Morgunblaðið - 05.06.2008, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 05.06.2008, Qupperneq 22
V ið bjuggum í Kaliforníu í nokkur ár og höfðum komið að Miklagljúfri (Grand Canyon) og langaði bæði að kynnast því betur. Okkur fannst ferðin sem ÍT ferðir buðu upp á því upplögð og leist enn betur á eftir að við náðum að tæla börnin okkar, tólf og sautján ára, með. Sú yngsta neitaði að fara nema við færum í Disneyland svo við bættum bara smá krók við ferðina,“ segir Binni sposkur. Hann fór ásamt konu sinni Sigrúnu Víglundsdóttur, verkefn- isstjóra hjá Hugurax og börnunum Daníel og Auði í ferðina um páskana. Hjónin eru ekki óvön gönguferðalögum en þau smituðust af göngubakteríunni fyrir nokkr- um árum. „Vinkona mín bauð mér á kynningu hjá ÍT ferðum og í framhaldi gerðist ég þátttak- andi í gönguhópi. Skellti mér svo í göngu- ferðalag um Pýrenea-fjöllin á Spáni. Það var svo rosalega gaman að Binni fór sumarið eftir,“ seg- ir Sigrún en síðan þá hafa þau gengið saman á Kilimanjaro í Tanzaníu og farið í gönguferðir í Slóveníu og Tyrklandi. „Vinur minn gaf mér bók fyrir nokkrum árum, Trekk! The Best Trekking in the World heitir hún og bendir á flottar gönguferðir um allan heim. Ég komst að því um daginn að við höfðum gengið á marga þá staði sem nefndir eru þar. Núna stefnum við bara á að klára bókina,“ segir Binni. Broddar í eyðimörkinni „Við bjuggumst við meiri líkamlegri áreynslu,“ heldur hann áfram. „Gangan sem slík var ekkert erfið, en hún hefði auðveldlega getað orðið það ef heitara hefði verið,“ bætir Sigrún við en fjölskyldan kynntist einmitt óvenjulegu veðri fyrsta dag ferðarinnar. „Fyrsta daginn komum við að South Rim sem er að afskaplega myndrænn staður. Í stað þess að sjá stórbrotið landslag sáum við ekki handa okkar skil fyrir þoku og snjókomu. Daginn eftir gengum við niður Kaibab stíg í sól og blíðu að hluta á broddum. Þótt við hefðum ekki séð gljúfrið er ógleymanlegt að hafa gengið á broddum í eyðimörkinni,“ segir Binni. Gönguferðin, sem var sú fyrsta sem ÍT ferðir fara á þessar slóðir, var átta daga ferð í Mikla- gljúfursþjóðgarði og á verndarsvæði Havasupai indjána en Havasupai þýðir fólk blágræna vatnsins. Að mati Sigrúnar stóð dvölin við Supai indjánaþorpið upp úr. „Þar eru til að mynda Ha- vasu fossarnir frægu, blágrænir og töfrandi. Þorpið er afskaplega afskekkt og að ég held eini staðurinn í Bandaríkjunum sem fær póstinn sinn sendan með múlösnum,“ segir Sigrún. „Í Havasu gilinu gengum við, klifruðum, óðum og busluðum og höfðum gífulega gaman að.“ Tveggja daga fljótasigling í Svarta gljúfri (Black Canyon) kom Binna skemmtilega á óvart. „Krakkarnir höfðu verið í siglingaklúbbi og voru því öllu vön en ég var örlítið stressaður vegna þessa hluta ferðarinnar. Við vorum látin róa tvö og tvö saman í bát í tvo daga. Þetta var þrælskemmtilegur útúrdúr frá gönguferðinni,“ segir Binni. Fjölskyldunni allri fannst ferðin ógleym- anleg. „Þetta var upplifun frá morgni til kvölds og við stöndum uppi með yndislegar minn- ingar,“ segir Sigrún. | gudrunhulda@mbl.is Í halarófu niður hyldýpið „Þetta er algjör sýki,“ segir Brynjólfur Jónsson ljósmyndari sem skellti sér með konu og börn- um í gönguferð um Miklagljúfur um páskana. Guðrún Hulda Pálsdóttir hitti fjölskylduna. Ljósmyndir/Binni Ógleymanleg ferð Fjölskyldan var að vonum ánægð með ævintýraferðina. F.v.: Gyða Hauksdóttir frá ÍT-ferðum, ásamt fjölskyldumeðlimunum Auði, Binna, Sigrúnu og Daníel. ferðalög 22 FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ South Rim „Þótt við hefðum ekki séð gljúfrið er ógleymanlegt að hafa gengið á broddum í eyðimörkinni,“ segir Binni. Ekki fyrir lofthrædda Binni sagði klifrið niður að Mooney fossunum hafa verið nokkuð ógnvekjandi. Í Svartagljúfri Rúmlega hálf öld skildi að yngsta og elsta þátttakanda ferð- arinnar. Sú yngsta, Auður, dóttir Brynjólfs og Sigrúnar sést hér kát í bátn- um hjá föður sínum. Myndrænt Miklagljúfur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.