Morgunblaðið - 05.06.2008, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2008 23
Jæja, þá er sumarið komið, sláttur-
inn hafinn og ísbirnirnir komnir á
stjá. Þetta sumar ætlar að byrja af
hörku fyrir suma blaðamenn, og
dýrt verður sumarið allt ef dagarnir
halda áfram í þessu farinu.
En já, ef svo fer að flóðgáttirnar
opnast frá Grænlandi og hvítabirnir
fara að verða algeng sjón hér
norðanlands, og ég tala nú ekki um
ef við drepum þá alla, þá bíður ær-
inn starfi fyrir nýráðinn fram-
kvæmdastjóra Markaðsskrifstofu
ferðamála á Norðurlandi. Hann
heitir Ásbjörn Björgvinsson og tek-
ur við af Kjartani Lárussyni 15.
ágúst.
Ásbjörn var áður forstöðumaður
Hvalasafnsins á Húsavík og nefndi
það einmitt í fjölmiðlum í gær, að
það geti „haft áhrif á ímynd Íslands
ef heimamenn drepa dýr í útrým-
ingarhættu.“ Þessi spádómsorð
rættust samdægurs, því örfáum
stundum síðar bárust fregnir af því
að Danir væru farnir að ata Íslend-
inga aur í netútgáfu Extra-blaðsins
og halda því fram að bjarnardrápið
jafngildi því að drepa sjálfa Lassie.
Vont er ef satt er.
Það vill örugglega enginn fara til
landsins þar sem Lassie var drepin.
Já já, sólin er komin á kreik og það
þýðir náttúrulega að skemmtiferða-
skipin eru farin að flatmaga við
Akureyrarhöfn. Fyrsta skemmti-
ferðaskipið kom til Akureyrar í gær,
590 manna tittur, en næstu þrjá
mánuði verða 54 skip á flækingi
hingað norður, þar af fjögur í einu
eftir rúman mánuð
Fjögur ungmenni úr Mennta-
skólanum á Akureyri brugðu sér
nýverið til Vínar í Austurríki til að
keppa á Evrópumóti skólafólks í
spunaleik. Er skemmst frá því að
segja að nemendurnir komu heim
með silfrið úr keppninni, en þetta
var í fyrsta skipti sem slík keppni
var haldin. Í liði MA, sem kallaði sig
Gleðibomburnar, voru Anna Haf-
þórsdóttir, Gísli Björgvin Gíslason,
Gréta Kristín Ómarsdóttir og Valur
Sigurðarson.
Fyrir keppendurna voru lagðar
ýmsar þrautir en liðinu tókst að
sannfæra dómnefnd og aðra um að
þau væru þrautreynd og hámenntuð
með því að flytja einræðu úr Ödip-
usi konungi eftir Sófókles, syngja
Hesta-Jóa og klappa MA-klapp að
því er fram kemur í frétt á vef
Menntaskólans á Akureyri.
Liðið keppti í A-riðli með Lett-
landi, Litháen, Noregi I og Sviss og
varð næststigahæst í riðlinum. „Við
mættum Austurríki I í 8 liða úrslit-
um, Austurríki II í undanúrslitum
og kepptum loks við Svíþjóð í úrslit-
um og töpuðum með einu stigi,“
sagði Gréta Kristín um keppnina og
er staðráðin í að kveða niður Svía-
grýluna að ári.
Og aðstaða til fimleikaiðkunar mun
stórbatna á Akureyri í framtíðinni. Í
gær voru skóflustungur teknar að
nýju fimleika- og íþróttahúsi við
Giljaskóla. Húsið verður rúmir
2.600 fermetrar að stærð og búið
tækjum af fullkomnustu gerð. Það
mun umbylta aðstöðu Fimleika-
félags Akureyrar að sögn Þórhildar
Þórhallsdóttur formanns félagsins.
Áætlað er að húsið verði tilbúið í
júlí á næsta ári og að heildarkostn-
aður verði um 759 milljónir króna.
En auðvitað getur það breyst …
AKUREYRI
Hjálmar Stefán Brynjólfsson
Hálfdan Ármann Björnssonsegir óþarft að drepa
hvítabjörninn:
Björnum hlífa ætti enn
í umhverfinu hér í kringum,
þó drepi naut og nokkra menn,
– nóg er til af Skagfirðingum!
Björn Ingólfsson á Grenivík
hrósaði happi:
Menn þótt séu á móður jörð
misjafnlega siðaðir
almennt hér við Eyjafjörð
eru Birnir friðaðir.
Davíð Hjálmar Haraldsson ræður
Birni heilt:
Bljúg við þig nú biðjum öll,
Björn, ef kaupir nesti
og nýja skó og ferð á fjöll:
Farðu í skothelt vesti.
Hreiðar Karlsson lagði orð í belg:
Grenivík er griðastaður,
góður fyrir mig og þig.
Ef að Björn er upplitaður
ætti hann þó að vara sig.
Þá séra Hjálmar Jónsson:
Ein er tegund öðrum lík
asni, múll og hestur.
Grábjörninn á Grenivík
glottir kalt í vestur.
Loks Friðrik Steingrímsson:
Björn er talinn merkis maður
málið skulum kryfja snúna.
Mundi hann verða uppstoppaður
ef hann væri skotinn núna?
VÍSNAHORNIÐ
pebl@mbl.is
Af birni
og Birni
úr bæjarlífinu
Auglýsing
um umsóknir um úthlutun losunarheimilda
skv. lögum um losun gróðurhúsalofttegunda
nr. 65/2007.
Úthlutunarnefnd losunarheimilda, sem skipuð er af umhverfisráðherra, auglýsir hér með að áætlun um úthlutun losunarheimilda, sem
gefin var út í september 2007, verði endurskoðuð fyrir 30. september 2008, sbr. 4. mgr. 9. gr. laga nr. 65/2007 um losun
gróðurhúsalofttegunda. Auglýst er eftir umsóknum frá atvinnurekstri sem þegar er starfandi og áætlar að auka framleiðslu. Jafnframt er
auglýst eftir umsóknum frá atvinnurekstri sem ekki er hafinn. Áætlun um úthlutun losunarheimilda frá 27. september 2007 tók til
starfandi fyrirtækja á þeim tíma vegna tímabilsins 1. janúar 2008 til 31. desember 2012.
Samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga um losun gróðurhúsalofttegunda skal atvinnurekstur sem fellur undir 7. gr. laganna sækja um úthlutun á
losunarheimildum til Umhverfisstofnunar eigi síðar en 9 mánuðum áður en fyrirhuguð starfsemi hefst.
Umsókn skal uppfylla kröfur 8. gr. laga um losun gróðurhúsaloftegunda og skal m.a. staða undirbúnings viðkomandi atvinnurekstrar
koma fram með skýrum hætti. Í þessu felst að gera skal grein fyrir hvort aflað hafa verið leyfa fyrir atvinnurekstrinum og þá hvaða
leyfa hafi verið aflað og sem afla þarf lögum samkvæmt, eða þeim áföngum sem náðst hafa í öflun þeirra, öflun orku fyrir reksturinn
og öðrum þáttum sem skýrt geta stöðu undirbúningsins.
Í umsókninni skal tekið fram hvort sótt er um almennar heimildir eða heimildir skv. ákvörðun 14/CP.7 við Kyoto bókunina. Ef sótt er
um losunarheimildir skv. ákvörðun 14/CP.7 þarf að koma fram hvernig starfsemin uppfyllir skilyrði hennar, einkum um notkun
endurnýjanlegrar orku og bestu fáanlegrar tækni vegna atvinnurekstursins.
Þeir sem sendu umsóknir til nefndarinnar á árinu 2007 og fengu ekki úthlutað losunarheimildum geta sent inn viðbótarupplýsingar án
þess að greiða umsóknargjald, enda sé ekki um breytingu á magni sem sótt er um eða staðsetningu atvinnurekstursins.
Umsóknum og viðbótarupplýsingum skal skilað til Umhverfisstofnunar, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík, eigi síðar en 1. júlí 2008
og er umsóknargjald kr. 250.000.
Úthlutunarnefnd losunarheimilda
3. júní 2008
IÐNAÐARRÁÐUNEYTIÐ
Allir velkomnir!
Framtíð
raforkumála
Samband ungra sjálfstæðismanna stendur fyrir
fundi í Valhöll, Háaleitisbraut 1, 105 Reykjavík,
í dag klukkan 17:00
Fundarstjóri:
Berglind Hallgrímsdóttir, stjórnarmaður í SUS
Frummælendur:
Pétur Blöndal, alþingismaður:
Aðferðafræði einkavæðingar
Borgar Þór Einarsson, fyrrverandi formaður
Sambands ungra sjálfstæðismanna og
lögfræðingur: Framtíðarsýn ungra sjálfstæðis-
manna í raforkumálum
Egill B. Hreinsson, prófessor við Verkfræðideild
Háskóla Íslands: Vistvænar orkulindir í alþjóðlegu
markaðsumhverfi
Samband ungra sjálfstæðismanna
EFNIÐ resveratrol í rauðvíni er
áhrifaríkara í að lengja líf okkar en
áður var talið. Hafa sumir vís-
indamenn slíka trú á efninu að þeir
eru byrjaðir að prófa það á sjálfum
sér en aðrir telja slíkt ótímabært,
samkvæmt því sem greint var frá í
New York Times á dögunum. David
Sinclair, doktor við Harvard há-
skóla, segir að lyfjafyrirtækið sem
verði fyrst til að markaðssetja efnið
muni líklega verða allsráðandi á
lyfjamarkaði og jafnvel valda
straumhvörfum í heilbrigðisgeir-
anum. Frekari tilraunir með efnið
hefjast bráðlega og vonast rannsak-
endur til að það muni hafa góð áhrif
á ýmsa sjúkdóma, meðal annars alz-
heimer, krabbamein og sykursýki.
Að sögn New York Times þarf
fólk að drekka um það bil 1,5 desi-
lítra af rauðvíni á dag vilji það fá
hæfilegan skammt af efninu.
Rauðvín
getur hægt
á öldrunar-
ferlinu
Lengir lífið? Efnið resveratrol í
rauðvíni virðist áhrifaríkara í að
lengja líf okkar en áður var talið.
@