Morgunblaðið - 19.05.2008, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 19.05.2008, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. MAÍ 2008 27 Spánar. Við bjuggum í nokkur ár í húsi þeirra Fagranesi Vatnsenda (Afahúsi). Þar undi Ólafur sér vel í fríum. Ég minnist allra gleðistund- anna með þeim hjónunum, Óli með gítarinn og söng sínar vísur, t.d.: Pálínu-vísuna og Veiga með sína óp- erurödd. Þið voruð sannir gleðigjaf- ar. Ég þakka þér samfylgdina kæri Óli. Innilegar samúðarkveðjur til þín Veiga og til allra aðstandenda. Ég kveð þig með þessari bæn. Sárt er vinar að sakna. Sorgin er djúp og hljóð. Minningar mætar vakna. Margar úr gleymsku rakna. Svo var þín samfylgd góð. (Höf. ók.) Hvíl í friði. Guðný (Gullý). Enginn er fullkominn en þú ert nokkuð nálægt því, finnst mér eiga vel um þig, elsku afi Óli minn. Mikið hefur þú gefið mér af fallegum minningum. Það sem einkennir þær allar er gleði. Enda ekki annað hægt en að vera kátur í kringum þig. Sem krakki sótti ég mikið í þig, þú varst alltaf uppáhaldið mitt. Ég var svo stolt af þér. Enda vart hægt að finna glæsilegri mann í alla staði en þig, afi minn. Þú varst alltaf tilbúinn að hafa fyrir manni þegar maður kom í heimsókn. Við spil- uðum ófá spilin saman, þó helst ol- sen olsen og tveggja manna brids. Þú kenndir mér líka að leggja kapal og varst mjög hjálpsamur, alltaf að leiðrétta mann og annan þegar bet- ur mátti gera. Ég sé þig einmitt oft fyrir mér að leggja kapal með bolla af heitu mjólkurvatni ásamt afa- brauði. Þú varst mikill spilamaður og þau fáu skipti sem ég heyrði þig hækka róminn var þegar meðspil- arinn í bridsinum setti ekki rétt út. Þú varst líka mikill ættfræðingur og fræddir mig oft um slíkt. Lagðir svo reglulega fyrir mann misléttar ætt- fræðigátur. Þú reyndir líka að fræða Grím örlítið um nánustu ætt- ingja. Mér þykir svo vænt um að allavega eitt af mínum börnum fékk að kynnast þér. Ég hef dáðst að því einnig hversu mikið þú alltaf unnir ömmu, stundum var hún eitthvað að skammast í þér og þá man ég alltaf eftir þér brosandi og svarandi fyrir þig með sprelli. Einnig minnist ég þess þegar þú fórst fyrst á Landa- kot og ég kom í heimsókn. Amma sat þér við hlið og ég spurði þig hvernig þér liði, þú ansaðir „hvernig get ég annað en haft það gott, sérðu ekki hver situr við hliðina á mér?“ Þetta fannst mér svo fallegt, að líða svona enn eftir 63 ára hjónaband. Ég er líka þakklát þér og ömmu fyrir að hafa kennt mér að spila á píanó, þó ég hafi misst þráðinn allt- of fljótt, þá bý ég alltaf að því. Þú og amma voruð dugleg að taka okkur systkinin með í sund. Alltaf þegar ég sat með þér í bíl þá þá bað ég þig um að stýra án handa. Mér fannst þú alveg ótrúlegur og gortaði oft af afa mínum sem gat keyrt bíl á hugarorkunni einni. Ég sagði Grími að ég væri að skrifa bréf til þín og spurði hann hvað hann vildi segja við langafa sinn að lokum. Hann vildi segja þér að hann væri að breytast í dreka, spurði hvort þú ætlaðir að koma aftur nið- ur? Að hann væri leiður og hann saknar þín. Elsku afi, það er sárt að kveðja mann eins og þig sem hefur verið manni svo góður og mikil fyrirmynd í lífinu. Það er þó líka fallegt að vita að þú munt alltaf vaka yfir okkur og vernda eða búa í hjartanu okkar eins og Álfrún og Grímur segja. Mig langar að kveðja þig að lok- um með sögu sem þú sagðir okkur barnabörnunum þegar þú varst að svæfa okkur og búinn að segja ótal sögur, alltaf bað maður um meira og þá kom þessi að lokum. Einu sinni voru karl og kerling í koti sínu. Þau áttu kálf, þá er sagan hálf. Kálfurinn hljóp út um víðan völl og þá er sagan öll. Elsku afi, þín á eftir að verða saknað. Guðrún Theodóra og Grímur litli Gunnuson. ✝ Þórunn Jóns-dóttir fæddist í Reykjavík 13. sept- ember 1940. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Eir á hvítasunnudag, 11. maí síðastliðinn. Foreldrar Þór- unnar voru Guðrún Ólafsdóttir, f. 1922, d. 2005, og Jón Pét- ursson, f. 1914, d. 1972. Fósturfaðir Þórunnar var Frið- rik M. Friðleifsson, f. 1922, d. 1989. Þórunn var gift Sigurði Guðmundssyni, f. 1943, þau skildu. Dóttir þeirra er Sig- ríður, f. 1964, maki Pétur Pét- ursson, f. 1964. Börn þeirra eru: Sindri Þór Steingrímsson, f. 1987, og Stefanía Ósk Péturs- dóttir, f. 1995. Systkini Þórunnar sammæðra eru: Ólafur Ingi, f. 1945, maki Helga Erla Gunn- arsdóttir, f. 1947, Halldóra Krist- ín, f. 1946, maki Arnór Guðbjarts- son, f. 1943, Friðleifur Ingvar, f. 1950, maki Hrönn Friðgeirs- dóttir, f. 1950, Axel Þórir, f. 1956, maki Kristín Finnbogadóttir, f. 1957, Friðrik Gunnar, f. 1958, maki Anna María Gunnarsdóttir, f. 1964, Ólöf Jóna, f. 1960, maki Guðni Þór Jónsson, f. 1959, Árni, f. 1961, maki Þóra Brynja Böðv- arsdóttir, f. 1960. Systkini samfeðra eru: Pétur, f. 1942, Vilborg, f. 1943, Helga, f. 1945, Sól- veig, f. 1946, og Pálmi, f. 1947. Þórunn ólst upp í Reykjavík. Á yngri árum vann hún m.a. hjá Sambandinu, síðan við bókhald hjá Sigurði Pálssyni byggingarmeistara. Síðustu starfsárin, alls um 20 ár, starfaði hún hjá TM húsgögnum þar sem hún hélt utan um fjármál fyrirtækisins. Þórunn var mikið fyrir útivist og stundaði skíði af miklu kappi með Skíðadeild Ár- manns. Fyrst í Jósepsdal og síðar í Bláfjöllum. Hún var í stjórn Skíðadeildar Ármanns í mörg ár. Seinna hóf hún að stunda hesta- mennsku. Hestamennskan átti hug hennar allan á meðan heilsan leyfði. Í febrúar árið 1999 greind- ist hún með Alzheimer-sjúkdóm aðeins 58 ára gömul. Síðustu ár ævinnar bjó hún á Hjúkr- unarheimilinu Eir. Þórunn verður jarðsungin frá kirkju Óháða safnaðarins í dag kl. 11. Ástkær móðir mín verður jarðsett í dag. Hún dó á mæðradaginn 11. maí. síðastliðinn, 67 ára gömul. Það er þó lengra síðan að hún var tekin í burt frá mér. Hún greindist með Alzheim- er aðeins 58 ára gömul. Í gegnum veikindi hennar hef ég kynnst ynd- islegu fólki, bæði starfsfólki á hjúkr- unarheimilinu Eir og heimilisfólki á deildinni hjá mömmu. Allt þetta fólk virðist eiga það sameiginlegt að tak- ast á við sjúkdóm sinn af æðruleysi. Þarna sitja þessi englar daginn út og daginn inn og brosa á móti manni í hvert skipti sem maður kemur inn ganginn. Ég þjáðist í mörg ár af mik- illi sorg yfir örlögum móður minnar, fannst hún tekin allt of fljótt í burtu frá því sem lífið hefur upp á að bjóða. Líklega er Guð þetta góður í mark- aðsfræði að velja manneskju sem átti mörg systkini, vini og kunningja og var vel liðin af öllum, til þess að breiða út boðskapinn um þennan sjúkdóm og kenna okkur að meta það sem við eig- um. Veikindi hennar hafa kennt mér margt og margir hafa fræðst um sjúk- dóminn í gegnum mig og fjölskylduna alla. Þetta hefur ekki verið auðvelt en eins og mamma myndi orða það þá hefði þetta getað verið miklu erfiðara. Mamma lagði áherslu á það í mínu uppeldi að það væru alltaf til aðrir sem hefðu það miklu verra og hefði maður ekki yfir neinu að kvarta. Þetta hefur hjálpað mér í gegnum ár- in. Mér hefur alltaf þótt mikið til móð- ur minnar koma. Hún var fyrirmynd mín í lífinu, hún var heiðarleg, dugleg, gáfuð, falleg og umfram allt talaði hún aldrei illa um aðra. Á sínum yngri ár- um fór hún til Svíþjóðar og var þar í skóla í eitt ár ásamt vinkonum sínum. Þar lærði hún hin ýmsu handbrögð í hannyrðum enda var hún dugleg að sauma fötin á okkur í fjölskyldunni. Mínar fyrstu skíða-stretchbuxur voru saumaða af henni og fína skíðapeysan mín sem var púðapeysa var prjónuð á prjónavélinni ásamt öllum ullarund- irfötunum. Mamma sultaði bæði rab- babara og rifs og var með kartöflu- garð eins og tíðkaðist í þá daga, hún bakaði 10 sortir af smákökum og þá marga dunka af piparkökum fyrir jól- in, hún lærði að hnýta og bjó til lista- verk. Hún lauk prófi frá Verkmennta- skólanum í Ármúla og starfaði við bókhald og fjármál fyrirtækja. Hún var útivinnandi móðir alla tíð, og naut ég þeirra forréttinda sem barn að hún skyldi vinna rétt hjá heimili okkar svo auðvelt var að hlaupa til hennar ef eitthvað vantaði eða bara til að sitja hjá henni og dunda ef mér leiddist. Móðir mín var mikil skíðakona og starfaði fyrir skíðadeild Ármanns, að mér fannst alla mína æsku. Síðar skiptu foreldrar mínir yfir í hesta- mennskuna og átti hún hug hennar allan á meðan heilsan leyfði. Í báðum þessum íþróttum kynntist hún mörgu góðu fólki sem allt ber henni góða sögu og hefur verið duglegt að spyrja um líðan hennar. Þegar ég var tvítug þá sagði ég henni að ég ætti bestu mömmu í heimi. Með þeim orðum vilj- um við kveðja ástkæra móður, tengdamóður og ömmu. Sigríður, Pétur, Sindri og Stefanía. Í dag er borin til grafar ástkær tengdamóðir mín, hún Tóta. Við okk- ar fyrstu kynni skynjaði ég kröftuga og ákveðna konu. Hún hafði skoðanir á málefnum líðandi stundar og var gaman að ræða mörg mál við hana. Tóta gat alltaf rökstutt sín mál og var gaman að því hvað hún hafði lesið sér vel til um hin ýmsu málefni. Skíðamennsku stundaði Tóta frá unglingsaldri og var m.a. í stjórn Skíðadeildar Ármanns til margra ára. Ég var svo heppinn að fá skíðabakt- eríuna í gegnum Sigríði konu mína og hennar fjölskyldu og er ég ekki í nokkrum vafa um að skíðauppeldi jafnt og annað uppeldi Tótu á dóttur sinni Siggu hefur heppnast vel. Og nú stundar dóttir okkar, hún Stefanía Ósk, skíðin af kappi með Skíðadeild Ármanns. Hestamennskan tók síðan við um miðja ævi Tótu. Hún varði nánast öll- um sínum stundum í að stússa í kring- um hrossin. Það var gaman að sjá hversu faglega hún handlék hestana sína af umhyggju og alúð. Sindra Þór þótti heldur ekki leiðinlegt að fara með ömmu sinni á hestbak. Hann var tveggja ára þegar hann fór fyrst á hestbak á honum Sindra nafna sínum, sem Tótu þótti svo vænt um. Hálend- isferðum á hestbaki tók hún þátt í og voru margir túrarnir farnir um nátt- úru Íslands. Það má með sanni segja að útivera jafnt vetur sem sumar hafi átt víð Tótu. Fjöllin full af snjó og grænir dalir áttu alveg við hana. En það dimmir. Hvernig má finna rétt- læti í því þegar sjúkdómur eins og Alzheimer heltekur konu á besta aldri? Af hverju? Hún greindist 58 ára gömul. Svo ung og líkamlega hress. Þeirri spurningu verður aldrei svarað. Þjáningunni er lokið og end- irinn kominn. Þakklæti og virðing er efst í huga til Tótu sem gaf okkur mikið. Ég kveð hana með miklum söknuði – stundirnar hefðu átt að vera miklu fleiri, en svona getur nú lífið verið skrítið. Minning um góða konu mun lifa í huga mér. Pétur Pétursson. Kveðja frá Skíðadeild Ármanns Fögur voru í feldi hvítum fjöll í dag. Í fönnum skrýddum dalnum undi ég mínum hag. Sólin skein í bjartar brekkur. Bláfjallanna fegurð víst, dásamlegri er en dagleg orð fá lýst. Mig tefur ekki á skíðabrautum frost né fjúk. – Falleg er hún brekkan niður Skálahnjúk. Tunglið varpar töfraljóma, á tinda og dali allt um kring Langur skuggi liggur yfir Einstæðing. Dalinn út ég held að lokum heim á leið, Heimferðin er alltaf nokkuð svona greið, Niður Skarð sem leiðin liggur, leiðin sú er ekki ströng. Jósepsdal ég kveð með söknuði – og söng. (Rannveig Þorst.) Þórunn eða Tóta eins og hún var alltaf kölluð í dalnum eða Jósefsdal þar sem skíðadeild Ármanns var með aðstöðu á árum áður, hóf ung að stunda skíðaíþróttina með frænd- systkinum sínum úr Sogamýrinni. En hún og Dóra frænka hennar og móð- ursystir okkar voru miklar vinkonur. Farið var nánast um hverja helgi á skíði þegar snjór var og síðan unnið að endurbótum á skála Ármenninga vor og haust. Tóta var mikil útivist- arkona, naut þessa að vera á skíðum og ferðast. Áhuginn á skíðaíþróttinni hefur skilað sér til afkomenda hennar því Sigga dóttir hennar og fjölskylda starfar af fullum krafti í skíðadeild Ármanns. Félagarnir í skíðadeildinni senda Siggu og fjölskyldu hennar sínar inni- legustu samúðarkveðjur. Auður og Guðrún Harðardætur. Það er komin kveðjustund, nú kveð ég kæra vinkonu mína og frænku í síðasta sinn. Við áttum langa samleið alveg frá því við vorum stelpuhnokk- ar. Ég veit ekki hvernig stóð á því en við urðum miklir mátar. Afi Tótu, Ólafur Árnason frá Hurð- arbaki í Flóa, var bróðir pabba. Hún var elsta barn móður sinnar, Guðrún- ar Ólafsdóttur, af átta börnum en ég yngsta barn foreldra minna af átta börnum, en við vorum á svipuðum aldri. Ég man fyrst eftir því, þegar hún kom í Sogamýrina þar sem ég átti heima og gisti eins og hún gerði gjarnan, að þá átti hún heima á Lind- argötunni, en miklu síðar flutti fjöl- skylda hennar í Bústaðahverfið og það má nærri geta að við vorum ánægðar með það. Við brölluðum margt saman. Stína vinkona á 16 seg- ist hafa öfundað okkur stöllurnar hvað við höfðum það gott á 13. Þar í Sogamýrinni á stórri lóð í húsi sem faðir minn byggði yfir stækkandi fjöl- skyldu sína á erfiðum tímum var í raun ævintýralegt að búa. Þar voru leynigöng undir súð og við máttum gera okkur bú á hinum ýmsu stöðum og það voru engin smábú. Öllu rúttað út sem fyrir var nema ekki var hægt að færa gömlu kistuna sem geymdi sykur og hveitisekki og einhvern tím- ann var þar saltfiskur líka, en að öðru leyti var allt leyfilegt. Það voru kettir í húsinu, allt upp í 14 í einu segir elsta systir mín sem var ekki gefin fyrir ketti. Tóta hafði sérstakt dálæti á köttum. Kettlingana lék hún sér við og æsti upp, lét þá elta skottið á sér og kom oft klóruð á handleggjum úr þeim leik og hló dátt. Hún tók snemma þátt í skíðaferð- um okkar systkinanna upp í Jóseps- dal í skála Ármenninga og skíðaiðkun varð hennar líf og yndi. Þar kynntist hún Sigga og þau gift- ust og eignuðust Siggu, stunduðu skíðin í Dalnum og fóru á skíði til út- landa þegar það var ennþá nýmæli og héldu því áfram lengi í góðra vina hópi. Eftir að þau skildu fór Tóta í hestamennskuna sem átti vel við hana, enda hafði hún verið í sveit í Kolsholti í Villingaholtshreppi hjá afasystur sinni Guðbjörgu Árnadótt- ur og manni hennar Þórarni mörg sumur sem barn og unglingur, svo hún kunni að umgangast skepnur. Ég sakna Tótu og hef reyndar lengi gert. Ég er hrygg yfir því að hún fékk ekki notið venjulegra samskipta við fólkið sitt síðustu árin vegna sjúk- dóms síns, en ég gleðst yfir því hversu frábær dóttir hennar er og hvílíkt æðruleysi hún og öll fjölskyldan sýndi á erfiðum tímum. Hugur minn fyllist ró, ég trúi því að nú líði Tótu minni vel. Sigga, Pétur, Sindri og Stefanía, mínar innilegustu samúðarkveðjur við fráfall Þórunnar Jónsdóttur. Halldóra Árnadóttir. „Vinátta er ekki búin til, hún skap- ast.“ Fyrstu kynni okkar af Þórunni voru árið 1957 þegar við hittumst á ritaranámskeiði, sem leiddi til þess að við fórum að vinna á sama stað og urð- um mjög góðar vinkonur og upp úr því stofnuðum við „Saumaklúbbinn“ sem hefur enst öll þessi ár. Á þessari stundu hrannast minn- ingarnar upp, sumarbústaðaferðir, þorrablótin, mömmuklúbbarnir og utanlandsferðir. Það var alltaf mikið hlegið, sungið og dansað. Okkur tók það sárt að sjá þessa velgerðu og góðu vinkonu hverfa okkur allt of fljótt. Við vottum Siggu dóttur hennar og fjölskyldu og öðrum ættingjum okkar innilegustu samúð. „Saumaklúbburinn“. Þórunn Jónsdóttir                          ✝ Elskulegi maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGÞÓR GUÐMUNDSSON frá Blönduósi, Hlíðartúni 27, Höfn, sem lést á krabbameinsdeild Landspítalans miðvikudaginn 7. maí, verður jarðsunginn frá Hafnarkirkju þriðjudaginn 20. maí kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið. María Marteinsdóttir, Þórunn Sigþórsdóttir, Páll Gíslason, Brynja Reynisdóttir, Björn Sverrisson, Sigurbjörg Hákonardóttir, Jón Sigurðsson, Hólmfríður Sigþórsdóttir, Ingvaldur Mar Ingvaldsson, afabörn og langafabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.