Morgunblaðið - 19.05.2008, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.05.2008, Blaðsíða 22
22 MÁNUDAGUR 19. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. „ÞAÐ SEM ER GOTT FYRIR GENERAL MOTORS…“ Fyrir rúmri hálfri öld sagði Wil-son þáverandi forstjórabandarísku bílaverksmiðjanna General Motors, sem þá var eitt stærsta fyrirtækið vestan hafs við yf- irheyrslu fyrir bandarískri þingnefnd eftir að hann hafði verið útnefndur sem varnarmálaráðherra í ríkisstjórn Eisenhowers: „Það sem er gott fyrir General Mot- ors er gott fyrir Bandaríkin“. Þessi ummæli urðu fleyg og hefur oft verið vitnað til þeirra síðan sem dæmi um yfirgengilegan hroka stjórnenda stórra fyrirtækja í Bandaríkjunum á þeim tíma. Nú höfum við eignast okkar Wilson, sem að vísu kemur úr óvæntri átt. Í umræðum í Silfri Egils í gærmorgun, sagði einn helzti talsmaður Samfylk- ingarinnar um þessar mundir, Krist- rún Heimisdóttir, aðstoðarmaður ut- anríkisráðherra, að fólk hugsaði aðild að Evrópusambandinu bara á þessum grundvelli: „Hvað er gott fyrir ís- lenzkt viðskiptalíf.“ Getur það verið, að í huga forystu- manna Samfylkingarinnar snúist að- ild að ESB fyrst og fremst um það hvað sé gott fyrir íslenzkt viðskipta- líf? Hvað um grundvallaratriðin? Eig- um við að að halda áfram að lifa lífi okkar sem sjálfstæð þjóð á þessari eyju hér í Norður-Atlantshafi eða eig- um við að framselja til embættis- manna í Brussel réttinum til, að ákveða hvað er veitt við Íslands- strendur, hvar er veitt og hversu mik- ið er veitt? Er það eftirsóknarvert fyrir okkur Íslendinga að verða jaðarríki innan Evrópusambandsins, sem enginn hlustar á eins og Geir H. Haarde, for- sætisráðherra og formaður Sjálfstæð- isflokksins réttilega benti á á fundi í Valhöll sl. laugardag? Skipta hagsmunir launþega engu máli frá sjónarhóli Samfylkingarinn- ar? Skiptir það engu mál, að göngum við í Evrópusambandið höfum við eng- in áhrif, hvorki á gengi né vaxtastig og atvinnuvegir okkar eiga engra ann- arra kosta völ við tilteknar aðstæður en að segja upp fólki? Skiptir það engu máli frá sjónarhóli Samfylkingarinnar að í fjölmörgum ESB-ríkjum er bullandi atvinnuleysi og alveg sérstaklega hjá ungu fólki, þar sem fjórðungur þeirra gengur at- vinnulaus í sumum aðildarríkjanna. Hvað er að þessari Samfylkingu? Það er auðvitað ljóst að hún er fyrir löngu búin að kasta út um gluggann og metur einskis þá pólitísku arfleifð, baráttu fyrir hagsmunum verkafólks, sem hún tók við frá Alþýðuflokki og Alþýðubandalagi. En nú liggur ljóst fyrir, að barátta Samfylkingarinnar um ESB-aðild Ís- lands snýst um að þjóna vissum hluta íslenzks viðskiptalífs. Það er gott að það liggur fyrir en kemur óneitanlega á óvart. ÁRÁS Á FORDÓMA Halldóra Jónsdóttir, ung kona meðDowns-heilkenni, skrifaði á fimmtudag grein í Morgunblaðið þar sem hún lýsti tilveru sinni og hvernig hún nyti lífsins. Tilefni skrifa hennar var blaðagrein þar sem stóð „að það ætti að útrýma öllum sem eru með Downs-heilkenni“, svo notuð sé lýsing Halldóru. Undir grein Halldóru var tekið í leiðara í Morgunblaðinu. Þau sjónarmið, sem hún brást við í grein sinni, eru vægast sagt ógeðfelld. Í leiðaranum var spurt hver væri upp- spretta slíkra fordóma, sem hafa getið af sér svívirðileg óhæfuverk og eru Vesturlönd þar ekki undanskilin. Í Morgunblaðinu á laugardag svara Hildur Harðardóttir, lektor við HÍ og sviðsstjóri lækninga, kvennasviði Landspítala – Háskólasjúkrahúss, og Reynir Tómas Geirsson, prófessor við HÍ og yfirlæknir kvennasviðs LSH, leiðaranum og halda því fram að þar hafi fósturskimun verið sett í flokk með vísvitandi fjöldamorðum á valda- tíma nasista og öðrum skyldum öfga- viðhorfum og bæta við að túlka megi þetta sem grófa atlögu að þeim, sem vinni við fósturskimun og kjósi að fara í fósturskimun. Þessi útlagning á leiðaranum er fjarri lagi. Þar sagði orðrétt: „Hér er um mjög vandmeðfarið mál að ræða. Ómskoðunin er mikilvæg þjónusta og verðandi foreldrar eiga rétt á að nýta hana til að kynna sér hvað geti verið í vændum. Ákvörðunin um það hvernig eigi að bregðast við greiningu er hins vegar alltaf foreldranna og kemur engum öðrum við. Það getur ekki ver- ið – og má ekki vera – markmið í sjálfu sér að koma í veg fyrir að einstakling- ur fæðist, til dæmis vegna Downs- heilkennis, og gildir einu í hvaða bún- ing það er búið.“ Þetta er í fullu samræmi við grein Hildar og Reynis Tómasar, sem segja: „Markmið skimunarinnar er ekki að útrýma einstaklingum með Downs- heilkenni eða öðrum frábrigðum, heldur að gefa þeim sem kjósa mögu- leika á að fá vitneskju um, og ef kosið er, fulla greiningu á því hvort fóstur er með tiltekið vandamál. Það er síðan foreldranna að ákveða hvernig þau nýta sér upplýsingarnar. Ef aðstæður verðandi foreldra eru þannig að þau treysta sér ekki til áframhaldandi meðgöngu geta þau sótt um að rjúfa meðgönguna, eins og heimilt er í ís- lenskum lögum. Við sem vinnum við þessa skimun erum fullkomlega með- vituð um að þetta er viðkvæmt og vandmeðfarið mál og að valið um skimun eða frekari greiningaraðgerð- ir er á höndum hinnar þunguðu konu og maka. Öll sjónarmið eru virt í þessu starfi.“ Hver er þá ágreiningurinn? Eins og sést þegar skrifin eru borin saman er hann enginn. Leiðari Morgunblaðsins í tilefni af grein Halldóru Jónsdóttur var ekki árás á fósturskimun. Hann var árás á fordóma. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Bjarni Harðarson stálsmiðurhefur frá því fyrir tvítugtgengið með þann draum ímaganum að smíða sér skútu. Fyrir tveimur árum réðst hann í stórvirkið, þá 49 ára, fékk lánaða skemmu hjá Flúðasveppum og í vetur dró hann skútuna fok- helda heim í hlað hjá sér á Flúðum, með það að markmiði að fullklára verkið. Bjarni sér engin vandkvæði á því að koma skútunni til sjávar, en það er á áætlun næsta vor. Í fram- haldinu ætlar hann sér að sigla suð- ur í Miðjarðarhaf og bjóða ferða- mönnum upp á vikulangar siglingar, þar sem menn búa um borð, fá að upplifa vindinn í seglunum, veiða sér til matar og elda fenginn um borð. „Þó að ég segi sjálfur frá þá er ég mjög stoltur af mér sem kokk- ur,“ segir Bjarni. Nágrönnum hans á Flúðum þótti það ekkert endilega skrítið tiltæki hjá honum að hefjast handa um smíði skútu inni í miðju landi. „Það bregður engum við þó að ég geri eitthvað öðruvísi,“ segir hann ljúf- lega. Smíðin hófst á hvolfi Vordagurinn skartaði sínu fegursta og fuglar sungu í holti daginn sem Bjarni sagði frá skútunni. Blaða- maður og ljósmyndari sátu ásamt Bjarna á þilfarinu og hlustuðu and- aktug. Tíkin Líf vafraði um hlaðið, henni var heitt og fegin lagðist hún niður þegar skoðunarferð um skút- una var lokið. Bjarni keypti teikningar að skút- unni og lét senda sér skipshlutana hingað heim í gámi. Skútan er úr stáli og hann hóf smíðina þannig að hún var á hvolfi. Það segir hann mun þægilegra. „Þá gleymir maður yfirbyggingunni í bili og byrjar á sjálfum skrokknum, böndunum og síðan klæðir maður þau. Þegar það er komið og búið að sjóða allar plöt- ur og allt slíkt saman er skipinu snúið við,“ segir Bjarni og bætir hlæjandi við að margir hafi verið vantrúaðir á að honum tækist sá viðsnúningur inni í skemmunni. En … eins og gljáfagur, rennilegur skrokkurinn í hlaðinu ber vitni um tókst það og gott betur. Einhverju breytti hann frá upp- runalegum teikningum, t.d. gluggum á káetunni, sem hann segir setja nokkuð annan svip á gripinn. „Hugmyndin núna er að komast á flot snemma næsta sumar, eitthvað siglir maður hérna heima fyrst og prófar sjálfan sig og skipið. Síðan ætla ég að koma mér suður eftir í hlýrra loftslag,“ segir Bjarni. Hann er þegar með öll réttindi til þess sem hann ætlar sér að gera með skútuna. „En hins vegar kannski vantar mann aðeins meiri úthafs- reynslu,“ segir hann sposkur. Sjálf- ur mun hann sigla skútunni til Mið- jarðarhafsins, en ætlar þó að hafa með sér vana menn í áhöfn. „Annað er náttúrlega alveg glórulaust,“ seg- ir hann og bætir við að þó að einn maður geti vissulega siglt skútunni finnist sér það ekki spennandi til- hugsun. „Það er meira fyrir ein- hverja einfara og einveran er ekki það sem heillar mig,“ segir hann, viðurkennir þó að ágætt geti verið að vera stundum einsamall, en ekki vikum saman. Varasamt að gera áætlanir Bjarni hefur ekkert ákveðið um tengslin við Ísland eftir að skútunni hefur verið siglt utan. Draumur væri þó að geta átt sér hreiður hér á landi og dvalist þar hluta úr ári. „Það er allt opið í því, en ég hef rekist á það í gegnum tíðina að það er mjög varasamt að gera áætlanir,“ segir stálsmiðurinn hugsi. Smíðin hefur nú þegar tekið tvö ár og Bjarni áætlar að enn séu eftir 600 vinnustundir við hana. Hann hefur unnið „fulla vinnu“ með, segir það hafa verið býsna mikið. „Ja, eig- inlega of mikið, ég ætla ekki að lifa svona lífi aftur,“ segir hann svo ákveðinn. Hann lýsir því hversu gríðarleg vinna fólst í smáatriðunum og því að búa skrokkinn undir máln- ingarvinnuna. „Þú sérð það að bara málningarflöturinn er 100 fermetr- ar,“ segir hann og slæ „málningarvinnan sjál urleg vinna.“ Ekki er laust við að arleg sjón að sjá heila svo langt inni í landi s og Bjarni hefur orðið forvitni gesta og gang ina. „Það hafa komið út í skemmu, bæði pa og sjá eða átt leið um hafa frétt af þessu og „Það bregður en þó að ég geri eitt „Þetta er náttúrlega rosalegt,“ varð Ragn- ari Axelssyni ljós- myndara að orði þegar hann sá skútuna í hlaðinu hjá Bjarna Harðarsyni á Flúðum. Af öllum stöðum. Sig- rún Ásmundsdóttir spurði Bjarna hvað hann ætlaði sér með 40 feta heimasmíðaða skútuna. Verk Bjarni áætlar að enn séu 600 vinnustundir eftir til að full Skipstjórinn Grænar grundir blasa við í bakgrunni, enda skút Valdi eik Skútan verðu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.