Morgunblaðið - 05.06.2008, Síða 8

Morgunblaðið - 05.06.2008, Síða 8
8 FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR HVALASKOÐUNARSAMTÖK Ís- lands hvetja stjórnvöld eindregið til að gefa ekki út frekari kvóta til hrefnuveiða né heldur til veiða á langreiðum í atvinnuskyni. Hvalaskoðunarsamtökin hafna því alfarið að hvalveiðar í atvinnu- skyni þjóni hagsmunum Íslands. Þvert á móti séu þær skaðlegar landi og þjóð og ættu að heyra for- tíðinni til. | jonhelgi@mbl.is Vilja stöðva hvalveiðar Á FUNDI Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra með fulltrúum sveitarfélaganna Árborgar, Grafn- ings, Hveragerðis og Ölfuss og sýslumanninum á Selfossi var form- lega gengið frá því að stofna þjón- ustumiðstöð fyrir íbúa sveitarfélag- anna og aðra vegna skjálftanna 29. maí. Ólafur Örn Haraldsson mun gegna starfi verkefnastjóra á veg- um almannavarnadeildar ríkislög- reglustjóra. Markmiðið er að tryggja félagslega og fjárhagslega velferð og heilsu íbúa, og virkni samfélagsins. | egol@mbl.is Þjónustumið- stöðin er opin SUNN, samtök um náttúruvernd á Norðurlandi, harma ísbjarnar- drápið í Skaga- firði í fyrradag sem virðist ekki hafa verið „sér- lega ígrunduð ákvörðun“. Af fréttum að dæma og frásögn- um sjónarvotta sé ósennilegt að slík hætta hafi verið fyrir hendi, að ekki hefði verið hægt að bíða búnaðar til þess að hægt hefði verið að fanga ísbjörninn. | jonhelgi@mbl.is Ísbjarnardrápi mótmælt HEPPINN áskrifandi að Lottó vann 29,3 milljónir í Lottóinu síðasta laug- ardag. Vinningshafinn hefur ekki enn gefið sig fram við Íslenska getspá. Sá heppni er karlmaður á aldrinum 55-60 ára, búsettur á höf- uðborgarsvæðinu og er með áskrift að Lottó. Lottótölurnar sem gáfu þennan góða vinning eru 2, 13, 24, 31 og 37. | egol@mbl.is Vann milljónir FÉLAG hópferðaleyfishafa hvetur fjármálaráðherra til að beita sér fyrir því að endurgreiðsluákvæði af olíu- gjaldi, sem gildir fyrir almennings- vagna, gangi jafnt yfir alla fólksflutningabíla 17 farþega eða stærri. Að sama skapi er þess farið á leit að endurgreiðsla vegna kaupa á nýjum og umhverfisvænni almenn- ingsvögnum njóti sömu endur- greiðslna á virðisaukaskatti og í gildi er varðandi nýja hópferðabíla. Að mati fundarins þola breyting- arnar ekki bið þar sem stór útboð eru framundan bæði á almenningsvagna- samgöngum á höfuðborgarsvæðinu sem einnig ná til þéttbýliskjarna utan þess, auk útboðs á sérleyfisakstri um land allt, svo að mikilvægt er að leik- reglur á þessum markaði séu sam- ræmdar. | jonhelgi@mbl.is Vilja jafnari leikreglur STUTT FRÉTTASKÝRING Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is FORYSTUSVEITIR útgerðarmanna og sjómanna eru sestar við samninga- borðið til að takast á um kaup og kjör. Kjarasamningar sjómanna losnuðu á sjómannadaginn 1. júní. Fátt bendir til annars en að fram- undan séu erfiðar kjaraviðræður og þungur róður. Þar skiptir sköpum að kjör sjómanna ráðast að hluta til af ol- íuverði, sem hefur stórhækkað að undanförnu. Útvegsmenn vilja breyta viðmiðunum við olíuverð sem stuðst er við þegar skiptaverð til sjómanna er reiknað, m.ö.o. að sjómenn taki á sig stærri hluta af síauknum olíu- kostnaði. Sjómönnum líst illa á þetta en taka undir að olíukostnaður út- gerðanna sé að stíga upp úr öllu valdi. Flókið eins og venjulega „Þetta er flókið eins og venjulega,“ segir Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands. „Það eru ýmis mál sem brenna á okkur og það þarf að taka á þeim,“ segir hann. Hann segir ljóst að olíuverðs- viðmiðunin sé „gríðarlega erfitt mál“. Útgerðarmenn vilji að sjómenn taki meiri þátt í því en það geti varla geng- ið. Fiskverðsmál verða einnig uppi á borðinu og eitt af stóru málunum er kostnaður vegna slysatrygginga sjó- manna, sem hefur aukist verulega frá því fyrst var um þær samið árið 2001. Sjómenn vilja taka á því með aðgerð- um til að fækka slysum um borð. „Olíuverðshækkunin setur stórt strik í reikninginn,“ segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ. „Viðræðurnar eru rétt að byrja og lítið hægt að segja til um á þessari stundu hvaða stefnu þær taka,“ segir Guðmundur Ragnarsson, formaður VM-Félags vélstjóra og málmtækni- manna en bætir við að olíuverðið og tenging þess við skiptahlut sjómanna og vélstjóra á fiskiskipum verði erf- iðasti bitinn við að eiga. „Útgerðin er með miklar kröfur. Auðvitað skilur maður vanda hennar vegna mikilla ol- íuverðshækkana. Það þýðir ekki að loka augunum fyrir því.“ Sá hluti af aflaverðmæti sem renn- hækkar eða lækkar innan þessara marka breytist skiptahlutfall sjó- mannsins um eitt prósentustig fyrir hverja 16 dollara hækkun eða lækk- un. Ef verðið fer hins vegar upp fyrir 300 dollara hættir það að hafa áhrif á skiptaverðið til sjómanna. Gasolíuverðið hefur hækkað langt umfram þessi mörk að undanförnu. Í janúar var það komið í tæplega 817 dollara tonnið og nú í byrjun júní er það 1.114 dollarar. Skv. upplýsingum LÍÚ var olíu- kostnaður útgerðarinnar um sjö milljarðar af aflaverðmæti þegar seinustu sjómannasamningar voru gerðir árið 2004. Á þessu ári er áætl- að að olíukostnaðurinn verði um 18 milljarðar. Einstök dæmi eru um mun hærri olíukostnað, jafnvel yfir 36% af aflaverðmæti skips á kol- munaveiðum. „Olíuverðið hefur hækkað svo gríð- arlega að það er komið út fyrir öll mörk í samningum,“ segir Friðrik. „Þetta hefur þau áhrif á afkomuna að við viljum að það verði tekið tillit til þess í hlutaskiptakerfinu, vegna þess að það byggist á því að skipta því sem til er.“ ur til sjómanna við skipti er uppi- staðan í launum þeirra. Skiptahlut- fallið er tengt heimsmarkaðsverði á olíu og hefur um árabil verið samið um ákveðið viðmiðunarverð sem hef- ur verið frá um 130 dollurum á hvert gasolíutonn upp í tæplega 300 doll- ara. Olíuverðsviðmiðunin er reiknuð út í hverjum mánuði. Ef olíuverðið „Gríðarlega erfitt“  Sjómenn og LÍÚ búa sig undir átök við samningaborðið um áhrif hækkandi olíu- verðs á skiptaverð til sjómanna  Olíukostnaður úr 7 milljörðum í 18 að sögn LÍÚ Morgunblaðið/Kristján Á upphafsreit Sjómenn og útvegsmenn sömdu seinast árið 2004. Samn- ingar eru nú lausir og flestir reikna með erfiðum kjaraviðræðum. Í HNOTSKURN »Fyrst var samið um aðskiptahlutfall sjómanna af afla tengist olíuverði í kjara- samningum árið 1987. »Fyrir þann tíma rann þaðsem tekið var af aflaverð- mæti framhjá skiptum milli út- gerðar og sjómanna inn í margflókið sjóðakerfi. »Tekist verður á um fjöl-mörg mál við samninga- borðið og fari ráðherra að til- lögum Hafró um frekari aflasamdrátt auðveldar það ekki samningsgerðina. »Næstu fundir í kjara-viðræðunum eru í dag. „Sjómenn eru eiginlega eina stétt- in í landinu sem býr við launakerfi sem byggist bæði á afkomu fyr- irtækisins sem þeir vinna hjá og svo eiga þeir mikið undir gengi krónunnar komið,“ segir Sævar Gunnarsson, formaður Sjómanna- sambands Íslands. Miklar olíuverðhækkanir að und- anförnu hafa ekki aðeins mikil áhrif á afkomu útgerða heldur hef- ur gasolíuverð bein áhrif á kjör sjómanna. Margflókið sjóðakerfi í sjávarútvegi var stokkað upp árið 1986 og í janúar árið 1987 var sam- ið um það fyrirkomulag milli LÍÚ og sjómanna að tengja skipahlut- fall sjómanna á afla við olíuverð, upp að ákveðnu hámarksverði. Meginhugsunin var sú að sjómenn nytu þess ef olíuverðið væri lágt en væru í reynd þátttakendur með útgerðinni ef það hækkaði. LÍÚ af- hendir viðsemjendunum vikulega upplýsingar um skráð olíuverð, því næst er meðalverðið fundið út áð- ur en skiptaverðið til sjómanna er ákveðið. Gasolían setur strik í launareikninginn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.