Morgunblaðið - 19.05.2008, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 19.05.2008, Blaðsíða 44
MÁNUDAGUR 19. MAÍ 140. DAGUR ÁRSINS 2008 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Enginn kali til Íslands  Forstjóri danska bankans Saxo Bank var staddur hér á landi fyrir helgi, m.a. til þess að leita sam- starfsaðila fyrir bankann. Hann seg- ir að þrátt fyrir að aðalhagfræðingur Saxo hafi haft sitthvað að segja um Ísland fyrr á árinu beri bankinn eng- an kala til landsins. »14 Milljónir gætu sparast  Ef læknar ávísuðu lyfjum sam- kvæmt ráðleggingum Trygg- ingastofnunar og Landlæknis gætu tugir og jafnvel hundruð milljóna króna sparast á hverju ári. Víða er- lendis ávísa læknar í meiri mæli samheitalyfjum. »Forsíða Opinská umræða um ESB  Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir mikilvægt að umræða um aðild að ESB sé opinská. Hún segir engan óróa innan þingflokks flokksins þótt ekki séu allir sammála um Evrópu- málin. »11 Dýrasta verkið skemmt  Lítil rispa fannst á dýrasta lista- verki sýningar sem haldin er í Lista- safni Akureyrar um þessar mundir. »4 SKOÐANIR» Staksteinar: Glæstar móttökur Forystugreinar: „Það sem er gott fyrir General Motors …“ | Árás á fordóma Ljósvaki: Þokukenndar framakonur UMRÆÐAN» Er Kaupþing búið að gleyma …? Ísland fyrirmyndarlandið? Skjótt skipast veður Þarfnast íslenskir vegir verndar? Vatnsúðakerfi í skjalasöfnum Blómin mjallhvít og snjómaður Lægri vísitala íbúðaverðs Kraumandi íslensk hönnun FASTEIGNIR» Heitast 12 °C | Kaldast 2 °C  Hæg S eða breytileg átt en 8-13 m/s með s- strönd. Dálítil rigning eða súld nv-lands, ann- ars yfirleitt þurrt. » 10 Tónleikar Amiinu, Kippa Kanínus og vina í Undralandi voru frábærir, fá fjórar og hálfa stjörnu. »40 TÓNLIST» Umfram væntingar CANNES» Tyson, Woody og Van Damme í Cannes. »43 Tölvuleikjarýnir blaðsins er heldur ósáttur við víkinga- leik en öllu sáttari við annan, þó leik- lestur sé slakur. »38 TÖLVULEIKIR» Máttlausir víkingar EVRÓVISJÓN» Frekjukast og kynning- arveislur. »39 FLUGAN» Flugan flögraði á Listahátíð og víðar. »36 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Elisabeth Fritzl ætlar að veita … 2. Telur sig vita hverjir stóðu … 3. Kennara vikið frá störfum … 4. 17 ára grunuð um morð í Noregi „ÉG heyri á hrossakaup- mönnum erlendis sem hafa lítið keypt hross hér- lendis á und- anförnum árum að nú vilja þeir koma og kaupa,“ segir Guðlaugur Antonsson, lands- ráðunautur í hrossarækt, en hann býst við mikl- um fjölda útlendinga á Landsmót hestamanna, sem fram fer á Hellu í sumar, og um leið líflegri hrossasölu. Erlendir kaupendur horfi nú fram á að staða íslensku krónunnar verði þeim hagstæð og það muni jafna stöðuna hjá hrossaræktendum því nokkur samdráttur hafi verið í sölu innanlands vegna efnahagsástands. Guðlaugur segir ræktendur ís- lenska hestsins alltaf eiga í smábar- áttu við að hrista smáhestaímyndina af sér og hér áður hafi útlendingar ekki litið við hesti sem náði ekki 140 cm hæð á bandmáli. Íslenski hest- urinn stækkaði mikið á 20. öldinni og þar kemur að sögn Guðlaugs ekki bara ræktun til, t.d. eigi rúlluheys- verkun þar stóran þátt. | 20 Spáir líflegri hrossasölu Guðlaugur Antonsson Stækkandi hestur með rúlluheyi Í NÚRÍKJANDI olíudýrtíð eru bensínstöðvarnar ekki það fyrsta sem fólki dettur í hug til að spara nokkrar krónur. Þær geta þó kom- ið á óvart þegar á reynir. Þegar flutningar standa yfir kemur það fyrir að límbandið til að loka pappakössum klárast. Rit- fangaverslunum, stórmörkuðum og bensínstöðvum ber ekki saman um verðið á einni góðri límbandsrúllu. Bensínstöðvar eru oft nærtæk- astar, en á N1-stöðinni í Borgartúni kostar 66 metra löng og 5 senti- metra breið Tesa-límbandsrúlla 275 krónur. Verslun Hagkaups í Holtagörðum rukkar 405 krónur fyrir eitt stykki, sem er 47% munur. Penninn í Holtagörðum bætir um betur, 545 krónur stykkið, 98% meira en hjá N1. Þar er einnig hægt að fá lúxus- límband á aðeins 998 krónur – extra sterkt. | halldorath@mbl.is Auratal Munur Allt að 98% verðmunur er á límbandsrúllu sem þessari. Eftir Víði Sigurðsson vs@mbl.is HERMANNI Hreiðarssyni, lands- liðsmanni í knattspyrnu, og samherj- um hans var fagnað af hátt í 200 þús- und manns þegar þeir komu með enska bikarinn til borgarinnar Portsmouth á suðurströnd Englands í gær. Portsmouth vann Cardiff, 1:0, í bikarúrslitaleiknum á laugardag og sigur liðsins er sögulegur því und- anfarin þrettán ár hafa bara stóru liðin í Englandi, Manchester United, Chelsea, Arsenal og Liverpool, orðið bikarmeistarar. Gífurlegur mannfjöldi fylgdi liði Portsmouth þegar því var ekið um götur borgarinnar í gær, og síðan var sem um útihátíð væri að ræða á stóru opnu svæði við ströndina þegar Her- mann og félagar gengu þar upp á stórt svið, sýndu bikarinn og tóku fagnaðarlátum borgarbúa. „Þetta er stærsta stundin á ferl- inum, það er ekkert betra en að vinna stærstu bikarkeppni í heimi á glæsilegasta velli í heimi og taka við bikar sem stóru liðin fjögur hér í Englandi hafa einokað undanfarin þrettán ár,“ sagði Hermann Hreið- arsson við Morgunblaðið. Enska dagblaðið The Guardian birti í gær grein þar sem fjallað var um stemninguna fyrir leikinn. Grein- arhöfundur lýsti þar atviki í jarðlest í London fyrir leikinn þar sem stuðn- ingsmenn Portsmouth rákust á 20 manna íslenskan hóp sem reyndist vera fjölskylda og ættingjar Her- manns Hreiðarssonar á leið á Wembley. Íslendingarnir voru allir í bolum með mynd af Hermanni, grimmdarlegum á svip, með áletrun- inni „The Herminator: Only God Can Judge Him“ en það er vísun í „Tor- tímandann“ sem Arnold Schwarzen- egger lék á sínum tíma. Þetta féll að vonum í góðan jarðveg hjá stuðn- ingsmönnum Portsmouth. | Íþróttir Hetjur í Portsmouth Hermanni Hreiðarssyni og félögum fagnað af um 200 þúsund manns þegar þeir komu heim með enska bikarinn í gær Reuters Bikarmeistari Hermann Hreiðarsson fagnar sætum bikarsigri með fé- lögum sínum á Wembley-leikvanginum á laugardaginn. ÞAÐ er ekki á hverjum degi sem nakin kona situr hvítan hest í Hafnarhúsinu. Það var þó svo í gær þegar fram fór seinni hluti Tilraunamaraþons Listahátíðar í Reykjavík. Myndin sýnir hluta tilraunar myndlistar- mannanna Erró og Carolee Schneeman en þau unnu síðast saman fyrir 35 árum. Erró lagði til tilraunar- innar hluta konunnar á hestinum, táknrænar and- stæður kvenleika og karlmennsku. Schneeman sýndi vídeóverkið „Infinity Kisses“ sem sýnir köttinn hennar Infinity sýna henni áköf blíðuhót. Tilraunamaraþoni Listahátíðar í Reykjavík lauk í gær Andstæður í Hafnarhúsinu Morgunblaðið/G. Rúnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.