Morgunblaðið - 19.05.2008, Side 10

Morgunblaðið - 19.05.2008, Side 10
10 MÁNUDAGUR 19. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ VEÐUR Domenico Salerno átti sér einskisills von þegar hann kom frá Ítal- íu til Bandaríkjanna 29. apríl að heimsækja bandaríska kærustu sína. Hann var stöðvaður í vega- bréfseftirlitinu á Dulles-flugvelli og eftir nokkurra klukkustunda yf- irheyrslu komust bandarísk yfirvöld að þeirri niðurstöðu að hann væri að biðja um hæli í Bandaríkjunum þótt hann segi sjálfur að það hafi hann aldrei gert. Sal- erno fékk hvorki að fara inn í land- ið, né að snúa aft- ur til Ítalíu. Hann var sendur í hlekkjum í fang- elsi í Virginíu og þar mátti hann dúsa í tíu daga.     Frá þessu vargreint í International Herald Tribune fyrir helgi. Þar segir að ferðalangar frá þeim 27 löndum, sem ekki þurfa vegabréfsáritun til að komast inn í Bandaríkin, geti átt á hættu að vera snúið. Þetta gerist nokkur þúsund sinnum á ári og í nokkrum tilfellum hafi það gerst að þeir séu settir í varðhald. Í greininni er sérstaklega fjallað um tilfelli Erlu Óskar Arnardóttur Lillendahl, sem var í haldi í sólarhring í desember.     Hver eru réttindi fólks, sem lendirí þessum aðstæðum? Í greininni segir að þar sem ekki sé litið svo á að aðkomufólk í vegabréfseftirliti sé komið til Bandaríkjanna, jafnvel þótt það sé í gæsluvarðhaldi, njóti það ekki einu sinni lagalegra rétt- inda ólöglegra innflytjenda. Bandarísk stjórnvöld segja að starfsmenn hafi verið áminntir um að leysa hratt úr þessum málum, en engu að síður koma enn upp dæmi um gróf brot. Meðferðin á Erlu Ósk var hneyksli, en fangelsun Salernos er miklu svívirðilegri.     Og þetta eru ekki verstu tilfellin. Ífangelsinu hitti Salerno hæl- isleitendur, sem höfðu setið í varð- haldi í heilt ár. Þetta er ekki boð- legt. STAKSTEINAR Ávallt viðbúnir. Glæstar móttökur SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )                 *(!  + ,- .  & / 0    + -                       12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (                           :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).? ! !   ! ! ! ! ! ! ! !  !  ! ! !   !!                        *$BC ""                            ! "  # #    $   *! $$ B *! #$ %"& "$"&  ' (& )( <2 <! <2 <! <2 #'&%"*  +",-(. D                 <7               "       %  & '    8   (   )         $  *!          6 2  %  &     (*'$      &  + ,   -        /0 ""(11 (&""2 ( -("*  Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Stefán Gíslason | 18. maí 2008 Hógvært og kurteist fólk Litháar eru líklega hóg- værasta og kurteisasta fólk sem ég hef hitt. Var þar í stuttri heim- sókn um hávetur í kulda og myrkri fyrir nokkrum árum... Ég fagna því að Litháar á Íslandi eru búnir að stofna félag, m.a. til að bæta ímynd Litháa hérlendis. Þessi þjóð á betra skilið en að örfá- ir misyndismenn komi á hana óorði! Meira: stefangisla.blog.is Laufey B. Waage | 18. maí 2008 Stöðuveiting, afmæli og kennarablóm ...því umsækjendur voru margir, m.a. ein- hverjir sprenglærðir að sunnan, sem ekki var hægt að ganga framhjá. En nú í vikunni var loks- ins ráðið í stöðuna - og það var það nýsnyrtur rokkarinn sem var ráðinn. Auðvitað er hann bestur. Nú stendur yfir tími nemenda- tónleika, prófa og síðustu kennslu- daga vorsins. Meira: laufeywaage.blog.is Þorsteinn Ingimarsson | 17. maí 2008 Uppsagnirnar hjá bönkunum Ég er ekki alveg að kaupa það að bankar og fjármálastofnanir skuli vera að segja upp starfsfólki í hrönnum þó tímabundin (vonandi) kreppa sé í gangi í dag. Í ljósi ríkidæmis og flottræfilsháttar stjórnenda bankanna undanfarin ár hefði ég viljað sjá þá þrauka lengur og halda starfsfólkinu þó hagnaðurinn yrði minni í einhvern tíma. Hagræða hefði átt meira á öðrum sviðum, t.d. að hætta alveg við laxveiðiferðirnar en ekki fækka þeim. Alltaf hægt að koma þessum leyfum í verð. Einhvern veginn finnst mér það ótrúverðugt þegar mönnum eru greiddar 300 milljónir í startgjald við upphaf starfs, plús ofurlaun að ráðist skuli í að reka lægst launaða starfs- fólkið, framlínufólkið sem sinnir við- skiptavinunum. Að vísu tala menn um jafna skiptingu þeirra sem misst hafa vinnuna undanfarið. En þegar hag- ræðing felst að stórum hluta í lokun útibúa þá eru þar ekki þeir launa- hæstu sem starfa þar. Í ímyndarauglýsingum fjár- málastofnanna er stöðugt gert útá hversu íslenzkir þeir séu og sam- félagslega ábyrgir. Stuðningur við íþrótta- og menningarviðburði ýmis konar, allt hlutir sem viðskiptavinir bankanna greiða í raun sjálfir með ok- urvöxtunum og ofurþjónustugjöld- unum. Ekkert nema Pótemkimtjöld til að slá ryki í augu almennings. Meðan allt lék í lyndi hjá fjár- málastofnunum þá var það sérvalinn hópur fólks sem sat að allsnægt- unum meðan hin venjulegi íslenzki viðskiptavinur mátti horfa á eftir þeim í veizlur hingað og þangað um heim- inn. Viðskiptavinir sem fengu ótak- mörkuð lán á betri kjörum en öðrum stóð til boða. Það skýtur því skökku við nú þegar syrtir í álinn, þá á íslenska ríkið (við) að hlaupa undir bagga og bjarga mál- unum með ríkisábyrgðum og dýrri lán- töku erlendis. Sumir bankaforstjór- arnir hafa einnig biðlað til lífeyrisjóðanna (okkar ævisparnaður) um að fjárfesta í bönkunum svo þeir fari nú ekki á hausinn. Getur það ver- ið réttlætanlegt að almenningur taki þátt í því á meðan sömu stofnanir segja upp starfsfólki í hundraða tali? Meira: thorsteinni.blog.is BLOG.IS Jón Steinar Ragnarsson | 17 maí 2008 Draugagangur Ég flutti nýlega inn í hús, sem er ekki svo gamalt. Líklega um 30 ára eða svo. Fyrstu nóttina, sem ég svaf þar vaknaði ég oftar en einu sinni upp við háa dynki, BAMM! og hurðir, sem vældu ámátlega á hjör- um. Ég fór á fætur í einhver skipti til að athuga hvað ylli og hugði jafnvel að einhver væri að brjótast inn. Kannski einhver fyllibytta í leit að sálufélaga til að gráta með, en ég sá ekkert at- hugavert. Meira: Meira:prakkarinn.blog.is SAMKEPPNISEFTIRLITIÐ hef- ur sektað Sundagarða ehf. um 750 þúsund krónur vegna brots á til- kynningarskyldu um samruna. Sundagarðar keyptu um áramótin síðustu allt hlutafé Sparisjóðs Mýrasýslu í Borgarnes-kjötvörum, en fullnægjandi samrunatilkynning barst ekki fyrr en 13. mars sl. Í ákvörðun Samkeppniseftirlits- ins segir að 22. janúar hafi athygli forsvarsmanna Sundagarða verið vakin á því að um tilkynninga- skyldu um samruna gæti verið að ræða. Var því lagt til að fyrirtækið tilkynnti um samrunann á þann hátt sem reglur gera ráð fyrir. Tilkynning hafði ekki borist þann 13. febrúar og sendi eftirlitið að nýju bréf, þar sem Sundagörðum var veittur frestur til 27. febrúar. Var og ítrekað að Samkeppniseft- irlitið leggi sektir á fyrirtæki sem brjóti gegn tilkynningaskyldu. Þann 5. mars barst samrunaskrá vegna kaupanna, auk bréfs þar sem raktar voru ástæður þess að til- kynning barst ekki fyrr. Sagði m.a. að Borgarnes kjötvörur hefður veirð mjög skuldsett fyrirtæki og hafi mikill tími starfsmanna Sunda- garða farið í að greiða úr þeim skuldum. Auk þess hafi tölvukerfi fyrirtækisins verið komið til ára sinna og erfitt að afla gagna úr bókahaldinu. Þá hafi framkvæmda- stjóri fyrirtækisins hætt störfum skömmu eftir kaupin og það gert starfsmönnum Sundagarða erfiðara um vik. Starfslið Sundagarða hefði því verið of fámennt til að takast á við öll þau verkefni er kaupunum fylgdu. Átti að berast 7. janúar Samkeppniseftirlitið taldi til- kynningu fyrirtækisins ófullnægj- andi og farið var fram á frekari upplýsingar, þ.e. allar þær upplýs- ingar sem í tilkynningaskyldunni áttu að vera. Fullnægjandi tilkynn- ing barst svo eins og áður segir 13. mars sl. Í niðurlagi ákvörðunnar Sam- keppniseftirlitsins segir að Sunda- görðum hafi borið að tilkynna um umræddan samruna í síðasta lagi 7. janúar, þ.e. innan viku eftir að kaupsamningur var undirritaður. Tilkynningin hafi hins vegar ekki borist fyrr en rúmlega tveimur mánuðum síðar og skýringar fyr- irtækisins á þeim drætti gefi ekki tilefni til að láta hjá líða að beita viðurlagaúrræðum, að mati eftirlits- ins. Sekt fyrir brot á tilkynningaskyldu Sundagarðar greiða 750 þúsund krónur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.