Morgunblaðið - 19.05.2008, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.05.2008, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. MAÍ 2008 13 Eftir Ómar Garðarsson ÍSFÉLAGIÐ í Vestmannaeyjum á mikið und- ir uppsjávarveiðum og lítill kvóti í loðnu á ný- liðinni vertíð var því mikið högg fyrir félagið. Bitnaði þetta ekki síst á bræðslu félagsins, FES, því reynt var að nýta takmarkaðan afla til manneldis eins og kostur var. En þegar neyðin er stærst er hjálpin næst og í dæmi bræðslu Ísfélagsins var það kolmunninn sem kom til bjargar. Kolmunninn fór að berast fyrir loðnuvertíð og hefur Ísfélagið tekið á móti 30 þúsund tonnum sem er góð viðbót við loðnuna en að- eins var tekið á móti tæplega 20 þúsund tonn- um af loðnu á vertíðinni. Orðin ágætis vertíð Vestmannaeyingar hafa sífellt meira látið til sín taka í kolmunna á undanförnum árum. Því ræður m.a. staðsetning kolmunnans í upp- hafi vertíðar, þegar hann heldur sig á Rockall- svæðinu vestan við Írland. Þá liggja Vest- mannaeyjar vel við og Páll Scheving, verksmiðjustjóri FES, sagði að Ísfélagið hefði byrjað að taka á móti kolmunna í bræðslu í febrúar. „Við erum búnir að vinna 30 þúsund tonn af kolmunna, mest af norskum og fær- eyskum skipum en einnig af eigin skipum og skipum Granda. Með loðnunni eru þetta orðin um 50 þúsund tonn þannig að þegar upp er staðið er þetta orðin ágætis verðtíð,“ sagði Páll. Hann sagði að nú mætti segja að kolmunna- vertíðinni væri lokið af þeirra hálfu. „Bæði er- um við búnir með okkar kvóta og það sama gildir um Norðmenn og hins vegar eru miðin núna austan við Færeyjar. Þá er orðið miklu styttra fyrir skipin að fara annað.“ Sleitulausar vaktir Vinnudagurinn hefur verið langur í FES í vetur og vor og unnið sleitulaust á vöktum svo vikum skipti. „Við byrjuðum vaktir 1. mars og mínir menn eru auðvitað ánægðir með að fá nóga vinnu. Líka er þetta virðisauki fyrir sam- félagið og skapar atvinnu og tekjur við bræðsluna. Skipin kaupa ýmsa þjónustu við löndun og greiða hafnargjöld o.fl. Flotinn kaupir líka olíu, kost og aðföng þannig að þetta styrkir alla þjónustuaðila í bænum,“ sagði Páll. Lykillinn að þessu er að í haust var lokið umtalsverðum endurbótum og stækkun á bræðslu Ísfélagsins sem eiga að skila sér í auknum afköstum og betri nýtingu á hráefni. Alls er þetta fjárfesting upp á um 350 millj- ónir króna og komu 50 til 60 iðnaðarmenn að verkinu þegar mest var. Verksmiðja flutt milli landshluta Páll sagði að með kaupunum á Hraðfrysti- stöð Þórshafnar hefði Ísfélagið átt tvær bræðslur á Norðurlandi og hefði verið ákveðið að leggja niður verksmiðjuna í Krossanesi við Akureyri. „Ég fékk það verkefni að taka niður Krossanesverksmiðjuna og koma hluta henn- ar, sem við gætum nýtt hér, til Eyja. Við tók- um á leigu skip og fluttum stór stykki hingað og í gang fór mikil vinna við að koma fyrir þessum tækjum og nýjum búnaði,“ sagði Páll. Bætt var við innmötunina og suðutími á hráefni var lengdur með nýjum forsjóðara. „Með lengri suðutíma skiljum við fituna betur frá og fáum meira lýsi og minni fita verður í mjölinu. Við skiptum út sjóðara og pressu og keyrum nú á tveimur sjóðurum og tveimur pressum. Við fjölguðum líka skilvindum úr fimm í átta og komum fyrir sjálfvirkum hreinsibúnaði. Við settum upp nýrri gufu- þurrku sem er um 100 tonn á þyngd og var mikið vandaverk að koma henni á sinn stað. Forþurrkun fer fram í gufuþurrku og eft- irþurrkun í loftþurrkum. Þá var byggður 300 tonna blóðvatnstankur og allt á þetta að hjálpa okkur við að auka afköstin sem eiga að geta farið úr 1000 tonnum tæpum í 1200 tonn á sólarhring.“ Í bræðslunni eru tveir mjöltankar og hug- myndin er að í stubbabræðslu verði hægt að safna mjöli á nóttunni og sekkja á daginn. „Einnig getum við blandað mjöli milli tank- anna og fengið þannig þá mjölblöndu sem við viljum hverju sinni.“ Hrognaverkið tvöfaldað Varðandi um mjölið, sagði Páll að gæðin skiptu öllu máli. „Þetta snýst um próteinmagn í mjölinu og stefnan er alltaf að framleiða há- gæðamjöl. Það fer þó eftir hráefninu sem allt- af verður misjafnt.“ Auk endurbóta á verksmiðjunni er búið að tvöfalda hrognaverkið sem verður tilbúið fyrir vertíðina. „Þá getum við bæði landað hraðar og nýtt betur hrognin. Samtals er þetta fram- kvæmd upp á 350 milljónir sem við vonumst til að eigi eftir að skila sér,“ sagði Páll að lok- um. Kolmunninn varð til bjargar þegar loðnuvertíðin brást Morgunblaðið/Sigurgeir Verksmiðjustjóri Búið er að setja tækin frá Krossanesverksmiðjunni upp í FES, dótturfyrirtæki Ísfélags Vestmannaeyja. Páll Scheving, verk- smiðjustjóri FES, er ánægður með vertíðina, þrátt fyrir allt. Kolmunnalandanir norska og færeyskra skipa héldu verksmiðjunni gangandi. Eftir Reyni Sveinsson NÝTT skip í flota Nesfisks hf. í Garði kom til hafnar í Sandgerði fyrir skömmu. Sóley Sigurjóns GK 200 kom frá Póllandi þar sem skipinu var breytt og það lagfært mikið. Sóley Sigurjóns kemur í stað gam- als togara með sama nafni. Nesfiskur keypti nýja skipið af Brimi en það hét þá Sólbakur EA. Meðal breytinga má nefna að skip- ið var stytt um rúmlega einn metra, allar innréttingar yfirfarnar og borð- salur og eldhús endurnýjað. Skipið getur dregið tvö troll í einu. Lestar- rými er fyrir um 340 fiskikör. Að- gerðarkerfi var endurnýjað og telst með því besta sem í boði er á flot- anum. Í tilefni af komu skipsins sigldi floti Nesfisksskipa á móti Sóleyju Sigur- jóns og tók á móti henni utan við Sandgerðishöfn. Sóley er níunda skip fyrirtækisins. Víða komið við Sóley Sigurjóns GK er smíðuð 1987. Skipið var upphaflega gert út frá Grænlandi kom svo til Húsavíkur og hét Júlíus Hafsteen ÞH. Þaðan fór skipið til Raufarhafnar og var gert þaðan út sem Rauðinúpur ÞH og fékk svo nafnið Sólbakur hjá Útgerð- arfélagi Akureyringa og Brimi hf. Skipstjóri á Sóleyju Sigurjóns er Benóný Guðjónsson. Ný Sóley Sigurjóns bæt- ist í flota Nesfisks hf. Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Viðhöfn Sóley Sigurjóns GK 200 fánum skrýdd í Sandgerðishöfn. Skipinu hefur verið breytt og það lagfært mikið. Það var m.a. stytt um einn metra. HEILDARAFLI allra tegunda var liðlega 5 þúsund tonnum meiri í aprílmánuði í ár en í fyrra. Aukn- ingin skýrist að mestu leyti af auknum kolmunnaafla. Heildaraflinn í apríl var 127.441 tonn, samkvæmt yfirliti Fiskistofu. Aflinn í sama mánuði í fyrra var 122.367 tonn. Botnfiskaflinn í apríl var 51.313 tonn sem er nánast sami afli og í apríl í fyrra. Þorskafli dróst lít- illega saman milli ára og ufsaafli var tvö þúsund tonnum minni en í apríl 2007. Á móti kemur 1200 tonna aukning ýsuafla. Landað var 74.663 tonnum af kolmunna í mán- uðinum sem er tæplega fimm þús- und tonnum meiri afli en í apríl 2007. Heildarafli dregst saman Heildarafli ársins 2008 var í lok apríl orðinn tæplega 460 þúsund tonn sem er verulega minna en á sama tímabili á síðasta ári þegar heildarafli ársins var kominn í rúm 604 þúsund tonn. Þegar litið er á heildaraflann frá upphafi fiskveiðiársins, 1. septem- ber, sést að aflinn fyrstu átta mán- uði fiskveiðiársins er tæplega 165 þúsund tonnum minni en á sama tíma í fyrra. Heildaraflinn á þessu tímabili er orðinn liðlega 794 þús- und tonn en var á sama tímabili á síðasta fiskveiðiári tæplega 960 þúsund tonn. Munar þar mest um 30 þúsund tonna samdrátt í loðnu- afla. Aukinn síldarafli vegur það upp að hluta. Aukinn kolmunna- afli bætir tölurnar Morgunblaðið/RAX Veiði Það rættist úr vertíðinni hjá loðnuverksmiðjunum eftir stoppið. ÚR VERINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.