Morgunblaðið - 20.05.2008, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 20.05.2008, Qupperneq 1
Röð keppenda AÐ ÞESSU sinni er keppninni skipt í þrennt; fyrst eru tvenn undanúrslit sem fram fara 20. og 22. maí og svo verða úrslitin laugardaginn 24. maí. Íslensku keppendurnir eru fyrstir á svið 22. maí. Nítján lið keppa hvort undan- úrslitakvöld og svo keppa 25 þjóðir úrslitakvöldið. Þær þjóðir sem mest greiða til sjónvarpssambandsins, EBU, eiga föst sæti í úrslitum, og svo bætist sigurþjóð síðasta árs við. Í úrslitin komast svo tíu þjóðir úr hvorri undankeppni; þær níu sem eru efstar í atkvæðagreiðslu og síð- an velur dómnefnd eina til viðbótar frá hvoru kvöldi. Annars er röð keppenda þessi: 20. maí Svartfjallaland Ísrael Eistland Moldavía San Marínó Belgía Aserbaídsjan Slóvenía Noregur Pólland Írland Andorra Bosnía-Hersegóvína Armenía Holland Finnland Rúmenía Rússland Grikkland 22. maí Ísland Svíþjóð Tyrkland Úkraína Litháen Albanía Sviss Tékkland Hvíta-Rússland Lettland Króatía Búlgaría Danmörk Georgía Ungverjaland Malta Kýpur Makedónía Portúgal Úrslit 24. maí Röð keppenda úrslitakvöldið verð- ur ekki ákveðin fyrr en að loknum undanúrslitum, en þó ljóst að fimm þjóðir eru komnar áfram: Bretland Þýskaland Frakkland Spánn Serbía Sjónvapið sendir út frá öllum keppniskvöldunum. Forkeppnin hefst í kvöld og verður send út kl. 19:00. Á fimmtudagskvöld, þegar Ís- lendingar keppa, hefst útsending einnig kl. 19:00 og eins úrslitakvöld- ið, næstkomandi laugardag. Kynnir öll kvöldin er Sigmar Guðmundsson. Íkvöld hefst í Belgrad í Serbíu söngvakeppni evr-ópskra sjónvarpsstöðva sem alla jafna kallastEvróvisjón. Keppninni hefur vaxið fiskur umhrygg á síðustu árum og svo komið að henni hefur verið skipt í undankeppni og úrslit til að bregðast við sí- vaxandi fjölda þeirra þjóða sem taka vilja þátt í keppn- inni, en þær eru 43 að þessu sinni og hafa ekki verið fleiri. Í kvöld keppa nítján þjóðir um sæti í úrslitunum og á fimmtudag verður annar hluti undankeppninnar þar sem nítján þjóðir til viðbótar etja kapp saman um úrslitasæti, en úrslitakeppnin fer fram næstkomandi laugardag. Ís- lendingar taka þátt í keppninni líkt og undanfarinn rúm- an áratug og eru fyrsta þjóð á svið á fimmtudagskvöldið. Áhuginn síst minni Undanfarin ár hefur Íslendingum gengið heldur illa í Evróvisjón og síðustu þrjú ár höfum við ekki komist upp úr forkeppninni. Þrátt fyrir það virðist áhugi á keppninni síst fara minnkandi eins og sést meðal annars á því að undankeppnin, Laugardagslögin, var með vinsælasta sjónvarpsefni og öruggt má telja að áhorf á keppnina sjálfa verði ekki minna en undanfarin ár þó gengi Íslend- inga skipti eðlilega gríðarmiklu máli. Hundruð milljóna horfa á Evróvisjón ár hvert og fer fjölgandi; áætlað er að áhorfendur að keppninni í Finn- landi í fyrra hafi verið nærfellt 300 milljónir. Þrátt fyrir það gera menn títt grín að Evróvisjón, fara niðrandi orð- um um keppnina og keppendur, en geta þó ekki slitið sig frá sjónvarpsskjánum. Póstmódernísk kaldhæðni Ein greinilegasta birtingarmynd þessa er Terry Wog- an, kynnir keppninnar í breska ríkisútvarpinu, BBC, sem lýst hefur Evróvisjón sem póstmódernískri kald- hæðni. Hann er frægur fyrir sínar meinlegu at- hugasemdir um allt og alla og svo meinhæðinn er hann á köflum að aðstandendur keppninnar hafa kveinkað sér undan honum, en breskir áheyrendur virðast kunna vel að meta hann, enda voru þeir nærfellt ellefu milljónir á síðustu keppni og fer fjölgandi þó Bretlandi hafi gengið hörmulega í keppninni undanfarin ár. Eiríkur Hauksson söng í Evróvisjón á síðasta ári og hafði að markmiði meðal annars að festa rokkið í sessi sem Evróvisjóntónlist. Það hefur ekki gengið eftir ef litið er yfir lögin sem keppa að þessu sinni því ekki er nema eitt hreinræktað rokklag og það er frá Finn- landi. Gaman og alvara Hinum lögunum 42 má skipta í tvo flokka, gaman og alvöru. Gamanlögin eru mun færri en fróðlegt verður að sjá hvernig þeim vegnar, til að mynda kalkúnanum Dusty sem Írar sendu til keppni, systkinunum frá Bosníu Hersegóvínu, Elvir Lakovic Laka og Mirela, eða Spánverjanum með Elviskolluna, Rodolfo Chiki- licuatre. Flestir keppendur í Evróvisjón að þessu sinni eru þó að keppa í fullri alvöru, eru með vel samin lög, pottþéttar útsetningar og þaulæfðar hreyfingar. Í könnun sem Evr- óvisjónvefsetur gerði fyrir stuttu kom fram að velflestir áheyrendur ákveða hvað þeir ætla að kjósa eftir að hafa séð lagið flutt – ef flutningurinn er vel heppnaður skiptir ekki svo miklu hve lagið er gott eða grípandi, en hið full- komna Evróvisjónlag er vitanlega hvort tveggja, gríp- andi eftirminnilegt lag sem flutt er af íþrótt og einlægni. Gæti það verið This Is My Life? Reuters Fjörkálfar Mikið hvílir á herðum þeirra Regínu Óskar Óskarsdóttur og Friðriks Ómars Hjörleifssonar þegar þau stíga á svið með Eurobandinu í Belgrad næstkomandi fimmtudagskvöld. Hvert er hið fullkomna Evróvisjónlag? Rauðhærði riddarinn Eiríkur Hauksson hefur sterkar skoðanir á Evróvisjón|2 Hverjir unnu Yfirlit yfir sigurlöndin 55|2 Evrópumeistari í Evróvisjón Írski söngvarinn Johnny Logan sem hefur unnið oftar en nokkur annar spáir í spilin|4 Bestu lögin Á mikilli afmælishátíð völdu menn bestu Evróvisjónlög allra tíma|4 Undankeppnin endalausa Það gekk á ýmsu í undakeppninni hér heima og ekki brostu allir í gegnum tárin|6 Upp og ofan Íslendingum hefur gengið brösulega í Evróvisjón – stundum upp, en oft- ast ofan|6 Palli og partíið Jafn árlegt og Evróvisjón er Evróvisjónpartíið hans Páls Óskars. Hann er bjart- sýnn fyrir hönd Íslands|8 Sagan endalausa Evróvisjón er komið á sextugsald- urinn en enn að breytast|10 Selma og gráu frakkarnir Rýnt í misjafna frammistöðu Íslend- inga í gegnum árin – hvernig gekk á sviðinu?|12 Skrautsýningin mikla Evróvisjón er mikið sjónarspil eins og sjá má á svipmyndum frá æfingum í Bel- grad|16 Þjóðsagan um „austurblokkina“ Eru brögð í tafli í atkvæðagreiðsl- unni?|18 Austurríki kveður Þegar Austurríkismenn fengu nóg|18 Keppendur kynntir Keppnislönd eru nú fleiri en nokkru sinni og keppnin því í þremur hlut- um|20 Ísland æfir Svipmyndir frá æfingum Íslend- inga í Belgrad|29 Bullað í Evróvisjón Stundum reyna menn að vekja at- hygli með söng og sviðsframkomu og stundum með afkáralegum laga- heitum|31 Islande, douze point Atkvæðaseðillinn ómissandi – enn fjölgar þjóðunum|30 Efnisyfirlit 20|05|2008

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.