Morgunblaðið - 19.05.2008, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.05.2008, Blaðsíða 20
hestar 20 MÁNUDAGUR 19. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ við versnandi kjör sem veldur þessum sinna- skiptum. Víkverji verð- ur eins og fleira fólk að læra að nýta betur pen- ingana sína, núna þegar minna er af þeim. Og annað sem hann óttast alltaf meira en flest annað er að missa andlitið, standa uppi berstrípaður sem asni. Löng hefð er fyrir því í okkar góða landi að dýrka gáfur og því full ástæða til að tjalda öllu sem til er. Jafnvel hag- ræða svolítið eins og við gerum nú sum til að sýnast ofursnjöll. En það gengur ekki þegar fólk þarf að gangast stöðugt við því að hafa lát- ið glepjast til að kaupa eitthvað á miklu hærra verði en það er selt í annarri verslun. Þá endar maður í gapastokknum. Svona getur spé- hræðslan orðið til góðs. En Víkverji kvartar oft undan því að sumar vörur er mjög erfitt að fá í nógu litlum pakkningum fyrir ein- staklinga. Klukkuverslanirnar sem flestir nota selja t.d. hollt og gott grænmeti eins og spínat í svo stórum pokum að venjulega þarf Víkverji að fleygja amk. helmingnum. Þetta er vara sem einfaldlega geymist ekki vel í kæliskáp. Hann veit vel að hann yrði kannski að borga hlutfallslega eitt- hvað meira ef pakkningin væri minni en finnst það óþolandi sóun að þurfa stöðugt að vera að fleygja mat. x x x Veðurfréttirnar í Ríkisútvarpinueru alltaf notalegt efni og Vík- verja dagsins finnst ekki endilega spilla að heyra um slagviðri og leið- indaveður einhvers staðar í fjarska. Þá gleður það hann að hafa sloppið sjálfur. En honum brá í brún um dag- inn. Þá heyrði hann skýrmæltan karl- mann lesa en rullan var ekki t.d. „Ak- ureyri, norð-norðaustan fjórir, hiti 12 stig“ heldur 12 stigum. Ekki lengur nefnifall? Þetta var ekki misheyrn, hitastigin á næstu stöðum voru líka dottin í aukafall. Víkverji dagsins hef-ur alltaf verið mesti rati í neytenda- málum þó að hann þori varla að ljóstra því upp á vettvangi þar sem margir ofjarlar hans skrifa. Oft hafa honum fundist umvandanir þeirra hálfgert tuð. Hefur þetta fólk ekkert betra að gera, ha? En nú bregður svo við að hann er farinn að skilja að það er ekkert vit að láta ósvífna kaupmenn svindla á sér með alls konar bellibrögðum. Sennilega er það óttinn      víkverji skrifar | vikverji@mbl.is Það vita víst flestir sem vilja vita að þaðer landsmótsár í ár. Landsmót hesta-manna verður haldið á Hellu dagana30. júní-6. júlí og er ætlunin að hafa mótið fjölskylduvænna en áður. Guðlaugur Ant- onsson landsráðunautur sem situr í mótsnefnd segir stefna í glæsilegt mót og alltaf sé viss krafa um að „toppa“ síðasta mót en jafnvel er búist við 15 þúsund gestum. Guðlaugur telur að útlendingar verði óvenjumargir, m.a. vegna þess að erlendir hrossakaupmenn sjái fram á hagstætt verð á íslenska hestinum hér miðað við stöðu íslensku krónunnar. Lágmark á aðaleinkunnum fyrir inntöku á landsmót hefur verið hækkað um 5 stig í hverj- um flokki. Guðlaugur telur að kynbótahrossin verði jafnvel rúmlega 300 í allt en það stefnir í stóra afkvæmasýningu á stóðhestum því staðan eftir reiknað kynbótamat í haust er þannig að 5-6 stóðhestar eru inni í myndinni bæði fyrir 1. verðlaun og heiðursverðlaun. Undanfarin ár hafa 1.200-1.400 hross verið kynbótadæmd á Íslandi og býst Guðlaugur við að nú í vor verði 7-800 hross dæmd bara á Hellu og Reykjavíkursvæðinu. „Ég verð við dóma hvern einasta dag frá kl. 8 til 9 á kvöldin,“ segir hann. Auk þess er hann nýkominn frá dómum í Þýskalandi og segist í ár þurfa að útvega dóm- ara vegna 21 tilfellis um alla Evrópu og í Banda- ríkjunum. Hoppum ekki upp í Formúlu-1-bíl Á hverju ári eru deildar meiningar um kyn- bótadóma og Guðlaugur segir augljóst að þar sem dómskalinn sé svo opinn verði alltaf skiptar skoðanir um hálfan til eða frá. „Auðvitað skiptir það máli fyrir einstakan eiganda hvort hestur- inn fær alltaf 7,5 í stað 8 en maður getur ekki velt sér upp úr því þegar maður er að dæma,“ segir Guðlaugur. Meðaltal einkunna sé svipað ár eftir ár og fyrir nokkrum árum hafi verið gerð könnun þar sem menn dæmdu einir. „Nið- urstaða utanaðkomandi tölfræðings var sú að þessir dómar væru ótrúlega samstæðir og ná- kvæmir, miðað við hve huglægir þeir væru.“ En hvað segir landsráðunautur um raddir sem telja að ekki hafi allir sömu möguleika í kynbótadómi? Hann segir augljóst að það skipti máli að kunna að stilla upp hesti og sýna hvað búi í honum. T.d. sé hluti af hálseinkunn, sem hefur mest vægi í byggingu, hvort hesturinn eigi gott með að reisa sig og „ef einhver kemur með hest sem fær bara að hengja haus þá get- um við ekki einu sinni metið hvort hesturinn getur reist sig“, segir Guðlaugur. „Þrír knapar sýna hátt í hundrað hross á ári og ef þeir hafa ekki meiri reynslu og getu en aðrir væri það eitthvað skrítið. Við hoppum ekki upp í Form- úlu-1-bíl og ætlumst til að ná sama árangri og þeir sem eru búnir að vera á brautinni í 10-15 ár. Það getur hver sem er sýnt hross í dómi og við erum voðalega glaðir þegar við fáum aðra knapa. En sumir eru bara meiri reiðmenn en aðrir, það eru engin ný sannindi. Auðvitað eru miklir peningar í húfi, sérstaklega hvað stóð- hestana varðar, og menn verða sárir og reiðir en við dómarar verðum bara að taka fyrir hvern grip eins og hann kemur. Ég held að þetta sé í heldur góðu standi þessi árin móti því sem áður var.“ Til að halda FEIF-dómararéttindum þurfi menn t.a.m. að dæma 200 hross á hverjum tveimur árum. Sjálfur dæmir hann 800-1.000 hross á ári. „Við erum auðvitað að hugsa um hrossaræktina í heild og hjálpum fólki að nota þá gripi sem við teljum rétta.“ Á Íslandi sé þó mikið frjálsræði í ræktun og m.a.s. sé hægt að nota spattaðan stóðhest. Tískusveiflur komi líka til og einkunnir segi ekki alla söguna. Hann segir þó ljóst að menn ætli dómurum ótrúlega hluti, t.d. að velja hross á landsmót og raða í verðlaunasæti á mótum. „Við gefum 14 einkunnir og það er mismunandi vægi á þeim öllum. Maður væri óskaplega klár ef maður sæi fyrir útkomuna. Á kynbótasýningunni í Reykja- vík renna 40 hross í gegn á hverjum degi og hvert hross má fara tíu ferðir sem flestir nýta sér. Við dómarar þurfum að hreyfa höfuðið til hægri eða vinstri 400 sinnum á dag – og megum ekki missa af neinu – ef við gætum nú líka verið að velta okkur upp úr því hver ætti hrossið, undan hverju það væri eða hvort það kæmist inn á landsmót eða ekki þá værum við færir!“ Íslenski hesturinn orðinn stór? Hvað með ræktunarmarkmið fyrir íslenska hestinn? Er hann kannski orðinn of stór? Ís- lenski hesturinn stækkaði mikið á 20. öldinni og segir Guðlaugur það ekki bara ræktun sem þar komi til heldur líka betri umönnun og fóðrun. Rúlluheysverkun eigi t.d. töluverðan þátt í stækkun íslenska hestsins. „Ágæt stærð er sögð 135-145 cm á stöng en hestur sem er orðinn 145 cm er gríðarstór, við fáum 10-15 slík hross af 1.200-1.400. Sum af þeim eru býsna fim, ólíkt því sem menn héldu lengi fram. Auðvitað bygg- ist það mikið á ganglagi, vilja o.fl. Við erum í sjálfu sér ekki að stefna á stærri hest. En hér áður fyrr fékk hestur ekki 1. verðlaun ef hestur náði ekki 140 cm á bandmáli, þótt hann næði einkunn til þess.“ Þá hafi útlendingar heldur ekki litið á hest til kaupa ef hann náði ekki þess- ari hæð og reyndar sé alltaf smábarátta að hrista smáhestaímyndinni af okkur. „En við verðlaunum ekki fyrir stærðina sérstaklega. Þó hefur hestur sem er léttbyggður og fótalangur meiri möguleika á að fá hærri einkunn og fólk segir stundum: „Þið viljið rækta einhverja há- fætta kríukroppa.“ En við viljum háfættan, létt- byggðan hest og sterkan! Hest með vöðva, ekki eitthvert herðatré eða beinasleggju, við viljum líka mjúkar línur og mikinn vöðvamassa. Það er markmiðið.“ Auk þess sé grunnurinn alhliða- gengur hestur og að hans mati á ekki að dæma klárhrossin sér, eins og oft hefur komið til um- ræðu. „Fimmgangshesturinn er markmiðið en líka með svo gott tölt að það jafnist á við tölt fjórgangshestsins. Klárhrossin eiga alveg möguleika á við hin ef þau eru nógu góð,“ segir hann og bendir t.d. á hinn skeiðlausa Eldjárn frá Tjaldhólum sem stóð efstur í sínum flokki á síðasta landsmóti. Hann ætlar ræktunartak- markið á góðu róli m.t.t. úrslita A-flokksgæð- inga 2006. Þar hafi og sannast að kynbótahross og keppnishross séu ekki tvennt ólíkt. Krafa fólks um ræktun þægra fjölskylduhrossa er nokkuð hávær en Guðlaugur telur að það þurfi að stefna á sem albesta stóðhesta, það komi allt- af nóg af öðru með. Lakari hestur muni gefa miklu meira af hestum sem enginn geti notað. Um 6.000 folöld fæðast á ári og því sé erfða- breytileikinn mikill. Kynbótastarf verður seint of mikils metið og eru lokaorð Guðlaugs góð áminning þess efnis: „Ég hef alltaf tekið fólki vara fyrir því að ætla að rækta eftir einhverju sem það sér í gæð- ingakeppni. Þungur fótabúnaður erfist ekki!“ thuridur@mbl.is „Fótabúnaður erfist ekki“ Morgunblaðið/RAX Landsráðunautur Guðlaugur Antonsson þarf að horfa á eftir hestum ýmist til hægri eða vinstri um 400 sinnum á dag á um fimm vikna dómatímabili kynbótasýninga fyrir landsmótið á Hellu. Morgunblaðið/Eyþór Fólk segir stundum: „Þið viljið rækta einhverja háfætta kríu- kroppa.“ En við viljum háfætt- an, léttbyggðan hest og sterk- an! Hest með vöðva, ekki eitthvert herðatré eða beina- sleggju, við viljum líka mjúkar línur og mikinn vöðvamassa. Þessa dagana mæðir mikið á Guðlaugi Antonssyni, lands- ráðunauti í hrossarækt, því nú stendur yfir nokkurra vikna þrotlaus törn við að dæma kynbótahross á þessu lands- mótsári. Þuríður Magnúsína Björnsdóttir komst að því að Guðlaugur vill helst ekki beina- sleggju í keppnisbrautina. Þróun hestsins Ástríður Þorsteinsdóttir frá Húsafelli, síðar húsfreyja á Signýjarstöðum, situr í söðli á hryssunni Fanneyju um alda- mótin 1900. Á myndinni til hliðar eru Þór- arinn Eymundsson og Kraftur frá Bringu á Íslandsmótinu í hestaíþróttum 2007. Þar fer úrvalstöltari og -fimmgangshestur sem er yf- irlýst markmið hrossaræktunar í dag. www.sjofnhar.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.