Morgunblaðið - 20.05.2008, Page 27

Morgunblaðið - 20.05.2008, Page 27
Morgunblaðið |27 Portúgal Vânia Fern- andes sigraði með um- talsverður yfirburðum í portúgölsku und- ankeppninni með lagið Senhora Do Mar (Neg- ras Águas) að vopni. Hún er fædd og upp al- in á Madeira, en hefur dvalið á meginlandinu undanfarin ár og hlotið þar ýmsar vegtyllur, en hún hefur aðallega sungið djass og fado. Ungverjaland Ungverska söng- kona Csézy keppir fyrir Ung- verja með lagið Szívverés / Candlelight. Hún er hámenntuð í tónlistarfræðum og lauk með- al annars einleikaraprófi á pí- anó, en sneri sér síðan alfarið að söngnum. Framan af söng hún helst þjóðlega tónlist en tók síðan upp poppsöng og sendi frá sér fyrstu sólóskífuna á síð- asta ári. Þess má geta að höf- undur lagsins er fyrrum Evr- óvisjónkappi því hann söng með drengjasveitinni VIP í keppn- inni í Dyflinni 1997. FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2008 EINS OG getið er um annars staðar í þessu blaði er breytt skipan á Evr- óvisjón, enn og aftur. Þessar breyt- ingar hafa reynst nauðsynlegar vegna síaukinna vinsælda keppn- innar og ekkert lát á. Fyrir vikið er nú keppt á þremur dögum, fyrst und- ankeppi 38 landa; 19 keppa 20, maí og 19 keppa 22. maí, í kvöld og á fimmtu- dagskvöld, og svo eru úrslitin á laug- ardag, en þá verða löndin 25. Tveggja kvölda kosning Íslendingar geta greitt atkvæði tvö kvöld, á fimmtudagskvöld, þegar þeir eru meðal þjóðanna nítján sem þá keppa, og svo á úrslitakvöldinu sjálfu. Við erum fyrst á svið á fimmudags- kvöldið og til þess að kjósa á að nota eftirfarandi símanúmer., en við get- um eðlilega ekki kosið Ísland. 900 10 01 Ísland 900 10 02 Svíþjóð 900 10 03 Tyrkland 900 10 04 Úkraína 900 10 05 Litháen 900 10 06 Albanía 900 10 07 Sviss 900 10 08 Tékkland 900 10 09 Hvíta-Rússland 900 10 10 Lettland 900 10 11 Króatía 900 10 12 Búlgaría 900 10 13 Danmörk 900 10 14 Georgía 900 10 15 Ungverjaland 900 10 16 Malta 900 10 17 Kýpur 900 10 18 Makedónía 900 10 19 Portúgal Hægt verður að kjósa um leið og keppninni er lokið en nánari upplýs- ingar verða birtar í Sjónvarpinu. Í úrslitum á laugardag verða sömu númer í notkun en þá tengd öðrum löndum enda miðast þau við röð keppenda sem ákveðin verður á föstudag að loknum undanúrslitum. Þá bætast einnig við sex númer Símakosning í Evróvisjón hefur verið við lýði frá því uppúr miðjum tí- unda áratugnum en áheyrendur í Austurríki, á Englandi, í Svíþjóð, Þýskalandi og Sviss fengu fyrstir að kjósa með símanum 1997. Þá þegar þótti mörgum niður- staðan sýna að dómnefndir þær sem séð höfðu um kosninguna fram að því hafi verið full íhaldssamar og í raun ekki í takt við smekk almennings. Annað sem símakosningar hafa leitt í ljós er að minnihlutahópar, inn- flytjendur, í mörgum landanna hafa talsverð áhrif á niðurstöðuna eins og sjá má á því hvað Frakkar og Þjóð- verjar greiða Tyrkjum mikið af at- kvæðum, en í báðum löndum, sér- staklega því síðarnefnda, er mikið af íbúum af tyrkneskum uppruna. Þeir mega eðlilega ekki greiða heimaland- inu atkvæði og kjósa þá margir með uppruna sínum og ekki síst tungu- málinu. Í öllum löndunum er dómnefnd til vara og grípur inní ef símkerfi gefast upp, en hún hefur líka nokkuð hlut- verk í ár því dómnefndir í öllum lönd- um velja tíundu hljómsveitina áfram hvort undanúrslitakvöldið. Kosið í síma 20% AFSLÁTTUR AF AMERÍSKUM BROIL KING GRILLUM! Hitaðu upp fyrir Eurovision Tilboðin gilda frá 20. til 25. maíN1 VERSLANIRN1 ÞJÓNUSTUSTÖÐVAR WWW.N1.IS Fylgir frítt með seldum grillum 58.320,- 72.900,- - 13,2 kW / 50,000 BTU Dual-TubeTM brennarar - 3 Dual-TubeTM ryðfríir línubrennarar - 2 grillgrindur úr steypujárni - Ryðfrí eldunarhlíf Flav-R-WaveTM - Hágæða Accu-TempTM hitamælir - Sure-LightTM elektrónískt kveikjukerfi - Niðurfellanleg hliðarborð með áhaldakrókum - Skápur með stálhurðum BROIL KING SIGNET 20 FRÍ HEIMSENDING Á SAMSETTUM GRILLUM Á HÖFUÐ- BORGARSVÆÐINU

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.