Morgunblaðið - 05.06.2008, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2008 15
LAGERSALA - OUTLET
LAUGAVEGI 51
2 fyrir 1
af öllum buxum og pilsum
um helgina
Eftir Ásgeir Ingvarsson
asgeiri@mbl.is
„BARNAVERNDARMÁL eru flókin og krefjast
þess af þeim sem málunum sinna að komast inn
fyrir þann múr sem umlykur einkalíf fjölskyldna
og um leið leita leiða til að bæta aðstæður
barnanna, helst í samstarfi við þá sem börnin eru
hjá,“ segir Anni G. Haugen, umsjónarmaður dip-
lómanáms í barnavernd.
Boðið verður upp á námið í fyrsta skipti næsta
haust og er um að ræða þriggja anna nám með
starfi sem einkum er ætlað þeim sem sinna dag-
legum störfum í barnavernd.
Er námið boðið í samstarfi
við Barnaverndarstofu.
„Námið er handa þeim sem
taka á móti tilkynningum um
aðstæður þar sem grunur leik-
ur á að börn séu vanrækt eða
beitt ofbeldi, kanna aðstæður
barnanna og vinna að lausn
málanna,“ segir Anni. „Þetta
eru starfsmenn barnavernd-
arnefnda um allt land, fólk með ólíka menntun, t.d.
lögfræðingar, sálfræðingar og félagsráðgjafar.“
„Náminu er ætlað að dýpka þekkingu á að-
stæðum barna, afleiðingum vanrækslu og ofbeld-
is, og ekki síst gefa þeim tækifæri til að kynnast
fleiri aðferðum til að vinna með börnunum og fjöl-
skyldum þeirra til að skapa betri aðstæður fyrir
barnið og fjölskylduna alla,“ útskýrir Anni. „Þeir
sem starfa að barnaverndarmálum þurfa að kunna
að takast á við ýmsar aðstæður. Til dæmis eiga
foreldrar margra vanræktra barna við fíkn að
stríða og hafa jafnvel sjálf alist upp í slæmu um-
hverfi. Vinna þarf traust foreldranna, reyna að fá
þá til að taka þátt í lausn vandans, ef það er mögu-
legt, og hafa hugfast í öllu ferlinu hagsmuni og
þarfir barnsins. Nálgast þarf bæði foreldrana og
börnin til að geta unnið að breytingum.“
Þörf á menntun og rannsóknum
Anni segir mjög þarft skref stigið með því að
bjóða upp á þetta nýja nám: „Við erum að svara
mikilli þörf fyrir menntun af þessu tagi,“ segir
hún. „Námið leggur ekki aðeins áherslu á hagnýta
færni og skilning, heldur einnig rannsóknir og
viljum við með því móti stuðla að auknum rann-
sóknum á barnaverndarmálum hérlendis, en við
eigum mikla vinnu fram undan á því sviði.“
Nýtt diplómanám í barna-
vernd í boði við Háskóla
Íslands næsta vetur
Anni G. Haugen
Verða betur í stakk búin til að gæta barnanna
Eftir Steinunni Ásmundsdóttur
Egilsstaðir | Rita Hvönn Traustadóttir blóma-
skreytir og Þorsteinn Sigurlaugsson rafvirki fluttu
á Fljótsdalshérað frá Stykkishólmi sl. haust, ásamt
þremur sonum sínum. Þorsteinn starfar við sitt fag
í steypuskála í álveri Alcoa Fjarðaáls á Reyð-
arfirði, en Rita er deildarstjóri í nýlegri stór-
verslun Blómavals á Egilsstöðum. Þess utan lifa
þau og hrærast í sjókajaksiglingum og leggja nú
síðustu hönd á árlegt, alþjóðlegt stórmót kaj-
aksiglingamanna sem haldið verður á Norðfirði um
næstu helgi, í samstarfi við kajakklúbbinn Kaj í
Neskaupstað. Þau segjast alsæl: með störf sín, bú-
setu í Fellabæ og Fellaskóla, sem drengirnir
ganga í.
Bátaútgerðin
á bílastæðinu
Í Stykkishólmi rák Rita og Þorsteinn blómabúð í
sex ár, auk sjókajakleigu og ferðaþjónustu undir
nafninu Seakayak Iceland.
„Það er yndislegt að geta farið út á kajak og ver-
ið í náttúrunni,“ segir Rita, sem er alveg jafn-
forfallinn siglari og Þorsteinn, þó hann sé nokkuð
sjóaðri í faginu. Þau tóku bátaútgerðina, sem nú
telur 20 báta, með sér austur og geyma á planinu
heima hjá sér. Þorsteinn grípur í að kenna sigl-
ingar í Reykjavík og á Austurlandi, enda með próf-
gráðu frá Wales. Kajakleigan sem slík hefur setið á
hakanum undanfarið en þau skipuleggja þó lengri
ferðir fyrir þá sem þess óska, innan lands og utan.
Þau segja algjöran draumastað fyrir sjókajaksigl-
ingar vera á vesturströnd Grænlands, þar sem
unnt sé að sigla lengi án þess að sjá nokkurn mann.
Að sigla umhverfis Ísland sé líka mikil ögrun sem
bjóði upp á nánast öll skilyrði sjókajaksiglingar
sem hugsast getur og aðeins fyrir reyndasta fólk.
Kajakmótið sem þau undirbúa ber nafnið Egill
rauði. Það hefst á Norðfirði á föstudag og stendur
fram á sunnudag.
Spennandi
kajak-kennarar
„Við erum að fá á mótin þekkt siglingafólk er-
lendis frá sem búið er að reyna mjög afgerandi
hluti í siglingum,“ segir Þorsteinn. „Það er mikill
fengur í að fá þetta fólk hingað til að kenna og gefa
okkur innblástur. Svo verður einnig nú og m.a.
kemur Nigel Foster, einn af þekktustu sjó-
kajakmönnum heims, en hann sigldi ásamt félaga
sínum kringum Ísland árið 1977 og var fyrstur til
þess. Annar gestur er Freya Hoffmeister, mikill
kajakkúnstner og veltukennari, sem tók hringinn í
fyrra og mun vera með veltukennslu í sundlauginni
í Neskaupstað um helgina.“
Um helgina verður boðið upp á kajaknámskeið
bæði í sundlauginni og á sjónum fyrir hádegi. Eftir
hádegi er siglt. Landhelgisgæslan verður með
þyrlu á firðinum á laugardag og verður þá æfð
björgun úr sjó.
Sprett- og veltukeppni
Á sunnudag reyna kajaksiglarar með sér í 200 m
sprettkeppni og veltukeppni. Er þetta önnur stiga-
keppni ársins af fjórum til Íslandsmeistara. Þau
Rita og Þorsteinn segja allt að 200 manns hafa
mætt á kajakhátíðirnar hingað til. Þau finni mikinn
áhuga fyrir Agli rauða um helgina og vonist eftir
fjölda þátttakenda og blíðviðri. Nánari upplýs-
ingar um mótið má finna á vefnum www.seaka-
yakiceland.com og www.123.is/kaj.
Ljósmynd/Ari Ben
Sjósett Búist er við fjölda sjókajakræðara og gesta á hátíð í Neskaupstað um helgina. Sjósetning er hluti af gamaninu og þá borgar sig að allir hjálpist að.
„Yndislegt að fara á kajak
og vera úti í náttúrunni“
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Sigld Rita Hvönn Traustadóttir og Þorsteinn
Sigurlaugsson halda alþjóðlegt mót kajak-
siglingamanna á Norðfirði um helgina.
Sjókajaksiglarar streyma til Norðfjarðar um helgina
Frestur til að sækja um hið nýja
diplómanám er til 5. júní næst-
komandi.
Gerð er krafa um B.A.- eða B.S.-
gráðu á félags- eða heilbrigð-
issviði og að umsækjendur hafi
að minnsta kosti tveggja ára
starfsreynslu á sviði barna-
verndar.
Nánari upplýsingar um námið
má fá með tölvupósti á anni-
haug@hi.is eða á heimasíðu
Félagsráðgjafarskorar,
felags.hi.is.
Frestur til 5. júní
JÓHANNA Sig-
urðardóttir,
félagsmálaráð-
herra, segir erf-
itt að kalla það
annað en forræð-
ishyggju ef gefa
ætti út miðlægar
reglur um heimil
veðhlutföll. Slíkt
sé varla í takt við
nútímann. Þetta
segir hún í tilefni af orðum Arnórs
Sighvatssonar, aðalhagfræðings
Seðlabankans, í erindi sem hann
hélt á málstofu hagfræðideildar HÍ.
Arnór sagði að stjórnvöld gætu
íhugað að fela Seðlabankanum
reglugerðarvald til þess að tak-
marka veðhlutföll, hjá Íbúðalána-
sjóði og bankakerfinu í heild.
„Það gæti hins vegar hugsanlega
verið áhugavert að skoða aðrar
sameiginlegar leiðir til að sam-
ræma verklag og fyrirkomulag
húsnæðismála hjá lánastofnunum
almennt, sem gæti þá tryggt meira
jafnvægi og stöðugleika á fast-
eignamarkaði,“ segir Jóhanna.
„Við höfum búið við miklar og
óæskilegar sveiflur á fast-
eignamarkaðinum á undanförnum
misserum og árum. Það gæti verið
ástæða til að hugleiða slíkar reglur,
en þær þarf að móta út frá hags-
munum almennings í húsnæðis-
málum, ekki út frá stjórnun efna-
hagsmála.“ | gretar@mbl.is
Varla í takt
við tímann
Jóhanna
Sigurðardóttir
Miðlægar reglur
um veðhlutföll
SAMNINGAR hafa náðst í kjara-
deilu Flugfreyjufélags Íslands og
Iceland Express. Samningurinn er
sambærilegur við samninginn sem
flugfreyjur gerðu við Icelandair í
seinasta mánuði og hljóðar m.a.
upp á 3,3% grunnkjarahækkun.
Gildistími samningsins við Iceland
Express er hins vegar nokkuð
lengri eða til 1. september 2009.
Kjarasamningur flugfreyja við Ice-
landair gildir hins vegar til 31. jan-
úar næstkomandi.
Þær upplýsingar fengust hjá FFÍ
í gær að viðræður stæðu nú yfir við
Flugfélag Íslands um endurnýjun
kjarasamninga
Flugfreyjur
semja við Ice-
land Express
SÁ FYRSTI til að sigla í kringum Ísland á sjókaj-
ak er Nigel Foster. Það var árið 1977 og fór Nig-
el hringinn ásamt félaga sínum. Hann er kajak-
ræðurum að góðu kunnur og námskeið hans,
sem heita „Fun with Foster“ njóta mikilla vin-
sælda.
Nigel er einmitt gestur á alþjóðlegu stórmóti
kajaksiglingamanna á Norðfirði um helgina.
Sá fyrsti hringinn