Morgunblaðið - 20.05.2008, Page 18

Morgunblaðið - 20.05.2008, Page 18
18|Morgunblaðið Eiríkur Hauksson, fulltrúiÍslendinga í Evróvisjón2007, var ómyrkur í málieftir að í ljós kom að Ís- land komst ekki í aðalkeppnina 2007: „Við eigum ekki séns í svona mafíu,“ sagði hann og átti þá við „Austur-Evrópumafíu“: „[E]f þú ert frá Austur-Evrópu, þá ertu bara kominn áfram!“ sagði hann og var mikið niðri fyrir. Væntanlega voru margir sammála Eiríki, stórhneyksl- aðir á því hve „austurblokkin“ komst áfram, en einhverjum fannst þetta eflaust kaldhæðnisleg yfirlýsing hjá honum í ljósi þess að keppnin 2007 fór fram í Helsinki vegna þess að Norður-Evrópuþjóðin Finnar sigr- aði 2006. Fleira skemmtilegt kom í ljós þeg- ar rýnt var í það sem aðrir kepp- endur höfðu að segja, til að mynda danski söngvarinn Peter Andersen, sem sat líka eftir með sárt ennið. Hann sá Austur-Evrópumafíu í hverju horni en þegar Politiken spurði hann hvaða lög honum hafi þótt best nefndi hann „aust- urblokkarlöndin“ Úkraínu, Serbíu og Hvíta-Rússland. Viðtekin ósönnuð sannindi Ásakanir um að maðkur sé í mys- unni í atkvæðagreiðslum á Evró- visjón voru alltíðar á árum áður, sér- staklega meðan sérskipaðar dóm- nefndir greiddu atkvæðin, og svo títt höfðu menn orð á þessu að það var nánast viðtekin sannindi þó aldrei hafi það verið sannað. Nokkuð dró úr samsæriskenningum þegar síma- kosning var innleidd, ekki síst þegar hún leiddi í ljós að litlar breytingar urðu á atkvæðadreifingu. Þrátt fyrir það sauð enn og aftur upp úr eftir keppnina í Helsinki á síðasta ári og gekk svo langt að frumvarp var lagt fram á breska þinginu um að ríkisstjórnin grípi til ráðstafana til að stemma stigu við svínaríi „austurblokkarinnar“, en þess má geta að Bretar voru eina þjóðin sem greiddi sigurlaginu serb- neska ekki atkvæði, en það gerðu annars öll önnur Vestur-Evrópulönd og alls 37 þjóðir af 42. Norðurlöndin standa saman Til eru lærðar ritgerðir um töl- fræðilega greiningu á atkvæða- greiðslum í Evróvisjóns sem benda til þess að þar myndist atkvæðahóp- ar þjóða þar sem hver þjóð styður aðra, án þess þó að um samantekin ráð sé að ræða, og í einni slíkri var sett fram sú tilgáta að þegar hafi myndast „Balkanhópur“ tíu þjóða þar sem hver þjóð greiði annarri inn- an hópsins jafnan flest atkvæði sín. Eins voru leidd rök að því að slíkt „samstarf“ geti haldist um hríð en hætt við að atkvæðahópurinn riðlist ef fjölgi í honum. (Þeir sem nú hrópa upp yfir sig Ég vissi það! gæti að því að í sömu greiningu kemur fram að slík atkvæðafylgni skýri hlutfalls- lega velgengni Vestur-Evrópuþjóða á árunum 1975-1992 – það var því „Vestur-Evrópumafía“ í gangi þau ár og innan hennar minni mafíur eins og „Norðulandamafían“.) Evróvisjónfræðingar kannast nefnilega vel við það að Norð- urlöndin standa alla jafna vel saman í atkvæðagreiðslunni og að það er nánast sama hvaða lag Grikkir senda í keppnina – þeir fá tólf stig frá Kýpverjum. Fleiri dæmi má nefna frá síðasta áratug: Bosnía- Hersegóvína fær þannig jafnan fullt hús stiga frá nágrönnum sínum í Króatíu og Slóveníu og Króatar að sama skapi oft 12 stig frá Slóvenum (en Bosníumenn gjalda aftur á móti ekki líku líkt). Danir fá iðulega hæsta skor frá Íslendingum og Sví- um, Ísraelar frá Frökkum, Lettar frá Eistum og Litháum, Rúmenar frá Spánverjum, Rússar frá Eistum og Lettum, Svíar frá Dönum og Norðmönnum og Tyrkir frá Frökk- um, Þjóðverjum og Hollendingum.. Evróvisjón er alvörumál Skýringar á þessu eru ekki endi- lega þær að löndin semji sín á milli um atkvæðin, eins og oft hefur verið haldið fram hér á landi til að mynda (aðallega til að skýra slakt gengi Ís- lendinga), heldur geta þær verið menningarlegar skýringar, til að mynda áþekkur tónlistarsmekkur (til dæmis á Balkanskaga) og einnig verður sífellt algengara að lista- mennirnir sem taka þátt séu ekki síður þekktir í nágrannalöndum sín- um en heima fyrir Annað sem menn hafa bent á í þessu sambandi er að Austur- Evrópuþjóðir virðast taka keppninni af meiri alvöru en lönd vestar í álf- unni. Þannig senda þjóðirnar fyrir austan iðulega mun frambærilegri keppendur og betri lög og leggi meira í sviðsframkomu og umbúnað. Eins og Páll Óskar Hjálmtýsson benti á í viðtali við Morgunblaðið á síðasta ári þá er Evróvisjón þeim gríðarlega mikilvæg keppni og staða þeirra í dag sé áþekk og staða Norð- urlandanna þegar Abba sigraði 1974. „Þá var Evróvisjón eina leiðin fyr- ir Norðurlöndin að láta í sér heyra, að ná í gegn, og nú nota Austur-Evrópulöndin Evróvisjón til að vekja athygli á sinni menningu.“ Flutningurinn ræður Á meðan senda löndin í vestri iðu- lega slök lög í keppnina, og til að mynda hefur sú mikla poppþjóð Bretar oftar en ekki sent arfaslaka keppendur; til að mynda söng breska söngkonan Gemma Abbey í Jemini svo falskt í Evróvisjón 2003 að sjónvarpsskjáir sprungu og hundar ærðust. Í könnun sem aðstandendur Evr- óvisjón framkvæmdu á árunum 2006 til 2007 kom í ljós að alla jafna réð frammistaða við flutnings lagsins langmestu um það hvernig fólk greiddi atkvæði, en í áðurnefndu við- tali nefnir Páll Óskar einmitt að sviðsframkoman skipti verulegu máli og nefnir sem dæmi það þegar dansararnir lyftu úkraínsku söng- konunni Ruslönu upp á ögurstundu í lagi hennar. „Þegar ég sá það vissi ég að hún myndi vinna, sagði Páll Óskar og nefndi álíka dæmi með í at- riði grísku söngkonunnar Helenu, sem sigraði 2005, en þá létu dans- arar hennar sig detta niður á hnén í lokin og eins þegar vængirnir birt- ust hjá Lordi. Eins og getið er hafa Austur- Evrópuþjóðir staðið sig vel í Evró- visjón á síðustu árum, Eistar sigr- uðu 2001, Lettar 2002, Úkra- ínumenn 2004 og Serbar 2007 – samsæri eða hvað? Gleymum því þó ekki að Tyrkir, sem seint verða talin Austur-Evrópuþjóð, sigruðu 2003, Grikkir 2005 og Finnar 2006. Þjóðsagan um „austurblokkina“ Reuters Vinaþjóðir Tyrkneska söngkonan Sertab Erener sigraði 2003, meðal ann- ars fyrir tilstilli Frakka, Þjóðverja og Hollendinga. Lehtikuva Austurblokk? Ýmsir voru á því að brögð væru í tafli þegar serbneska söng- konan Marija Serifovic sigraði 2007, en hún var reyndar með besta lagið. Reuters Óféti Þegar Lordi sýndi vængina lagðist Evrópa að fótum þeim. Norður- Evrópuþjóðin Finnar rúlluðu Evróvisjón upp 2006. Austurríkismenn eru ein þeirra þjóða sem ber sig aum- lega vegna „Austur-Evrópumafíunnar“ og hættu eftir síð- ustu niðurlægingu 2006. Þeir höfðu þá verið með nánast frá upphafi, voru fyrst með annað ár keppninnar, 1957 (fyrsta árið lentu þeir í tíunda sæti af tíu – varla var hægt að kenna „austurblokkinni“ um það), og náðu að sigra níu árum síðar, 1966, en svo ekki söguna meir. Austurríkismenn hafa reyndar ekki alltaf tekið þátt, voru til að mynda ekki með þegar keppnin var haldin á Spáni 1969 til að mótmæla einræðisherranum illa Franc- isco Franco, og vegna klúðursins mikla á Spáni, þegar fjögur lög voru jöfn í efsta sæti, tóku Austurríki og fleiri þjóðir ekki þátt í næstu keppni og Austurríkismenn voru reyndar ekki heldur með 1973, 74 og 75 fyrir einhverjar sakir. Síðustu ár hafa verið Austurríkismönnum erfið og þannig fengu þeir ekki að vera með 1998 vegna slakrar frammistöðu 1997, en hrepptu svo tíunda sætið 1999. Ári síðar sigu þeir niður í fjórtánda sæti og duttu þá út úr að- alkeppninni aftur. 2002 sneru þeir aftur og lentu í átjánda sæti, en komust samt í keppnina 2003 – munaði einu stigi. Það ár gekk þeim býsna vel, lentu í sjötta sæti, en 2004 stóðu þeir sig svo illa að þeir lentu í 21. sæti og duttu fyr- ir vikið aftur út úr aðalkeppninni. 2005 tókst þeim svo ekki að komast í úrslitin, urðu í 21. sæti í undankeppn- inni, og eftir þá niðurlægingu lýstu þeir því yfir að þeir myndu ekki vera með aftur – það væri greinilegt að gæði lags og flutnings skipti ekki máli lengur. Hvað sem því líður voru þeir með aftur 2007 en lentu þá enn neðar í undankeppninni en 2005 – voru nú í næstneðsta sæti í undankeppninni. Þrátt fyrir að Austurríkismenn hafi nú dregið sig í hlé fyrir fullt og fast, eða svo segja þeir í það minnsta, munu margir eflaust sakna þeirra. Til að mynda eru þeir eina þjóðin sem ógnaði meti Norðmanna um flest „núll stig“ (þ.e. ekkert stig í keppninni) og að auki eiga þeir lög sem jafnan eru valin með verstu lögum Evróvisjón (til að mynda Wohin, Kleines Pony? (1957) og K & K Calypsos (1959)) og það lag sem sigrar alltaf í vali á versta Evr- óvisjónlagi allra tíma: Lisa Mona Lisa sem Wilfried Scheutz flutti 1988. Hægt er að horfa á það og hlusta á YouTube. Hættir, farnir *Gildir aðeins ef pantað er fyrir meira en 4.000 kr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.