Morgunblaðið - 05.06.2008, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 05.06.2008, Qupperneq 1
F I M M T U D A G U R 5. J Ú N Í 2 0 0 8 STOFNAÐ 1913 152. tölublað 96. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er Ástin er diskó, lífið er pönk >> 41 Leikhúsin í landinu 26 79 / IG 14 Stanga sett tilbúin í veiðiferðina Þú færð IG-veiðivörur í næstu sportvöruverslun DAGLEGTLÍF MARÍANNA KENNIR KLAPPSTÝRUKÚNSTIR REYKJAVÍKREYKJAVÍK Rauðhvítir Danir og Dýragarðsdrengir UM síðustu áramót voru 6.200 nýjar íbúðir í byggingu og höfðu aldrei verið fleiri. Eru þá meðtaldar framkvæmdir þar sem einungis er byrjað að grafa fyrir grunni en auðvelt er að hætta við slíkar framkvæmdir. Með hliðsjón af fjölda íbúða í byggingu í árslok 2007, og sem byrjað hefur verið á á þessu ári, má ætla að 4.500 íbúðir séu í bygg- ingu í landinu um þessar mundir að því er fram kemur í fréttaskýringu í blaðinu í dag. Tosar verðið niður „Þetta er einn af þeim þáttum sem tosa íbúðaverð niður,“ segir Þórhallur Ásbjörns- son, sérfræðingur hjá greiningardeild Kaup- þings. Kári Arngrímsson, forstjóri verktakafyr- irtækisins Atafls, segir flesta hafa brugðist við breyttum aðstæðum með því að hægja á fram- kvæmdum. Hann segir að Seðlabankinn kanni nú hvað verktakar hafi byggt og selt í fyrra og í ár og hversu margar íbúðir séu leigðar út. „Það hafa verið gefnar út yfirlýsingar um stöðuna á fasteignamarkaðnum án þess að vita í rauninni hver staðan sé. Það er svolítið alvarlegt að vera með vangaveltur um fast- eignamarkaðinn án þess að hafa skýr gögn um ástandið,“ segir Kári. | Viðskipti Seðlabankinn gerir könnun á umfangi nýbygginga 4.500 íbúðir í byggingu GAUKSHREIÐRIÐ í uppsetningu Halaleikhópsins, sem valin var athyglisverðasta áhugasýning leikársins 2007-2008, var sýnt á Stóra sviði Þjóðleikhússins í gær- kvöldi. Í leikhópnum eru bæði fatlaðir leikendur og ófatlaðir en markmið Halaleikhópsins er að iðka leik- list fyrir alla, á forsendum hvers og eins. Halaleikhópurinn á Stóra sviðinu Morgunblaðið/Frikki ÚTFLUTNINGSVERÐMÆTI sjávarafurða mun minnka um tæpa 15 milljarða króna ef farið verður að fullu eftir tillögum Hafrannsóknastofnunar fyrir næsta fiskveiðiár. Þorskafli var 170 þúsund tonn árið 2007 en áætlað er að hann verði 135 þúsund tonn í ár. Hafró legg- ur til að þorskkvótinn verði minnkaður um 6 þúsund tonn, úr 130 þúsund tonnum í 124 þúsund tonn og miðar þá við 20% aflareglu sem ákveðin var í fyrra. Ekki niður fyrir 130 þúsund tonn Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra segir að þorskkvótinn fari ekki niður fyrir 130 þúsund tonn. Árni Bjarnason, forseti Farmanna- og fiskimanna- sambands Íslands, segir að upplýsingar skipstjóra af Vestfjörðum stemmi ekki við upplýsingar Hafró og vill að auki fá svör um áhrif hvala á stofninn. Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, seg- ir að þorskstofninn sé vissulega of lítill. Leggur hann til að veidd verði 150-160 þúsund tonn. Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Ís- lands, segir að færa megi viss rök fyrir að minnka kvóta á ýsu og ufsa. Arthuri Bogasyni, formanni Landssambands smá- bátaeigenda, líst afspyrnuilla á þorskveiðiráðgjöf Hafró og segist ekki vita um nein vísindi sem hafi afsannað reynslu manna. Kvóti verði enn skertur Útflutningsverðmæti mun minnka um fimmtán milljarða verði að fullu farið að tillögum Hafrannsóknastofnunar  Ekki er von | 11 Hillary Clinton sögð munu játa sig sigraða  HILLARY Clinton hyggst hætta baráttunni fyrir því að verða for- setaefni demókrata, að sögn nokk- urra bandarískra fjölmiðla seint í gærkvöldi. ABC-sjónvarpsstöðin kvaðst hafa heimildir fyrir því að Clinton hygðist „binda enda á sögu- lega baráttu sína um Hvíta húsið og játa sig sigraða fyrir Barack Obama“ á morgun, föstudag. Einn af helstu samstarfsmönnum Hillary Clinton staðfesti þetta á fréttavefn- um politico.com » 16, miðopna Leggja inn 300 milljarða  „FÓLK er að færa sig yfir í áhættuminni fjárfestingar og stöðugri ávöxtun,“ segir Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaup- þings, um vel- gengni Kaup- thing Edge. Sparifjáreig- endur hafa lagt 2,5 millj- arða evra (um 300 milljarða króna) inn á Edge-netreikninga. Ekki er minni velgengni Ice- save-reiknings Landsbankans í Hollandi. 14.000 hafa sótt um að opna reikning frá því hann var kynntur þar fyrir viku. „Þetta fer fram úr okkar björtustu vonum,“ segir Sigurjón Árnason, banka- stjóri Landsbankans. Í Bretlandi eru reikningshafar hjá Icesave um 220 þúsund. » Viðskipti Landið færðist  VARANLEGAR landbreytingar urðu í Suðurlandsskjálftanum. GPS-landmælingar Veðurstofu Ís- lands við Selfoss sýna að þar varð 20 sentimetra færsla til suðausturs og lyftist mælistöðin um fimm sentimetra. Við Hveragerði varð 17 sentimetra færsla til norðvesturs og lyftist mælistöðin þar um 3,5 sentimetra. Þessar hreyfingar eru í samræmi við hreyfingar á tveimur sprungum. Gengur önnur eftir Ing- ólfsfjalli en hin frá Eyrarbakka og norður fyrir Hveragerði. TILLÖGUR HAFRÓ HEILDARÞORSKAFLI 1984 200.000 TONN 281.481 TONN 1989 300.000 TONN 354.006 TONN 93/94 150.000 TONN 197.000 TONN 98/99 250.000 TONN 254.744 TONN 03/04 209.000 TONN 219.400 TONN 08/09 124.000 TONN ? Þorskafli í kvótakerfi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.