Morgunblaðið - 20.05.2008, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.05.2008, Blaðsíða 20
Eistland Fjörkálfarnir í Kreisiraadio flytja lag Eista, Leto Svet, en það sker sig úr fyrri lögum Eista í því að sungið er á serb- ókróatísku, þýsku og finnsku. Kreisiraadio hefur notið vinsælda fyrir útvarpsþætti sína síðasta hálfan annan áratuginn en síð- ustu ár hafa þremenningarnir einnig fíflast í sjónvarpinu þar í landi, aukinheldur sem þeir hafa leikið í kvikmyndum, sett upp óperu og stýrt sinfóníuhljómsveit. 20|Morgunblaðið EVRÓVISJÓN er nú með nokkuð öðru sniði en undanfarin ár. Nú er keppninni skipt í þrennt; fyrst eru tvenn undanúrslit sem fram fara 20. og 22. og svo verða úrslitin laug- ardaginn 24. maí. Nítján þjóðir keppa hvort undanúrslitakvöld og komast tíu áfram hvort kvöld, en þær þjóðir sem greiða mest til EBU og sigurvegararnir frá í fyrra eru þegar komnar í úrslit. Forkeppnin 2008 Aserbaídsjan Aserar taka nú þátt í Evróvisjón í fyrsta sinn og senda sig- urvegara söngkeppninnar Eldlandið, þá Elnur Huseynov og Samir Javad- zade. Elnur Huseynov er Túrkmeni, en hefur búið í Aserbaídsjan und- anfarin ár og er menntaður hárgreiðslumaður. Samir Javadzade er aserskur og menntaður í viðskiptum og söng. Armenía Söngkonan Sirusho er ríflega tvítug og komin af tón- listarfólki. Hún hefur sungið víða um heim og unnið til verð- launa meðal landa sinna heima og heiman og plötur hennar þrjár hafa verið valdar plötur ársins hver fyrir sig í Armeníu. Þetta er í þriðja sinn sem Armenar taka þátt í Evróvisjón. Bosnía Hersegóvína Fulltrúi Bosníu Hersegóvínu verður söngvarinn Elv- ir Lakovic Laka sem syngur lagið Pokuaj / Reyndu. Hann nýtur mikillar hylli í heimalandi sínu en gekk miður er hann reyndi fyrir sér vestur í Bandaríkjunum fyrir stuttu. Hann syngur lagið með Mirela systur sinni. Finnland Finnum hefur gengið vel með þungarokk í Evróvisjón og veðja á það aftur - metalsveitin Teräsbetoni flytur lagið Missä Miehet Ratsastaa. Nafn sveitarinnar gefur til kynna hvernig tónlist hún leikur en Teräsbe- toni má snara sem járnbent steypa. Lagið, Missä Miehet Ratsastaa, er eftir söngvara sveitarinnar, en hún hefur sent frá sér tvær breiðskífur sem selst hafa gríðarlega vel í heimalandi hennar. Holland Hollendingum hefur gengið bölvanlega í Evróvisjón á síðustu árum og ekki komist í aðalkeppnina þrjú ár í röð. Nú stendur til að breyta því og því var valin söngkonan Hind Laro- ussi og lagið Your Heart Belongs To Me was sem hún semur með þeim Tjeerd van Zanen og Bas van den Heuvel. Laroussi sló í gegn í Idol-keppni í Hollandi 2003 og hefur gengið flest í haginn frá þeim tíma. Ísrael 450 lög bárust í forkeppnina í Ísrael og úr þeim sæg völdu menn fimm lög sem söngv- arinn Boaz söng í sjónvarpi. Áheyrendur kusu svo lagið Fire In Your Eyes, en annar höfunda þess er Dana International sem sigr- aði svo eftirminnilega í Evróvisjón 1999. Hvað Boaz varðar þá sigraði hann í Idol- keppni Ísraelsmanna sem varð til þess að æskudraumur hans rættist - að fá að syngja fyrir Ísrael í Evróvisjón. Hann býr hjá for- eldrum sínum á samyrkjubúi í miðhluta Ísrael og tekur fjölskylduna alla með sér til Belgrað. Andorra Spænska söngkona Gisela syngur lagið Casanova fyrir Andorra. Hún tók þátt í spænsku raunveruleikaþáttaröðinni Opera- ción Triunfo og hefur í kjölfarið notið tals- verðra vinsælda í heimalandi sínu sem söng- kona aukinheldur sem hún gefur leikið í vinsælum söngleikjum, tekið þátt í söng- keppnum og sungið í sjónvarpsþáttum. ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ 2008 Grikkland Bandarísk-gríska söngkonan Ka- lomira syngur lagið Secret Combination fyrir Gikkland, enda bar hún yfirburðasigur úr býtum í landskeppni í Grikklandi. Hún var búin að starfa talsvert að tónlist í New York áður en hún flutti til Grikklands og sló þar í gegn fyrir fjórum árum, bæði sem söngkona og eins sem sjónvarpsstjarna og leikkona.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.