Morgunblaðið - 05.06.2008, Page 14
14 FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Þorbjörn Þórðarson
thorbjorn@mbl.is
ÁRMANN Snævarr verður 89 ára
gamall í haust og hefur stundum
verið nefndur faðir almennrar lög-
fræði en hann var prófessor við laga-
deild Háskóla Íslands (HÍ) um ára-
bil. Þar mótaði hann kennslu í
fræðigreininni og gegndi einnig
embætti hæstaréttardómara og
rektors HÍ á sínum ferli svo fátt eitt
sé nefnt. Bókaútgáfan Codex hefur
nú gefið út nýtt fræðirit eftir Ár-
mann, Hjúskapar- og sambúðarrétt.
Eftir jafnglæstan feril hefðu margir
dregið úr vinnu þegar líða tæki á
ævikvöldið en ekki Ármann. „Ég hef
hvergi látið deigan síga. Ég hef hald-
ið áfram að sinna mínum hugð-
arefnum í seinni tíð sem er fræða-
starf á sviði lögfræði.“
Hefur ríkt hagnýtt
gildi fyrir almenning
Ármann segir bókina hafa mikið
hagnýtt gildi fyrir þá sem fjalla um
framkvæmd sifjalaga, svo sem lög-
menn og dómara og valdir kaflar úr
henni nýtist við lagakennslu. Hún sé
samt ekki síður þýðingarmikil fyrir
almenning enda fjalli hún um laga-
umgjörð fjölskyldunnar. Flestir til-
heyri einhvers konar fjölskyldum og
sambúðarform séu sífellt að verða
flóknari.
„Þetta rit varð fyrir valinu þó ým-
is önnur kæmu til greina. Ég kenndi
hjúskapar- og sifjarétt yfir 25 ára
tímabil og réttarreglur sem snúa að
fjölskyldunni hafa verið mér lengi
hugleiknar. Ég tel jafnframt mik-
ilvægt að sérstakri rannsókn-
arstofnun verði komið á fót í þessari
grein því á henni er mikil þörf.“
Aðspurður hvort hann hyggist
gefa út fleiri bækur svarar Ármann
því til að fæst orð beri minnsta
ábyrgð. „Það var sérstaklega gaman
að fást við skrifin. Bókin kemur út á
miklum tímamótum því í ár er ald-
arafmæli lögfræðikennslu á Íslandi,
60 ár eru síðan ég hóf kennslu í þess-
ari grein og í ár á ég jafnframt 70
ára stúdentsafmæli frá Mennta-
skólanum á Akureyri.“
„Ég hef hvergi látið deigan síga“
Ármann Snævarr með nýja fræðibók
Hjúskaparréttur höfundi hugleikinn
100 ára afmæli lagakennslu á Íslandi
70 ára stúdentsafmæli höfundar
Morgunblaðið/Golli
Lögfræði Ármann Snævarr með rit sitt Hjúskapar- og sambúðarrétt.
Í HNOTSKURN
»Ármann Snævarr er fædd-ur 18. september árið 1919
á Nesi í Norðfirði.
»Hann lauk stúdentsprófifrá Mennaskólanum á Ak-
ureyri árið 1938, embættisprófi
í lögfræði frá Háskóla Íslands
árið 1944 og framhaldsnámi í
lögum frá Uppsalaháskóla,
Kaupmannahafnarháskóla og
Oslóarháskóla auk þess að
stunda rannsóknir við Harvard
Law School í Bandaríkjunum.
»Hann gaf fyrstur íslenskramanna út heildstætt fræði-
rit á sviði almennrar lögfræði
og leiðbeindi mörgum af okkar
hæfustu lögfræðingum í
kennslu við lagadeild HÍ um
árabil.
»60 ár eru síðan Ármann hófkennslu í lögfræði en hann
kenndi hjúskapar- og sifjarétt
yfir 25 ára tímabil. Rétt-
arreglur sem snúa að fjölskyld-
unni hafa verið honum lengi
hugleiknar.
»Ármann er kvæntur Val-borgu Sigurðardóttur fyrr-
verandi. skólastjóra og eiga
þau fimm uppkomin börn.
11,2% verðmunur reyndist á mat-
vörukörfunni þegar verðlagseft-
irlit ASÍ kannaði verð í lág-
vöruverðsverslunum á þriðjudag.
Vörukarfan var ódýrust í Bónus
(8.922 kr.) en dýrust í Nettó (9.925
kr).
Vörukarfan samanstóð af 42 al-
mennum neysluvörum til heimilis-
ins. Við útreikning var tekið mið
af því hvar fólk fær mesta magn af
ákveðnum matvörum fyrir sem
lægst verð.
Af einstökum liðum í vörukörf-
unni var minnstur verðmunur milli
verslana á mjólkurvörum og
ávöxtum. Áberandi var að mun
minni verðmunur var á þeim
vörum sem seldar eru í sömu
pakkastærð í öllum verslunum.
Mikill munur var hins vegar oft á
mælieiningaverði vara frá þekkt-
um framleiðendum.
Sem dæmi má nefna að 128%
verðmunur var á kílóverði af
Hunt́s tómatssósu sem var hæst í
Krónunni (344 kr.) en lægst í
Kaskó (117 kr).
Að sögn Hennýjar Hinz verkefn-
isstjóra verðlagseftirlits ASÍ er lík-
leg skýring á því að minnstur
verðmunur sé á vörum í sömu
pakkastærð sú, að neytendur eigi
auðveldara með að bera saman
verð milli verslana þegar pakka-
stærðir eru þær sömu. „En sam-
anburðurinn verður ekki jafn-
augljós þegar fólk þarf að bera
saman verð á 500 g pakkningu í
einni verslum og 750 g pakkningu
í annarri,“ bendir hún á.
55% verðmunur reyndist á kíló-
verði af flatkökum frá Ömmu-
bakstri sem var hæst í Krónunni
(650 kr.) og lægst í Bónus (419 kr.)
Kílóverð á kornflögum frá Kel-
logg’s var frá 459 kr. í Bónus upp í
593 kr. í Krónunni, eða 29% mun-
ur. Könnunin var gerð í Bónus
Kauptúni, Krónunni Bíldshöfða,
Nettó í Mjódd og Kaskó Vest-
urbergi.
11 11-
* 5 6 )
"#$ %&&& '(
, $.0
1
#2 $
3 %4 #5#6%#&"'
7809#:8;8
: 8
38
#38<
7=88#6''
7!
#>''
-8&?@#A
# B1 8 #A
#"&>
7= !#C
! C)6
% #$#>''
!!4#$#C>'
3!! !##?9C)6
34 # #!# !
D#*C&@# !
- #-4# E 8 #
# #8# !
04 #3
#&
-$ #, F#6C>
+! !# 9 #6''#!G
E#%%4# !
#B $
+! !#,<
E #
- H
$
4 +! # !
E
-! .
I
#J;$
3
# !
0 8%C'"#>''
-FF #C
:8;;8#&
!8
A
$ 8 8#?%#>/>
)#*+# #,#-
!
!
!!
!
!
!
!
!
!
!
../
0
.
)
0
.'1
0
.1
%*
! $ 7
"
#
0
0
0
0
(('
C?'
C C>'
>''
>''
C C >''
C 6 C C & C C#" >''
&>'
C''
>''
C C C >''
6''
>''
&''
*''
?''
>''
">'
>''
C>'
?''
6''
& C C C &''
C Minni verð-
munur ef
pakkningin
er svipuð