Morgunblaðið - 28.03.2008, Side 43

Morgunblaðið - 28.03.2008, Side 43
Morgunblaðið |43 kúplingssett eru orginal hlutir frá Japan höggdeyfar eru orginal hlutir frá USA og E.E.S. varahlutir í miklu úrvali MAN er eins og áður segirþekkt fyrirtæki á sviðivörubílaframleiðslu enMAN framleiðir einnig risastórar skipavélar, hverfla og ýmis önnur stóriðjutæki og tól. MAN var stofnað árið 1758 þegar iðnbyltingin var að komast á fullt skrið og kola- og stáliðnaðurinn í ör- um vexti en fyrirtækið haslaði sér völl til að byrja með innan framleiðslu á íhlutum í prentvélar og á kæliskápum – það er því ljóst að fjölbreytnin hefur alla tíð verið mikil hjá MAN og enn í dag er byggt á þeim grunni. Dísilvélin kemur til sögunnar Stóra tromp MAN var þó dísilvélin sem var þróuð af Rudolf Diesel í sam- vinnu við MAN nokkru fyrir aldamót- in 1900 og í dag byggir MAN enn á þeirri hefð. 1913 fór svo fyrsta dís- ilknúna skipið af stað en það var SS Dresden sem sigldi frá Antverpen í Belgíu til Harwich í Bretlandi. Fyr- irtækið hefur hinsvegar starfað í nú- verandi mynd síðan 1986 og eru vöru- bílar þeirra ær og kýr í dag. Árið 2007 var metsöluár fyrir MAN en þá seldust yfir 100 þúsund vörubílar og rútur og eftir tvö ár mun eitt meistarastykkið enn líta dagsins ljós þegar stærsta skip heims, Pieter Schelte, mun verða sett á flot en því er ætlað að vinna við uppsetningu borpalla. Í dag eru vörubílarnir í TGS- og TGX-línunni mjög vinsælir en fyr- irtækið hefur verið framarlega í því að draga úr útblæstri en sem kunn- ugt er fer mikið af flutningum á meg- inlandi Evrópu fram á hraðbrautum og er búist við að enn verði frekari aukning á slíkum landflutningum. Reyndar hefur þróunin verið svipuð á Íslandi þó að vegakerfið beri vart aukna flutninga óbreytt. Samheldni er lykilorðið Vörumerki MAN er sem kunnugt er silfurbogi yfir stöfunum en boginn á að tákna samheldni innan fyrirtæk- isins en MAN hefur staðið af sér ýms- an ólgusjóinn, meðal annars seinni heimsstyrjöldina en stjórnendur fyr- irtækisins voru í þá tíð ekki í náðinni hjá nasistum. Fyrir fyrirtæki sem eiga sér þetta langa sögu má vera ljóst að framtíðin er líklegast bjartari nú en oft áður. Upp MAN stefnir sífellt upp á við. Saga Traktor með MAN- vél frá því um 1950. Skip Queen Elizabeth II er með MAN-vél. Vörubílar MAN hefur lengi framleitt vélar fyrir vörubíla. Á Íslandi dettur líklega flestum í hug vörubílar þegar minnst er á hið þekkta fyrirtæki MAN. Fyr- irtækið er þó þekkt fyrir ýmislegt annað í Þýska- landi en vörubíla enda er það samofið þýskum iðn- aði. Ingvar Örn Ingvarsson kynnti sér sögu fyrirtækisins en hjá því starfa nú um 55 þúsund manns og í fyrra var velta þess 15,5 milljarðar evra. Vörubílafram- leiðandinn MAN 250 ára

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.