Morgunblaðið - 28.03.2008, Síða 41
Morgunblaðið |41
Nýverið festi verktaka-fyrirtækið Klæðningehf. kaup á færanlegriþvottastöð til þess að
skola undirvagna flutningabíla
sinna. Héðan í frá munu und-
irvagnar allra bíla Klæðningar
ehf. vera þvegnir áður en þeim er
ekið út af framkvæmdasvæðum
fyrirtækisins. Í fréttatilkynningu
frá fyrirtækinu segir að þetta sé
þáttur í að tryggja að öll starf-
semi fyrirtækisins sé í sátt við
íbúa og vegfarendur á starfs-
stöðvum fyrirtækisins.
Búnaðurinn er tiltölulega ein-
faldur að gerð og er flutningabíl-
unum ekið í gegnum þvottastöð-
ina, sem er á stórri kerru, um leið
og þeir fara af framkvæmdasvæð-
um þar sem mikið er um drullu og
aur. Með þessu móti er dregið
verulega úr sóðaskap stórra bíla á
vegum fyrirtækisins.
„Flutningabílarnir flytja óhjá-
kvæmilega með sér gríðarlegt
magn af mold og möl af fram-
kvæmdasvæðum út á malbikið og
magnið eykst margfalt í rigning-
artíð enda loðir blaut drullan við
bílana,“ segir Sigþór Ari Sigþórs-
son, framkvæmdastjóri Klæðn-
ingar. „Við höfum lengi haft hug á
því að reyna að koma í veg fyrir
þessi óþrif og kosturinn við þetta
þvottakerfi er hvað það er einfalt
í notkun, auðvelt að flytja það til
og vinnan með því er í algjöru
lágmarki. Með þessu komum við í
veg fyrir að bílarnir beri með sér
óhreinindi af framkvæmdasvæð-
unum og út á götur í nágrenninu.“
Einfalt en áhrifaríkt
Þvottakerfinu, sem er af gerð-
inni MobyDick Quick 400 G, er
komið fyrir á um fjögurra metra
langri kerru, heldur breiðari en
flutningabíll. Frá hliðum kerr-
unnar er vatni sprautað undir
miklum þrýstingi og við það losn-
ar um drullu á dekkjum og und-
irvagni. Hún fellur niður í gegn-
um grindur á gólfi kerrunnar og
rennur þaðan með vatninu í söfn-
unartankinn við hliðina. Föstu
efnin setjast á botn tanksins en
vatnið er endurnýtt aftur og aft-
ur. Mjög auðvelt og fljótlegt er að
tæma söfnunartankinn og er t.d.
hægt að nota litla gröfu við verk-
ið.
„Þvottastöðin virkar mjög vel,“
segir Karl Helgi Jónsson, yf-
irverkstjóri Klæðningar á höf-
uðborgarsvæðinu. „Það er óhætt
að segja að hún uppfylli allar okk-
ar væntingar. Stöðin þrífur
óhreinindin mjög vel undan bíl-
unum og af dekkjunum enda er
krafturinn á vatninu mjög mikill.
Við höfum verið að læra á stöðina
og núna er hún stillt þannig að
það tekur ekki nema tuttugu sek-
úndur að þrífa hvern bíl. Vatns-
tankurinn í bílaþvottastöðinni tek-
ur 8.000 lítra og endist það magn
í þvott á tvö hundruð bílum.“
Þvo undirvagna allra bíla
Akralind 4 • 201 Kópavogur • Sími 544 4656 • mhg@mhg.is • www.mhg.is
Gröfur frá USA
með yfir 100 ára reynslu
Geriðverðsamanburð
Gehl smágröfur
H ö n n u n / S m í ð i / V i ð g e r ð i r / Þ j ó n u s t a
Hardox
• Slitplötur í miklu úrvali
• Niðurefnun og efnissala
• Smíði úr Hardox
Margföld ending
og slitþol!
plötur
0 +67
+638
'
9
)
0'$! 00': '
/
"