Morgunblaðið - 20.05.2008, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 20.05.2008, Qupperneq 25
Albanía Olta Boka, sem er aðeins sextán ára gömul, syngur fyrir hönd Albaníu í Evróvisjón að þessu sinni og flytur lagið Zemrën E Lamë Peng, sem snara má sem Tímabundin hjörtu. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hún nokkra reynslu af að standa á sviði, byrj- aði að syngja níu ára göm- ul og hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir söng sinn víða í Austur-Evrópu. Morgunblaðið |25 Litháen Mikil spenna var í valinu á keppnislagi Litháa en á endanum sigraði lagið Nomads Of The Night sem Jeronimas Milius syngur. Hann er mikill áhugamaður um blús og þungarokk og syngur að jafnaði með þungarokksveitinni Soul Stea- ler. Hann hefur numið söng með- fram vinnu síðustu árin og til við- bótar við þungarokksöng hefur hann fengist við aðrar gerðir tón- listar og syngur þannig með tríóinu Piprarnir þrír á milli þess sem hann syngur með Soul Stealer. FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2008 SÍFELLT fjölgar þeim löndum sem taka þátt í Evróvisjón; voru sjö í fyrstu keppninni, en eru fjörutíu og þrjú í dag og þykir mörgum nóg um. Almenna reglan er að rétt til þátt- töku í Evróvisjón hafa öll þau lönd sem ganga í samband evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, eða eru með- limir Evrópuráðsins. Eftir því sem löndunum hefur fjölgað hafa menn gripið til ýmissa ráða til að koma í veg fyrir öngveiti úrslitakvöldið. 1993 var þannig hald- in sérstök undankeppni fjögurra Austur-Evrópuþjóða til að velja eina til þátttöku í keppninni. Eftir var svo sett reglan fræga um að sex neðstu þjóðir hvers árs myndu ekki fá að vera með árið á eftir, en þetta bitn- aði meðal annars á Íslendingum á sínum tíma. Þessi regla hélt þó ekki nema í þrjú ár, því 1996 var enn sett ný regla þar sem þátttakendur sendu inn upptökur sem tuttugu og tvö lög voru valin úr. 1997 var reglum enn breytt og nú í þá átt að þau lönd sem voru með lægst meðalskor síðustu fimm ár fengu ekki að vera með. Þetta stóð til 2001 en þá sneru menn aftur til þeirrar högunar sem var við lýði 1994 og 1995 (sex neðstu þjóðir duttu út árið eftir). 2004 tóku menn upp sérstaka und- ankeppni, þ.e. tíu efstu lönd ársins á undan og hin „fjögur stóru“, Bret- land, Þýskaland, Frakkland og Spánn, fóru beint í úrslit, en aðrar þjóðir kepptu um tíu úrslitasæti til viðbótar. Þessi skipan hélst í tvö ár og reyndist Íslendingum ekki vel; við komumst aldrei upp úr und- ankeppninni, en í ár eru svo enn breyttar keppnisreglur. Nú er skipan mála svo að haldin er sérstök undankeppni þrjátíu og átta þjóða, 20., og 22. maí, næstkom- andi þriðjudag og fimmtudag. Níu þjóðir komast áfram á atkvæðum áhorfenda hvort kvöld og dómnefnd- ir í hverju landi fyrir sig velja svo eitt land áfram hvert kvöld. Þessi tuttugu lönd bætast við við hin „fjög- ur stóru“, sem getið er, og sigurland síðasta árs, Serbíu. Mun fleiri lönd hafa leyfi til að taka þátt en keppa í dag því Jórd- anía, Líbanon, Alsír, Egyptaland, Líbýa og Túnis hafa öll rétt til að taka þátt í Evróvisjón en hafa ekki gert það. Aðallega er það vegna þess að þau mega ekki sýna frá keppninni á meðan Ísrael er með, en Túnis og Líbanon skráðu sig til þátttöku fyrir alllöngu en ekkert varð úr þegar á reyndi. Liechtenstein skráði sig líka til keppni tvívegis en uppfyllti ekki skilyrði um beinar útsendingar og var því vísað úr keppni. Sum lönd hafa dregið sig úr úr keppninni, til að mynda tók Mar- okkó tvívegis þátt og Austurríki, Lúxemborg, Mónakó, Slóvakía og Ítalía eru hætt keppni. Tvö ný lönd sást í hópinn að þessu sinni, Aserba- ídsjan og San Marínó. Þess má svo geta að röð þjóðanna úrslitakvöldið verður ekki ákveðin fyrr en að lokinni undankeppni, en þá verður dregið um keppnisröðina. Sífelld fjölgun Nicotinell nikótínlyf fást án lyfseðils og eru notuð sem hjálparefni til þess að hætta eða draga úr reykingum. Til að ná sem bestum árangri skal ávalt fylgja leiðbeiningum í fylgiseðlinum með lyfinu. Skammtar eru einstaklingsbundnir og eru ákvarðaðir eftir því hversu mikið er reykt, en þeir mega þó aldrei vera stærri en 25 stykki á dag. Því ber að kynna sér upplýsingar um notkun í fylgiseðli. Þeir sem hafa fengið ofnæmi fyrir nikótíni eða öðrum innihaldsefnum lyfsins, fengið hjartaáfall nýlega, óstöðuga eða versnandi hjartaöng, alvarlega hjartsláttaróreglu eða heilablóðfall nýlega, eiga ekki að nota Nicotinell nikótínlyf. Börn undir 15 ára aldri, þungaðar konur og konur með barn á brjósti skulu ekki nota lyfið nema að læknisráði. Lesið allan fylgiseðilinn áður en byrjað er að nota lyfið. Markaðsleyfishafi: Novartis Healthcare. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhraun 12a, 210 Garðabæ. Nicotinell lyfjatyggigúmmí     Stökkt og brakandi yfirborð Frískandi og gott bragð: Mintu, ávaxta, lakkrís og Classic Mjúkt og gott að tyggja Sykurlaust

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.