Morgunblaðið - 19.05.2008, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 19.05.2008, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. MAÍ 2008 41 / AKUREYRI / KEFLAVÍK / SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA,KRINGLUNNI, KEFLAVÍK, AKUREYRI OG SELFOSSI eeee - V.J.V., Topp5.is/FBL eee ROLLING STONE SÝND Í KRINGLUNNI OG AKUREYRISÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI SÝND Í KEFLAVÍK „ATH SÉRSTAKT LEYNIATRIÐI ER AÐ MYND LOKINNI (EFTIR LEIKARA/CREDIT LISTANUM)“ SÝND Á SELFOSSI NEVER BACK DOWN kl. 8 - 10:15 B.i. 14 ára IRON MAN kl. 8 B.i. 12 ára THE HUNTING PARTY kl. 10:15 B.i. 12 ára NIM'S ISLAND kl. 8 LEYFÐ MADE OF HONOUR kl. 8 LEYFÐ IRON MAN kl. 10:10 B.i. 12 ára RUINS kl. 10:10 B.i. 16 ára NIM'S ISLAND kl. 8 LEYFÐ IRON MAN kl. 10 B.i. 12 ára OVER HER DEAD BODY kl. 8 B.i. 7 ára STREET KINGS kl. 10 B.i. 16 ára SÝND Í KEFLAVÍKSÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í KRINGLUNNI KVIKMYND Smárabíó Prom Night – Nótt dauðans bmnnn Leikstjóri: Nelson McCormick . Aðalleikarar: Brittany Snow, Idris Elba, Johnathon Schaech. 100 mín. Bandaríkin 2008. FYRIR fjórum árum var fjölskylda Donnu (Snow), myrt, þ. á m. móðir hennar fyrir augum stúlkunnar, sem hefur verið hálfgerð taugahrúga síðan og brutt róandi. Morðinginn, Richard Fenton (Schaech), var einn af kennurum hennar og lagði ofurást á Donnu. Síðan hefur hún alið manninn hjá frændfólki sínu og stundað sitt nám, Fenton setið í öryggisfangelsi og allt virðist í bærilegu standi þegar hún heldur á lokaballið ásamt kærastanum. Uppáklædd, sæt og fín, en það setur að henni ugg, að undanförnu hefur Donna haft draumfarir slæmar. Myndir tengdar lokaballi, „prom night“, í mið- skóla eru orðnar ófáar og nokkrar hafa jafnvel borið þetta sama heiti í gegnum tíðina, þ. á m. ein með Jamie Lee Curtis og var nokkuð svæsin, satt að segja man ég ekki hvort söguþráðurinn var sá sami. 2008-árgerðin er óvenjuslök, jafnvel af unglinga- hrolli að vera, þar sem kröfurnar eru litlar og nýj- ungar fáséðar. Framvindan er samfelld klisja, hrolláhrifin dauf- leg, ógnin umkomulaus í höndunum á Schaech sem er reyndar ögn áhrifaríkari, áður en hann skerðir hár sitt, sem Manson-legur geðsjúklingur í upphafs- atriðinu. Stóri vandinn er marflöt túlkun Snow í burð- arhlutverki fórnarlambsins, sem kemur á óvart því stúlkan stóð sig sómasamlega í hinni grínaktugu Hairspray. Söngva- og dansamyndir henta Snow sjálfsagt betur en hryllingur. Leikstjórnin er óspennandi en McCormick er vorkunn, það er ekki möguleiki að kreista minnsta blóðdropa úr þessu handriti. Sæbjörn Valdimarsson Blóðlítið lokaball Slök Brittany Snow stendur sig illa í aðal- hlutverki kvikmyndarinnar Prom Night. TÁKNATRÉ myndlistarkonunnar Gabríelu Friðriksdóttur og frönsku hönnuðanna Mathias Augustyniak og Michael Amzalag verður vígt í dag í Urriðaholti í Garðabæ þar sem nýtt hverfi á að rísa. Skúlptúrinn er bronstré úr stöfum sem þeir Augustyniak og Amzalag hönnuðu eftir teikningum Gabríelu. Verkið unnu þremenningarnir í samstarfi við skipuleggjendur hins nýja hverfis og stendur það á hæsta punkti holtsins. Í samtali við Morgunblaðið fyrir tæpu ári sagði Gabríela um verkefnið, að það skemmtilega við það væri að listaverkið kæmi fyrst og byggðin svo. Yfirleitt væri það öfugt. Morgunblaðið/G. Rúnar Árvakur/G.Rúnar Þrjú við tré Gabríela Friðriksdóttir myndlistarkona og franska hönnunartvíeykið M/M, sá hárlausi Michael Amzalag og sá hárprúði með vindinn í hárið Mathias Augustyniak. Bronstré komið fyrir í Urriðaholti PLÖTUSNÚÐURINN DJ Kiki-Ow er dansfíklum lands- ins að góðu einu kunn enda hefur hún ásamt tónlistar- og myndlistarmanninum Curver haldið uppi hinum vinsælu 90’s-kvöldum (No Limit) á NASA þar sem neonbyltingin hefur verið endurvakin með til- heyrandi glóstautum og öðru slíku hallæri. Hinn 14. júní verður Curver hinsvegar fjarri góðu gamni enda 10. áratugurinn aftarlega í forgangsröðinni hjá hinum nýbakaða föður, en í hans stað koma tveir plötusnúðar beint frá New York, þau Lauren Flax og JD Samson. Flax er engin aukvisi þegar kemur að því að þeyta skífum og á að baki meira en tíu ár sem plötusnúður. Á þeim tíma hefur hún deilt plötuspilurum og sviði með stjörnum á borð við Carl Craig, Jungle Brot- hers, Boy George, Moby, Scis- sor Sisters, Grand Master Flash og Basement Jaxx. Hinn þeytarinn, JD Sam- son, er ekki einungis plötu- snúður heldur virt tónlist- arkona og skipar eitt þriggja sæta í rafræna pönkbandinu og gjörningasveitinni Le Tigre en þess má geta að í þeirri sveit er einnig Kathleen Hanna, fyrrum liðsmaður Bik- ini Kill og eiginkona Adams Horovitz (Ad-Rock) úr Beas- tie Boys. Þess má svo geta að JD Samson lék einnig á hljómborð á síðasta tónleika- ferðalagi Peaches sem var farin til að kynna plötuna Im- peach my Bush. Veislan hinn 14. júní hefst kl. 23.30 og stendur fram á morgun. Aðgangseyrir er 1.000 kr. en forsala verður í Spútnik, Laugavegi, eftir 1. júní. New York 10. ára- tugarins JD Samson úr Le Tigre þeytir skífum á Organ Nó, nó ... DJ Kiki-Ow einnig þekkt undir nafninu Kitty von Sometime mun án efa framkalla hinn sanna anda 10. áratugarins, ásamt þeim Lauren Flax og JD Samson á Organ, laugardaginn 14. júní.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.