Morgunblaðið - 19.05.2008, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.05.2008, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. MAÍ 2008 21 UMRÆÐAN LANDSBYGGÐIN á Íslandi á um margt undir högg að sækja og skilningsleysi ríkir í garð hennar hjá allt of mörgum. Þetta á raun- inni bæði við um byggðir sem eru á undanhaldi og byggðir sem hafa verið í sókn. Hruna- mannahreppur með Flúðir sem þjónustu- miðstöð er samfélag sem um árabil hefur verið í sókn eins og aðrar blómlegar byggðir í uppsveitum Árnessýslu. Afar þró- uð samvinna er milli uppsveitahreppanna. Sveitarfélögin reka í sameiningu ýmis byggðasamlög með sameiginlega starfs- menn eins og bygg- ingarfulltrúa, skipulagsfulltrúa, fé- lagsmálafulltrúa og ferðamálafulltrúa. Nýlega hefur Flóahreppur orðið þátttakandi í þessu samstarfi. Sérstakar skrif- stofur eru fyrir hvert þessara embætta. Með tilkomu brúar og vegtengingar við Bræðratungu sem verður að veruleika eftir tvö ár styrkist samvinna uppsveitanna enn frekar og vegalengdir styttast til mikilla muna. Fólksfjölgun í Hrunamanna- hreppi hefur fylgt landsmeðaltali síðustu tíu árin og aukning er í framleiðslu grænmetis og land- búnaðarafurða sem og í iðnaði og ferðaþjónustu. Mikil uppbygging og framkvæmdir hafa verið á undaförnum árum í hreppnum. Um 11% íbúanna eru af erlendu bergi brotnir. Um árabil hefur Kaupþing (gamli Búnaðarbankinn) og Ís- landspóstur verið í góðu samstarfi á Flúðum og rekið þar afgreiðslu og þjónustustöð. Í samdrætti bankanna hefur verið ákveðið að leggja niður afgreiðslu Kaupþings á Flúðum og leggst af þessum sökum af- greiðsla Íslandspósts niður í þeirri mynd sem hún hefur verið, en verður leyst með öðrum hætti, íbúum hreppsins til ama og armæðu. Bún- aðarbankinn þjónust- aði bændur um árabil og þess vegna er það sem köld gusa í andlit þeirra bænda sem lögðu grunninn að Kaupþingi að leggja niður afgreiðslu í einu blómlegasta dreifbýlissamfélagi landsins. Í af- greiðslunni á Flúðum eru 1,8 stöðugildi, opið er frá kl. 11.15-16. Auðvitað kostar starfsmannahald og rekstur húsnæðisins sitt en hér er ekki um svimandi upphæðir að ræða. Ég ætla ekki að gagnrýna rekstur bankans, til þess hef ég engar forsendur, en í umræðunni um ofurlaun einstakra stjórnenda og ýmiss konar flottheit þegar í lúxusboðsferðum stórra við- skiptavina eru laxveiðar í dýrustu laxveiðiám landsins, hygg ég að rekstur lítils útibús úti á landi skipti ekki sköpum. Þetta er ein- ungis hluti af nauðsynlegri þjón- ustu í ört vaxandi samfélagi. Ég vil því hvetja stjórnendur Kaupþings og Íslandspósts til að endurskoða þessa ákvörðun sína og bið stjórnendur bankans að minnast uppruna hans og þeirrar kynslóðar sem lagði drögin að til- urð hans. Þessi ákvörðun kemur hvað harðast niður á elstu kyn- slóðinni á staðnum og þeim út- lendingum sem hér eru. Einhvers staðar sá ég að um 70% af sparifé landsmanna væru einmitt frá fólki sem væri 67 ára og eldra. Kaup- þing er myndarlegur banki og gaman hefur verið að fylgjast með útrás hans, það er jafn aumk- unarvert að verða vitni að þeirri þröngsýni og vanvirðingu sem íbú- um uppsveita Árnessýslu er sýnd með þessari ákvörðun. Það er hyggilegt fyrir stjórnendur að endurskoða þessa ákvörðun og það sem fyrst, enda hafa um 400 íbúar skrifað undir mótmæli vegna þessarar ákvörðunar stjórnenda bankans. Er Kaupþing búið að gleyma uppruna sínum? Ísólfur Gylfi Pálmason gagn- rýnir þá ákvörðun að leggja niður afgreiðslu Kaupþings á Flúðum »Ég hvet stjórnendur Kaupþings til að endurskoða þá ákvörð- un sína að leggja niður afgreiðslu bankans en það kemur hvað harðast niður á eldra fólki. Ísólfur Gylfi Pálmason Höfundur er sveitarstjóri Hruna- mannahrepps. UNDANFARIÐ hefur mikið ver- ið fjallað um landbúnaðarmál, eink- um frjálsan innflutning kjöts. Af því tilefni er vert að skoða sér- staklega þann ein- stæða árangur sem náðst hefur und- anfarin ár í gæðastýr- ingu og sjúkdóma- vörnum við framleiðslu á kjúk- lingakjöti hér á landi. Þar hafa íslenskir kjúklingaframleið- endur og heilbrigðisyf- irvöld tekið saman höndum svo að til hreinnar fyrirmyndar er. Sérstaklega er vert að huga að kamfíló- baktersýkingum sem eru algengasta maga- kveisa sem leggst á fólk á Vesturlöndum. Kamfílóbakter er sýk- ill sem getur borist um munn og valdið heiftarlegri niður- gangspest, stundum svo alvarlegri að við- komandi þurfa að leggjast inn á spítala og geta átt lengi í veikindunum. Rifjum upp ástand- ið sem ríkti hér á landi sumarið 1999 þegar margir veiktust af kamfíló- bakter, magakveisu sem þáverandi landbúnaðarráðherra Guðni Ágústsson lýsti sem hreinustu manndrápspest. Staðfest var með rannsóknum hjá sýkladeild Land- spítala – háskólasjúkrahúss að 435 einstaklingar hefðu veiktst af kam- fílóbakter, flestir hérlendis. Rann- sóknir leiddu síðar í ljós að margir veiktust við að neyta kjúklinga- kjöts, sérstaklega þegar kamfíló- baktermengaður kjúklingur var matreiddur á sama tíma og verið var að skera niður salat. Af rann- sóknunum var dreginn sá lærdóm- ur að brýnt væri að draga úr dreif- ingu á fersku kamfílóbaktermenguðu kjúklinga- kjöti til að sporna við matarsýk- ingum. Í byrjun árs 2000 settu íslensk heilbrigðisyfirvöld (embætti yf- irdýralæknis) af stað reglubundið eftirlit með kamfílóbakter í kjúk- lingaeldi til þess að kanna hvernig ástandið væri. Jafnframt var leitað leiða til að sporna við sýkingum. Það sést ekki á kjúklingum hvort þeir eru með eða án kamfílóbakter og því voru sýnatökurnar eina leið- in til að afla upplýsinga. Hver ein- asti kjúklingahópur var og er enn rannsakaður í þessu tilliti. Ef kam- fýóbaktersýking greinist, eru allar afurðir úr hópnum frystar eða hit- aðar. Sýkilinn drepst að mestu við frystingu og drepst alfarið ef hita- stig fer upp í 56°C. Markmið kjúklingaframleiðenda hefur verið að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að draga úr kam- fílómengun í kjúklingaeldi. Þetta hefur verið gert með markvissum aðgerðum á kjúklingabúunum. Jafnframt hefur þess verið sam- viskusamlega gætt að dreifa ekki afurðum sem vitað er að eru kam- fílómengaðar. Á sínum tíma óskuðu kjúklingabændur eftir að komið væri á laggirnar reglubundnu eft- irliti með kamfílóbakter í kjúklinga- eldi. Til marks um þetta frábæra samstarf milli heilbrigðisyfirvalda og kjúklingaframleiðenda skal nefna að ákvæði um að mengaðir afurðir skuli frysta eða hita- meðhöndla var ekki sett í reglugerð fyrr eftir rúmlega tveggja ára reynslutíma. Á meðan unnu allir eftir fyrrgreindri reglu. Árlega verja kjúklingaframleiðendur tug- um ef ekki hundruðum milljóna í sýnatökur og aðrar fyrirbyggjandi aðgerðir. Nú er svo komið að það heyrir til algerra undantekninga ef einstaklingur veikist af völdum kamfílóbak- termengaðs kjúklinga- kjöts á Íslandi. Ástæð- an er einfaldlega sú að við erum í allra fremstu röð í heim- inum varðandi hrein- læti og sjúkdómavarn- ir í framleiðslu á þessari eftirsóttu holl- ustuvöru. Í dag vofir yfir að innflutningur á hráu kjöti verði leyfður m.a. vegna óska yfirvalda um að efla samkeppni á matvörumarkaðnum. Þetta mun m.a. hafa í för með sér að Íslend- ingar geta keypt inn- flutt, hrátt og kamfíló- mengað kjúklingakjöt sem mun væntanlega leiða til aukinna sýk- inga í fólki. Ástæðan er einföld: Innflutt kjúklingakjöt er miklu líklegra til að valda sýkingum í fólki enda er kamfílóbaktersmit í kjúklingaeldi erlendis allt að 10 sinnum algengari en á Íslandi. Samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun (MAST) er ekki hægt að sækja um sérákvæði til að hefta innflutning á hráu kjúklinga- kjöti sem hugsanlega getur verið með sjúkdómsvaldandi kamfílósýkla eins og gildir um salmonellu. Ísland hefur áunnið sér stöðu í heiminum með framúrskarandi ár- angur í vörnum gegn kamfílóbak- termengun í kjúklingum. Engin önnur lönd hafa náð að fækka smit- tilvikum í fólki með sömu virkni og við. Árið 2001 tóku Norðmenn upp samskonar kerfi og var við lýði á Íslandi til að reyna að stemma stigu við kamfílóbaktersýkingum hjá sér. Mörg önnur lönd vilja gjarnan gera hið sama, en eru m.a. bundin vegna samninga við ESB. Jafnvel ráðamenn í Brussel vilja gjarnan taka upp „íslenska frysti- kerfið“ eins og íhlutandi aðgerðir okkar eru kallaðar. Hverju viljum við fórna? Viljum við kasta okkar einstaka árangri í matvælagæðum fyrir borð undir yfirskini viðskiptafrelsis? Ef innflutningur kjúklingakjöts verður gefinn frjáls og innlend framleiðsla ekki varin með tollum eða öðrum úrræðum verður samkeppnisstaða íslenskra kjúklingaframleiðenda mjög erfið. Sanngjörn réttlæt- iskrafa er að innlendir framleið- endur fái að sitja við sama borð og erlendir sem ekki þurfa leggja í metnaðarfullar aðgerðir til að koma í veg fyrir alvarlega vörugalla, svo sem kamfílóbaktersýkingar. Viljum við láta frjálsan innflutning yfir okkur ganga og glata fyrirmynd- arheitinu? Ísland fyrir- myndarlandið? Jarle Reiersen skrifar um innflutning á kjöti og matarsýkingar »Ný mat- vælalöggjöf felur í sér að Ís- land verður að gefa eftir varnir gegn kamfíló- bakter í kjúk- lingum. Skoð- aður er árangur sem hefur náðst hérlendis. Jarle Reiersen Höfundur er framleiðslustjóri Reykjagarðs og fv. dýralæknir ali- fuglasjúkdóma. ÁRIÐ 1944 hófst tilraun hér á harðbýlli klettaeyju í miðju Norður- Atlantshafi er nefnd hefur verið lýðveldið Ísland. Nokkrir hugsjónamenn og ofur- hugar komu því á að eyjarskeggjar tóku sér það vald að lýsa yfir sjálf- stæði í skjóli hernáms. Tilefni skrifa þessara er að nú nálgast þau tímamót sem alþjóðlega hafa fengið heitið „Þegar ég verð 64 ára“ (When I am 64). Á þeim tímamótum er gjarnan litið um öxl og lagt mat á hvað hefur áunnist og hvers megi vænta í komandi fram- tíð. Velferð þjóða er ætíð mæld í lífskjörum almennings og eft- irtaldir þættir lagðir til grundvallar:  Kaupmáttur að frádregnum beinum sköttum  Óbeinir skattar  Matvælaverð  Húsnæðiskostnaður  Vaxtakostnaður  Sjúkratryggingar  Hvernig háttað er framfærslu þeirra sem minna mega sín.  Verðbólga  Styrkur gjaldmiðils Til að einfalda samanburð þennan er samanburðarlandið Danmörk. Svarið við ofangreindum liðum er eftirfarandi.  Kaupmáttur hér á landi er í besta tilfelli sambærilegur en feng- inn með löngum vinnutíma  Óbeinir skattar sambærilegir  Matvælaverð hærra hér á landi  Húsnæðiskostnaður hugs- anlega sambærilegur  Vaxtakostnaður hærri hér á landi  Sjúkratryggingar sambæri- legar  Danmörk stendur sig betur við framfærslu þeirra sem minna mega sín  Verðbólga er hærri hér á landi  Fram að seinni heimsstyrjöld var 1 dönsk króna jöfn 1 ís- lenskri krónu, en nú þarf 1640 íslenskar krónur til að eignast 1 danska krónu. (Hér er notað gengi 12/5/2008 og bætt við 2 núllum sem tekin voru af krón- unni þegar hún var fegruð.) Þegar horft er á þessar nið- urstöður er full ástæða til að spyrja sig hvort framtíðin verði bjartari. Þessari hugleiðingu er fljótsvarað. Allir landsmenn eru sammála um að eyjarskeggjar skuli búa sig undir komandi mögur ár og viðurkenna það í leiðinni að það er ekkert til í sjóðum til mögru áranna. Hvers vegna er svona komið fyrir okkur? Svarið er mjög einfalt; ís- lenska stjórnkerfið í heild minnir helst á það fyrirkomulag sem má helst finna í hreppsnefndum með viðeigandi höfðingja- og ætt- artengslum. Hér er og hefur verið við völd risavaxin hreppsnefnd þar sem hagsmunir mjög fárra hafa veg- ið meira en almúgans. Hvað er til ráða og hvernig má ráða bót á þessu ástandi til að lífs- kjörin í Íslandshreppi verði sam- bærileg við Danmörku, og losa okk- ur við stóran hóp mistækra ráðamanna sem hafa fengið 64 ár til að sanna sig? Það er bara ein lausn og hún er eftirfarandi: Hreppsbúar taki sig saman og skrifi Margréti Þórhildi drottningu fallegt bleikt bréf þar sem við biðj- umst afsökunar á þessu frumhlaupi forfeðra okkar og óskum eftir að verða dönsk nýlenda á ný. Hugleiðingar þessar eru ritaðar í Listamiðstöðinni Straumi. Netfang : sverrir@vikingc- ircle.com. Íslandshreppur – Hver sér um þig þegar þú verður 64 ára? Sverrir Örn Sigurjónsson vill að Ísland verði dönsk ný- lenda á ný Sverrir Örn Sigurjónsson » Allir landsmenn eru sammála um að eyj- arskeggjar skuli búa sig undir komandi mögur ár og viðurkenna það í leið- inni að það er ekkert til í sjóðum til mögru ár- anna. Höfundur er viðskiptafræðingur. Fáðu úrslitin send í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.