess sem vörubílunum verður fylgt eftir af öðrum bíl til að aðvara aðra öku- menn. Þar segir einnig að nú þegar sé eftirtalinn öryggisbúnaður í boði í vörubílum frá Volvo Trucks: Akreinavari: Kerfið fylgist með strikamerkingum á veginum og fylg- ist með staðsetningu flutningabílsins miðað við þær. Kerfið aðvarar öku- manninn verði alvarlegt frávik frá staðsetningunni. Aðlögunarhæfur hraðastillir: Bún- aðurinn tryggir að fjarlægð milli flutningabílsins og annarra bíla fyrir framan sé nægileg þannig að ekki skapist hætta á aftanákeyrslu stöðv- ist næsti bíll fyrir framan skyndi- lega. Nálgist flutningabíllinn bíla fyrir framan of mikið aðvarar kerfið ökumanninn og hægir á honum bregðist hann ekki við. Hraðastill- irinn eykur síðan hraða bílsins sjálf- krafa upp í fyrri hraða um leið og að- stæður leyfa. ESP: Stöðugleikastýrikerfi fyrir flutningabíla með dráttarvagna, sem hefur að markmiði að koma í veg fyr- ir stjórnlaust skrið ökutækisins, t.d. í hálku, og jafnvel veltu. Rannsóknir á þreyttum ökumönn- um leiða til aukins umferðaröryggis

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.