Morgunblaðið - 19.05.2008, Side 9

Morgunblaðið - 19.05.2008, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. MAÍ 2008 9 FRÉTTIR Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 Silkijakkar, -kjólar og -pils Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is „ÞAÐ VERÐUR að teljast athygl- isvert að geðlæknar létu ekki sjá sig á málþinginu,“ segir Auður Axels- dóttir, iðjuþjálfi hjá Hugarafli, um málþing sem haldið var nýverið og fjallaði um þróun samfélagsgeðþjón- ustu á Íslandi. Auður segir þátttök- una hafa verið gríðarlega góða og að miklar umræður hafi skapast. „Það kom saman blandaður hópur aðstandenda, notenda, fagfólks og ráðamanna til að ræða þessi mál en auk þess miðlaði fagteymi frá Dan- mörku af reynslu sinni,“ segir Auð- ur, en Jóhanna Erla Eiríksdóttir, iðjuþjálfi, hinn skipuleggjandi mál- þingsins, stýrir því fagteymi í Kaup- mannahöfn. „Danirnir sögðu aðdáunarvert hversu vel hefði tekist til hjá Hugar- afli við að vinna á jafningjagrund- velli og af virðingu gagnvart skjól- stæðingunum,“ segir Auður. Hugarafl er hluti af eftirfylgd- arstarfi við geðheilsumiðstöð sem heyrir undir Heilsugæslu höf- uðborgarsvæðisins og styðst við svokallaða „empowerment“ hug- myndafræði, eða valdeflingu. Sú hugmyndafræði miðast við að styrkja sjálfstraust einstaklingsins, efla hann í ákvarðanatöku og valdi á eigin aðstæðum. Taka þarf tillit til þarfa skjólstæðinganna, að þeir fái tækifæri til að velja leiðir til bata á eigin forsendum og hafna öðrum ef þeir vilja. „Það er engin ein leið í bataferli og sveigjanleiki er nauðsynlegur. Við verðum að fara út úr ramm- anum og brjóta reglurnar!“ segir Auður. Hún segir að valdabarátta fagstéttanna sé enn of mikil og að slíkt henti alls ekki í vinnu með geð- sjúkum eða aðstandendum þeirra. Mikilvægt sé að henda fagkápunni, hætta að hólfa fagstéttirnar niður og fara að ræða meira saman um leiðir til bættrar þjónustu. „Því þjónustan snýst ekki um okkur fag- fólkið, heldur gæði og samstarf við þá sem þurfa hjálpina,“ segir Auður. Heilsugæslan útskrifar ekki „Ég hef alltaf verið mjög hrifinn af hugmyndafræði valdeflingarinnar og hún er í samhljómi við forsendur heilsugæslunnar,“ segir Lúðvík Ólafsson, lækningaforstjóri Heilsu- gæslu höfuðborgarsvæðisins, sem sat málþingið. Lúðvík segir aðferðir frum- þjónustunnar nokkuð öðruvísi en aðferðir á öðr- um stigum heil- brigðiskerfisins, „þú útskrifast aldrei úr heilsu- gæslunni og heildarmyndin er því til í bakgrunn- inum. Það virðist kannski ekki dramatískur munur á því hvort farið er upp á geðdeild Landspítalans eða á heilsugæslustöðina í hverfinu til að leita sér aðstoðar. Munurinn er þó töluverður,“ segir Lúðvík. Hann segir mikilvægt að margir og fjölþættir aðilar komi að geðheil- brigðismálum, „þó ekki sé grund- völlur fyrir að hafa slíkt á hverri heilsugæslustöð, en þó á einhverjum þeirra,“ segir Lúðvík. Tekist hafi að skapa eitt þverfaglegt teymi í heilsugæslunni í Grafarvogi auk þess sem sálfræðingar starfi með læknum og hjúkrunarfræðingum annarsstaðar. „Þetta er grundvall- aratriði varðandi geðfötlun því vandamálin verða svo fjölþætt og snerta m.a. fjölskylduna, atvinnu og vinnustað, vandinn er mun fjölþætt- ari en þegar um aðra sjúkdóma er að ræða,“ segir Lúðvík. Fagfólk allt af vilja gert „Það er gott þegar fólk sest niður og ræðir saman, slík vinna skilar alltaf miklu,“ segir Soffía Gísladótt- ir, verkefnisstjóri Straumhvarfa, eflingar þjónustu við geðfatlaða, á vegum félagsmálaráðuneytisins. „Ef við fellum fagmúrana þá er- um við alltaf að vinna með skjól- stæðinginn í huga,“ segir Soffía. Hún segir að áhersla á þverfag- lega vinnu færist í aukana, mik- ilvægt sé að fólk festist ekki á sínu sviði. „Fagfólk er allt af vilja gert og við höfum séð múra falla í auknum mæli á síðustu árum,“ segir Soffía. Hún segir jafnframt að vaxandi áhersla sé á að aðstoða fólk í eigin umhverfi „við í Straumhvarfa- verkefninu erum enn í „steypuvinn- unni“ þ.e. að koma fólki í hús. Þegar þeirri vinnu lýkur munum við horfa á samfélagsuppbygginguna og virkni geðfatlaðra þar og í þeirri vinnu munum við vissulega taka til- liti til hugmynda valdeflingarinnar sem hefur gefið góða raun,“ segir Soffía. „Það er nauðsynlegt að brjóta reglurnar“ Mikilvægt að fagfólk festist ekki á sínu sviði Morgunblaðið/Kristinn Munur „Það virðist kannski ekki dramatískur munur á því hvort farið er upp á geðdeild Landspítalans eða á heilsugæslustöðina í hverfinu til að leita sér aðstoðar. Munurinn er þó töluverður,“ segir Lúðvík Ólafsson, lækninga- forstjóri Heilsugæslunnar. Í HNOTSKURN »Í vinnusmiðjum málþingsinskom m.a. fram að nýta þyrfti þekkingu notenda og aðstand- enda við stefnumótun. »Þjónustan þyrfti í auknummæli að fara fram á heima- velli, hún yrði að vera aðgengi- leg og einföld. »Vinna þyrfti á fordómumheilbrigðisstétta í garð geð- sjúkra og stofna þverfagleg teymi. Auður Axelsdóttir Lúðvík Ólafsson Soffía Gísladóttir Stórmeistararnir Hannes Hlífar Stefánsson og Þröstur Þór- hallsson náðu bestum árangri íslensku kepp- endanna á Kaup- thing Open, al- þjóðlegu skák- móti sem Kaup- þing í Lúxem- borg stóð fyrir og lauk í fyrradag. Þeir Hannes og Þröstur hlutu 6 vinninga í 9 skákum og luku keppni í 7.-13. sæti. Sigurvegari í mótinu varð Rúmeninn Andrei Istratescu sem ásamt tveimur til viðbótar hlaut 7 vinninga en varð hærri þeim á stigum. Alls tóku níu íslenskir skákmenn þátt í mótinu. Hannes og Þröstur í 7.-13. sæti Hannes Hlífar Stefánsson LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæð- inu stöðvaði sautján ára ökumann á Reykjanesbraut, nærri Smáralind, aðfaranótt sunnudags en bifreið hans mældist á 157 km hraða. Leyfi- legur ökuhraði á þeim stað sem pilt- urinn var stöðvaður er hins vegar 70 km á klukkustund. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu var pilturinn sviptur ökurétt- indum á staðnum. Honum verður gert að greiða sekt til ríkissjóðs auk þess sem hann verður að taka öku- prófið á nýjan leik. Sautján ára á 157 km hraða ♦♦♦ MARGMENNI var við opnun sýningarinnar Kæri borg- arstjóri í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur á laugardag. Sýningin er haldin í tilefni af því að 7. maí sl. voru liðin 100 ár frá því fyrsti borgarstjóri Reykjavíkur var kjörinn í embætti. Á sýningunni eru sögu embættisins gerð góð skil, ljósi varpað á hvernig samband borgarbúa við borgarstjóra hefur þróast gegnum tíðina og sýnd skjöl, munir, ljós- myndir og viðtöl sem segja sögu borgarinnar. Páll Einarsson var á fundi bæjarstjórnar árið 1908 kjörinn borgarstjóri til sex ára og stuðlaði m.a. að lagn- ingu vatnsveitu og holræsa og hafnargerð. Starfið hafði verið auglýst í ritinu Ingólfi í febrúar sama ár. Hafa nítján einstaklingar gegnt starfi borgarstjóra á þessum 100 árum og eru ellefu þeirra á lífi í dag. Þar af hafa fimm gegnt embættinu frá árinu 2004. Morgunblaðið/G. Rúnar Tímamót Meðal gesta í Ráðhúsinu á laugardag voru Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Þórólfur Árnason, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Davíð Oddsson, sem öll hafa gegnt embætti borgarstjóra í lengri eða skemmri tíma. Borgarstjórar í hundrað ár BRUNAVARNIR Suðurnesja voru kallaðar út vegna elds sem logaði í númerslausri og mannlausri bifreið á Fitjabraut í Njarðvík skömmu eftir miðnætti aðfararnætur sunnudags. Auðveldlega gekk að ráða niðurlög- um eldsins en bifreiðin er talin ónýt. Nær fullvíst er talið að um íkveikju hafi verið að ræða, en rannsókn stendur yfir. Helgin var mjög erilsöm hjá lög- reglu Suðurnesja, mikið var um slagsmál og ólæti í miðbæ Keflavík- ur í tengslum við skemmtanahald og þurftu þrír einstaklingar að gista fangageymslur lögreglunnar vegna ólátanna. Þar að auki var nokkuð um skemmtanir í heimahúsum og var lögregla fimm sinnum kölluð til vegna hávaða af þeim sökum. Erilsöm helgi í umdæmi lögreglu Suðurnesja ÁSKRIFTARVERÐ Morgunblaðs- ins hefur hækkað og kostar nú mán- aðaráskrift 2.950 kr. en kostaði 2.800 krónur áður. Helgaráskrift að Morg- unblaðinu kostar nú 1.800 kr. en kostaði 1.700 kr. áður. Breytt áskriftarverð ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.