Morgunblaðið - 05.06.2008, Side 6
6 FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Pétur Blöndal
pebl@mbl.is
HUGMYND um að Guðmundur
Þóroddsson stofnaði nýtt fyrirtæki
með starfsmönnum sem tæki yfir
verkefni REI, útrásararms Orku-
veitu Reykjavíkur, kom fyrst upp í
tíð hundrað daga meirihlutans í
borgarstjórn og síðan aftur þegar
núverandi meirihluti tók við. Sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins
hafði Guðmundur Þóroddsson kann-
að áhuga Kaupþings og kynnt þeim
verkefni á meðan hann var enn for-
stjóri REI.
Engar formlegar viðræður
Var þá málið lagt þannig upp að
þar sem stjórnmálamenn væru
ósáttir, ekkert gerðist í málefnum
REI og engin svör bærust, þá væru
starfsmenn tilbúnir að stofna félag,
taka yfir verkefnin og leita sjálfir
eftir fjármögnun. Með því hafi hins
vegar ekki vakað fyrir starfsmönn-
um að stilla stjórnmálamönnum upp
við vegg.
Þó að hugmyndin hafi komið upp í
samtölum við borgarfulltrúa fóru
formlegar viðræður aldrei fram. Og
þó að þetta hafi ekki verið útilokað
með formlegum hætti, þá er hug-
myndin ekki á borðinu hjá stjórn
REI, enda stendur yfir stefnumótun
félagsins. Ekki kemur því til greina
að verkefni fylgi Guðmundi við
starfslok hans. Samkvæmt heimild-
um var hópur starfsmanna REI
tilbúinn að fylgja hugmyndinni eftir
og hverfa frá REI, en að minnsta
kosti hluti þeirra álítur sig vera í bið-
stöðu þar til niðurstaða stefnumót-
unar verður ljós.
Könnuðu áhuga Kaup-
þings á samstarfi um REI
Félag starfsmanna um verkefni REI fyrst borið upp við
100 daga meirihlutann Starfsmenn tilbúnir að stofna félag
Morgunblaðið/Ómar
Orka Verkefni fylgja ekki Guð-
mundi Þóroddssyni við starfslok.
FERTUGUR Hollendingur er undir
eftirliti læknis en beðið er þess að
hann skili af sér kókaíni sem hann
reyndi að flytja til landsins. Maður-
inn var handsamaður við komuna til
landsins frá Amsterdam sl. fimmtu-
dag. Talið er að magnið nemi nokkur
hundruð grömmum. Maðurinn sætir
gæsluvarðhaldi til föstudagsins 13.
júní nk.
Að sögn Eyjólfs Kristjánssonar,
fulltrúa hjá embætti lögreglustjór-
ans á Suðurnesjum, virðist lítil
hætta á að umbúðirnar springi en
hins vegar geti myndast „einhver
stífluvandræði“ og því nauðsynlegt
að hafa manninn undir eftirliti. Ekki
síst þar sem hann neitar að taka inn
hægðalosandi lyf „en þetta virðist
vera í rólegum takti að ganga sína
leið“.
Eyjólfur segir rannsókn ganga
ágætlega en vill ekkert tjá sig um
hana að svo stöddu. | andri@mbl.is
Sjö daga að
ganga niður
FRÉTTASKÝRING
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
ÞEGAR hvítabirnir koma nærri
byggðum á Nýfundnalandi fer í
gang viðbragðskerfi sem miðar að
því að því tryggja öryggi almennra
borgara og í lengstu lög er reynt að
svæfa dýrin. Nýfundnaland er eins
og Ísland í nágrenni Grænlandsíss-
ins og vel þekkt til hvítabjarna þar.
Tom Burry, starfsmaður á nátt-
úruverndarskrifstofu stjórnarinnar,
sagði að reglan væri að nota deyfilyf
á birnina, sem væru síðan fluttir til
staða fjarri mannabyggðum. Afar
fátítt væri að þeir væru drepnir.
Burry kvaðst ekki telja að hvíta-
birnir færu þaðan suður til Nova
Scotia.
Skammturinn kostar 39.000 kr.
Chris Murley, umhverfisverndar-
fulltrúi hjá stjórninni, tekur undir
með Burry að leitað sé allra leiða til
að svæfa dýrin og segir aðspurður
að notast sé við deyfilyfið Telezol,
sem kosti sem svarar hátt í 39.000
krónur skammturinn.
Murley tekur þó fram að margt
þurfi að taka með í reikninginn.
Búnaður til lyfjagjafar kosti jafn-
virði um 80.000 króna, auk þess sem
leiga þyrlu kosti um 160.000 krónur
á hverja klukkustund, svo ekki sé
minnst á búrið sem þurfi til og flutn-
ing þess og dýrsins á landi.
Aðferðin við svæfinguna sé sú að
sé hvítabjörninn á opnu og öruggu
svæði sé hann skotinn með Telezol
og svo beðið í tíu til fimmtán mín-
útur þar til dýrið er sofnað. Þá er
því komið fyrir í sterku neti og síðan
sett í rammgert búr. Því næst er
búrið flutt landleiðina norður á bóg-
inn í átt að heimkynnum bjarna,
fyrst skuli reyna að hrekja hvíta-
birni í burtu frá byggð með hávaða
frá tækjum eða skothvellum, því
næst með grænu ljósblysi, þá með
gúmmíkúlum og loks með banvæn-
um kúlum úr skotvopni eða öðrum
vopnum, en aðeins ef hinar aðferð-
irnar bera ekki tilætlaðan árangur
þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Þetta segir Jon Flogstad, lög-
regluþjónn í Longyearbyen á Sval-
barða, í samtali við Morgunblaðið og
tekur fram að sjaldgæft sé að birn-
irnir séu felldir þótt þeir sjáist nærri
byggðinni á hverju ári.
Yfirleitt nóg að hræða þá
Flogstad giskar á að einn hvíta-
björn hafi verið felldur á Svalbarða í
fyrra, enginn í ár. Yfirleitt gangi að
hræða þá. Á hinn bóginn skylduðu
lögin þá sem ferðast frá Longyear-
byen að hafa með sér byssu til
öryggis sem væri ýmist með venju-
legum kúlum ellegar gúmmíkúlum.
Um það hver reglan sé á fasta-
landinu í Noregi segist Flogstad
ekki vita um tilvik þess að hvíta-
björn hafi verið skotinn eftir að hafa
náð þar landi. Almennt fylgi þeir
hafísnum og brot úr honum bráðni
áður en þau nái Noregsströndum.
Þær upplýsingar fengust hjá
Grænlandsstjórn að skjóta mætti
hvítabirni ef þeir ógnuðu fólki, óháð
því hvort búið væri að tæma veiði-
kvótann, en mikil hefð er fyrir veið-
unum í landinu.
áður en þyrlan flytur dýrið svo aftur
síðasta spölinn í netinu.
Murley segir svæfinguna einkum
kostnaðarsama þar sem viðbragðs-
áætlun sé ekki fyrir hendi, og að
svæfingin sé ekki alltaf svo einföld,
s.s. þegar dýrið er ekki á hentugum
stað til að skjóta það með lyfi úr
pílubyssu. Nærri þéttbýli kunni til
dæmis að þurfa að beita blysbyssu
og gúmmíkúlum til að hrekja dýrið
út á opnari svæði. Sama viðbragðs-
áætlun sé notuð í Labrador.
Líkt og á Nýfundnalandi er al-
menna reglan á Svalbarða sú að
Regla að svæfa birnina
ÞEGAR hvítabjörninn kom á land í vikunni voru tutt-
ugu ár liðinn frá því bjarndýr ísbreiðanna gekk síð-
ast hér á land, nánar tiltekið í Haganesvík. Fimm ár-
um síðar sást hvítabjörn hér, um 70 mílur frá
ströndum Vestfjarða, og í ljósi hafísstöðunnar nú
áttu ekki margir von á að Ursus maritimus, eða
sjávarbjörn eins og hann nefnist upp á latínu, gengi
á land við Íslandsstrendur. Rætist spár vísinda-
manna um mikið hop íss á norðurpólnum, samfara
almennri hlýnun loftslags á jörðu næstu áratugi, má
leiða líkur að því að slíkar heimsóknir verði tíðari í framtíðinni, sökum
þess að farið er að þrengja að þeim.
Þórir Haraldsson, kennari á Akureyri og mikill áhugamaður um
hvítabirni, er í hópi þeirra sem þetta telja. Hann bendir á að flest hinna
um 500 skráðu dýra sem hingað hafi komið til lands frá því land byggð-
ist á 9. öld hafi komið um miðbik 18. aldar og undir lok þeirrar
nítjándu, þegar mikil kuldaskeið voru á norðurslóðum. Öndvert við
þessi skeið kunni hlýindaskeið nú því að fjölga heimsóknum á ný. Á hitt
beri þó að líta að gögn um komur þeirra til landsins séu mjög óljós.
Gæti fjölgað með hlýnun
Ljósmynd/CORBIS
Mannaþefur í lofti? Ísbjörn rekur trýnið út í loftið nærri Churchill í Kanada. Hugsanlegt er að heimsóknir ísbjarna til Íslands verði tíðari í framtíðinni.
Yfirvöld á Nýfundnalandi reyna í lengstu lög að beita deyfilyfjum á hvítabirni
Á Svalbarða er það einnig álitið neyðarúrræði að aflífa dýrin nærri byggðum
TÆPUR þriðjungur meðlima Fé-
lags kaþólskra leikmanna, eða um
fimm þúsund manns, hefur sett nafn
sitt á undirskriftalista þar sem aug-
lýsingaherferð Símans er fordæmd.
Í undirskriftinni felst að slíta öllum
viðskiptum við fyrirtækið.
Að sögn Guðmundar Más Sig-
urðssonar, sem situr í stjórn Hafn-
arfjarðardeildar félagsins, voru
margir afar ósáttir við auglýsinguna
sem birtist fyrir jól með Jón Gnarr í
hlutverki Júdasar. Fjölmargar
kvartanir voru lagðar fram en látið
þar við sitja. Sjónvarpsauglýsingin,
sem nýlega er farin í loftið og sýnir
Jón Gnarr í hlutverki Galíleó Galílei
fyrir rannsóknarréttinum í Páfa-
garði, er hinsvegar kornið sem fyllir
mælinn.
Bera vott um hroka
Guðmundur Már segir auglýsing-
arnar bera vott um hroka og um Jón
Gnarr, höfund þeirra, segir hann:
„Trúaður maður gerir ekki svona.“
Hjá Símanum fengust þær upplýs-
ingar að engar kvartanir hefðu bor-
ist vegna auglýsingarinnar sem nú
er verið að sýna. Þvert á móti hefði
hún fengið afar sterk og jákvæð við-
brögð. | ylfa@mbl.is
Segja upp
viðskiptum
við Símann
Kaþólskir leikmenn
fordæma auglýsingu