Morgunblaðið - 20.05.2008, Side 22
22|Morgunblaðið
Rúmenía Söngfélagarnir Nicoleta Nico Matei og Mirita
Vlad Constantin, eða bara Nico & Vlad, syngja fyrir
Rúmeníu. Nico er handhafi ýmissa söngverðlauna, en
hann hefur líka verið nærri því að komast í Evróvisjón
undanfarin ár. Hann hefur sent frá þrjár breiðskífur.
Vlad er sömuleiðis margfaldur verðlaunahafi, en hann
er hámenntaður í söng og hefur sungið í ýmsum óperum
í heimalandi sínu.
San Marínó Hljómsveitin Miodio spilar og syngur fyrir San Marínó og flyt-
ur lagið Complice. Félagarnir Nicola Della Valle, Paolo Macina, Andrea
Marco Pollice Polly, Francesco Sancisi og Alessandro Gobbi skipa sveitina
en þeir hafa starfa saman í nokkur ár og njóta mikillar hylli heima fyrir og
eins hefur sveitinni gengið vel á Ítalíu.
Svartfjallaland Stefan Filipovic syngur lagið Zauvijek Vo-
lim Te / Gleymdu ekki að ég elska þig fyrir Svartfellinga.
Þrátt fyrir ungan aldur gefur hann verið lengi að í tónlist,
byrjaði að syngja opinberlega sjö ára gamall. Hann hefur
komið lögum á topp vinsældalista heima fyrir og erlendis
og að auki hlotið ýmis verðlaun í Austur-Evrópu. Hann varð
í öðru sæti í undankeppninni í Svartfjallalandi á síðasta ári,
en komst nú á toppinn og í Evróvisjón.
Rússland Rússneski söngvarinn Dima Bilan keppti fyr-
ir Rússa í Evróvisjón í Aþenu 2006 og náði þá öðru sæti,
varð að lúta í lægra haldi fyrir finnsku skrímslunum í
Lordi. Hann er hámenntaður tónlistarmaður og gríð-
arlega vinsæll í Rússlandi. Honum hafa borist ýmsar
viðurkenningar í gegnum tíðina, aukinheldur sem sóló-
skífur hans hafa selst í bílförmum. Um þessar mundir
hyggur hann á landvinninga en skammt er síðan hann
hóf vinnu við sína fyrstu plötu á ensku og fékk til liðs við
sig ekki ómerkari samstarfsmann en Timbaland, en
meðal laga á skífunni er lag sem Bilan syngur með Nelly
Furtado.
Slóvenía Fulltrúi Slóvena verður söngkonan Rebeka
Dremelj. Hún hefur keppt fyrir Slóvena áður en það
var í alþjóðlegri fegurðarsamkeppni þar sem hún lenti
í öðru sæti og gerði í kjölfarið útgáfusamning við Sony
þó ekkert hafi orðið úr honum. Hún framleiðir eigin
undirfatalínu sem hún kallar Draum Rebeka.
Írland Það þótti að vonum saga til næsta bæjar þegar spurðist að Írar, sem
unnið hafa Evróvisjón oftar en nokkur önnur þjóð, hygðust senda kalkúna í
Evróvisjón, og það engan venjulegan kalkúna. Kalkúninn Dustin sigraði
örugglega í undakeppninni á Írlandi með lagið Irelande Douze Pointe.
Hann er enginn nýgræðingur, heldur hefur hann verið vinsæll í írsku sjón-
varpi frá því í upphafi tíunda áratugarins þegar hann birtist fyrst í barna-
tíma, en sem stendur er hann með fastan þátt. Hann hefur gefið út sex
breiðskífur og margar smáskífur og hefur notið talsverðra vinsælda í
heimalandi sínu, náð 25-faldri platínusölu samanlagt, en hann hefur líka
sungið með Bob Geldof, Chris De Burgh og Boyzone svo dæmi séu tekin.
Dustin hefur líka boðið sig fram til ýmissa embætta fyrir Fuglaflokkinn, en
fréttir herma að hann hyggist bjóða sig fram til Evrópuþingsins á næstu
árum.
Moldavía Söngkonan Geta Burlacu syngur lagið A Century
of Love fyrir Moldavíu. Hún er hámenntuð í tónlist og marg-
verðlaunuð fyrir söng, aukinheldur sem hún er þekktur
þáttastjórnandi í moldóvsku sjónvarpi. Hún hefur gefið út
eina skífu þar sem hún syngur léttan djass.
Noregur Þó Norðmenn eigi met í lélegum árangri
(engin þjóð fengið eins oft engin stig), státa þeir þó af
því að hafa sigrað tvívegis í Evróvisjón. Að þessu
sinni senda þeir söngkonuna Maria sem hefur sungið
í hálfan þriðja áratug þó hún sé rétt að verða þrítug.
Ellefu ára gömul var hún svo farin að leika í söng-
leikjum og síðan í leikritum almennt. Hún sendi frá
sér fyrstu sólóskífuna fyrir þremur árum og er með
aðra slíka í smíðum, en henni hefur farnast vel eftir
þátttöku í Idol-keppni Norðmanna þó ekki hafi hún
náð nema í sjötta sæti.
Pólland Pólverjar taka nú þátt í þrettánda sinn og senda söng-
konuna Isis Gee og lagið For Life. Hún hefur sungið flestar
gerðir tónlistar frá fimm ára aldri, en hún er líka liðtækur laga-
og textasmiður. Tólf ára gömul var hún komin með prýðistekjur
af söng og sem unglingur vann hún ýmis verðlaun, þar á meðal í
söng- og fegurðarsamkeppnum vestan hafs. Nítján ára gömul
fór hún um heiminn sem djassöngkona og bjó um tíma í Los
Angeles þar sem hún vann með nokkur helstu lagasmiðum
Bandaríkjanna. Hún sneri svo aftur til Póllands fyrir fjórum ár-
um. Þar sendi hún svo frá sér fyrstu breiðskífuna sem hún vann
að mestu leyti sjálf, samdi lögin, útsetti þau, annaðist forritun
og stýrði síðan upptökunum sjálf.
ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ 2008