Morgunblaðið - 19.05.2008, Síða 39

Morgunblaðið - 19.05.2008, Síða 39
Ljósmynd/Dagur Gunnarsson Það er ekki tekið út með sæld-inni að dvelja í Evróvisjón-landi, hér er bæði heitt og sveitt og mikið um að vera en hið ís- lenska Euroband er búið að átta sig vel á staðháttum og spilar fjölmiðla- leikinn af stakri snilld. Ég var ekki fyrr lentur eftir mjög áhugaverða flugferð með serbneska JAT flug- félaginu og enn áhugaverðari leigu- bílaferð í bæinn en ég var drifinn út á Evrógaleiðuna. Leigubílstjórinn hafði greinilega lesið klisjubókina um Austurevrópu og þandi slitinn Bens eins og hann gat. Við æddum eftir hraðbrautinni á ólöglegum hraða og með jafn ólög- legan gjaldmæli sem var kominn upp í fjórum sinnum hærri upphæð en ferðahandbókin sagði að öll ferð- in ætti að kosta þegar á bílastæði flugvallarins. Hann snéri upp á sig í sætinu á hraðbrautinni og teygði til mín sígarettupakka og taldi ekki eft- ir sér að segja mér frá sorgarsögu borgarinnar á brotinni ensku. „Here ping pong,“ sagði hann og benti á hús serbnesku leyniþjónustunnar sem hefur ekki borið sitt barr eftir að hafa orðið fyrir sprengjuárás í stríðinu. Það var mín misheyrn því maðurinn var í raun að segja „big bomb“.    Seint á laugardagskvöldinu fylgdiég semsagt með Eurobandinu á Evróvisjón-galeiðuna. Það var rúnt- að um Belgrad í rútu og hinir ýmsu klúbbar og skemmtistaðir sóttir heim til að sýna sig, sjá aðra og kynna íslenska lagið til sögunnar. Fyrir keppnina halda flestir þátttak- endur í söngvakeppninni partí fyrir hina keppendurnar og blaðamenn- ina til að kynna sig og sitt framlag.    Mismikið var lagt í þessi kynn-ingarpartí, sum voru á svölum búllum og klúbbum í miðbænum þar sem óárennilegir útkastarar gættu kúlheitanna með aðstoð málmleit- artækja en undir lok kvöldsins sótt- um við heim samkvæmi eða tónleika sem voru haldnir í lítilli höll á stærð við gömlu Laugardalshöllina. Þar kom meðal annars fram kná stúlka í stuttum buxum, sem nefnist Kalom- ira og er frá Grikklandi og önnur fá- klædd þokkadís, Ani Lorak, sem syngur lagið „Shady Lady“ fyrir Úkraínu. Keppendur fóru um í grúppum og létu mynda sig með öðrum kepp- endum og kysstust út í loftið. Íslenska boðið verður haldið á Magacin Club í kvöld, gamalli vöru- skemmu við árbakkann sem hefur verið breytt í næturklúbb og þá verð- ur spennandi að sjá hvaða meðkepp- endur láta sjá sig en litið er á slíkar heimsóknir sem óbeina stuðnings- yfirlýsingu við litla Ísland. Ljóst er að Ísland virðist eiga sína aðdáendur hér en hingað eru mættir sérlegir áhangendur keppninnar sem skrá sig í klúbb og fá passa til að komast inn í ýmis kynningarpartí til að fá eiginhandaráritanir og djamma með stjörnunum.    Þegar þetta er ritað er georgískasöngkonan Diana Gurstkaya að æfa lag sitt, „Peace Will Come“ á sviðinu í Beograd Arena en ef pirr- ingskast hennar milli laga og öskur á hljóðmenn er eitthvað að fara eftir þá á friðsemdin langt í land á þeim bæ. Búningarnir eru þó ákaflega spennandi, þeir virðast hafa verið fengnir hjá framleiðendum Matrix kvikmyndanna, svart latex og dökk sólgleraugu, ákaflega svalt. Eurobandið var mjög ánægt með sínar æfingar og sagði að hljóðið hefði verið gott og að það hefði kom- ið á óvart hvað allt gekk smurt fyrir sig. Þau fundu ekkert fyrir því að sviðið væri sleipt undir fæti eins og sænska dívan Charlotte Perelli (áður Nilsson) kvartaði undan og enginn þurfti að öskra á hljóðmanninn sem mun hafa verið með allt á hreinu.    Um það leyti sem blaðið fór íprentun var Eurobandið að mæta í opinbert boð hjá krónprinsi og krónprinsessu Serbíu í Hvítu höll- inni og síðan hélt borgarstjórinn í Belgrad mikla veislu til að bjóða þátttakendur velkomna í annarri höll. Ping-Pong og stuttar buxur í Evróvisjónlandi »… ef pirringskasthennar milli laga og öskur á hljóðmenn er eitthvað að fara eftir þá á friðsemdin langt í land á þeim bæ. Silfurgella Ani Lorak frá Úkraínu syngur um skuggalega dömu. dagur@mbl.is DAGUR Í EVRÓVISJÓN Eftir Dag Gunnarsson Með Grikkja Friðrik Ómar og Regína Ósk með fulltrúa Grikkja, Kalomiru. MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. MAÍ 2008 39 eeeee -S.M.E., Mannlíf eeee - S.S. , X-ið FM 9.77 Þú færð 5 % endurgreitt í Háskólabíó LANG VINSÆLASTA MYND ÁRSINS - 55.000 MANNS! SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI OG REGNBOGANUM eeee “Ein besta gamanmynd ársins” - V.J.V., Topp5.is/FBL -S.V., MBL eeee - 24 stundir - H.J., MBL eeee Sýnd kl. 5:50, 8 og 10:10 Sýnd kl. 8 og 10:10 CAMERON DIAZ OG ASHTON KUTCHER Í FRÁBÆRRI GAMANMYND! Prom Night kl. 6 - 8:30 - 10:30 B.i. 14 ára What happens in Vegas kl. 5:45 - 8 - 10:15 Street Kings kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 16 ára 21 kl. 8 - 10:30 B.i. 12 ára Brúðguminn íslenskur texti kl. 6 B.i. 7 ára 50 kr. afsláttur ef þú kaupir bíómiðann á Sýnd kl. 6, 8 og 10:10 HAROLD OG KUMAR ERU MÆTTIR AFTUR Í SPRENGHLÆGILEGRI GAMANMYND eee - 24 stundir SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI CAMERON DIAZ OG ASHTON KUTCHER Í FRÁBÆRRI GAMANMYND! TOPPMYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG! eee „Þrælskemmtileg mynd um baráttu kynjanna. Húmorinn missir sjaldan marks.” T.V. - Kvikmyndir.is eee “Bragðgóður skyndibiti sem hæfir árstíðinni fullkomlega” - S.V., MBL TOPPMYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG! SÝND Í SMÁRABÍÓI Sýnd kl. 6 SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI SÝND Í SMÁRABÍÓI SÝND Í SMÁRABÍÓI SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI, SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI BÚÐU ÞIG UNDIR... STRÍÐ! BARÁTTA KYNJANNA ER HAFIN! Þú færð 5 % endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónumwww.laugarasbio.is -bara lúxus Sími 553 2075 Stærsta kvikmyndahús landsins

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.