Morgunblaðið - 05.06.2008, Síða 2
BRÓÐIR emírsins af Katar, hans
hátign Sheikh Mohamed bin Kha-
lifa Al-Thani, hefur keypt hlut í Al-
fesca og verða nýju bréfin gefin út
á áskriftarverði sem er 6,45 kr. fyr-
ir hvern hlut. Eftir þessa aukningu
verður um að ræða 12,6% eign-
arhlut í félaginu.
Þessi fjárfesting kemur í kjölfar
þess að Alfesca og eignarhaldsfélag
Al-Thani, ELL162, hafa átt í nánum
viðræðum og byggt upp samband
undanfarin tvö ár.
Veiðifélagi Ólafs Ólafssonar
Þessi viðskipti eiga sér nokkurra
ára aðdraganda og koma í gegnum
persónuleg tengsl Al-Thani og Ólafs
Ólafssonar stjórnarformanns Al-
fesca. Þeir eru kunningjar og hafa
stundað veiðar saman í Afríku.
Meginstoðirnar í starfsemi fé-
lagsins eru fjórar: reyktur lax og
annar fiskur, andalifur (foie-gras)
og andakjöt, rækjur og annar skel-
fiskur og pönnukökur (blini) og
smurvörur ásamt ídýfum.
Vörur fyrirtækisins eru seldar
undir vörumerkjum þess eins og
Labeyrie, Blini, Delpierre, Skandia,
Lyons og Farne. Fyrirtækið fram-
leiðir einnig töluvert fyrir vöru-
merki annarra, einkum í Bretlandi,
Frakklandi og á Spáni.
Ársvelta fyrirtækisins er 616
milljónir evra og vinna 3.500 starfs-
menn hjá fyrirtækinu. | orsi@mbl.is
Hátign
kaupir í
Alfesca
2 FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Daglegt líf
Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, ben@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gud-
laug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Eftir Karl Ásgeir Sigurgeirsson
Hvammstangi | Riða greindist fyrir nokkrum
dögum í fjögurra vetra kind á Brautarholti í
Hrútafirði. Tilfellið var greint sem NOR98 en
slík tegund riðu hefur aðeins greinst tvisvar áð-
ur hér á landi og í bæði skiptin á Suðurlandi. Af-
brigðið er þekkt í Noregi og kom þar upp 1998.
Allt sauðfé á bænum verður skorið niður á
næstu dögum. Ekki er talin ástæða til förgunar
á fé frá fleiri bæjum.
Það þykir með ólíkindum að riða komi upp á
Brautarholti þar sem fé er ekki rekið á afrétt og
er í mjög góðu aðhaldi á bænum. Þetta er mikið
áfall fyrir sauðfjárbændur í Miðfjarðarhólfi en
sauðfjárrækt er þar aðalbúgreinin og riða hefur
ekki greinst þar fyrr.
Kynningarfundur um málið var haldinn í gær
í Ásbyrgi á Laugarbakka. Þar höfðu framsögu
Halldór Runólfsson, yfirdýralæknir frá Mat-
vælastofnun, og dýralæknarnir Sigurður Sig-
urðarson frá Keldum, Ingunn Reynisdóttir og
Egill Gunnlaugsson. Á fundinum voru og ráðu-
nautar svæðisins og hátt í 100 bændur. Verða
bændum á svæðinu settar ýmsar takmarkanir
með umgengni og verslun með sauðfé.
Riðusmitið er með ólíkindum
Morgunblaðið/Karl Á. Sigurgeirsson
Riða Nær 100 bændur sátu fundinn um við-
brögð við riðu á Laugarbakka í gær.
Sjö hundruð fjár verða skorin á bænum Brautarholti þar sem riða hefur greinst í fyrsta skipti
Sjúkdómurinn mikið áfall fyrir sauðfjárbændur í Miðfjarðarhólfi sem hafði verið riðulaust svæði
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
SPRUNGA, sem myndaðist í Suð-
urlandsskjálftunum fyrir viku, er
greinileg allt frá bænum Völlum í
Ölfusi, í gegnum austasta hluta
Hveragerðis og inn eftir brúnum
Reykjafjalls. Sprungan er fleiri
kílómetrar að lengd.
Kristján Sæmundsson, jarðfræð-
ingur hjá Íslenskum orkurann-
sóknum, skoðaði sprunguna að
hluta á því svæði þar sem skjálfta-
þyrping sést fyrir norðan Hvera-
gerði á kortum Veðurstofunnar.
Kristjáni sýndist sprungan ná frá
bænum Völlum í Ölfusi, sem eru
beint suður af austurenda Hvera-
gerðis og í gegnum austasta hluta
bæjarins. Þar liggur sprungan m.a.
í gegnum götuna Heiðarbrún en er
þar aðeins 1-3 sm breið. Síðan
gengur hún upp í Reykjafjall innan
við Stórkonugil og nálægt brún-
unum ofan við Garðyrkjuskólann.
Þar fyrir innan verður sprungan
stærri og meira áberandi.
Áberandi á golfvellinum
Ofan við golfvöllinn og þar inn úr
sjást margar sprungur og sumar
þeirra yfir metri á breidd. Þar er
fylki af sprungum frá fjallsbrúninni
og um 100 metra inn á fjallið. Krist-
ján sagði að svona sprungur væru
kallaðar skástígar og stefna þær
frá suðvestri í norðaustur. Tekur
hver við af annarri og ganga frá
fjallsbrúninni og inn á fjallið þar
sem þær deyja út. Kristján rakti
sprungukerfið um þrjá km inn eftir
fjallinu. Frá Völlum og þangað sem
hann rakti sprunguna eru um 4,5
km. Hann segir að svo virðist sem
aðalsprungan sé spölkorn austan
við fjallsbrúnina og margar sprung-
ur liggi á ská yfir hana. Kristján
sagði mjög erfitt að greina á milli
jarðskjálftasprungna og þeirra sem
hafa orðið til við framsig í fjalls-
brúninni. Hann sagði stærstu
sprungurnar stafa af framsigi.
Vegna þess hvað sprungan er ná-
lægt fjallsbrúninni hefur spilda
fremst í fjallinu sigið eða losnað frá.
Kristján sagði það ekki nýtt, slíkt
hefði gerst þarna áður, framan í
fjallinu héngju gömul framsig og
þessi þróun hefði staðið lengi. Hann
taldi ekki neina hættu á stóru hruni
úr Reykjafjalli af þessum sökum.
Sprunga í
gegnum götu
Ljósmynd/Guðmundur Karl
Jarðskjálftasprungan frá Suðurlandsskjálftunum sést vel á yfirborði jarðar
Ekki talin hætta á stóru hruni úr fjallinu
HAUKUR Michelsen múrarameistari bendir á rifu sem kom í malbikið
framan við heimili hans í Heiðarbrún. Undir rifunni er jarðskjálftasprung-
an og verður hún enn greinilegri uppi í Reykjafjalli ofan við bæinn.
Rifa undir raðhúsið í Heiðarbrún
„SEM betur fer var ég ekki heima
þegar þetta gekk yfir en var í kaffi
hjá bróður mínum hér ofar í bæn-
um. Ég hefði ekki viljað vera
staddur inni í eldhúsi heima, eins
og aðkoman var,“ segir Haukur
Michelsen múrarameistari í Heið-
arbrún 21 í Hveragerði, en jarð-
skjálftasprungan frá því fyrir viku
liggur undir húsið hans. Húsið er
steinsteypt raðhús og segir Hauk-
ur að jarðskjálftinn hafi rifið gafl-
inn frá húsinu.
„Þetta er meira en tvær túpur af
akríl og málning,“ sagði Haukur
um hvað þyrfti til að gera við hús-
ið. Hann kvaðst þó ekki hafa orðið
fyrir meira tjóni en margir aðrir í
bænum. Leirtau hefði brotnað og
ýmislegt fleira en ótrúlegustu hlut-
ir einnig sloppið.
Hjá Hauki er þrennt í heimili og
hefur fjölskyldan ekki sofið í hús-
inu eftir jarðskjálftann heldur
dvalið í hjólhýsi fyrir utan heimili
sitt.
Ekki heima – sem betur fer
ÁSGEIR Sverrisson, bóndi á Brautarholti í
Hrútafirði, sagði það vera mikið áfall að
riða skuli hafa greinst í kind frá bænum.
Ákveðið hefur verið að skera allar kind-
urnar. Nú er sauðburði að ljúka og áætlaði
Ásgeir að hjörðin sem verður skorin muni
telja um 700 fjár að lömbum meðtöldum.
Ekki er búið að ákveða hvenær fénu verð-
ur slátrað.
Ábúendur tóku eftir óeðlilegri hegðun
hjá einni kindanna og báðu héraðs-
dýralækninn að skoða hana. Kindin drapst
síðan og var sýni úr henni sent í rannsókn.
Þá kom í ljós að hún var riðuveik. Engin
skýring hefur fundist á því hvernig riðan
barst í kindina.
Féð í Brautarholti er ekki rekið á afrétt
heldur gengur það á afgirtum heimalönd-
um. Ásgeir sagði að samt væri alltaf ein-
hver samgangur við fé frá öðrum bæjum
en þó miklu minni en ef féð væri rekið á
afrétt.
Ásgeir er ættaður frá Brautarholti og
tók þar við búsforráðum fyrir rúmu ári.
Kona hans er Kathrin Martha Schmitt og
eru þau með bæði kýr og kindur. Ásgeir
var spurður að því hvort þetta áfall yrði til
þess að hann brygði búi?
„Maður spáir ekki í neitt slíkt strax.
Fyrst er að koma hlutunum af. Enn þá má
heita að sauðburður sé í gangi og honum
er að ljúka. Það er fullt annað að gera en
að hugsa um eitthvað svona,“ sagði Ásgeir
Sverrisson.
Gengur á afgirtum heimalöndum
ÖKUMAÐUR um fertugt var stöðv-
aður á 170 km hraða á Suðurlands-
vegi rétt austan við Selfoss í gær.
Hann reyndist ölvaður og próflaus
að sögn lögreglunnar. Bíllinn var
tekinn af honum og verður málið
sett í ákærumeðferð.
Tekinn á 170
km hraða
ELDUR kom upp í þaki skemmu við
gömlu loðnubræðsluna í Sandgerði
í gærkvöldi. Slökkviliði tókst að
ráða niðurlögum eldsins en ekki
vildi betur til en svo að hann bloss-
aði upp aftur og þurfti slökkviliðið
að herja á hann á nýjan leik. Hús-
næðið mun ekki vera í notkun en
óvíst er með tjón.
Eldur í gam-
alli bræðslu