Morgunblaðið - 19.05.2008, Page 16

Morgunblaðið - 19.05.2008, Page 16
Það er spenntur blaðamaðursem gengur inn í af-greiðslu Reykjavíkur-flugvallar á slaginu 11.30 að morgni 17. maí. Ekki nóg með að hann sé að fara að fljúga landshorna á milli með um hundrað manns að skoða listsýningar heldur einnig að fara í sína fyrstu flugferð innanlands í ein 25 ár. Um að gera að taka það með trompi eftir svo langt hlé og fljúga bæði til Akureyrar og Egils- staða! Verkefnið er að skrásetja í mynd- um og máli sk. Oddaflug á Listahá- tíð, þar sem ferðalangar skoða myndlistarsýningar á fimm stöðum norður og austur á landi. Tvær flug- vélar eru fylltar af alls kyns fólki, þ.á.m. blaðamönnum, listamönnum, safnstjórum, ljósmyndurum, pólitík- usum, forsetahjónum og barónessu. Blaðamaður fær sæti í flugvélinni við hlið ljósmyndara Fréttablaðsins. Ljósmyndaranum líst ágætlega á linsuna sem Morgunblaðsmaður hyggst beita og er það ákveðin hug- hreisting. Fyrir aftan blaðamann sitja myndlistarmennirnir Finnbogi Pétursson og Monica Bonvicini (sem sýna saman í Listasafni Íslands) og eru í miklu stuði. Flugfreyja vélarinnar tekur að upplýsa farþega um veitingar um borð, flugtíma, flugmenn og veður á áfangastað. Bonvicini og Finnboga er verulega skemmt yfir tónfallinu hjá freyjunni, herma eftir henni og skellihlæja. Á leiðinni heim til Reykjavíkur, mörgum tímum síðar, reynist barónessan af Habsburg hafa tekið eftir þessum flugfreyju- söng og syngur með Bonvicini. „Lalalílílílílílíllílílaaaa.“ Vesalings flugfreyjan. Norðurland Fyrsta stopp: Listasafnið á Ak- ureyri. Mannfjöldinn streymir inn í safnið og eru þrengslin svo mikil að erfitt er að skoða sýninguna And- spænis Kína; litskrúðug fígúratíf málverk og skúlptúra eftir kín- verska listamenn, allt gert eftir 1989. Fallega bleik málverk af kín- verskum manni vekja aðdáun barns í kerru sem túlkar verkin svo: ,,Einn bleikur karl, einn bleikur karl, einn bleikur karl …“ Skyndilega er bjöllu hringt og hrópað: ,,Ég verð að biðja ykkur um að fara út, ræðurnar verða þar!“ Þá heyrist á móti: ,,Þá ætla ég að vera inni!“ Úti í porti eru girnilegar veitingar en troðningurinn svo mikill að blaða- maður kemst varla í þær. Ræðurnar reynast heldur langar þannig að lítill tími gefst til að skoða sýninguna og heyra má á gestum að þeir eru ekki sáttir við flýtinn. Eftir um hálftíma dvöl er fólki smalað í rútur og haldið í Safnasafnið á Svalbarðsströnd. Í rútunni sest ég við hlið blaða- manns Artnet-listvefjarins, Ben Davis, sem er hingað kominn að skrifa um hátíðina. Davis segir það augljóst að þáttur Ólafs Elíassonar og sýningarstjórans Hans Ulrich Obrist sé hvalreki fyrir íslenskt listalíf og veki mikla athygli út fyrir landsteinana. Annars heyrist illa í honum fyrir leiðsögumanni sem fræðir gesti um Akureyri, kart- öflurækt og annað ótengt listum. Heldur lifnar yfir mannskapnum þegar komið er í Safnasafnið enda stórkostlegt safn alþýðulistar, margt svo skrítið þar innandyra að maður verður orðlaus. Anna Líndal, Bjarki Bragason og Hildigunnur Birgisdóttir eiga þar skemmtilega innsetningu, hafa m.a. komið fyrir gríðarstórri trjágrein sem brotnaði af tré fyrir utan og virkjað bæj- arlækinn Valsá á sniðugan hátt. Í einu herbergja safnsins hitti ég kyn- lífsráðgjafann dr. Ruth og hún seg- ist mjög hrifin af „skjaldbökunni“. ,,Skjaldbökunni?“ spyr ég. Hún bendir mér á pínulitla, heklaða og litskrúðuga skjaldböku í sýning- arkassa og segir mér að skjaldbökur séu óhultar svo lengi sem þær haldi hausnum inni í skelinni. Spurning hvort það tengist kynlífi með ein- hverjum hætti? Í öðru herbergi rekst ég á blaða- manninn Cathryn Drake, en hún er að skrifa um lopahönnun og sam- vinnu Ólafs og Obrist á Íslandi fyrir Wall Street Journal. Einnig grein fyrir listtímaritið Artforum í dálk sem heitir „Seen and Heard“. ,,Mér finnst Ísland eins og smá- bær, maður rekst á fólk sem maður þekkir úti á götu, það er huggulegt og svo er menningarstigið hátt,“ segir Drake og telur Íslendinga mikla heimsborgara. Að loknu spjalli okkar fær hún sér rúgbrauð með hangikjöti og setur upp und- arlegan ánægjusvip sem sjá má á mynd hér til hliðar. Austurland ,,Brrrrrrrr“ heyrist í mörgum þegar út úr vélinni er komið á Egils- stöðum enda býsna kalt. Bonvicini er sessunautur minn í rútunni á leið til Eiða, með húfuna niður í augu og vel pökkuð inn í loðinn leðurjakka. ,,Ég vona að við fáum kampavín,“ segir hún ögn súr og blaðamaður tekur undir það. Við fáum óvenju- legar móttökur á Eiðum, hópur nema í Klassíska listdansskólanum er dreifður um öll tún og hangir ut- an á húsum, djúpt sokkinn í e-s kon- ar dansgjörning með frjálsri aðferð. Inni í húsi er boðið upp á freyðivín, parmaskinku og annað gúmmilaði sem gestir háma í sig. Úti hittir blaðamaður eitursvalan Björn Roth (sýningarstjóra sýninganna þriggja fyrir austan sem heita saman Ferða- lag) með rettu í munni. Með honum eru listamennirnir tveir sem sýna að Eiðum, Hrafnkell Sigurðsson og Lennart Alvés. Hrafnkell vekur at- hygli fyrir glæsilegan klæðaburð, eins konar endurreisnarmannsbún- ing og leðurstígvél. Svona eiga myndlistarmenn að klæða sig! Forseti Íslands hrífst mjög af verki Alvés sem stendur úti á túni, eftirlíkingu af rafmagnsmastri úr Furðulegt ferðalag Flogið var norður og austur á vegum Listahátíðar í Reykja- vík í fyrradag. Helgi Snær Sigurðsson skellti sér með. Morgunblaðið/Helgi Snær Dansgjörningur Dansað á Eiðum. Karel Ankerman blaðamaður nuddar hita í einn dansaranna. Sólbað Dorritt Moussaieff í sólbaði, Björn Roth brosir til hennar. Stuð í vélinni Finnbogi og Monica. Þröng á þingi Hannes Sigurðsson, safnstjóri Listasafnsins á Akureyri, ávarpar gesti við opnun sýningar. 16 MÁNUDAGUR 19. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ MENNING

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.