Morgunblaðið - 05.06.2008, Side 17

Morgunblaðið - 05.06.2008, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2008 17 ERLENT Viltu bjarga mannslífum í Reykjavík, New York eða Kampala? Komdu þá í hjúkrunarfræði. Framúrskarandi menntun með mikla atvinnumöguleika. Hjúkrunarfræðideild HEILBRIGÐISVÍSINDASVIÐ www.hjukrun.hi.is » Umsóknarfrestur er til 5. júní 2008 » Rafræn umsókn er á www.hjukrun.hi.is » Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu hjúkrunarfræðideildar í síma 525 4960 KÍNVERSKUR fiskimaður horfir út yfir Chaohu-vatn þar sem orðið hefur gífurleg þör- ungamyndun. Vatnið er fimmta stærsta fersk- vatns-stöðuvatn Kína og er um 13.000 ferkíló- metrar að stærð. Chaohu-vatn er uppspretta drykkjarvatns fyrir um 320.000 manns en aukin iðnvæðing í nálægum borgum og eyðilegging votlendis hefur stuðlað að aukinni mengun og ýtt undir þörungamyndun. Umhverfisyfirvöld hafa fyrirskipað auknar rannsóknir á vatninu og aðgerðir til að tryggja nægar vatnsbirgðir á svæðinu. Mengun stuðlaði að mikilli þörungamyndun í þremur stórum stöðuvötnum í Kína í fyrrasum- ar. Reuters Þörungar taka völdin í kínversku vatni Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is WALLACE Broecker, bandarískur vísindamaður, sem varð fyrstur til þess á áttunda áratug síðustu aldar að benda á að hitastig um heim allan færi hækkandi, hefur nú lagt til mjög róttæka lausn á loftslags- og mengunar- vandanum. Leggur hann til, að komið verði upp millj- ónum „kolefniskústa“, risastórum gervitrjám, sem hreinsa skuli koltvísýring úr andrúmsloftinu. „Vandamálið, sem við er að fást, er grafalvarlegt,“ seg- ir Broecker. „Við erum í kapphlaupi við tímann en brölt- um bara áfram á fjórum fótum.“ Broecker segir, að 20 milljónir kolefniskústa muni geta hreinsað burt allan þann koltvísýring, sem nú berst út í andrúmsloftið í Bandaríkjunum árlega. Til að hreinsa upp útblásturinn um allan heim þurfi 60 milljónir kústa. Sagði hann í viðtali við BBC, breska ríkisútvarpið, að kostnaðurinn yrði að sjálfsögðu mikill en hins vegar myndi verkefnið dreifast á nokkra áratugi. 15 metra háir, 2,5 á breidd Broecker sér fyrir sér, að „trén“ eða kolefniskústarnir verði um 15 metra háir, 2,5 metra breiðir og í þeim verði notast við sérstakt plastefni, sem gleypir í sig koltvísýr- ing. Síðan yrði honum breytt í fljótandi form undir þrýst- ingi og dælt í jörð niður eða steingerður. Broecker telur, að heppilegustu staðir fyrir kolefn- iskústana séu eyðimerkursvæði jarðarinnar en hann er þó ekki allt of bjartsýnn á, að af framkvæmdinni verði. „Ef ég væri fjárhættuspilari, myndi ég líklega veðja gegn því. Ég efast um, að menn hafi það pólitíska þor, sem til þarf.“ Broecker er þekktastur fyrir að uppgötva hve mikla þýðingu hafið og hafstraumar hafa fyrir hitafarið og fyrir rannsóknir á hringrás kolefnis. Þá eru rannsóknir hans á efnaleifum í úthöfunum kennslubókarefni víða. Í nýlegri grein eftir Broecker segir hann meðal ann- ars: „Breytingar hafa orðið á loftslagi í gegnum tíðina og við vitum að veðrakerfin eru tengd með óljósum en af- drifaríkum hætti. Við þurfum að skilja það til að geta ráð- ið í framtíðina.“ Milljónir kolefniskústa víða um heim gætu hreinsað allan koltvísýringinn Menguninni sópað burt Morgunblaðið/Ómar Virtur Wallace Broecker er einn virtasti vísindamaður heims í rannsóknum á umhverfisbreytingum. Kústarnir Svona gætu kolefnishreinsarnir ef til vill litið út. Í HNOTSKURN » Í fyrirlestri í Háskóla Ís-lands í janúar 2006 sagði Broecker að Íslendingar gætu orðið frumkvöðlar í þróun á bindingu koltvísýr- ings í jörðu. » Hann sagði að íslenskurberggrunnur þætti mjög ákjósanlegur til þess. SVÍAR hafa af því vaxandi áhyggjur, að kenn- arastéttin verði brátt að langmestu leyti skipuð konum en áhugi ungra manna á kennaranámi minnkar ár frá ári. Aðeins 24% þeirra, sem hófu kennaranám á síð- asta hausti, voru karlar og þar við bætist, að þeir eru miklu líklegri til að hverfa frá náminu en kon- urnar. Raunar vekur það sérstaka athygli hve margir hætta undir blálokin, þegar aðeins vantar herslumuninn á. Miðað við tölur frá 2001/2002 er brottfall meðal karlanna um 50% en rúmlega 30% meðal kvennanna. Eru kröfurnar of miklar eða of litlar? Það þykir almennt best og hollast fyrir nem- endur, að kynjahlutfall meðal kennara sé sem jafnast, að fyrirmyndin sé ekki bara kona eða karl, heldur hvort tveggja, en í Svíþjóð og kannski víðar stefnir í, að karlkennarar verði undantekn- ing frá reglunni. Í Svíþjóð er mikil umræða um þessi mál og telja sumir, að áhugaleysi karla og brottfallið megi kenna of miklum menntunarkröfum. Aðrir mót- mæla því og segja, að ástæðan sé fremur sú, að kröfurnar séu of litlar. Er opinber nefnd að fara yfir þessi mál og er að vænta tillagna frá henni eftir nokkra mánuði. | svs@mbl.is Bara konur í kennarastétt? Áhugi sænskra karla á kennaranámi minnkar ár frá ári og brottfallið er mikið Sókn í kennaranám Hlutfall kvenna og karla sem hefja kennaranám misjafnt. Konur 76 Karlar 24 YFIRVÖLD í Simbabve hertu í gær baráttu sína gegn stjórnarandstöð- unni fyrir forsetakosningar sem fram fara síðar í mánuðinum þegar Robert Mugabe reynir að ná endur- kjöri eftir að hafa verið við völd í 28 ár. Yfirvöld stöðvuðu starfsemi nokkurra alþjóðlegra hjálparsam- taka sem þau saka um að hafa stutt stjórnarandstöðuna. Lögfræðingur Lýðræðishreyfing- arinnar (MDC) sagði að Morgan Tsvangirai, forsetaefni flokksins, hefði verið handtekinn fyrir að hafa flutt ávarp á fjöldafundi án heim- ildar. Vestræn stjórnvöld fordæmdu handtökuna og Tsvangirai var leyst- ur úr haldi um kvöldið eftir að hafa verið yfirheyrður á lögreglustöð. Tveir aðrir af helstu forystumönn- um Lýðræðishreyfingarinnar voru handteknir og yfirheyrðir ásamt Tsvangirai sem hefur sjaldan fengið að flytja ávörp á kosningafundum flokksins. Fjórir þingmenn Lýðræð- ishreyfingarinnar höfðu áður verið handteknir og flokkurinn segir að vopnaðir hópar stuðningsmanna Mugabe hafi orðið um 60 flokks- bræðrum Tsvangirais að bana á síð- ustu vikum. | bogi@mbl.is Hjálpar- starf stöðvað Tsvangirai tekinn til yfirheyrslu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.