Morgunblaðið - 28.03.2008, Síða 44
44|Morgunblaðið
Fyrirtækið Sindri er um-boðsaðili DeWALT á Ís-landi. Á Grand hótel íReykjavík dagana 16. til
23. janúar 2008, var haldin stærsta
ráðstefna á vegum DeWALT sem
haldin hefur verið hingað til. De-
WALT bauð rúmlega 350 af sínum
mikilvægustu viðskiptavinum frá
Norðurlöndum til Íslands og
Sindri bauð 50 viðskiptavinum sín-
um að sjá þessar frábæru nýj-
ungar við góðar undirtektir.
Kynnt var algjörlega ný lína af
verkfærum og fylgihlutum. Um er
að ræða nýjungar sem koma til
með að hafa áhrif á starfsmenn í
byggingariðnaði um heim allan. Á
ráðstefnunni voru kynntar nýj-
ungar í tækniþróun, markaðs-
aðgerðir á árinu 2008 ásamt prufu-
keyrslu á allra flottustu
verkfæralínu sem fáanleg er á
markaðnum í dag.
Ásgeir Einarsson, fram-
kvæmdastjóri Sindra, segir Ísland
hafa orðið fyrir valinu af fjölmörg-
um ástæðum. Að sjálfsögðu hafi
náttúran mikið aðdráttarafl, sem
og ímynd landsins, en ekki
skemmi fyrir að hvergi á Norð-
urlöndunum sé selt eins mikið af
DeWALT-verkfærum á hvern íbúa
og á Íslandi. Til viðbótar við þetta
eigi Sindri heimsmet í átakssölu
sem haldin er á hverju ári og sé
þá ekki miðað við höfðatöluna
frægu.
Ásgeir segir að nýja línan sé
farin að koma inn og það bætist í
hópinn fram í júní, en þá verði
þeir komnir með alla línuna.
,, DeWALT-fyrirtækið hefur nú
þróað nýja rafhlöðu tækni, De-
WALT Nano (nafnið vísar í
öreindir) og framleitt rafhlöðu, Li-
Ion, sem er jafnstór og aðrar raf-
hlöður en fjörutíu prósent aflmeiri
og léttari. Þannig er 12 Volta raf-
hlaðan orðin jafnöflug gömlu 18
Volta rafhlöðunni. NANO-
rafhlöðurnar og tækin voru hönn-
uð til að veita notendum meiri
endingu, léttari vélar og fjöl-
breyttari kerfi. Rafhlöðurnar eru
einstök hönnun sem var þróuð af
Massachusetts Institute of
Technologi (MIT). DeWALT
NANO-rafhlöðurnar eru byggðar
upp úr NANO Phosphate Lithium
Ion sem gefur þessa meiri endingu
heldur en venjulegar Lithium Ion
hafa. Hingað til hafa hefðbundin
rafmagnsverkfæri gengið fyrir 12-
18 Voltum, og algengast hefur ver-
ið að nota verkfæri sem ganga fyr-
ir 12 Volta rafhlöðu. Kraftur
þeirra hefur ekki verið nógur fyrir
ýmis verkefni. 18 Volta verkfærin
voru kraftmeiri en gallinn var sá
að þau voru þyngri og því erfiðari
í meðförum. Þessi nýja tækni
kemur því mörgum til góða. Þess
er einnig vert að geta að ending
NANO-rafhlaðna er tvisvar sinn-
um meiri og þau endast tvisvar til
þrisvar sinnum lengur á hverri
hleðslu heldur en aðrar tegundir
af Lithium Ion.
Fleiri nýjungar
Ásgeir segir að fleiri nýjungar
hafi verið kynntar á ráðstefnunni,
til dæmis fyrstu rafhlöðudrifnu
sleðasögina á markaðnum og ný
lína í brothömrum.
,,Einnig er væntanlegt á mark-
aðinn DeWALT-vinnuljós sem
býður upp á þann möguleika að
hlaða tvær rafhlöður. Í ljósinu eru
tveir rafmagnstenglar. Ljósið er
mjög létt og meðfærilegt og gefur
frábæra lýsingu. Hægt er að nota
ljósið hvort sem 230 Voltum eða
með rafhlöðum.“
Ásgeir bendir á það að margir
Íslendingar eigi DeWALT-vélar
og rafhlöður og sé það sökum þess
að fyrirtækið sé með gríðarlega
markaðshlutdeild hér á landi.
,,DeWALT er frægt fyrir gæði
og góða þjónustu og þeir hugsa
bæði fram og aftur í tímann.
Þannig geta gamlar vélar notað
nýju rafhlöðuna og nýjar vélar
notað gömlu rafhlöðuna og því
þarf ekki að skipta út öllum pakk-
anum. DeWALT notar stjörnugjöf
sem viðurkenningu fyrir viðgerð-
arþjónustu og Sindri getur státað
af fimm stjörnu viðurkenningu. Að
sjálfsögðu eru það eingöngu bestu
verkstæðis- og varahlutaþjónustur
í Evrópu sem fá þennan gæða-
stimpil,“ segir Ásgeir.
Gsm-stýrðar hliðslár
Sindri hefur um áraraðir selt
hliðslár fyrir bílastæði og athafna-
svæði frá Automatic Systems.
Hægt er að fá hliðslárnar í mörg-
um mismunandi stærðum, allt eftir
notkunarálagi og stærð. Stýri-
möguleikarnir eru einnig fjöl-
breyttir, svo sem fjarstýringar,
kortalesarar, umferðarskynjarar
og stjórnpúlt svo nokkrir séu
nefndir.
Nú er hægt er að fá hliðslárnar
með frábærri nýjung sem er gsm-
stýring þar sem hægt er að
hringja úr gsm-síma í hliðið til
þess að opna og hentar það mjög
vel t.d. fyrir sumarbústaðahverfi
og fyrirtæki þar sem allt að 250
símar geta tengst einu hliði. Einn-
ig eru hliðin fáanleg fyrir fjarstýr-
ingar og lykilstýringar. Nánast all-
ar slárnar frá Automatic Systems
sem seldar hafa verið eru enn í
notkun og munu að líkindum verða
það um mörg ókomin ár.
40 prósent aflmeiri og léttari rafhlöður
Morgunblaðið/Ómar
Öflugar Ásgeir Einarsson, framkvæmdastjóri Sindra heldur hér á einni öflugri DeWALT vél.
»Ekki skemmir fyrirað hvergi á Norð-
urlöndunum er selt eins
mikið af DeWALT-
verkfærum á hvern íbúa
og á Íslandi. Til viðbótar
við þetta á Sindri heims-
met í átakssölu sem
haldin er á hverju ári og
er þá ekki miðað við
höfðatöluna frægu.
DeWALT er um þess-
ar mundir að kynna
fjölmargar nýjungar,
bæði í verkfærum og
fylgihlutum. Þórunn
Stefánsdóttir ræddi
við Ásgeir Einarsson,
framkvæmdastjóra
Sindra, um tækniþró-
unina.
ÁSKRIFTASÍMI 569 1100