Morgunblaðið - 19.05.2008, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.05.2008, Blaðsíða 28
28 MÁNUDAGUR 19. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Kolbrún Ingi-mundardóttir fæddist á Ósi í Seyð- isfirði 7. apríl 1942. Hún lést á Landspít- ala – háskólasjúkra- húsi 8. maí sl. Hún var dóttir hjónanna Ingimundar Hjalm- arssonar, f. 7.9. 1907, d. 15.6. 1995, og Unnar Jóns- dóttur, f. 30.11. 1913, d. 4.7. 1990. Systir Kolbrúnar er Guðrún R. Ingi- mundardóttir, f. 10.5. 1946. Börn Kolbrúnar eru: 1) Ingi Þór Oddsson, f. 25.5. 1963, maki Hild- ur Hilmarsdóttir, f. 11.4. 1968, Oddsson, f. 10.11. 2003. Kolbrún bjó á Seyðisfirði allt þar til hún veiktist um miðjan des- ember síðastliðinn. Giftist hún Oddi Ragnarssyni, f. 31.5. 1938, og slitu þau samvistum í apríl 2007. Byrjuðu Oddur og Kolbrún sinn búskap á loftinu á Ósi, þar til þau fluttu á Árstíg 9, Seyðisfirði. Kolbrún byrjaði ung að árum að vinna við síldarsöltun Árna og Ingimundar ásamt æskuvinkonu sinni Hugrúnu. Hún lauk gagn- fræðaprófi á Eiðum 1958. Vann hún mestalla sína tíð í Kaupfélag- inu á Seyðisfirði. Hún var mikil móðir, amma, húsmóðir, hann- yrðakona og elskaði að baka. Hún átti góða æsku og fékk gott og ást- ríkt uppeldi. Útför Kolbrúnar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 11. Jafnframt verður minningarathöfn í Seyð- isfjarðarkirkju 24. maí klukkan 14. börn þeirra eru Unn- ur Líf Ingadóttir, f.2.11. 1987, og Pál- ína Líf Ingadóttir, f. 1.9. 2000. 2)Vikar Freyr Oddsson, f. 19.7. 1966. Maki Unn- ur Agnes Holm, f. 26.5. 1966. börn þeirra eru Sunneva Holm, f. 18.2. 1988, Sylvia Holm, f. 8.9. 1990, og Styrmir, f. 24.5. 1997. 3) Össur Ægir Oddsson, f. 22.1. 1969, maki Ágústa Hólm Jónsdóttir, f. 6.9. 1960. 4) Hlynur Vestmar Oddsson, f. 8.8. 1970, maki Sidonia Beldean, f. 10.6. 1977. Barn Nikita Grace Elsku mamma mín, nú kveð ég þig með tárum, en það er samt huggun harmi gegn að þú skyldir ekki þurfa að kveljast lengur í þess- um veikindum og sért búin að fá frið. Ég hugsa til baka og það er svo margs að minnast. Alltaf varstu vöknuð á undan öllum og aldrei féll þér verk úr hendi; þrífa, sauma, baka, elda, þvo og hugsa um garð- inn allt í kringum þig bar þess merki að ekki var kastað til höndum við það sem þú gerðir. Það var líka sama hvenær var tekið hús á þér, alltaf var pláss fyrir alla sem komu í heimsókn og matur og bakkelsi komið á dekkað borð. Þær eru líka ófáar flíkurnar sem þú hefur prjón- að á okkur strákana og börnin okk- ar. Alltaf á afmælisdögum fengu börnin mín pakka frá ömmu; ný peysa og vettlingar og alltaf varstu búin að láta aur fyrir þau í ann- aðhvort annan vettlinginn eða sokk- inn. Styrmir minn bað þig líka alltaf að senda sér bakkelsi því að ömmu bakkelsi var alltaf best. Ég er líka mjög þakklátur Inga og Hillu fyrir hvað þau hugsuðu vel um þig í veik- indum þínum. Þetta var stutt bar- átta og erfitt fyrir okkur sem stóð- um þér næst að horfa upp á þig svona veika. En eftir lifir minningin um góða mömmu og ömmu í hjört- um okkar. Far þú í friði mamma mín og góður guð þig geymi. Vikar og fjölskylda. Í dag kveðjum við Kolbrúnu Ingi- mundar eða Kollu frænku, eins og við kölluðum hana í daglegu lífi. Hún var alveg sérstök persóna, hún kom alltaf jafnt fram við alla, gerði aldrei mannamun. Hún kvartaði aldrei, var alltaf boðin og búin að hjálpa öðrum og hún hlúði vel að sinni fjölskyldu. Það bar heimilið hennar vott um. Hún var mikil hann- yrðakona, prjónaði og saumaði mikið og það fengu börnin hennar, barna- börn og frændfólkið hennar að njóta, í hlýju og fallegu peysunum og húf- unum sem Kolla prjónaði. Allt sem hún gerði var fallegt og snyrtilegt. Ég naut þeirra sérréttinda sem barn í æsku að koma oft á æskuheimilið hennar á Austurvegi 9 Seyðisfirði eða Ósi eins og húsið er nefnt, til þeirra góðu hjóna Ingimundar Hjálmarssonar og Unnar Jónsdóttur og systur hennar Guðrúnar, sem reyndust mér öll vel gegnum árin og kann ég þeim þökk fyrir í minning- unni. Í þá daga þótti það sjálfsagður hlutur að koma saman á stórhátíðum og afmælum sem tengdi fjölskyldu- böndin saman. Það er öðruvísi í dag, nú hittist fólk við jarðarfarir sinna nánustu og svo var með okkur Kol- brúnu, við hittumst við eina slíka til að kveðja nákominn ættingja 28. mars síðastliðinn og voru þetta okk- ar síðustu samverustundir. Ekki hvarflaði að mér þá að þetta væri í síðasta skiptið sem ég hitti hana, þó svo að ég vissi að hún væri að berj- ast við þann illvíga sjúkdóm sem herjaði á hana og lagði hana að velli. Þegar ég eignaðist yngri dóttur mína fyrir rúmum 28 árum, ákvað ég að skíra hana Kolbrúnu, á afmæl- isdaginn hennar 7. apríl og gladdi það hana mikið. Þessi dagur var stórafmælisdagur í fjölskyldunni okkar. Að lokum vil ég senda sonum Kol- brúnar þeim Inga Þór, Vikari, Öss- uri og Hlyni og fjölskyldum þeirra, einnig systur hennar Guðrúnu Ragnheiði og fjölskyldu hennar, mínar bestu samúðarkveðjur. Megi minningin um Kolbrúnu frænku lifa um ókomna framtíð. Þinn frændi, Gunnar Sigurðsson. Hún fæddist að vori og kvaddi á sólbjörtu sumarkvöldi. Vorið var hennar tími. Daginn tekið að lengja og gróður að lifna. Henni leiddist myrkrið. Hún elskaði sólina, sum- arið og ylinn. Naut þess að ferðast til útlanda en það var í einni slíkri ferð sem ég kynntist henni. Kynni sem leiddu til innilegrar vináttu. Hún var ekki vön kvöldsólinni í Reykjavík, alin upp milli fjallanna á Seyðisfirði. Hefði sennilega fussað ef hún hefði verið með mér í bílnum kvöldið sem hún kvaddi; sólin færi í augun á sér. Hún var mikill Seyðfirðingur, stolt af sínum bæ. Átti bara heima á 2 stöðum um ævina, í föðurhúsum og á Árstígnum þar sem hún bjó í 40 ár og ól upp synina 4. Vildi hvergi ann- ars staðar vera eða þar til fyrir ári að þau hjón slitu samvistir. Húsið var selt, hún flutti í íbúð sonar síns í „blokkinni“ eins og hún kallaði hana. Allt var breytt. Synirnir fluttir burt. Henni leiddist þetta síðasta ár og var fjölskyldan fyrir sunnan farin að toga í hana. Hafði hugsað sér að hafa vetursetu í Reykjavík en vera fyrir austan á sumrin. En margt fer öðruvísi en ætlað er. Í desember greindist hún með illkynja æxli og það var ekki eftir neinu að bíða; suð- ur varð hún að fara og meinið var fjarlægt. Við vinir hennar bjugg- umst ekki við að endalokin væru svona skammt undan en svona er þetta. Hún var fágæt kona. Vanaföst og fékk henni fátt haggað ef hún hafði tekið eitthvað í sig. Líf hennar var í föstum skorðum og var hún sívinn- andi. Stress og hraði nútímans hafði engin áhrif á hana. Hún gekk í sín verk hvað sem tautaði og raulaði. Ég stríddi henni á þessu og m.a. á því að vera að þrífa í svartasta skammdeg- inu, allir væru hættir því. „Ekki ég“ var viðkvæðið. Hún sultaði og saft- aði, tók slátur, bakaði margar sortir fyrir jólin, tertur líka. Sendi það bara suður þegar þess var ekki þörf heima. Átti sérstaka tösku sem hún stútfyllti af kökum og öðru fíniríi til að færa sonunum og fjölskyldum þeirra. Hún var mikil húsmóðir og listakokkur. Flink prjónakona og eru þær margar flíkurnar sem hún prjónaði á afkomendur sína. Ótrú- legar fíngerðar og útprjónaðar peys- ur koma upp í hugann. Hún minnti oft á ömmu mína. Ég hélt hreinlega að svona konur fyrirfyndust ekki í dag, a.m.k. ekki á hennar aldri. Það var gott að þekkja hana. Lífs- Kolbrún Ingimundardóttir „Guð gef mér æðru- leysi til þess að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt.“ Kristjana, systurdóttir mín varð aðeins 26 ára. Hún kemur aldrei aft- ur, því fær enginn breytt. Það þarf annað og meira en æðru- leysi til þess að sætta sig við dauða hennar eftir þá þrautargöngu sem foreldrar hennar og systkyni, synir hennar og aðrir nákomnir, hafa gengið. Hafi Guð einhverntímann talað til mannsins þá virðist það hafa verið fyrir óralöngu svo ógeðslegur er eit- urefnaheimurinn, hvort heldur sá löglegi eða sá ólöglegi. Guð gefi yf- irvöldum styrk/kjark til þess að stöðva þetta lyfjaböl sem hér ræðst á allar stéttir samfélagsins. Eitur drepur; greitt af Trygginga- stofnun eða selt fólki í gegnum rúðu á BMW bifreið. Þannig var lífsbarátta elsku frænku allar götur frá því að hún var barn, stór vel gefin og hæfileikarík en alltaf í baráttu við sjálfa sig og aðra. Snemma fékk Kristjana sjúk- dómsgreininguna „Rosalega frekt barn“. Læknavísindin, eins háþróuð og þau eru sögð vera, eiga fátt annað en pillur við þeirri „sjúkdómsgrein- ingu“. Læknadóp er söluvara og eft- Kristjana Magnúsdóttir ✝ Kristjana Magn-úsdóttir fæddist á Húsavík 29. mars 1982. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík laug- ardaginn 3. maí 2008. Útför Kristjönu hefur farið fram í kyrrþey. irlitið veikt og van- máttugt. Frelsi fólks til þess að skaða sjálft sig er auðvitað stað- reynd og fátt við þvi að gera. En hvað með börn ? Skólakerfið gefur engan afslátt þegar venjulega útlítandi börn og unglingar geta ekki verið til friðs. Óhreinu börnin hennar Evu leita ann- að en í götótta velferð- arþjónustuna, þau leita í vímuna ! Hvað þurfa margir unglingar að deyja til þess að yfirvöld átti sig á þeim glæp að úthýsa erfiðum ung- lingum úr skólum ? Foreldrar sem gæfu aleiguna til þess börn þeirra fengju að lifa drauma sína án þess að vera í vimu hrópa á aðstoð og skilning. Andlega veikt fólk fær þó fátt annað en lyf sem síðan kalla á meira í dag en í gær en svo einn daginn ekkert. Frænka mín gekk inn í dauðann með enn einn 93.000 kr. lyfja- skammtinn frá „geð“lækni og svo annan skammt frá „heimilis“ lækn- inum - sama dag. Henni leið illa. Auðvitað á fólk ekki að skrifa minningagrein í bræði út í kerfi í kringum veikt fólk. Þess í stað ber að treysta á Guð og æðruleysið. Í minningu frænku minnar, sem oft leit á mig sem sinn versta óvin, leyfi ég mér að vera öskureið. Það eitt hefði þjónað lund hennar. Krist- jana Magnúsdóttir ég fyrirgef þér ljótu orðin og lofa að halda uppi merki þínu og vera „rosalega frek“ frænka Krissu. Ég átti upplýsandi eftirmiðdag með Kristjönu fyrir nokkrum vikum og við skildum sem vinir og hún fór að mínum ráðum, en bara í 5 daga. Heimur eitursins er verri en ég vissi. Elsku Krissa mín, þig langaði svo en ég fann að innst inni varst þú búin að gefast upp. Í þínu síðasta SMSi til mín baðstu mig að hugsa vel um mömmu þína - pabba stelpan sjálf. Ég lofa að reyna elskan mín. Þrautagöngu Kristjönu frænku er lokið, nú fá himnarnir að njóta fal- legu söngraddarinnar sem við gleymum aldrei. Eftir situr sorgin og söknuðurinn eftir eldkláru barni sem átti sér gríðarlega merkilega drauma. Megi þeir rætast í sonum hennar 6 og 10 ára. Þín vinsælustu orð að lokum -“I love you“. Jónína Benediktsdóttir. Kæra vinkona. Það verður skrítið að koma til Húsavíkur í sumar og hitta þig ekki. Það eru svo ótal minningar sem skjótast upp í hugann núna. Þegar þú varst að vinna í kirkjunni á Húsa- vík var mjög gott að kíkja við hjá þér og alltaf varstu hress og brosandi. Við gátum talað um allt milli himins og jarðar. Sumarið sem þú varst að vinna í Shell kom ég oft í kaffinu og hádeginu til að líta aðeins á þig. Þeg- ar ég byrjaði að læra sjúkraliðann í framhaldsskólanum á Húsavík, þá var Krissa einnig að byrja að læra, og það var svo mikil orka í kringum hana, þegar ég var að spá í að taka mér pásu og fara að vinna, gastu tal- að mig til og ég fékk ekki að hætta. En svo ákvaðst þú að fara suður og klára námið þitt þar. Það varst alltaf þú sem hringdir þegar þú komst til Húsavíkur og að- eins að hittast og gera eitthvað. Ég fékk svo sterka tilfinningu rétt áður en þú kvaddir þetta líf, um að hringja í þig. Ég hugsaði mikið til þín, og þegar ég ætlaði að fara að hringja, fékk ég hringingu um að nú væri þinn tími liðinn hérna. Ég man þegar foreldrar þínir fóru út og þú varst á Húsavík með strákana, þá horfðum við á ég veit ekki hvað margar bíómyndir saman, og þegar þú vissir að ég hefði aldrei sé Stand by me, þá var nú ekki um annað að ræða en að horfa á hana líka. Kom- um okkur vel fyrir í lazyboy með teppi og horfðum á hana. Þetta er nú ógleymanleg stund og hún var svo þægileg. Ég fann það á þér að þú varst ekki alveg eins og þú áttir að þér vera, og þú áttir í erfiðleikum með svefn. Þú gast talað um vanda- málin sem þú varst að glíma við þótt að þú hafir oft dregið úr þeim og lát- ið eins og þau væru ekki eins alvar- leg og þau voru í raun. En stundum þurftirðu ekki að segja neitt um það hvernig þér leið, ég fann það oft á þér, þótt þú hafir reynt að fela það. En ég hitti þig þegar ég kom til Reykjavíkur síðast, þú leist svo vel út og þá sá ég heilmikla breytingu á þér, þú vast svo hamingjusöm og ánægð, mér datt ekki í hug að þetta væri síðasta faðmlagið sem ég mundi fá frá þér. Fjölskyldu þinni sendi ég samúðarkveðjur á þessum erfiðu tímum. Góða nótt, kæra vin- kona. Þín vinkona, Árný Ósk. Elsku Krissa Ég vakna á hverjum morgni og á erfitt með að trúa því að þú sért far- in. Þegar sannleikurinn rennur loks upp fyrir mér get ég ekki hætt að hugsa um þig og allt sem ég sé, segi eða geri minnir mig á þig. Ég hugsa um allar góðu stundirnar sem við áttum saman, bæði sem unglingar og svo þegar við vorum orðnar eldri. Hvað það var gaman hjá okkur þeg- ar við fórum út að dansa, fórum með strákana í sund eða bara sátum sam- an í rólegheitum. Ég sakna þess meira en orð fá lýst og á erfitt með að sætta mig við þá staðreynd að ég fái aldrei að upplifa þessar stundir aftur. Ég veit að líf þitt, eins og margra annarra, var ekki alltaf auðvelt en á einhvern undraverðan hátt tókst þér alltaf að láta vinum þínum líða vel í kringum þig. Eins og í öllum vin- áttusamböndum skiptust á skin og skúrir í okkar sambandi. Stundum töluðumst við ekki við í lengri tíma þó svo að ekkert hefði komið upp á en eins og þú orðaðir það eitt sinn vissum við þó alltaf að við gætum leitað hvor til annarrar. Þú stóðst alltaf við hlið mér í erfiðleikum og gerðir allt þitt besta þegar ég þurfti á því að halda og ég get bara vonað að ég hafi gert það sama fyrir þig. Vinátta þín var mér ómetanleg. Ég er þakklát fyrir þann tíma sem ég átti með þér, allar góðu stund- irnar og þær slæmu líka því vinátta væri ekki vinátta ef engar slæmar stundir fylgdu. Ég er þakklát fyrir fjölskylduna þína sem elskaði þig út af lífinu og reyndi alltaf að styðja þig og gera það sem var þér fyrir bestu. Ég er þakklát fyrir að hafa kynnst sonum þínum og að þeir hafi kynnst syni mínum. Daníel minn var alltaf spenntur yfir að koma í heimsókn til ykkar því þú varst svo góð við hann, Maggi vildi alltaf leika og Ásgeir var alltaf svo góður við hann og passaði upp á hann. Ég er þakklát fyrir að þú hafir átt Palla sem alltaf gerði sitt besta fyrir þig. Í honum áttirðu mann sem elskaði þig af öllu hjarta. Ég er þakklát fyrir allt það góða sem þú áttir í lífinu, hvort sem það voru vinir eða fjölskylda. Ég er þakklát öllum sem létu þér líða vel því það áttirðu alltaf skilið. Ég er þér líka þakklát fyrir að hafa sýnt mér svo oft fram á hvað það er sem skiptir máli í lífinu. Elskan mín, ég sakna þín svo mik- ið að það sker í hjartað að hugsa um það og ég mun aldrei nokkurn tím- ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma, langalangamma og langalangalangamma, KRISTJANA BJARNADÓTTIR, sem andaðist á Hrafnistu í Reykjavík mánudaginn 5. maí, verður jarðsungin frá Laugarneskirkju þriðjudaginn 20. maí kl. 12.30. Kristjana Guðmundsdóttir, Björg H. Sigurðardóttir, Sigurður H. Sigurðsson, Ólafía K. Jónsdóttir, Elsa H. Sigurðardóttir, Ásgeir H. Sigurðsson, Kristjana G. Hávarðardóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. 13.00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.